Alþýðublaðið - 12.12.1943, Síða 5

Alþýðublaðið - 12.12.1943, Síða 5
Sunnudagur 12. desember 1943 ALÞYDUBLAÐIP Á verði við Napoli. Á mynd þessari séit banda. bur ihermaður á verði, en í sýn Vesúvíus og Napoliborg. Fimmti herinn iók Napoli h n fyrsta október síðast lioi Höfðu Þjóðverjar gert þar 3 mi'kil spellvirki, en lífið í bor , ^vaö nú hafa tékið sinn fyrri svip. Þegar Churchill sat fyrir. REIN þessi er eftir I brezka málarann Clare Sheridan og þýdd úr English Digest. Shedidan hefir gert málverk af ýmsum sögufræg- um mönnum, þar á meðal Len ’in, Gandhi og ChurchiII. Hér lýsir hann því á skemmtileg- an hátt, er hann vann að mál- verki sínu af Churchill. Ginston churchill var meðal hinna fyrstu manna, er sátu fyrir hjá mér. Ég málaði brjóstmynd af hon- um árið 1920. Eg var þá byrj- andi á vettvangi listar þeirrar er ég hafði kosið mér að rækja. Churchill var þá og byrjandi í sinni grein. Mér myndi þykja mikils um það vert að mála aðra mynd af honum nú./ Ég gerði mér engar tálvonir, heldur voru mér augljósir erfiðleikar þeir, sem ég þurfti við að glíma. Eg hafði málað myndir af nokkr- um sögufrægum mönnum áð- ur, sem sumir hverjir voru þrá- lyndari en ég hefði kosið. Gandhi vildi til dæmis ekki sitja fyrir, en sal á gólfinu og þeytti rokk sinn. Eg var því til þess neyddur að sitja einnig flötum beinum á gólfinu og ■koma málaragrindinni fyrir á skemli. Lenin kvaðst engan tíma hafa aflögu, en leyfði mér að koma mér fyrir að vild minni i'nni í skrifstofu sinni. Hann hélt svo áfram að lesa eins og væri hann einn síns liðs. — Ég átti ekki von á betri viðtökum hjá Winston. / Ár leið frá því að ég hafði lagt drög að því að mega mála myndina af Churchill, unz mér bárust boð um að nú mætti ég hefjast handa. Það fannst mér jafnvel vonum fyrr. Upplýs- ingamálaráðherrann hafði milii göngu um þetta. „Nú er stund- in komin,“ eitthvað óþekkt þessu hljóðuðu skilaboð þau, er hann sendi mér. Eg átti að fá að vinna að myndinni inni í svefnherbergi Churchills frá því klukkan níu til tólf árdegis eins marga morgna og ég með þyríti. Churchill vann langt frarn á nætur og reis því oft fiðla úr rekkju, og ég varð að hegða’ mér samkvæmt því. Sióliðsforihginn, er stóð á verði við Downing Street tók á rnóti farangri mínum. Winston- var í rúminu og í önnum vlð að lesa fclöðin. Ég tók þegar að korna mér sem hsganlegást fyrir. Birtan var mun minni en vei fór á, og við rúmstokkinri stóð bcrð, er skjölum hafði verið hlað ð á. Máðurinn í rúminu, með vindil í munninum og gl-eraugu, brosti til mín og hvarf því risefst bak við blaðið,. sem hann var að lesa. É’g stóð úrræðalaus og starði á hann á líkingu við það, sem /i? Ihafííi otar^ð áj iLienin og vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Allt í einu mjakaðist dag- blaðið niður á við. — Ó, afsak- ;ð mælti Churchill. Hann tók út úr sér vindilinn og beindi athygli sinni að mér örskamma stund. Þá þreif hann aftur vindilinn og skjölin á borðinu, lét hins vegar blaðið óhreyft. Ég átti þess því köst áð sjá í andl't hc-num, en ekki voru vinnuskilyrðin góð að heldur. Ekki varð það til þess að gera mér lífið léttara, að mér duldist ekki, að mér mw takast að mála ágæta mynd af þessu svipmikla andliti, ef mér auðnaðist aðeins að virða það íyrir mér svo sem ég með þurfti. Churchill er mjög mikil- úðlegur yf.irlitum og telst því til þeirra manna, sem málur- um þykja sérstaklega girnilegir til fróðieiks. , Þess varð skammt að bíða, að Churchill legði s'kjölin frá sér, setti upp gleraugun á nýjan leik og mælti: — Lofið mér að sjá. Þégar liann hafði horft á handa- verk mitt um stund og látið í Ijós það álil, að mér miðaði vel áfram, bætti hann við: — Þér virðist ekki vera byrjaðir að mála munninn. Mér kom þetta ekki á óvart. Ég hafði ekki átt þess kost að mála munninn, þrátt fyrir það að viðdvöl mín var þó nokkur orðin. En ég ól þá von í brjósti, r.