Alþýðublaðið - 14.11.1943, Qupperneq 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Sunnudagur 14. nóvember 194S
fUþi|ðtibUðið
Útgefaadi: AlþýSaflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjém og afgreiSsla í Al-
þýðuliúsinu við Hverfisgötu.
pfmar ritstjómar: 4901 og
4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og
4906.
Verð i lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Sigar Ölafs Tbors ð
SaðurnesjamöDnao).
ÞAÐ hefir oft þótt viljað
við brenna á alþingi, að
þingmenn væru nokkiuð ágeng-
ir og harðfylgnir fyrir hönd
kjördæma eða umbjóðenda
sinna. En í lok vikunnar sem
leið varð einkenmleg unjdan-
tekning á þessu. Einn af þing-
mönnunum fór hamförum í
þinginu til þess að koma í veg
fyrir að stórt hagsmunamál
fyrir kjördæmi hans næði fram
að ganga. Þessi þingmaður var
Ólafur Thors, þingmaður Gull-
bringu og Kjósarsýslu.
Fyrir þinginu lá tillaga til
þingsályktunar frá honum um
að heimila ríkisstjórninni að
kaupa efni í rafmagnsveitu
fyrir Keflavík. En ekki aðeins
Keflvíkinga, heldur Suður-
nesjamenn yfirleitt, vantar til-
finnanlega rafmagn, og hafa
mikinn hug á því, að fá raf-
magnsveitu fyrir allt Reykja-
nes, og því flutti Guðmundur
I. Guðmundsson þá breytingar-
tillögu við tillögu Ólafs Thors,
að ríkisstjórninni skyldi heim-
ilað, að kaupa efni til raf-
magnsveitu fyrir sjávarþorp á
Suðurnesjum yfirleitt; og ætl-
uðu menn, að þingmaður kjör-
dæmisins hefði sízt ástæðu til
þess að vera slíkri breytingu
á tillögu hans andvígur.
En það furðulega skeði, að
Ólafur 'Thors reis öndverður
gegn breytingartillögu Guð-
mundar og hafði beinlínis lið-
safnað í þinginu til þess að fá
hana fellda. Gat enginn skýrt
slíkt háttalag þingman.nsins
fyrir sér á annan hátt en þann,
að hann væri svo afbrýðissam-
ur gagnvart Guðmundi I. Guð-
mundssyni, sem eins og
kunnugt er var í kjöri á móti
honum í Gullbringu- og Kjós-
arsýslu við síðustu kosningar,
að hann kysi heldur að hindra
framgang stórkostlegs 1 hags-
•munamáls fyrir allan þorrann
af umbjóðendum sínum, en að
það næði fram að ganga fyrir
frumkvæði Guðmundar.
Við atkvæðagreiðsluna um
máli urðu úrslitin þau, að Ólafi
Thors tókst með liðsafnaði sín-
tum — kommúnistar greiddu
allir sem einn maður atkvæði
með honum og flokki hans —
að fella breytingartillögu Guð-
mundar og bregða á þann hátt
fæti fyrir Reykjanesrafveituna.
En því næst var tillaga Ólafs
um heimild til efniskaupa í raf
magnsveitu fyrir Keflavík sam
þykkt í einu hljóði.
Morgunblaðið var mjög
hróðugt yfir þessum málalok-
um í gær og kallaði þau „sig-
ur Ólafs Thors“. Já, Ólafur
Thors vann sigur í málinu —
á umbjóðendum sínum, Suður-
nesjamönnum. En mikið má það
vera, ef sá sigur á ekki eftir að
xeynast honum Pyrrhusarsigur.
Felix Guðmundsson:
Fvrsta verkfallið - fyrir 40 ðrum.
SUMARIÐ 1904 fóru átján
Sunnlendingar norður að
Jökulsá í Axarfirði, voru ráðn-
ir til að vinna við brúargerð á
Jökulsá, ásamt allmörgum
Norðlendingum.
Brú þessi er hengibrú og eru
tveir stöplar hvorum megin,
hlaðnir úr grásteini. Var unnið
að því um sumarið að hlaða
þessa stöpla og voru því meðal
verkamannannna vanir stein-
smiðir. Var einn flokkstjóri
hafður hvorum megin árinnar.
Auk þess var með í ferðinni
maður, sem sjá átti um alla að-
flutninga, kaupa hesta og því
um líkt og borga verkamönn-,
unum út laun sín, þar til aðal-
yfirmaðurinn kæmi, en það var
Steinþór Björnsson steinsmiður
frá ‘Litlu-Strönd við Mývatn,
faðir Steingríms búnaðarmála-
stjóra og þeirra bræðra.
