Alþýðublaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 2
2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 31. desember 1943-
Viðsklptaráð lækharíarm
llðld Eimskipalðlagsiis.
----*----
Vegna lækkunar á vátryggingum
og greiðari ferða skipanna.
VIÐSKIPTAKAÐ hefur ákveSið að lækka farmgjöld með
skipum Eimskipafélags íslands frá og með 1. janúar
1944 að verulegum muu. Var þessi ákvörðun tekin rétt
fyrir áramótin. Lækkunin nemur 20% af farmgjöldunum,
eins og þau voru áður en lækkun var leyfð í maímánuði
síðastliðnum, en þá voru farmgjöld á öllum öðrum vörum
en kornvörum, kaffi, sykri, áburði, fóðurbæti og smjörlíkis-
olíum hækkað um 50%. Það er þessi farmgjaldahækkun,
sem viðskiptaráð hefur nú lækkað niður í 30%.
Viðskiptaráð taldi þessa lækkun farmgjaldanna sjáZf-
sagða og réttmæta, fyrst og fremst vegna þess að vátrygg-
ingarjiðgjöld hafa lækkað og ferðir1 skipanna hafa tekið
styttri tíma en gert var ráð fyrir að þær myndu taka, þegar
gjöldin voru hækkuð í maí.
Gera verður ráð fyrir því, að farmgjaldalækkun þessi
komi einnig fram í vöruverðinu á næstu mánuðum.
isaanaia nefniliii si§
arl bar emggan árangnr.
Fulltrúar Alpýðusambandsins og Bún-
aðarfélagsins urðu ekki sammála.
ENGINN ÁRANGUR hefur orðið a£ störfum nefndar,
sem forsætisráðherra skipaði í s. 1. septemhermánuði
til að leita að samkomulagsleiðum um niðurfærslu verð-
bólgunnar, en nefndin var skipuð þremur fulltrúum frá
Alþýðusambandi íslands og þremur fulltrúum frá Búnað-
arfélagi íslands.
Ólafur Guðmundsson, Páll G. Halldórsson, Egill Guðmundsson,
16 ára. 18 ára. 16 ára.
Þrír reykviskir nnglingar
handlaka innbtotspjðfa.
Stöðu þá að verki á nýársnótt og
fóru með þá á lðgregiustöðina.
Þrír reykvískir
PILTAR, tveir 16 ára
Nefndin skilaði áliti sínu |
rétt fyrir áramótin til forsætis-
ráðherra og var það í tvennu
lagi.
I séráliti fulltrúa Alþýðu-
samþandsins kemur það þerlega
fram, sem á milli þar og segir
1 því á þessa leið:
,,Eitt með fyrstu verkum
nefndarinnar var að leita sér
hipplýsinga um og láta fara
fram rannsókn á afkomu nokk-
urra greina atvinnuveganna,
svo séð yrði, hvort nokkur at-
Stórskemmdir af
eldsvoöa í Guaars
hélma.
Ókunimgt er um eldsupp-
tökln.
C TÓRSKEMMDIR urðu í
'*** gær í búgarðinum Gunn-
arshólma. eign Gunnars Sig-
urðssonar kaupmanns.
Eldurinn kom upp kl. 11.20,
en er slökkviliðið kom upp eft
ir var eldurinn orðinn mjög
magnaður. Eldurinn mun hafa
komið upp á efri hæð hússins
og brann þar mikið í eldhúsi
og herbergi. Komst hann upp í
rjáfrið og út um þakið. Eyði-
lagðist ákaflega mikið af eldi
— reyk og vatni. Aðstaða
slökkviliðsins var mjög erfið,
því að vatn varð að taka úr
Hólmsá. Tókst því þó að koma
í veg fyrir að eldurinn breidd-
ist út, en í fyrstu var ekki
annað sjáanlegt en að húsið
yrði alelda.
vinnurekstur hefði stöðvazt eða
væri við það að stöðvast vegna
verðbólgunnar. Þessi rannsókn
virðist leiða í ljós, að svo sé
ekki, og verður því að teljast,
að þörfin til að lækka verðbólg
una sé hvergi nærri eins brýn
og ef svo hefði verið.
