Alþýðublaðið - 14.11.1943, Side 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Simnudagur 14. nóvember 1943
Gúmmístakkar
Olíufatnaður
Skinnjakkar
Skinn- og Taublússur
Stormblússur
, Skyrtur o. fl.
j Sjóklæði og Fatnaður S.f.
^ Varðarhúsinu. — Sími 4513.
$
S
S
s
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
25 ára blaðamannsafmæli:
Halldúr Frlðiónsson, Akurejrri
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu.
„FYRST NÚ AÐ tóbak er talið
nauðsynjavara, þá má gjöra ráð
fyrir, að margra grasa kenni í því
plaggi er gengið byggist á. Enda
virðist sumum áhugamál að vísi-
talan, eða réttara sagt, gengishrun
ið, breytist ekki til lækkunar, og
er þetta eitt af því er ber vott um
sjálfstjórnarhæfileika þjóðarinn-
ar.“
„ÁHUGAMAÐTJR skrifar mér:
„Ég er 23ja ára að aldri, hefi
fengist töluvert mikið við búskap
og hef mikinn áhuga á honum. Ég
er eins og svo margir ungir menn,
sem ekki eru til fjár fæddir, pen-
ingalítill. En engu að síður hefi
'ég gott veganesti, nefnilega: þekk-
ing, áhugi og gott heilsufar, sem
'ég vil telja bestu og nauðsynleg-
ustu eiginleika bóndans.“
„EIGINLEIKAR ÞESSIR hafa
gefið mér tilefni til að íhuga mögu
leikann á því að verða bóndi, og
niðurstaðan er þessi: 1. Nóg er til
af auðum býlum í landinu. 2.
Framboð á bólföstum býlum er
mikið, vegna sívaxandi flótta
bænda úr sveitunum, sem náð
hefir hámargi sínu nú frá því er
stríðið skall á. 3. Landbúnaður er
og hefir verið okkar aðal atvinnu-
vegur, ásamt fiskveiðum, og lífs-
liauðsynlegur hverri þjóð, og ekki
sízt okkur íslendingum, þar eð
aðrir atvinnuvegir eru hér hverf-
andi littlir."
„AÐ ÖLLU ÞESSU athuguðu
ætti lífið að brosa við mér. Og
hvernig sem ég velti þessu fyrir
mér verður útkoman alltaf þessi:
Heilög skylda stjórnarvaldanna,
svo framarlega sem þjóðskipu-
lagið er byggt á réttum grund-
velli, er að veita ungum mönnum,
sem sýna vilja þegnskap með því
að leggja á sig erfiði bóndans til
að rækta landið, sér og þjóð sinni
til bjargar, allan þann stuðning,
sem þeir nauðsynlega þarfnast til
þess.“
„EN MÉR FINNST sannarlega
að allmikið vanti uppá þetta. Það
er allt af verið að tala um upp-
bætur, en það er ekkert talað um
framtíð okkar sem erum að vaxa
upp og viljum gjarnan taka plóg
og orf. Framtíð landbúnaðarins er
aðalatriðið. Ég er ekki að krefj-
ast neinnar gjafar, en það þarf
að koma Iandbúnaðinum í það
horf að við getum byrjað. Síðan
munum við skapa okkur hamingju
sjálf.“
Hannes á horninu.
HVAÐ SEGJA HEN BLÖÐIN?
Framhald af 4. síðu.
hafi ekki vítt þá, heldur aðeins
afsakað! En eitthvað annað
mun nú þeim hafa fundizt, sem
lásu þá athugasemd blaðsins
við samþykkt Hafnar-íslend-
inga um sjálfstæðismálið, þegar
hún var birt í dálkum þess, að
þeir hefðu „brugðizt hinum ís-
lenzka málstað“ og sjá mætti
„áhrif nazismans“ í samþykkt
þeirra. En máske Morgunblað-
íð vilji halda því fram, að einn-
ig slík orð í garð landa okkar
i Höfn séu afsakanir en ekki
ávítur?
Fyrsta verkfallið
— fyrir 40 árnm
(Frh. af 4. síðu.)
og ólíkt því að „hlaupa í burtu“
á miðju sumri.
Þá var það, að þessi sunn-
lenzki rumur gekk fram fyrir
verkfræðinginn og rétti út aðra
löpp sína eins og hún var löng
til, sýndi honum járnað verka-
mannastígvél og mælti- „Ég
held maður hlaupi ekki langt á
þessu!“ — Ég get um þetta hér
til gamans, því að viðræðurnar
voru mjög í þessum tón.
