Alþýðublaðið - 14.11.1943, Blaðsíða 5
Sunnudagur 14. nóvember 1943
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Konungurinn, sem vildi
verða ósýnilegur.
GREIN þessi er þáttur úr
bók brezka rithöfund-
arins Maurice Collis, Undra-
landið mikla, sem kom út í
Lundúnum, fyrir skömmu
Fjallar hann um hermdar-
verk þau er Thiri- thu-
dhamma konungur Persíu,
sem uppi var á seytjándu öld,
lét drýgja að tilhlutun lækni
nokkurs, er var hinn versti
skálkur. Þátturinn er þýddur
úr brezka tímaritinu, Eng-
lish Digest.
ALLIR KONUNGAR Asíu-
landa voru á hnotskóg
eftir vitringum, er gætu frætt
þá um hinn mikla leyndardóm,
leyndardóminn um það, hversu
þeir gætu orðið eilífir, ósýni-
legir, ósæranlegir og ósigran-
legir. Það var vitað, að slíkir
vitringar fyrirfundust. Þeir
höfðu verið uppi í Kínaveldi.
Hafði ekki Genghis Khan árið
1219 sent eftir gullgerðarmann-
inum Ch’ang Oh’un? Hafði
hann ekki einnig gert sendi-
boða á fund Teng Chou, er hafði
aðsetur sitt skammt frá Peking,
með gullborð að gjöf, sem líkt-
ist höfði tígrisdýs að lögun, og
stefnt meistaranum til fundar
við sig nær 5000 km leið, svo
að hann gæti heyrt af vörum
hans leyndardóm eilífleikans?
Væri sú raunin, að slíkir vitr
ingar fyrirfyndust í Kínaveldi,
hlutu þeir og að vera uppi á
Persalandi, því að byggjendur
þeirra héraða stóðu sízt Kín-
verjum að baki í fræðum hinna
huldu dóma. Efalaust hefir
læknirinn byrjað á því, að
sannfæra Thiri — thu — damma
um það, að hann væri slíkur vitr
ingur af náð guðanna. Þegar
hann skýrði svo konunginum
frá því, að hann kynni leyndar-
dóm þann, er til þess þyrfti, að
ósk konungsins yrði að veru-
leika, vakti sú yfirlýsing hans
eigi undrun heldur fögnuð og
hrifni.
Yfirlýsing læknisins kvað
hafa verið svohljóðandi: — Ég
get gert yðar tign ósýnilega og
ósigranlega. Ég get eigi aðeins
firrt yður bana þeim, sem spáð
var, að yður myndi ráðinn
skömmu eftir að þér hefðuð'
verið krýndir til konungs. Ég
get einnig gert yður að drottn-
ara yfir hinu víðlenda Mughal-
ríki og konungsríkjunum
Burma og Síam.
Það að verða drottari Ind-
lands og grannríkja þess var
hvorki meira né minna en það
að verða jafnvoldugur þjóð-
höfðingi og keisarinn yfir
Kínaveldi.
En þegar mesta hrifnivíman
var runnin af konunginum, lék
honum hugur á að fræðast
nánar um það, hversu þetta
mætti verða. Hvernig ætlaði
læknirinn að gera hann ósýni-
legan og ósigranlegan og
tryggja það, að honum skyldi
ekkert grand unnið af mönnum
eður öndum?
— Með hjálp kynjalyfs, til-
kynnti læknirinn. Það var ei.n-
mitt þessa svars, sem konung-
úrinn hatði væn/t. Pnð var al-
kunna, að lyf, sem væri búið til
á réttan hátt, hvort heldur það
var notað s-:m sr.ivrst eða inn-
taka, gat veitt yfirnáttúrlegan
mátt. — Það var einnig hægt
að hljóta mátt þennan með því
að draga myndir á hörund sér
með töfrafleinum, en kynjalyf
var öruggara, samboðnara fyr-
irmönnum og í hvívetna þekki-
legra. Konungurinn tók tilkynn-
ingunni um það, að um kynja-
lyf væri að ræða, með velþókn-
un hinni mestu.