Kaup manna var ákveðið við
ráðningu. Var það kr. 3,00 fyr-
ir daginn hjá óbrotnum verka-
mönnum, en víst um kr. 3,50
hjá þeim, er vanir voru grjót-
vinnu. Þarna varð .einnig að
vinna önnur verk en þau, sem
unnin voru við brúarstæðið,
Sérstök skip komu með cement
og sjálfa brúna, sem smíðuð
var erlendis. Við uppskipunina
varð að vinna jafnt að nóttu
sem degi og varð vinnutíminn
þá óreglulegri en á sjálfum
brúarstaðnum. Af þessu mynd-
aðist fyrsti ágreiningurinn. Við
uppskipun á cementi, sem var
mjög vond vinna, þar sem að-
staða var slæm, bryggjulaust
og léleg tæki, var unnið óslitið
í að minnsta kosti þrjú dægur.
Þóttu það að vonum nokkuð
harðir kostir. En Jónas, sá, er
sá um aðflutningana og útborg
un vinnulaunanna, svo sem áð
ur er getið, lofaði að greiða
kaup fyrir þá aukatíma, sem
unnir voru, en þegar til kom,
urðu víst efndirnar lélegar.
Ekki var það þó þessi ágrein-
ingur, sem kom af stað þeirri
óánægju, er leiddi til þess að
lokum, að vinna var stöðvuð.
Til þess lágu þær orsakir, að
Jónas þessi var ógætinn í orð-
um og lét þá, er þarna störf-
uðu, lítillar virðingar njóta.
Hafði hann mar^t við mennina
að athuga, þótti sumir vera lat-
ir og lítilvirkir, en bauð svo
öðrum ýmis fríðindi, ef þeir
vildu herða á mönnum við
störf sín, og bað þá að segja sér
ef menn héldu sicr illa að vinnu
og væru lítilvirkir. Þó að eng-
inn af verkamönnunum yrði
við þessum tilmælum, varð
andrúmsloftið á vinnustaðnum
þó æði rotið, söguburður um
ámæli, vanþakklæti og ónáð
Jónasar á hinum og þessum
breiddist út, þar til svo var
komið málum, að meiri hluti
þeirra manna, sem þarna unnu,
voru orðnir svo óánægðir, að
þeir nutu sín varla við vinn-
una.
Af þessu leiddi það, að menn
tóku ráð sín saman og komust
að þeirri niðurstöðu, að ef
breyting ætti að verða, sem við
unandi væri, yrði Jónas að
fara. Ef hann hinsvegar ekki
þýddist það, skyldum við allir
fara úr vinnunni. Þessi ákvörð
un var bundin fastmælum og
úrslitin tilkynnt Jónasi. Varð
hann fár við í fvrstu og vildi
leita sætta, en það reyndist
þungsótt. Menn voru í vígahug,
fóru yfir ána á víxl, til skrafs
og ráðagerða, réru fast, brutu
árar og sungu söngva. Og kvöld
ið sem ákvörðunin var tekin,
endaði með því, að hleypt var
nokkrum skotum úr ryðguðum
byssuhólki, sem einn mannanna
hafði í fórum sínum; sungin
voru ýmis ættjarðarljóð og síð-
ast íslendingabragur.
„— — En Þeir fólar, sem
frelsi vort svíkja“
hljómaði beggjamegin árinnar.
VINNAN tímarit Alþýðu-
sambandsins byrjaði í
nýútkomnu tölubl. að birta
greinaflokk eftir Felix Guð-
tnundsson um „Verkföll, sem
voru háð“. Fer hér á eftir
fyrsta greinin, sem nefnist
„Fyrsta verkfallið“, segir frá
vinnustöðvun við brúargerð-
ina við Jökulsá á Fjöllum
fyrir hér um bil 40 árum.
Og „Jökla“ vall fram með jöfn
um hraða og þungum nið —
það var undirspilið við sönginn
og tákn þess kraftar, sem flest
verður að beygja sig fyrir.
Þessi atburður gerðist fyrri
hluta júnímánaðar.
Næsta morgun barst sú fregn
meðal manna, að nú væri Stein
þór kominn; hafði harin gist á
næsta bæ, Ási, og var hans
bráðlega von á vinnustaðinn.
Jók þessi fregn mjög „spenn-
ing“ þann, er ríkti meðal
manna. Hvernig myndi hann
líta á málið? Hvers málstað
styðja?
En nú var ekki lengur tími
til urpþenkinga í þessum efn-
um. Vitað var að Seinþór var
aðeins ókominn og Jónas var
farinn til móts við hann. Tím-
inn var því notaður til þess að
skjóta á fundi og var þar ákveð
ið að halda fast við fyrri á-
kvörðun.