Þessum fundi með landsverk
fræðingnum lauk án árangurs.
Næsta dag eða svo, hélt hann
á brott frá okkur aftur og hafði
Jónas með sér. Um svipað
leyti hófst vinna á nýjan leik,
þótt með semingi væri. Vildu
sumir halda verkfallinu áfram,
unz verkfræðingurinn hefði
fallizt á að vísa Jónasi með
öllu úr vinnunni, en það hafði
hann ekki viljað vera. Hins veg
ar töldu aðrir, að deilan væri
raunverulega unnin og engin á-
stæða því fyrir hendi til frek-
ari mótþróa. Þá lögðu og hér-
aðsbúar með héraðslækni í
broddi fylkingar, mjög eindreg
ið að mönnum að hefja vinn-
una aftur, því að allar tafir
komu niður á þeim. Fólkið
hafði reynzt okkur vel og við
vildum mjög gjarnan vera því
til geðs.
Og svo fór í þessum efnum
að raunverulega höfðum við
ekkert meira af Jónasi að
segja. Hann kom víst einu sinni
á staðinn eftir þetta, en fýsti
ekki að eiga þar langa dvöl, og
hvarf eins fljótt og hann kom.
Það, sem einkenndi mennina
við Jökulsá, var það, að þeir
þekktu kraft sinn og höfðu upp-
götvað samtakamáttinn þegar á
því herrans ári 1904. Yfirmenn-
irnir voru fólkinu velviljaðir,
og maðurinn, sem allt snerist
um, var ekki lakari en gengur
og gerist. Hann vildi komast á-
fram og verða fjáður. Hann
hafði séð marga gera það á
kostnað fólksins, hefir að sjálf-
sögðu haldið, að ef hann kæmi
sér vel við yfirboðara sína,
væri gæfan tryggð, hvað sem
„þrælunum“ liði, en svo nefndi
hann stundum verkamennina.
Sennilega hefir hann ekki hald-
ið að til væri fólk, sem tæki til-
tölulega litlar syndir svo alvar-
lega sem við gerðum.
Mennirnir við Jökulsá vísuðu
öðrum leiðina til sigurs, ef rang-
indum væri beitt við þá, og
fyrir þær sakir áttu þeir ekki
afturkvæmt að Jökulsá síðar.
Þeim gerði það ekkert til, þetta
voru vaskir drengir, sem höfðu
nóg að starfa. — Við kvöddum
Steindór með litlu kaffisamsæti
á Húsavík um haustið, fullvissir
þess að eiga ekki kost á því að
vinna með honum næsta sum-
ar. Helzt hefðum við þó kosið
það, því að það sem við söknuð-
um var prúðmennska hans,
gæði fólksins og fegurð héraðs-
ins. En öllu þessu varð að fórna
fyrir sigur réttlætis og samtaka.
ÚíbreiÖiÖ MbýÖublaðíÖ.
Elsti blaðamaður Al-
þýðuflokksins, sem allt af
hefir verið í starfi, á í dag 25
ára blaðamannsafmæli. Það er
Halldór Friðjónsson ritstjóri
Alþýðumannsins á Akureyri.
14. nóvember árið 1918 kom
út á Akureyri nýtt blað, sem
hét Verkamaðurinn. Var Hall-
dór Friðjónsson stofnandi þess
og ritstjóri. Halldór Friðjóns-
son stofnaði blað þetta fyrst og
fremst vegna þess, að baráttan
milli verkamanna og atvinnu-
rekenda á Akureyri var orðin
svo hörð, að atvinnurekendur
neyttu afls síns og yfirráða s'vo
mjög að verkamenn gátu ekki
fengið að túlka skoðanir sínar
og viðhorf til málanna í þeim
blöðum sem til voru í bænum og
túlkuðu þau því eingöngu sjón-
armið atvinnurekenda.
Það var mikið ráðizt í þá
daga að hefja blaðaútgáfu fyrir
félítinn mann, enda vissu sum-
ir atvinnurekendur það og
beittu sér því mjög gegn þess-
um fyrsta vísi að málgagni fyrir
verkalýðssamtökin í höfuðstað
Norðurlands. Önnur blöð tóku
því þessu nýja blaði og ritstjóra
þess með miklum kulda. Sér-
staklega þótti nafn blaðsins
vont, enda þótti mönnum skörin
vera farin að færast upp í bekk-
inn, þegar hafin var blaðaút-
gáfa, sem kennd var við eyrar-
vinnulýð og kotunga. En Hall-
dór gafst ekki upp. Hann hafði
þá tekið ástfóstri við jafnaðar-
stefnuna og hugsjónaeídur hans
skapaði honum aukið áræði. Og
hann stóð einn að útgáfunni
fyrst í stað.
