Alþýðublaðið - 14.11.1943, Síða 7
Simnudag’ur 14. nóvember 1943
^IÞYÐU^UÐIÐ
*
Jarðarför dóttur minnar,
Sveinfríðar R. Elíasdótfur,
fer fram þriðjudaginn 16. þ. m. frá dómkirkjunni. — Athöfnin
hefst með bæn á Laugavegi 8 B kl. 1 e. h.
Elías Eiríksson.
HAFNARFJÖRÐUR:
2 siúlkur og 1 afgreiðslumaður
geta fengið atvinnu við verzlunarstörf frá S
næstu áramótum. Umsóknir ásamt kaupkröfu q
sendist blaðinu merkt ,,Hafnarfjörður“ fyrir S
20. þ. m. ^
S
önglingarykfrakkar
Dömurykfrakkar
enskir og innlendir.
Sjóklæði og Fatnaður S.f.
Varðarhúsinu. — Sími 4513.
Innilegt þakklæti færi ég öllum þeim mörgu, fjær og
nær, er með heimsóknum, skeytum, gjöfum eða á annan
hátt minntust mín á sjötíu og fimm ára afmælisdegi mínum,
9. þ. m. — Ég bið guð að blessa ykkur öll.
Hafnarfirði, 12. nóv. 1943.
SIGURGEIE GÍSLASON.
0000000<><>O<3>0O<3><3><>O0<3>0<3><3^^
^Bcerinn í dag. |
Næturlæknir er í nótt í Lækna-
varðstofunni, sími 5030.
Helgidagslæknir er Jóhannes
Björnsson, Hverfisgötu 117, sími
5989.
Næturvörður er í Reykjavíkur-
apóteki.
ÚTVARPIÐ:
14.00 Messa í Fríkirkjunni (séra
Árni Sigurðsson) . 15.30—16.30
Miðdegistónleikar (plötur): Slav-
nesk tónlist. 18.40 Barnatími (Þor
steinn Ö. Stephensen o. fl.). 19.25
Hljómplötur: Píanóverk eftir
Schuloff. 19.45 Auglýsingar. 20.20
Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guð-
mundsson). Sónata nr. 8 í G-dúr
eftir Beethoven. 20.35 Erindi:
Steinvirki og trjálundir (Þórir
Baldvinsson húsameistari). 20.55
Hljómplötur: Norðurlandasöngvar
ar. 21.10 Upplestur: „Undir gunn-
fána lifsins", kafli úr bók eftir
Milton Silverton (Árni Pétursson
læknir). 21.35 Hljómplötur: ,,.Úr
héimi barnsins", eftir Schumann.
2,2.00 Danslög (Danshljómsveit
Þóris Jónssonar. kl. 22.00—22.40).
Hallgrímsprestakall.
kl. 2 messa í bíósal Austurbæjar
skólans, séra Sigurbjörn Einars-
son. kl. 11 f. h. barnaguðsþjón-
usta, séra Jakob Jónsson. kl. 10
f. h. Sunnudagaskóli í Gagnfræða
skólanum við Lindargötu.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir Lénharð fógeta kl. 3.30 í
dag og leikritið ,,Ég hef komið hér
áður“ kl. 8 í kvöld.
Alþýðufræðsla Fulltrúaráðsins
1 dag kl. 1.30 í Iðnó flytur Einar
Olgeirsson alþm. fyrirlestur, um
utanríkispólitík íslyendinga og
þátt hennar.í að tryggja atvinnu
og frelsi þjóðarinnar. Er þetta ann
að erindið í fræðsluerindaflokki,
sem fræðslunefnd Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna stendur að.
Nýstárleg skemmtun.
Frú Hallbjörg Bjarnadóttir efn-
ir til samkeppni milli ungs fólks
um fegurstu söngraddirnar. Fer
keppnin fram í Listamannaskál-
anum í dag og hefst kl. 3 e. h.
Sigvaldi Kaldalóns og Eggert Stef
ánsson
halda hljómleika- og söng-
skemmtun í Grindavík í dag kl. 5.