Skömmu síðar komu þeir
Steinþór og Jónas og var nú
enn haldinn fundur. Steinþór
var viðstaddur og fengum við
fljótt það álit á honum, að
hann væri fastur fyrir, stilltur
og athugull, og reyndist okkur
sú ályktu* við síðari kynningu,
rétt. Hann kvaðst ekki ætla að
blanda sér í þetta mál, en
sagði, að Jónas og við yrðum
að leiða það til lykta, eri hon-
um skildist þó fljótlega, að ekki
væri um neinar sættir að ræða,
því að í áheyrn hans voru born
ar fram sakir og voru þær flest
ar viðurkenndar af Jónasi í að-
alatriðum.
Endirinn varð sá, í þetta
sinn, að Jónas bjóst til ferðar
og Steinþór með honum, til
Húsavíkur, til þess að taka við
reikningsskilum af honum í
viðurvist sýslumanns.
Vinnan hélt svo áfram undir
yfirstjórn Steinþórs og sóttist
vel. Flokkstjórar voru hinir
sömu og fyrr og samkomulag
hið bezta. Bar nú fátt til tíð-
inda, unz komið var fram í á-
gúst, en þá kom til okkar Sig-
urður Thoroddsen, þáverandi
landsverkfræðingur og hafði
Jónas Jónsson með sér. Kvað
hann Jónas eiga að verða eftir
á vinnustaðnum og skyldi hann
vinna þar sem óbreyttur verka
maður. Bárust tíðindi þessi
milli vinnusvöðvanna og ræddu
menn hvarvetna um hið nýja
viðhorf. Mun og auk þess hafa
verið rætt við aðal yfirmann-
inn, Steinþór, sem lét málið af-
skiptalaust að öðru leyti en
því, að hann mun hafa sagt for
göngumönnunum, að ef ákvörð
un yrði tekin um vinnustöðv-
un að nýju, vildi hann að það
yrði gert meðan Sig. Thorodd-
sen væri á staðnum.
Var nú skotið á skyndifundi
og urðu skoðanir manna skipt-
ar um það, hvernig bregðast
skyldi við málinu. Þótti ýms-
um sem annað viðhorf hefði nú
skapazt en áður var. Maður sá,
er styrinn stóð um, hafði þegar
verið sviptur þeim afskiptum,
sem hann hafði áður haft af
vinnunni, og þótt hann kæmi
nú að nýju yrði hann gjörsam-
lega valdalaus sem óbreyttur
liðsmaður. Töldu sumir honum
ekki of gott að kynnast sam-
búðinni við verkamennina, eft-
ir atburði þá, sem á undan voru
gengnir og fannst ekki ástæða
til að hefja vinnustöðvun af
þessum ástæðum einum. Hinir
— og þeir voru fleiri — töldu
það áfrávíkjandi „princip“-mál,
að hann kæmi ekki aftur til
vinnunnar undir neinum kring
umstæðum, af því myndi leiða
nýjar sögur og spillt félagslíf.
Auk þess gæti litið svo út sem
menn væru hræddari við lands
verkfræðinginn en aðra menn,
ef slegið væri nú undan. Væri
og ástæða til þess að ætla, að
landsverkfræðingurinn, Sig.
Thoroddsen, væri að svara því,
er áður hafði skeð, þegar Jónas
varð að fara, með því að setja
hann að nýju til vinnu með
okkur, því að nægileg verkefni
voru að sjálfsögðu annars stað-
ar fyrir hann, ef verkfræðing-
urinn kaus að hafa hann í þjón
ustu sinni.
Sú ákvörðun var tekin að
lokum af miklum meirihluta,
að hætta vinnu næsta dag, ef
landsverkfræðíngurinn héldi
fast við ákvörðun sína, en frá
henni vildi hann ekki víkja.
Færði hann þau rök fyrir af-
stöðu sinni, að Jónas hefði
ekki sem verkamaður fyrirgert
rétti sínum til vinnu. Þeirri
kröfu hefði verið fullnægt, að
svipta hann starfi sínu sem um-
sjónarmanni og væri á engan
hátt skert sú ákvörðun, þótt
hann ynni nú með okkur fram-
vegis sem óbreyttur verkamað-
ur.
jUndirföfl
Náttkjólar frá 23.0f.
Nátttreyjur 24.85. ,
Náttföt 31.09.
vcrzl.
Grettisgötu 57.
Næsta dag kl. 10, þegar lok-
ið var matmálstíma, var að
venju „kölluð klukka“, en eng-
inn hreyfði sig til vinnu. Men*
lögðu sig úti fyrir tjöldunum
og böðuðu sig í sólskininu. Um
nón sama dag voru allir kallað
ir til fundar við landsverkfræð
inginn við tjöldin austan ár-
innar.
Hann spurði hvort það væri
föst ákvörðun okkar að hverfa
frá vinnunni og var því játað,
að það myndi gert ef Jónas
yrði settur á vinnustaðinn, og
kvað Sig. Thoroddsen það ó-
hagganlegan ásetning sinn.