— En, hélt læknirinn áfram
mál sínu. — Það er vandaverk
hið mesta að blanda kynjalyf
það, sem með þarf. Það er
einnig mjög örðugt að afla efna
þeirra, sem það samanstendur
af. '
Þetta kom konunginum eng-
an veginn á óvart. Hann átti
von á því, að það væri enginn
hægðarleikur að blanda kynja-
lyf, er ylli því, að honum
reyndist auðvelt að vinna sig-
ur yfir hinu víðlenda og kosta-
mikla Mughalríki. Honum hefði
brugðið mun meira í brún og
talið sig hafa fyllstu ástæðu til
efasemda, ef læknirinn hefði
tjáð honum hið gagnstæða.
Hann lét því þau orð falla, að
lækninum skyldu í té látin öll
þau efni, er hann teldi sig með
þurfa.
— Til þess að unnt sé að búa
lyf þetta, þarf hjörtu, mælti
læknirinn, — tvö þúsund hjörtu
úr hvítum dúfum.
Konungurinn hét honum tvö
þúsund hvítum dúfum.
— Og fjögur þúsund hjörtu
úr hvítum kúm.
Þetta þar öllu erfiðara viður-
eignar. En eigi að síður taldi
konungurinn líkur til þess að
unnt reyndist að útvega fjögur
þúsund hvítar kýr, ef vendi-
lega væri leitað um gervallt
ríkið.
— Og sex þúsund, manns-
hjörtu, mælti þrælmennið að
lokum.
Sagan segir að Thiri — thu
— damma hafi brugðið meira
en lítið við þessa síðustu til-
kynningu læknisins. Það er
heldur sízt að undra þótt hann
hafi hikað í fyrstu við að láta
taka sex þúsundir þegna sinna
af lífi. — Þessa ber að geta, og
þegar hann er sakfelldur fyrir
grimmd sína og hermdarverk,
ber að minnast þess, að valda-
fíkn hans líktist helzt brjálæði,
sem hann gat eigi haimið.
Einnig bjó honum sífelldur
uggur í brjósti um það, að spá-
sögnin um hinn óvænta dauð-
daga hans myndi rætast þá og
þegar. Hún ægði honum ávallt
og olli því, að hann var löngum
viíti sínu fjær af ógn og ótta.
Hann lét fremja hin hryllilegu
hermdarverk í þeirri trú, að
hann væri með því að bjarga
sjálfum sér, firra sjálfan sig
ægilegum örlagadómi.
Thiri-thu-dhamma á þessu
næst að hafa gefið lögreglu
sinni fyrirskipun um það að
taka sex þúsundir manna hönd-
um, lífláta þær og láta læknin-
um hjörtu þeirrá í té. En þessi
þáttur frásögunnar er svo ótrú-
legur, að varygð skyldi við því
goldin, að fólk legði skilyrðis-
lausan trúnað á hann. Enda
þótt konungar Asíulanda
nytu mikilla valda á seytjándu
öid, er það í fyllsta máta vafa-
sarnt, að þau hafi heimilað
þeim slíkar fjöldaaftökur
þegna sinna. Efalaust hefði slík
fyrirskipun orðið að fara rétta
boðleið. Konungurinn hefði orð
ið að leggja málið fyrir ráð-
gjafa sína. Að fengnu sam-
þykki þeirra hefði hann orðið
að láta færa fyrirskipunina í
letur og innsigla hana embættis
innsigli sínu. Sú var boðleið
allra mála.
/
En konungurinn hafði leyni-
lögreglu í þjónustu sinni, sem
laut í hvívetna boði hans og
banni. Fyrirskipanir þær, er
hann gaf henni, þurftu eigi að
leggjast fyrir ráðgjafana.