Sigurður Nordal prófessor
flytur í dag kl. 4 fyrirlestur í
Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði,
um Þorstein Erlingsson og þjóð-
félagið. Fyrirlesturinn er fluttur á
vegum Verkamannafélagsins Hlíf-
ar. Aðgangur 1 kr. — Öllum heim
ill aðgangur.
Hjónaefní.
I gær opinberuðu trúlofun sína
frk. Fríða Sigurjónsdóttir Berg-
staðastræti 54 og sgt. William R.
Trimble, U. S. Army.
Hapddrætti háskólass.
' Frh. af 2. síðu.
runna, svo að umhverfið verði
byggingunum samboðið, og
helzt að koma upp lifandi safni
allra íslenzkra jurta (botanisk-
um garði) á lóðinni. Um kostn-
að við allt þetta er ekki hægt
að gera neina áætlun enn sem
komið er, enda hefir ekki verið
gengið frá skipulagsuppdrætti
lóðarinnar, en víst er að hann
verður geysimikill. Er ætlun há
skólaráðs að láta ekki hefja
vinnu þessa, meðan eftirspurn
er mikil eftir vinnuafli, heldur
geyma hana, þangað til að
vinnunnar er meiri þörf.
Ýmis önnur verkefni bíða úr-
lausnar, þó að ekki séu hér tal-
in, sem yfirstjórn kennslumál-
anna og háskólaráði gæti komið
saman um að láta framkvæma
á kostnað happdrættis háskól-
ans.
Viðtal við Stefán
jóh. Stefánsson.
Frh. af 2. síðu.
verkalýðsfélögunum?
„Ég hitti Mr. J. Price, sem
kom hingað í sumar og sagði
hann mér ýmislegt um verka-
lýðssamtökin — og meðal ann-
ars það, að þau hafa boðað til
alþ j óða-verkalýðsmálaráðstef nu
í júní í vor í Énglandi til þess
aðallega að ræða um endurreisn
Alþjóðasambands verkamanna.
Vænti hann þess fastlega að Al-
þýðusambandið sendi fulltrúa á
þá ráðstefnu. Að tilhlutun Mr.
Price lét ég brezka útvarpið fá'
til afnota við útvarp, sem sér-
staklega er helgað verkamönn-
um kveðju- og árnaðaróskir is-
lenzkra alþýðusamtaka til
verkamanna um allan heim, þó
ekki sízt til þeirra, sem nú
stynja undir oki nazismans“.
— 'Hittir þú íulltrúa Norður-
landaþjóðanna í London?
Moff’ðaBaetBBE ‘í jL©BisI®sa«
„Já, og sérstaklega ræddi ég
mikið við gamla og nýja kunn-
ingja mína í norska Alþýðu-
flokknum. Allir voru þeir full-
vissir um það, að þeir myndu
aftur stíga á norska jörð, kom-
ast heim, á næsta árL Þeir eru
grunnreifir — og þess albúnir
að hefja viðreisnarstarf sitt eft-
ir heimkomuna — og taka upp
þráðinn, þar sem áður var sleppt
í umbótastarfi til hagsbóta fyrir
alþýðu Noregs. í viðtölum mín-
um við Norðmenn og aðra Norð
urlandabúa varð ég var við hinn
mesta áhuga fyrir aukinni, ná-
inni, norrænni samvinnu eftir
styrjöldina, og yrði það einn
þátturinn í víðtæku alþjóðlegu
samstarfi lýðræðisríkjanna til
eflingar friði og bræðralagi
meðal þjóðanna“.
SJómannaráðdefna
Alþýðusambandsins
héfst í gær
SJÓMANNARÁÐSTEFNA
Alþýðusambands íslands
var sett af forseta sambandsins,
Guðgeiri Jónssyni, í gær kl.
2V2, að Hverfisgötu 21.
Lagði forseti fram þessa dag-
skrá: 1. Samræming sjómanna-
kjara. 2. Skipulags- og út-
breiðslumál sjómanna. 3. Dýr-
tíðarmál. 4. Öryggismál.
Umræður urðu stuttar, en
snérust aðallega um vinnuhætti
ráðstefnunnar, og loks var kos-
ið í nefndir eins og hér segir:
Samræmingar- og skipulags-
nejnd:
Bjarni Þórðarson, Norðfirði,
Sigríkur Sigríksson, Akranesi,
Tryggvi Gunnarsson, Vest-
mannaeyjum, Valdimar Guð-
jónsson, Keflavík, Magnús
Guðmundsson, Reykjavík. Sig-
finnur Karlsson, Norðfirði,
Sigurður Ólafsson, Reykjavík.
