Alþýðublaðið - 14.11.1943, Page 8

Alþýðublaðið - 14.11.1943, Page 8
ALÞTÐUBUÐIÐ Siuanudagur 14. nóvember 1943 ■TJARNARBf Timberlake-fjölskyldan Betóy Davis. Oiivia de Havilland. George Brestt. Sýnd klúkkan 7 og 9 Ég giftist galdrakind Fredric Marsh Veronica Lake Sýnd kl. 3 og 5. og mánudag kl. 5, 7 og 9. Sala aðgöngum. hefst kl. 11 EFTIRFARANDI VÍSA hefir verið á flækingi og er höf- iundur ókunnur. „Heyrt og síú“ Ttefir hent hana á lofti. „Eiðrofin vel gat hann vari'ö. Því vammlaus og hrein er hans sál. fíann sver að hann hafi ekki svarið. y> Og svo er það úttálað mál!‘‘ * ❖ * * HÖFÐINGSSKAPUR Einu sinni var danskur sýslu maður á þingferð hér á landi og hafði fylgdarmann með sér Komu þeir að fátæklegum hóndahæ. Þeim var boðið ínn, og færði húsfreyja þeim kaffi, eftir því sem bezt voru föng á. Sýslumaður viuli ekkl láta svo góðan greiða ólaunaðan. Lætur hann þá sækja nestis- poka sinn og tekur þar upp ílát með brenndum kaffibaunum og télur handa húsfreyju jafn- margar .kaffibaunir .og .hann hélt, að farið hefði í tvo kaffi- bollana. Seinast taldi hann „trjátíu og trjá“ (33), og þótti þá nóg komið, og fékk konunni þennan skammt í eldspítnaöskju og bað hana að „tiggja tað“ fyr- ir kaffið. Þetta mun hafa verið sami höfðinginn, sem spurði hvar næsta járnbrautarstöð væri uið Reykjavík, þegar hann kom hingað til lands með veitingu fyrir sýslumannsembættinu. * * * * * * Jafnvel óhamingjusöm ást er hamingja. Ume. Dufrestnoy. • * # Að elska er sama og hætta að lifa fyrir sjálfan sig tíl þess að geta lifað fyrir aðra. Aristoteles. I straumi ðrlaganna Ég fann fyrir fíngerðum, löngum vöðvumnn á baki hans með höndum mínum. Ég fanxi hjörtu okkar slá, í fyrstu með örum, tíðum slögum, síðan hæg- ar og hægar. Hjörtu okkar, ekki hjarta mitt, ekki hjarta hans. Og ég hugsaði eins og milljónir stúlkna höfðu hugsað á undan mér: Ég vissi ekki, að ástin gæti verið svona, guð minn góður, ég vissi það ekki. Við höfðum tvö herbergi, sem vissu bæði út að sömu veggsvölunum. Baðherbergi var á milli þeirra., Tannburst- arnir okkar stóðu hlið við hlið í sama glasinu, eins og við vær- um hjón. Sama máli gengdi um morgunsloppana okkar. Þeir hengu báðir á sama króknum. Við höfðum ekki innritað okkur sem hjón í gestabókina, heldur hreinlega skrifað Walter Brandt og Marion Sommer. Það gladdi mig, að Walter skyldi ekkí viðhafa neinar blekkingar um samband okkar. Það var svo smásmugulegt og broddborg- aralegt. Meðan við snæddum morgunverð úti á svölunum, kom húsráðandinn til okkar og foauð okkur góðan dag. Þetta var stórskorin, vingjarnleg kona. — Góðan dag, herra Brant, sagði hún. — Það er gaman að sjá yður aftur. Hvernig hefir yður nú liðið? Og fovað ætlið þér nú að dvelj- ast 'lengi hjá okkur að þessu sinni? Ha? Ekki nema fjóra daga? En ungfrúin? Já, ein- mitt það. Ég skal segja elda- buskunni að þér séuð hér. Hún reynir að sjá svo til, að þér braggizt ofurlítið, þó að tíminn sé ekki lengri en þetta. Æi, eru þetta ekki annars aumu tímarn ir? En við lendum ekki í styrj- öld, segi ég alltaf. Austurríkis- menn geta gert upp sínar sakir við þessa