Hafi saga þessi við rök að
styðjast, mun konungurinn hafa
falið yfirmanni leynilögregl-
unnar að framkvæma verk
þetta. 'Frá því er skýrt, að lög-
reglan hafi íengið ströng fyr-
mseli um það, að ekki yrði urint
að korria vitnaleiðslum við í
sambandi við handtökur þess-
ar. Sagan hermir, að ráðizt hafi
verið inn í hús manna á náttar-
þeli og sofandi fólki rænt. Fólk
á og að hafa verið handtekið
á fáförnum strætum eða hópar
fólks, sem safnazt höfðu saman
einhverra erinda, handteknir
með skjótum og óvæntum
hætti. Því næst á fólk það, er
handtekið var, að hafa verið
flutt með leynd á afvikinn stað
uppi í fjöllunum, er umlykja
borgina, og tekið þar af lífi. En
hefði lögregluforingi orðið
sannur að slíkri sök og verið
dreginn fyrir dómstólana, hefði
honum reynzt tilgangslaust að
halda því fram að hann hefði
verið að framkvæma fyrirskip-
un konungsins. Dauðadómur
hefði óhjákvæmilega orðið
hlutskipti hans.
Sagan segir, að lögreglan hafi
gengið að ógnaverki þessu af
hinni mestu leynd og í fyrstu
lagt áherzlu á það að handtaka
ekkjur, munarleysingja, verka-
menn utan af landsbyggðinni,
þræla og aðra þá, sem talið var
að lítt myndi verða saknað,
þótt þeir hyrfu af sjónarsvið-
inu. Én þar er krafizt var sex
þúsunda, varð meira til að
koma. Þá var það ráð tekið að
handtaka fólk í fátækrahverf-
um borgarinnar. En þótt lög-
reglan gengi að þessu af hinni
mestu varfærni, varð ekki hjá
því komizt, að fjölmargra hinna
horfnu yrði saknað.
Brátt komst sá orðrómur á
að fólk hyrfi með furðulegum
hætti. Orðrómur þessi ágerðist
eftir því, sem fleiri varð vant.
Borgarbúar voru skelfingu losn
ir. Það komst og á orðspor, að
fólk væri handtekið, flutt upp
í fjöllin tekið þar af lífi og
dysjað. Aftökustaðurinn uppi í
fjöllunum varð brátt tilgreind-
ur. Jafnframt var þess getið, að
læknirinn væri þar fyrir.
Sjónarvottar báru það, að
þeir hefðu séð hann sítja þar
við sjóðandi ketil yfir eldi. Um
nætur heyrðist hann þylja
galdraþulur fyrir munni sér
eins og væri hann að særa fram
illa anda. Sumir borgarbúa
voru slíkri skelfingu lostnir,
að þeir lokuðu sig inni í híbýl-
um sínum og áræddu ekki út
jafnvel um hábjartan daginn.
| Aðrir urðu hamstola af reiði
■ og ákváðu að hefjast handa um
að bægja burtu vá þessari.
I Nokkrir lögreglumenn voru
i staðnir að því að handtaka
I fólk, dregnir fyrir dómstólana
og teknir af lífi. En félagar
þeirra héldu ótrauðir áfram
| mannaveiðum sínum í næstu
borgum og bæjum, þegar þeir
| töldu sig eigi lengur óhulta við
iðju sína í höfuðborginni.
Þannig tókst að afla hinna
sex þúsund mannshjartna á
nokkrum vikum, og brátt var
kynjalyfið til. Kvöld nokkurt
gat að heyra hverja skothríð-
ina af annarri úr fallbyssum
varnarvirkja borgarinnar.
Fólk þusti á vettvang og undr-
aðist það, að konungshöllin var
uppljómuð eins og mikil hátíð
Marlene kossinn.
Það eru ekki allir, sem verða fyrir því happi að fá koss hjá
Marlene Dietrich, kvikmyndaleikkonunni frægu, en her-
mennirnir hafa ýmisleg forréttindi og þess vegna veittist
Carl Bell liðsforingja það ekki erfitt að fá einn koss hjá
Marlene, þegar hann villtist inn í einn veitingastað kvik-
myndaleikaranna í Hollywood.
væri í garð gengin. Hljómsveit
konungsins fór skrúðgöngu eft-
ir strætunum og lék hvert ætt-
jarðarlagið af öðru. Þessu hélt
áfram alla nóttina og fólkið
varð frá sér numið af gleði. Það
vissi, að fallbyssuskotin, ljósa-
dýrðin og leikur hljómsveitar-
innar átti að tjá því þau tíðindi,
að tími hermdarverkanna væri
liðinn. í afturelding hélt svo
hver til síns heima fullviss þess
að hann fengi notið friðar og
öryggis að nýju.