Jafnframt benti han okkur á,
að við mættum búast við skaða
bótakröfu fyrir töf á verkinu.
Var honum þá bent á, að við
værum engir ráðnir tiltekinn
tíma — en hann taldi flesta
hafa óskað vinnunnar sem
lengst. Var því ekki mótmælt
nema af einum manni, sem
kvaðst hafa skýrt frá því, er
hann réði sig, að hann myndi
fara nokkuð snemma, vegna
annarrar atvinnu og taldi Sig.
Thoroddsen það nokkuð annað
Frh. á 6. síðu.
Ræða JAKOBS BENE-
DIKTSSONAR um sam-
bandsmálið á íslendingafundi í
í Höfn í vor, sem birt var í Al-
þýðublaðinu á föstudaginn upp
úr Fróni, tímariti íslenzkra
stúdenta í Kaupmannahöfn,
hefir vakið mikla athygli og
rifjað upp fyrir mörgum hinar
heimskulegu og ódrengilegu
getsakir Morgunblaðsins í garð
Hafnar-íslendinga fyrir sam-
þykkt þá, sem þeir gerðu um af
greiðslu sjálfstæðismálsfns og
sendu hingað heim. Morgun-
blaðið finnur sig bersýnilega
mjög berskjaldað fyrir þeim
ummælum í formála Fróns fyr-
ir ræðunni, sem að því snúa, og
reynir því í ritstjórnargrein í
gær, að klóra yfir skömm sína
og sverja af sér sumt af þeim
ómaklegu orðum, sem það lét
á sínum tíma falla í garð landa
okkar í Höfn, sem ekki höfðu
neina aðstöðu til að svara fyrir
sig fyrr en seint og síðar meir.
Það skrifar:
„í sumar bárust hingað fregnir
af því, að íslendingar í Höfn hefðu
samþykkt á fundi, — réttum mán-
uði eftir að stjómarskrárneínd
skilaði sameiginlegum tillögum
um að lýðveldisstofnun færi hér
fram eigi síðar en 17. júní 1944,
— að „beina þeirri eindregnu ósk
til stjórnar alþingis að fresta úr-
slitum þessa þangað til báðir að-
iljar hafa talazt við“.
Alþýðublaðið hossaði þessari
fregn. Morgunblaðið sagði: „Það
má um þessa ályktun segja ,að
áður fyrr heyrðist annar tónn frá
íslenzkum stúdentum í Höfn“.
Þetta var satt. Hitt vissi Morgun-
blaðið að var jafn satt, að íslend-
ingar, sem nú dvelja í Danmörku,
bjuggu við allt önnur skilyrði en
nokkru sinni fyrr. Þess vegna
bætti blaðið við: „Hitt er svo ljóst,
að þeir Islendingar, sem nú dvelja
í Kaupmannahöfn, búa við þau
skilyrði, að þeir íiafa enga getu
til þess að hafa frjáisa yfirsýn
mála, eða að minnsta kosti alls-
kostar takmarkaða möguleika til
þess að tjá sig opinberlega um
þau“. Morgunblaðið leit svo á, að
draga mætti með fullum rökum í
efa, að fram kæmi allur hugur ís-
lendinganna í Höfn. Það vítti þá
því ekki — heidur aísakaði.
Alþýðublaðið liefir hvað eftir
annað verið að sveigja að Morgun
blaðinu, — og gerir það enn í gær,
— fyrir dólgslegar getsakir í garð
landa okkar í Kaupmannahöfn“
— í sambandi víð áminnsta fregn.
Eitt af skáldunum, sem „týnzt
hafa“ í sjálfstæðismálinu, eins og
Sigurður Eggerz komst að orði,
tók undir við Alþýðublaðið, af
ekki* minni vandlætingu, í tíma-
riti sínu einhverju sinni, að visu 1
„léttara hjali“. Oss sýnist alveg
augljóst, í afstöðu hvors blaðsins
felist meiri „árás“ á íslendinga í
Höfn, og leggjum það óhikað und-
ir þeirra dóm sem annarra.
Allt annað mál er það, er fram
kemur í „Fróni“, biaði íslendinga
í Höfn, að þeir hafi frétt ,,á skot-
spónum“, að þeir „hafi sæt.t hörð-
um átölum í Morgunbiaðinu".
Ekki getur Morgunbiaðið ábyrgzt
ófróman sögubui'ð.“
Svo Morgunblaðið getur ekki
skilið, að það stafi af neinu öðru
én „ófrómum söguburði“, sem
það geti enga ábyrgð á tekið,
að íslendingar í Höfn telji sig
hafa „sætt hörðum átölum í
Morgunblaðinu“ því að það
(Frh. á 6. síðu.)