Öryggismála^nejnd:
Sigurjón Ólafsson, Reykja-
vík, Kristján Eyfjörð, Hafnar-
firði, Ó-lafur Sigurðsson, Borg-
arnesi, Garðar Jónsson, Reykja
vík, Páll Ó. Pálsson, Sandgerði,
Valdimar Bjarnason, Fáskrúðs-
firði.
Allsherjarnejnd:
Jón Sigurðsson, Reykjavík,
Jón Rafnsson ,Reykjavík, Thor-
berg Einarsson, Reykjavík,
Björn Bjarnason, Reykjavík.
Dýrtíðarnejnd:
Þóroddur Guðmpndss., Siglu
firði, Sveinbjörn Oddsson,
Akranesi, Lúðvík Jósefsson,
Norðfirði, Sæmundur Ólafsson,
Reykjavík.
Ánnar íundur ráðstefnunnar
verður settur í dag kl. 3.30, að
Hverfisgötu 21, en nefndir
munu vera að starfi í dag.
síðastl. eftir rnikla vanheils‘u.
Jarðarför 'hennar fór fram hér
frá dómkirkjunni fimmtudag-
inn 4. þ. mán.
Með frk. Ragnheiði sál. er til
moldar gengin merk og göfug
kona, hreinskilin og heiðarleg
í þess orðs beztu merkingu.
grandvör til orðs og verka,
mikilhæf og stjórnsöm. Henni
var starfið líf og yndi, fyrst
og fremst. Þessi kona, sem ár-
um sainan hafði strítt ‘ við
storma þungbærra sjúkdóma,
frá því er hún fyrst veiktist,
rúmlega tvítug að aldri, er
hún dvaldi við nám í fram-
andi landi, virtist búa yfir næst-
um yfirnáttúrlegu þreki, virt-
ist aldrei verða þreytt. Ég. sem
rita þessar línur, átti því láni
að fagna, að tilviljunin skikk-
aði mig til náins samstarfs við
hana um sjö ára bil. — Ég sá
mikið eftir henni, þegar hún
fór héðan; — þegar hún varð að
fara burlu frá starfinu, sem
hún unni. Hinn gamli illvígi
sjúkdómur hafði ýfst upp að
nýju. Nú var lífsþrekið orðið
minna, til þess að mæta hon-
um, en þegar hann hitti hana
fyrst í blóma lífsins.
Þessum óboðna gesti sínum,
þjáningunni, mætti hún með
þeirri hugarrósemi, sem sumir
þeir öðlast, sem henni verða
handgengnir; — sem þjáningin
hefir náð að hefja til æðra
skilnings á lífi og dauða.
Ragnheiður sál. var fædd 25.
nóvember 1879 á Kletti í Geira-
dag í Austur-Barðastrandasýslu
Foreldrar hennar voru merkis-
hjónin Einar Jónsson frá Garps
dal, bóndi á Kletti og Halldóra
Jónsdóttir, kona hans. Þau
voru fimrn systkinin, fjórar
systur og bróðir einn. Eftir
lifa nú systur tvær, þær frk.
Oddfríður og frú Þórdís. Hún
var gift Ólafi sál. Ófeigssyni.
kaupmanni í Keflavík, hinum
mesta merkis manni.
Eins og áður var að vikið,
fór frk. Ragnheiður sál. ung
til náms erlendis. Dvaldi hún í
Danmörku alls í þrettán ár.
Sérgrein hennar var hússtjórn
og matreiðsla. Vann hún á ýms-
um beztu veitingahúsum og
hótelum Kaupmannahafnar,
þar á meðal á ,,Skydebanen“
og „Hotel Phönix“. Eftir að
hún kom hingað til lands aftur,
vann hún á ýmsum stöðum,
stundum fyrir eigin reikning.
en lengstum starfaði hún hér
í Iðnó sem ráðskona. Hér hafði
hún fyrir mörgu fólki að sjá og
segja fyrir verkum. Það er
vafalaust að mörgum varð
dvölin hér, undir stjórn' frk.