Varð þessi blaðaútgáfa hans
til ómetanlegs styrks fyrir
verkamenn og samtök þeirra í
baráttunni fyrir viðunandi lífs-
kjörum.
Bróðir Halldórs, Erlingur
Friðjónsson, ásamt nokkrum
verkamönnum, gengu inn í út-
gáfu blaðsins frá næstu áramót
um og varð blaðið um leið op-
inbert málgagn verkamannna-
félagsins og Alþýðuflokksins á
Akureyri og naut útgáfa þess
á næstu árum nokkurs styrks
frá Verkamannafélaginu.
Um áramótin 1926—27 keypti
Verkalýðssamband Norður-
lands blaðið og var Halldór Frið
jónsson ráðinn ritstjóri og á-
byrgðarmaður þess, en 1. jan-
úar 1928 tók stjórn VSN ábyrgð
ina á blaðinu, en Halldór sá um
útgáfuna og var áfram ritstjori
þess. Þetta hélzt til 6. janúar
1931, er kommúnistar náðu blað
inu algerlega í sínar hendur
með eins atkvæðis meirihluta í
stjórn VSN og brutust um leið
til algerra valda í verkalýðs-
hreyfingunni nyrðra.
En 10. janúar sama ár tóku
þeir bræður Halldór og Erling-
ur að gefa út nýtt blað Alþýðu-
manninn og gera þeir það enn.
Hefur Halldór verið ritstjóri
blaðsins alla tíð.
Halldór Friðjónsson hefir allt
af í starfi sínu sem blaðamaður
fylgt eindregið Alþýðuflokkn-
um að málum og verið ætíð
hinn skeleggasti bardagamaður.
Klofningsstarf kommúnista
mæddi fyrst á verkalýðshreyf-
ingunni norðanlands og gegn
því stóð Halldór í fremstu röð
með blað sitt. Hann hefir alla
tíð varað eindregið við spilling-
ariðju kommúnista og þó að
verkamenn þar hafi ekki borið
gæfu til að verjast lævísi þeirra
og svikum, þá geta þeir nú, er
þeir líta yfir rústirnar, sann-
fært sig um það, að Halldór og
Erlingur hafa alla tíð haft rétt
fyrir sér, er þeir bentu á í blaði
sínu hvaða afleiðingar starf
kommúnista hlyti að hafa fyrir
verkalýðssamtökin og verka-
mennina sjálfa.
Halldór Friðjónsson ritar fal-
legt mál. Það má ef til vill segja,
að hann sé á stundum óvæginn,
en óvinir þeirra hugsjóna, sem
Halldór hefir barizt fyrir hafa
oftast ráðið því hvaða vopnum
hefir verið beitt. Skal það þó
tekið fram, að þó að Halldór
hafi oft vegið ótt og títt með
penna sínum og hann hafi ver-
ið níddur meira en flestir aðrir
blaðamenn, enda hefir hann
staðið í fremstu röð í barátt-
unni gegn kommúnistum og
þeir eru ekki vandir að meðul-
um, þá hefir hann alltaf forðazt
persónulega ádeilu, en í þess
stað rætt málefnin, dregið fram
rökin og bent á veilurnar í
stefnu og starfsaðferðum and-
stæðinganna.
Halldór Friðjónsson er gáfað-
ur maður og bjartsýnn og mæt-
ir erfiðleikum og bardaga með
brosi. Það eru kostir, sem koma
sér vel í blaðamennsku. Hann
er skáld gott, eins og fleiri í.
þeirri ætt og sézt það oft í grein
um hans.
Hann hefir verið útsölumað-
ur Alþýðublaðsins á Akureyri
um f jölda ára skeið og hefir út-
breiðsla blaðsins margfaldazt í
höndum hans hin síðari ár.
Fyrir allt hans mikla starf,
fórnfýsi og ódrepandi áhuga
þökkum við honum — og ósk-
um þess eindregið að flokkur-
inn megi sem lengst njóta hinna
ágætu og mikilhæfu starfs-
krafta hans.