ð kann myndi áður en langt . . liði geí'a mér færi á því að hcrfa á sig um stund, án þess aö hann hefði vindil milli var- anna. Ég beið þeirrar stundar, en tímar liðu og dagar urðu að vikum og ég hafði enn ekki átt þess kosí aö skapa mér glögga rnynd af munnsvip hans. En svo gafst mér einu sinni íæri á því að vera viðstaddur, er hann snæddi morgunverð. Þá hafði hann hvorki gleraugu né vindil í munninum. Þessi morg- unstund varð mér meira virði en allur sá tími er ég hafði eytt í návist hans til þessa. Chur- chill lék á als oddi og strauk brosandi persneska kettinum sínurn með augljósri velþókn- un. Á ljósmyndum þeim, sem tekn ar hafa verið af Churchill, hall- ast hann venjulega fram, en þeg ar hann lá uppi í rúmi morgun- stundir þær, er ég var samvist- um við hann, horfði hann upp fvrir sig sem gefur að ski'lja, þar sem höfuð hans hvíidi á svæflinum. Ég gat ekki varizt því að hlæja dátt að hinum smellnu athugasemdum, er hann beindi til mín við iðju mína. — Gleymið Mussolini! Mirinizt þess, að þér eruð að mála mynd fyrir neðri málstofu brezka þingsins. Þeir Churchill og Mussolini eiga það sameiginlegt, að báðir eru þeir hálsdigrir og kjálka- miklir. Þegar ég hafði lokið því að mála 'höfuð Churchills, kvaðst ég mundi taka til við að mála brjóst hans og leggja að því búnu síðustu hönd á verkið. Churchill var mjög hugsi þann morgun og sem haldinn kvíða. Hann vildi hafa hljótt um sig. Hann æfði sig á að flytja ræðu, en flutti hana í hálfum hljóðum. Ég greindi aðeins nokkur orð hennar. Ég þurfti að mæta í neðri málstofunni klukkan ellefu þennan moi'gun, svo að ég varð að hafa hraðan á. Hann sagði, að ég mætti hafa ljósmynd af sér heim til mín og Ijúka málverkinu eftir henni, ef ég skilaði henni aftur eftir helgina. — Mér gezt vel að Frk. á 6. síðu. Troðningurinn í strætisvögnunum. — Bifreiðastjóri skrifar um bifreiðastjóranámskeiðið. UM TROÐNINGINN í stiætis- vögnunum skrifar J. K. M. mér eftirfairandi: „Það er alveg einstök óhæfa, sem á sér stað hér í Reykjavík og mjög auðvelt væri að fá lagfært, ef lögreglan mætti vera að því að skipta sér af því. Menn koma í góðum fötum inn í strætisvagna bæjarins, borga sitt far og gera þar með ráð fyrir að farið sé með þá eins og menn, en ekki sláturfé. Sé vagninn orðinn fullur af fólki og margt bíður úti, kallar ökumaðurinn aftur, aftar, svo ryðst fólk með hrindingum og bægslagangi aftur eftir vagninum, sparkar leirugmn fótunum í þá/ sem sitja og séð hefi ég þrjá menn verða að setjast ofan á konur í aftasta bekknum, þar sem ruðst var á þá framan frá. „Ökumenn- irnir hafa engan rétt til þess að hrúga svona mörgu fólki í vagn- ana enda er það argvítugasti dóna- skapur. Þótt fólki mislíki að vera skilið eftir verður meiri óánægja hjá þeim sem troðið er ofaná í sæt- unum og þeim, sem lirint er ofan á þá sem sitja.