Frá byrjun tókum við það
fram í nefndinni, að ráðstaf-
anir þær, er gerðar kynnu að
verða til að lækká verðbólguna,
mættu á engan hátt verða á
kostnað launþega og bænda, en
yrðu að vera á kostnað hátekju-
og eignamanna. Samkvæmt
niðurstöðum hinnar svokölluðu
sexmannanefndar eru meðal-
tekjur sjómanna, verkamanna
og iðnaðarmanna kr. 12400,00
eða sem svarar kr. 14500,00
með núverandi vísitölu, og með
samkomulagi nefndarinnar eru
bændum með meðalbú tryggð-
ar kr. 14500,00 í árstekjur, fái
þeir það verð fyrir allar afurðir
sínar, sem nefndin reiknaði út,
en nú mun fengin trygging
fyrir, að svo verði. Okkur er
kunnugt, að meðaltekjur hluta-
sjómanna og útgerðarmanna
smæstu bátanna eru mikið
lægri og eru tekjur þeirrá sums
staðar allt niður í 4 til 6 þús-
und krónur á ári. Ilins vegar
er það alkunna, að mikill auður
hefir hlaðizt upp á einstakra
manna hendur, síðustu árin, og
meiri en dæmi eru til nokkru
sinni í sögu þjóðarinnar. Að
þessu athuguðu, virðist okkur
ekki verða um það deilt, að
sanngjarnast og réttast sé að
þessir menn beri þungann af
því að lækka verðbólguna.
Þessari skoðun okkar mót-
mæltu fulltrúar Búnaðarfélags-
ins ekki, en tillaga sú, sem þeir
fluttu í nefndinni, um lækkun
PWi. á 7. síðu.
gamlir og einn 18 ára unnu
þaS þrekvirki á nýársnótt
að handsama tvo innbrots-
þjófa og afhenda þá lögregl-
unni á lögreglustöðina. Voru
innbrotsþjófarnir erlendir
sjóliðar, sem höfðu brotið
stóra rúðu í sýningarglugga
Magnúsar Benjamínssonar
& Co. í Vallarstræti og stol-
ið þaðan úrum, hringjum og
öðrum munum. Hefur síðan
sannazt að þessir sömu menn
voru valdir að sams konar
innbroti og þjófnaði úr
glugga Jóns Sigmvmdssonar
að Laugavegi 8.
Segir lögreglan að aðstaða
hinna ungu pilta hafi verið
slæm og eigi þeir heiður skil-
inn fyrir' framtak sitt og vask-
lega framgöngu.
Piltarnir eru Ólafur Guð-
mundsson, Hofsvallagötu 22,
16 ára, Egill Guðmundsson,
Bræðraborgarstíg 14, 16 ára og
Páll Halldórsson, Hólavalla-
götu 5, 18 ára.
Alþýðublaðið hefir haft tal
af Ólafi Guðmundssyni, sem
kom fyrstur auga á innbrots-
þjófana og hóf eltingaleikinn
við þá, og skýrði hann svo frá:
„Við félagarnir vorum að
labba úr Aðalstræti og inn í
Austurstræti klukkan um 2 á
nýársnótt. Ég var svolítinn
spöl á undan Páli og Agli og
var næstum því kominn að
Veltusundi, þegar ég heyrði
brothljóð. Eg hljóp þá fyrir
hornið á Hótel ísland og sá þá
tvo sjóliða vera að hrifsa úr
sýningarglugga Magnúsar
Benjamínssonar & Co. Eg
hljóp strax til þeirra og hróp-
aði til strákanna, er einnig
tóku til fótanna. Sjóliðarnir
tóku þegar á rás frá gluggan-
um eftir Vallarstræti og upp
Grjótagötu og við á eftir. Loks
voru sjóliðarnir staddir í garði
þarna og n£ði Egill tökum á
öðrum þar. En hinn hélt áfram
yfir garðana og ég á eftir. Eg
reif buxurnar mínar og jakk-
ann á girðingunum. En efst í
Grjótagötunni náði ég í hann.
Eg réðist bara strax á hann, en
hann skirpti og öskraði. Hann
reyndi að slá mig, en ég sló
aftur — og svo tókst mér að
halda honum þangað til Páll
kom. Þessi sjóliði var mjög ill-
ur viðureignar. Hann streittist
á móti eins og hann gat og
greip í allt, sem hann gat náð
í. Við urðum að slíta hann af
húshornum og ýmsu öðru. Það
varð bara að draga hann. Hinn
var ljúfur og labbaði með. —
Hann fór að gráta. Svo fórum
við á lögreglustöðina og af-
hentum þá þar, en mikill mann
fjöldi elti okkur á stöðina og
einu sinni reyndu einhverjir
stýrimenn eða kapteinar að
taka þá af okkur, en við slept-
um þeim ekki. Sjóliðarnir
reyndu að henda þýfi úr vös-
um sínum, en við týndum sumt
upp, en eitthvað mun hafa
týnzt. Annar sjóliðinn var blóð
ugur á annarri hendinni af
rúðubrotinu. Þeir voru svolítið
undir áhrifum víns. Þeir voru
með bjórflöskur.“
— Þetta hefir verið dálítið
spennandi?