VSV
Áf filefni afmælis:
ión Eiríksson
írá Högnasföðum
ÞÓ AÐ það sé ef til vill ekki
venja að minnast manna,
nema þegar þeir standa á heil-
um eða hálfum tug ára, eiga
merkisafmæli, eins og það er
kallað, þá langar mig þó i dag
að bregða út af venjunni og
minnast með nokkrum orðum
manns, sem nú dvelur í Elli-
heimilinu og fyllir í dag 89. ár-
ið, hann vantar eitt ár upp á
að verða níræður. Þessi maður
er Jón Eiríksson frá Högnastöð-
um, alkunnur Reykvíkingur,
steinsmiðurinn, sem sagði fyrir
Svfnakjðf
Svínakjöt hefir nú lækkað í verði, svo mikið,
að 1. fl. grísakjöt eru ódýrustu matarkaupin, ,
sem þér getið gert. — Svínakjöt fæst framvegis
í heildsölu í síma 1439.
Svínarækfarfélag Suðurlands
ÆGIR
ti
til Vestmannaeyja kl. 10 ár-
degis á morgun. Tekur póst og
farþega fram og aftur.
„ármasin"
Tekið á móti flutningi til Búða,
Arnarstapa og Stykkishólms
árdegis á mánudag
bókina Frá Liðnum árum, er
Elinborg Lárusdóttir færði í let
ur og svo mikla athygli hefir
vakið,
Jón Eiríksson er nú orðinn
farinn, enda eru ár hans orðin
mörg og aldrei hefir hann setið
auðum höndum, margt hefir
hann reynt misjafnt og gott, líf
hans hefir verið sterkt og við-
burðaríkt, pins og það getur
verið hjá síþrælandi alþýðu-
manni, sem hefir brotizt upp úr
einstæðingsskap, fátækt og um-
komuleysi og fyrir gáfur, dugn-
að og ósérplægni orðið sjálf-
stæður maður í orðsins bezta
skilningi. Ég fer ekki að rekja
hér æfiferil hans, honum hefir
fólk lcynnzt í bók Elínborgar
Lárusdóttur.
En ég vil bara segja það á
þessum afmælisdegi þessarar
öldruðu kempu, að ef íslenzka
þjóðin ætti marga slíka sem
hann, þá þarf hún engu að
kvíða. Nú er farið hins vegar
að halla undan fæti fyrir hon-
um — og þó er minnið svo
gott, að enn les hann heila
kvæðaflokka viðstöðulaust upp
úr sér og hefir hann þó orkt þá
fyrir mörgum árum því að hann
er skáld gott. Upp á síðkastið
hefir hann ekki getað lesið á
bók.
Ég hygg að vinir og kunningj
ar Jóns Éiríkssonar muni senda
honum í dag hlýjar kveðjur
með þökkum fyrir allt gott og
ekki sízt það, sem hann hefur
kennt þeim með bók sinni Frá
liðnum árum.
Virrar.
i- og stýri-
mannafélagið Orótfa
heldur árshálíð
SKIPSTJÓRA og stýri-
mannfélagið „Grótta“
hélt árshátíð sína að Tjarnar-
kaffi í fyrrakvöld: Atli Þor-
bergsson skipstj. setti skemmt-
unina og lék þarnæst hljóm-
sveit „íslands hrafnistumenn“
Þarnæst talaði formaður fé-
lagsins Agnar Hreinsson og
ræddi m. a. um hve sjómenn
yrðu að vera vel á verði um
að aukning og endurnýjun skipa
flotans yrði komið í fram-
kvæmd. Og önnur slík ábuga-
mál sjómannastéttarinnar. ,
Næstur talaði Finnbogi Guð-
mundsson útgerðarmaðux í
Gerðum. Minntist hann margra
ágætra sjósóknara og afla-
manna hér við Faxaflóa og víð-
ar, og hve mikil nauðsyn væri
á fyrir þjóðarheildina að sjávar
útvegurinn drægist ekki sam-
an, heldur yrði stóraukinn og
endurbættur.
Auðunn Hermannsson talaði
fyrir minni kvenna og var gerð
ur góður rómur að. Á milli
ræðuhalda voru leikin íslenk
lög. Sigfús Halldórsson skemmti
með söng, og Sigríður Ármanns
sýndi listdans.
Dagskráratriðin tókust hið
bezta, og að lokum var stiginn
dans. Hófið fór í einu og öllu
hið bezta fram. Tveir Vestur-
íslendingar voru meðal gesta
félagsins.