“ „JÓNAS St. LÚÐVÍKSSON seg- ir: „Námskeiði til undirbúnings þátttöku í hinu meira prófi fyrir bifreiðastjóra, er nú um það bil að verða lokið hér í Reykjavík. Það mun raunverulega ekki hafa haf- ist fyr en um 10. nóv. s. 1. enda þótt auglýst hafi verið að það ætti að hefjast þ. 20. okt., að mig minnir. Allur sá tími, sem hér er á milli mun hafa verið notaður til prófaksturs, þeirra manna, sem þátt tóku í námskeiðinu. Prófakst- ur má að vísu telja mjög æskileg- an, enda þótt gjarnan mætti fara minni tími í þann lið námsskeiðs- ins.“ „EN ÞAÐ ER við prófakstur- inn að athuga frá mínu sjónarmiði, að t. d. menn sem koma utan af landi, og hafa ekið bifreiðum í lítilli umferð, er eftir því sem mér skilst, ætlað að skila sama árangri og mönnum, sem allan sinn bif- reiðastjóratíma hafa ekið í allri þeirri umferð og þröng, sem hér í Reykjavík er. Mér finnst að þetta megi ekki vera þannig, og að það verði a. m. k. að gefa utanbæjar- mönnum kost á að kynnast betur akstrinum hér, áður en undir próf- aksturinn er gengið.“ „ANNARS HEFI ég orðið var all verulegrar óánægju með þetta námskeið, og tel ég það að vonum, ef að framkvæmd þess er svipuð því sem hún \var þegar ég sótti meiraprófs námskeiðið. Var hún þá með þeim endemum, að í gegn um þau kynni, sem ég hefi haft af skólahaldi, ■ get ég vart trúað að hægt, sé að finna neinn skóla eða námskeið því líkt. Eg minnist þess ekki að hafa nokkurs staðar séð brugðið eins hrapalega út frá sett- uni ákvæðum og fyrirmælum eins og einmitt þar, og gæti ég skýrt það öllu nánar, ef tilefni og tækifæri gæfist til. „NÚ SKAL ég að vísu ekki taka ébyrgð á sögusögnum sem ganga um þetta námskeið, en nú þykir mér rétt að láta sjá dagsins ljós nokkuð af því, sem mér hefir bor- ist til eyrna. Ég lxef t .d. hlerað það að mjög mikið hafi verið gef- ið af fríum á námskeiði þessu, og hafi m. a. einn kennaranna leg- ið veikur um fleiri daga, án þess nokkur hafi verið fenginn til kennslu í staðinn, og tel ég það al- veg óverjandi, alveg sérstaklega ♦með tilliti til þess hve hinxi raun- verulegi námskeiðstími er stutt- ur. Þá hefi ég heyxt að kennar- inn í einu mikilvægasta faginu hafi auk þess að gefa nokkuð af fríum, verið úr bænum í nokkra daga án þess nokkur væri í staðinn fyrir hann, og að tveir eða þrír læknar sem hjálpa áttu við kennsl una, hafi aldrei sést þar. Svona sleifarlag tel ég að geti ekki geng- ið, og að bráða bót verði að ráða á þessu, og það áður en næsta meiraprófs námskeið kemur sam- an.“ „NÚ ER ÉG EKKI með þessum linum mínum að gera lítið úr slíkum námskeiðum, heldur tel ég það nauðsynlegt að bifreiðastjórar þeir sem fólksflutninga annast í landinu, hafi sem allra viðtækasta þekkingu á því, sem lög mæla fyrir um að þeir eigi að kunna.“ „EN SÉ NÚ SVO að kennslan sé í rauninni ekki xneiri og betri en hér að framan segir, og að nem- endurnir nái sínu prófi með þeirri kenslu, því gera má ráð fyrir að ekki sé krafist af þeim til prófs meira en þeir hafa numið, þá tel ég ákaflega vandséð hvað þ£ í rauninni má komast af með litla kunnáttu til þessa prófs. Og sök- um þess að ég tel að allan þann fjölda fólks, sem með bifreiðum þarf að ferðast varði þetta mál, hefi ég skrifað þessar línur, svo og til þess að forráðamenn þess- ara námskeiða megi gera þær úr- bætur sem nauðsynlegar kynnu að þykja, svo að þetta megi fara vel úr hendi.“ Hannes á horninu. Unglingar óskast til aS bera blaðið til kaupenda í eftirgreind hverfi: Norðurmýri — Hverfisgötu — Laugaveg — neðri. Talið við afgreiðsluna. Alþýðublaðið, sími Áskriffarsími Alþýðublaðsins er 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.