„Já, en það var verst, hvað
annar var aumur.“
Rannsóknarlögreglan hefir
skýrt Alþýðublaðinu svo frá, að
þessir sömu sjóliðar hafi stolið
úr glugga Jóns Sigmundssonar
um daginn. Úr glugga Magnús-
ar Benjamínssonar & Co.
stálu þeir 5 armbandsúrum, 7
hringum — og sumir mjög dýr-
ir -i- ennfremur vindlinga-
veski úr silfri og lyklafesti. —
Enn hafa ekki komið í leitirnar
4 hringir og 3 úr og er fólk
beðið að skila því, ef það
finnur.
OniinBBðar Jóbssob fró
Hirfeyri borlnfl til iral-
ar i Stykkisbólmi i dag.
Guðmundur jónsson
FRÁ NARFEYRI, hinn
þekkti brautryðjandi verika'lýðs
hreifingarinnar og jafnaðar-
stefnunnar, sem lézt að heimili
sínu ií Stykkishólmi fyrir jólin,
verður borinn til grafar þar í
dag.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir „Vopn guðanna,“ eftir
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi,
annað kvöld.
IWr OREGSSÖFNUNIN var |
nú um áramótin komin
upp í 814 þúsundir króna.
En auk þess hefur safnazt all
mikið af ýmis konar fatnaði.
Noregssöfnunarnefndin hefir
nú ákveðið að söfnuninni skuli
verða lokið 1. febrúar næst
komandi. Sendi hún blöðunum
í gær eftirfarandi skýrslu um
söfnunina.
„Allir þeir, sem fengið hafa
söfnunarlista Noregssöfununar-
Friðsamlegasta
gcnlaðrskvðM i
nanoa ninnnn.
Slökkviliðið var aldrei
kallað At.
AMLÁRSKVÖLD
var miklu lriðsamars.
að þessu sinni en f jölda mörg
undanfarin ár“, sagði lög-
reglustjóri í samtali við Al-
þýðublaðið í gær. „Reykvík-
ingar slógu met í góðri hegð-
xm á gamlaárskvöld. Ég hygg
að það megi ekki sízt þakka
skrifum blaðanna á gamlaárs
dag — en auk þess munu
menn vera famir að skilja?
það, að það verður líka að
vera hóf á hlutunum á gamla
árskvöld.
Slökkviliðið hefur þessa
sömu sögu að segj-a. Það var
aldrei kallað út á gamlaárs-
kvöld. Alþýðutolaðið hafði tal
af varðstjóra í slöhkviliðinu og
sagði hann: „Þetta mega heita
eins dæmi. Ég er toúinn að vera
í slökkviliðinu í 29 ár og alltaf
böfum við verið kallaðir út offc
og mör.gum sinnum.
Brezkir iternenn
netaðir sen verk-
fallsbrlðtar á Hðtet
Borg.
AlþýðnsamþaDdið mötmælir vii
utaoríkisráðiierra.
SÁ FURÐULEGI ATBURÐ-
UR gerðist um áramótim
að eigandi Hótel Borg fékk 7
manna hljómsveit frá brezka
flughernum til að leika á dans-
leik hótelsins á gamlaárskvöld
frá kl. 9 og fram undir morgun.
Það er ekki aðeins furðulegt
að hinn íslenzki eigandi hótels-
ins skuli leyfa sér slíkt, heldur
og einnig, að brezka herstjórn-
in skuli láta slíkt viðgangast.
af sinni hálfu, því að henni
hlýtur að vera kunnugt um, að
vinnudeila hefir um langan
tíma staðið yfir milli íslenzkra
hljóðfæraleikara og hóteleig-
andans, og er óútkljáð enn.
Alþýðusamband Islands hef-
ir mótmælt þessu við utanrík-
ismálaráðherra og mun hann
taka málið til athugunar.
innar og ekki hafa skilað þeim
enn þá eru vinsamlega beðnir
að senda þá ásamt þeim gjöf-
um, er kunna að hafa safnazt.
Söfnuninni er lokið þann 1.
febr. n. k. og er því nú síðasta
tækifæri til þess að gefa í söfn-
unina. Noregssöfnunin er nú
kömin upp í kr. 813.929. 45. En
auk þess hefur mikið borizt af
ágætum fatnaði, sem kvenfé-
lögin víðsvegar um landið hafa
isafnað og gefið. Féð og fatnað-
urinn verður síðan afhent Norð
mönnum við fyrsta tætkifæri,
Framh. á 7. síðu.
Henoi verður lokið 1. febr. næstkomandi
i