Bréf um sjúkratryggingar, sjúkrasamlög og fleira. Tó-
bak, dýrtíðarvísitala. Ungur piltur skrifar um búskap,
landbúnaðinn og framtíðina.
SVANUR FRÁ SVAI.HIÍÐI
skrifar mér á þessa lcið:
„MIG furðar mikið á þvi, að
ekki skuli vera búið að koma á
betri sjúkralögum en raun ber
vitni, ekki á þjóðin svo fáa full-
trúa á alþingi, sem allir þykjast
að minnsta kosti bera hlut alþýð-
unnar fyrir brjósti, að mikils
mættu þeir vænta sem hafa orðið
fyrir því óláni að missa heilsuna."
„ÞA» SÆTIR IINDRCN að ekki
skuli fýrir löngu lögskipað að
sjúkrasamlög skuli vera um land
allt. Það er hart fyrir efnalítið
fólk, sem kemur utan af landi
þar sem ekki eru sjúkrasamlög,
en þau eru ákaflega óvíða, að
þurfa að borga mörgum sinnum
meira fyrir læknishjálp t. d. hér
í Reykjavík, heldur en það þyrfti
ef það væri í sjúkrasamlagi."
„EN Ég HELD að ekki verði
neitt lag á þessu, fyr en alþingi
hefir fyrirskipað að allir hver ein-
ast maður skuli vera í sjúkrasam-
lagi.“ 1
„OG AÐ LOKCM mætti segja
þetta ,sveitastjórnir hafa oft, eins
og margar sögu herma, borið
hlut smælingjans harla lítið fyrir
brjósti svo ekki er gott að ákveða
hvers má vænta af þeim öllum að
minnsta kosti. Ætlar alþingi enn í
nokkur ár, að draga það, að þetta
mannúðarmál fái réttmæta lausn.“
ÞETTA BRÉF fékk ég, áður en
kunnugt varð um frumvarpið um
breytingar á alþýðutryggingalög-
unum, en þær eru mjög stórfeng-
legar. Taldi ég þó rétt að birta
bréfið, því að það sýnir hversu
mjög þjóðin þráir umbætur á
tryggingalöggj öf inni. ‘1
Ó. J. SKRIFAR: „Við útreikn-
ing vísitölunnar fyrir nóvember
hækkaði hún nokkuð, og létu
blöðin þess getið, að það væri
vegna hækkimar á kjötverði o. fl.,
þar á meðal vegna hækkunar. á
verði á tóbaksvörum!“
„ÞAÐ VAR FYRIRFRAM VITAÐ
að vísitalan mjmdi hækka fyrir
síhækkandi verð á landbúnaðar-
vörum, og ein afleiðingin af hinni
ósvífna verði á kjötinu, þrátt fyrir
verðuppbætur, er að verða þjóð-
inni til skaða, og sennilega til
mjög mikils álitshnekkis.“
„EN AÐALLEGA VAR ÞAÐ
tóbakið, er ég ætlaði að minnast á
að þessu sinni. Ég er einn af mörg
um, sem undrast mjög yfir því að
svo losaralega skuli vera farið
með gengiskráningu, að taka með
við skráningu hennar, tóbaksvör-
ur, sem ekki eru einungis mtrnað-
arvörur, heldur öllum til meirí
og minni heilsuspillis, sjálfur
þekki ég þær verkanir þess. T6-
baksvörur ætti því sem fyrst að
taka burt við gengisskráningu,
þar eiga ekki að koma til greina
nema nauðsynjavörur.“
Frh. á 6. sáiu.