Ragnheiðar ,hinn ágætasti skóli
bæði hvað snerti hugarfars-
lega menningu og verklega
hæfni.
Heimanmundur Ragnheiðar
sál. frá bernsku- og æskuheimil
inu í dalnum fagra, hefir vissu-
lega verið góður; — sá ,sem
hún bar í brjósti alla ævidaga.
Hlutverki hennar hér er lokið
með mikilli prýði. Vissulega
munu vinir hennar og ættingj
ar, fjær og nær, þakka fyrir
líf hennar og starf og blessa
minningu hennar. —•
Þín er saknað, þarfra verka
þýðing sést, þótt látist menn;
Þeir, sem brutu strauma sterka,
studdir kærleik lifa enn.
Oddur Ólafsson.
Skáiar efna lil merkja-
sðlu í dag
Álmenningur nýtur oft þjónustu
þeirra
"O ÆJARBÚUM gefst kost
ur á að styrkja félags-
skap skáta í dag með því að
kaupa merki þeirra, sem þeir
munu selja á götunum.
Þegar bæjarbúar þuríá á
hjálpa að halda svo sem í inflú
enzufaröldrum, eða ef einhver
slasast og þarf á liði að halda,
eða ef einhver tapast í byggð-
um eða óbyggðum, þá er þrá-
faldlega leitað til skátanna —
og það er ekki vitað að þeir
hafi nokkurn tíma brugðizt.
Á sameiginlegum fundi stjórn
ar Bandalags ísl. skáta og Skáta
félags Reykjavíkur, höldnum á
31. afmælisdegi Skátafélags
Reykjavíkurí, 2. nóv. 1943, var
ákveðið að gera nokkra nýskip-
an á fyrirkomulagi og starfs-
háttum félagsins. Félagið starf-
ar eins og hingað til í deildum,
en skipt verður í þær eftir
skátaprófunum þannig, að ný-
liðar verði í einni, annars flokks
skátar í annarri, fyrsta flokks í
þeirri þriðju, eldri skátar (rekk
ar) í einni og loks ylfingar í
sérdeild. Eftir því sem þörf
verður á, verður öðrum deild-
um bætt við sfðar.
Fyrir hverri deild verður
deildaráðsforingi, einhver borg
ari bæjarins, tilnefndur af
stjórn félagsins í samráði við
stjórn Bandalagsins, til tveggja
ára í senn. En þessir deildar-
ráðsforingjar hafa sér til aðstoð
ar deildarforingja til þess að
sjá um æfingar allar.
Við þær deildir, sem þegar
hefir verið skipað í, hafa þessir
menn góðfúslega lofao að taka
að sér deildarráðsforingjastörf-
in:
Við nýliðadeild: hr. Sigur-
geir Sigurðsson biskup.
Við annars flokks deild:
Sveinbjörn Jónsson hrm.
Við fyrsta flokks deild: Agn-
ar Kofoed-Hansen lögreglustj.
Við rekka-deild: Vilhjálmur
Þ. Gíslason, skólastjóri.
Við ylfingadeild- sr. Jakob
Jónsson prestur.
Stjóún Skátafélags Reykja-
víkur vonast til með þessum
breytingum að tengja félagið
enn meira við borgara bæjar-
ins.
Dansskóli Rigmor Hansson
tekur til starfa í þessari viku.
Aðeins eit mánaðarnámskeið verð
ur fyrir jól, og verða nemendur,
sem ætla að taka þátt í því að
sækja skírteini á þriðjudaginn kl.
5—7 og 8—10 á Hverfisgötu 104C.
Æfingarnar verða sem hér segir:
Fimmtudaginn 18. nóvember kl. 8
fyrir fullorðna, sem vilja læra
nýju danzana. Sama dag kl. 10(
fyrir fullorðna byrjendur. Föstu-
daginn 19. nóv. kl. 5 fyrir ungl-
inga, og laugardaginn 20. kl. 4
fyrir börn, sem ekki hafa lært áð-
ur, og sama dag kl. 5.30 fyrir
börn, sem sóttu skólann í fyrra.