skítugu Serba. Þegar hún var farin, sat ég þögul dálitla stund og kastaði brauðmolum til fuglanna, sem höfðu hópazt um okkur í von um bita. — Þú hefir verið hér áður? sagði ég svo að lokum og var allt í einu hugstola. — Já, svaraði hann. Mig kenndi til 1 hálsinum. — Með annarri stúlku? sagði ég svo og fánnst, að tilfinningar mínatr yrðu að fá útrás í tárum. — Nei, einn míns liðs. Guð minn góður, hvað ég var ein- mana þá, Máusle! Það var rétt eftir að ég missti konuna. Ég þarfnaðist hvíldar og næðis. Þetta var góður staður til að öðlast jafnvægi að nýju. — Ég vissi ekki, að þú hafðir verið kvæntur, sagði ég að fengnum þessum upplýsing- um. — En ég veit nú reyndar svo lítið um þig. — Já, ég kvæntist barnung- ur, aðeins tuttugu og eins árs að aldri. Hún vann í verk- smiðju föður míns, þannig kynntist ég henni. Hún var tær- ingarveik og dó ári eftir að við giftum okkur. Hún hafði liðið af næringarskorti í barnæsku. Engin hjúkrun, engin umönnun — gott dæmi um kjör verka- mannabarnanna. Anna hét hún. Hár hennar var ákaflega ljóst, allt að því grátt. Guð minn góð- ur hvað hún þráði að lifa! Þetta hljómaði hversdagslega næstum því eins og hagfræði- legu upplýsingarnar, sem hann var vanur að lesa mér fyrir. — Og svo — og svo þegar þú hafðir misst hana, þá varðstu jafnaðarmaður? sagði ég. — Já, einskonar. Þetta opin- beraði mér ófullkomleika ríkj- andi skipulags á þann hátt að ekki var komizt hjá að sjá það. Hún átti köttinn Ég gaf henni hann sem félaga. Þetta er mjög gamall köttur. Þú verður að annast um hann, þegar ég er farinn brott. , — Auðvitað, svaraði ég. — En hvers vegna heitir kötturinn ekki neitt? , — O, hann hefir sitt nafn. En það er of barnalegt til þess að hægt sé að nota það hvers- dagslega. Anna kallaði hana Yolanda greifafrú. Hún var gefin fyrir ódýrar skáldsögur. Hún hélt, að heimurinm væri í líkingu við þetta: Yolanda greifafrú. Ég held, að það sé miklu sannara og betur viðeig- andi að kalla kött kött, eða heldur þú það ekki? Vesalingss Anna! Hún trúði því, að ríkt fólk æti þeyttan rjóma með hverri máltíð og svæfi í nátt- treyjum skreyttum gimsteinum. —' Þú hlýtur að hafa elskað hana ákaflega mikið. sagði ég og kenmdi heimskulegrar af- brýðisemi vegna hins liðna. — Ég hélt, að svo væri, sagði hann. Mér létti stórum. Klukkustundirnar liðu ein eftir aðra. Tíminn smaug frá okkur allt of fljótt. Við gengum saman um skóginn. Skórnir okkar sukku djúpt í fölnað lauf næsta sumars á undan. Við sát- um hlið við hlið á hólma í miðri lítilli á. Svalt andrúmsloftið lék um okkur. Fuglar sveimuðu yfir höfðum okkar. Við tíndum stór, villt himber og gæddum okkur á. Við fundum ætisveppi í mosanum. Við stóðum við tak- rnörk engis í hlíðalrhallanum og virtum fyrir okkur mann- inn, sem sló grasið í múga. Hann sagðist mundu verða tvo daga að Ijúka _ slættinum, ef veðrið héldist. Ég hugsaði um það, að skilnað, okkar Walters rnundi bera að jafn snemma og búið væri að slá þetta. engi. Ég tók upp ofurlitla visk af ný- NÝJA Bfð Leysl úr læðingi („NOW VOYAGER“) Stórmynd með: Bette Davis Paul Henreid Sýnd klukkan 6.39 og 9. ÓÐUR HJARÐMANNSINS (Carolina Moon) Cowboy söngvamynd með Gene Autry. Sýnd klukkan 3 og 5. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 fyrir hádegi. GAMLA Blð B EiDkaritari Andy Hardys. (Andy Hardy’s Private Secratary) Mickey Rooney Ann Rutherford Kathryn Grayson Sýning kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasala frá kl. 11 f. h. slegnu heyinu og lét í írakka- vasa minn. llmur þess fylgdi mér allt kvöldið. Svo þornaöi það í vasa mínum og ég gleymdi því. Þegar ég tók þennan frakka fram ári siðar, fann ég heyið — og táraðist. Næstu tvo daga varð ég rík- ari þeirri reynsLu,- er ávallt síð- an hefir endurtekið sig í lífi mínu. Það er þetta: Meðan hinir stóru atburðir sögunnar gerast allt í kringum mig, þá er ég aldrei stödd á sjálfu sögusvið- inu, heldur álengdar. Ég er að velta því fyrir mér, hvort þessu sé svo farið um flestar konur. Heimsstyrjöldin hófst daginn sem ég var í nýja, bláa sumar- klæðnaðinum mínum í fyrsta sinn. Henni lauk daginn, sém Martin litli var óvær af því að hann var að taka þriðja jaxlinn. Sameining Austurrílds og Þýzka lands fór fram meðan ég var að snæða kvöldverð með Klöru. Fall Frakklands í annarri heimsstyrjöldinni bar að dag- inn þann, er ég var í þeim heimskulegu hugleiðingum að þjóíta á eftir pxltþ Sem var fimmtán árum yngri en ég sjálf. Það virðast vera mannleg örlög að leika á fiðlu meðan Róm brennur. Og við skiljum aldrei atburði sögunnar á því augna- bliki, sem við spyrjum tíðindin, E4SSI „EOLLAM Úlfshundur þessi var illfygli hið mesta, sem Bassi hafði séð á hundakeppni í leikvanginum í Forbesville. Hann hafði verið dæmdur þar úr leik vegna þes að hann hafði ekki fylgt réttum leikreglum. Hann glefsaði í keppinauta sína og varð engu tauti við hann komið. Haxm hafði stórmeitt marga hunda áður en honum var brott vísað.> — Svei þér hrópaði Bassi. — Kallaðu á hundkvikindið. Jeppi! Jepþi svaraði þessari málaleitun með því að reka upp illhryssingslegan og dólgslegan hlátur. Bassi tók til fótanna og hugðist hlaupa í veg fyrir úlfs- hund Jeppa. En áður enn hann var kominn miðrar leiðar, hafði Risi náð Fálka og réðist á hann umsvifalaust. Fálki hnipraði sig saman eins og skelfd kanína. Mick var staddur skammt frá hundunum. Nú hófst mikill atgangur, og hundarnir veltust um, bitu og urruðu grimmilega. Mick spratt á fætur og hoppaði glaðhlakkalegur umhverfis þá. Bassi hraðaði sér á vettvang sem mest hann mátti. Þeg- ar haim átti góðan spöl ófarinn sá hann, að úlfshundurirm hafði haft Fálka undir í viðureigninni. Risi stóð yfir honum ygldur og úfin og gerði sig líklegan til þess að bíta hann á barkann. Það virtust allar líkur til þess, að Fálki yrði dauður, áður en Bassi gæxi skakkað leikinn. Slewing around, rr skios DIRECTLY POR THE EDGE OF THE RUNWAY... Í.IESER .• ITS GOlNO TÓ MYNDA- SAGA ÖRN: „Þetta leiðarljós, Dagur — ég aé ekki!“ Stóra flugvélin snertir flug- völlinn xneð hjólunuim. Húia kastast áfram, alveg ut á brún rennibrautarinnar. FJ ANDMENNHtNHt æpa á þýzku: „Lieber Gott (Guð minn góður). Hún ætlar að rekast á okkur.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.