Alþýðublaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÆMÐ Þríðjudagur 4. jaitúar 1S44L * Otgefandi: Alþýðuflokkurinn, Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsimi við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. í Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. ;j Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Ar sigursins? MIKLAR VONIR eru bundn- ar við það ár, sem nú er nýbyrjað. Margir ætla, að áð- ur en það sé liðið, hafi hinar sameinuðu þjóðir unnið fulln- aðarsigur á hinum illu öflum nazismans hér í Evrópu og hin- ar undirokuðu þjóðir megin- landsins aftur fengið hið þráða frelsi sitt. Margt bendir og til þess, því foetur, að mjög sé nú farið að halla undan fæti fyrir Hitler og samherja hans í styrjöldinni. Það má segja, að þeir hafi verið í vörn og á undanhaldi allt árið, sem leið. Þeir hafa orðið að yfirgefa stór landflæmi austur á Rússlandi, Norður-Afríka ver- ið hreinsuð til fulls af herskör- um þeirra, hinir sigursælu her- ir lýðræðisins brotizt þaðan yf- ir á meginland ítalíu og rofið þar fyrsta stóra skarðið í hið margumtalaða „órjúfandi Evrópuvirki“ Hitlers. * En þó að horfurnar séu þannig allt aðrar og bjartari en þær voru um síðustu áramót hafa fáir af þeim mönnum, sem for- ystu hafa á hendi meðal hinna sameinuðu þjóða, enn þorað að láta svo glæstar vonir í ljós, að stríðinu gegn Hitler verði lok- ið á þessu nýbyrjaða ári. Hið ægilega þýzka herveldi hefir bersýnilega enn af miklu að taka; hvert skref, sem herir hinna sameinuðu þjóða sækja fram á Rússlandi og Ítalíu kost- ar blóðugar fórnir og enn er á báðum stöðum langt til þýzku landamæranna. * Ýmsir byggja vonir sínar um bráðan sigur á því, að sjálf þýzka þjóðin muni rísa upp og velta af sér oki Hitlers, þó að herskörum hans takizt enn um skeið, að verja þýzku landa- mærin. Menn minnast ársins 1918 í því sambandi og draga á- lyktanir af því um endalok styrjaldarinnár, sem nú stendur yfir. Það mætti og vel ætla, að þýzka þjóðin væri nú þegar meira aðfram komin en þá, enda þótt aftur sé barizt utan landa- mæra hennar; því að nú hefir hún að minnsta kosti fengið að kenna á 'stríðinu við hinar ægi- legu og síharðnandi loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á þýzkar borgir. En einnig, í því sambandi er margs að gæta, og ekki hvað sízt þess, að öllum friðar- og frelsishræringum inn- an Þýzkalands er nú haldið niðri af blóðstjórn Hitlers með allt annarri og harðari hendi en af stjórn Vilhjálms keisara fyr- ir rúmum aldarfjórðungi. * Það er því vandi, að spá nokkru, sem stendur um það, hvort fullnaðarsigur muni vinn- ast á Hitler á þessu nýbyrjaða ári eða ekki. En hitt er víst, að það verður blóðugt ár, senni- lega blóðugasta ófriðarárið, eins og Churchill hefir fyrir löngu fyrir sagt. Og svo mikið skyldu menn að minnsta kosti mega vona, að verulega verði farin að styttast leiðin til Berlínar um það, er því er lokið. Nýársræða riMsstJórans: Sú þjóð, sem setur nokkuð of- ar frelsinu, mun glata því. -----4—- » ISLENDINGAR! Látum okk- ur að vanda byrja árið með því að minnast þeirra, sem horfið hafa á árinu sem leið. Árið, isem við byrjum í dag, getur orðið merkisár. Það er hugsarulegt að um það megi segja: „Vonirnar rætast, þámun af'tur morgna“. Við eigum öll einfoverjar von- ir, sem okkur langar til að ræt- ist. Þær geta verið mismunandi. Ég vil nefna nokkrar vonir, sem ég hygg að allir íslendingar eigi sameiginlega í dag. Við vonum að ófriðnum ljúki á þessu ári, að minnsta kosti í Norðurálfunni. Við vonum að nýitt og 'hentugt stjórnskipulag komist á hér á íslandi á árinu. Við vonum að ifrændþjóðir okk- ar á Norðurlöndum, sem nú eru undirokaðar og aðrar undir- okaðar þjóðir fái aftur frelsi sitt á árinu. Við vonum að aftur tak- ist á árinu samband það við hin ar Norðurlandaþjóðimar, sem slitið hefir verið svo árum skipt ir, og að samstarf við þær megi hafjast að nýju, enn nánara og farsælla en áður var. Við vonum að okkur sjálfum takist að skipa svo á heimi'li okkar að við getum örugg boðið heim hinni nýju skipan, þannig að samboðið sé góðum húsbændum og góð- um dreng. Auðvitað getum við átt marg- ar aðrar vonir sameiginlegar, iþótft ég láti hér staðar numið. * Ég rakst ný.lega á ummæli eins af merkustu núlifandi rit- höfundum Breta, sem ég vil gera að umtalsefni. Ummælin eru þessi: ,,Sú þjóð, sem setur eilthvað ofar frelsinu mun glata frelsi sínu. Og sú er kaldhæðni örlag- anna, að ef þjóðin setur lífsþæg- indi og peninga ofar frelsinu, mun hún missa þetta hvor- tveggja. Þjóð, sem berst fyrir frelsi sínu, getur ekki gert sér nokkrar von um að öðlazt frelsi og halda því, nema hún sé þess- um kostum gædd: ráðvendni, djörfung, framsýni og fórnfýsi. Ef þjóðin er ekki þessum kost- um búin, iþá er sökin hennar sjálfrar og einskis annars, ef hún glatar frelsi sínu“. For.feður okkar þekktu ekki ýms lífsþægindi nút'ímans. Að nútdma kynsjóðin vilji búa við meiri lífsþægindi en þeir er ekki óeðlilegt. En ef ég hvarfla hug- anum ti'l æskuáranna og ber sam an lífsþægindi þá og nú, er mun urinn eins og á skugga og ljósi. Þetta á við allar stéttir þjóð- félagsins. Þótt munur sé milli stétta og landshluta. Samt undu flestir vel hag sínu í æsku minni og ungdæmi, eftir því sem ég man bezt. Það er því miður svo, að mar.g ir, þar á meðal frændþjóðir okk ar og nágrannar, hafa ekki ein- göngu orðið að fara á mis við margs konar lífsþægindi. heldur orðið að þola verstu hörmungar undanfarin ár. En við athugun þess, hve mikilla lífsþæginda í daglagu lífi margt fólk hefir orð ið að neita sér um meðal ná- grannaþjóða okkar og annara þjóða vegna ófriðarins, þá er það furðulegt, hve vel mörgum iþeirra líður samt. Ég veit það að viðtölum við menn, bréfum og öðrum fréttum. Það er áber- andi hve fólk, sem hefir van- izt miklum lífsþægindum, lætur vel af því að minnka við sig matarskammtinn, og fá ails ekki sumt, sem iþví fannst áður að það geta ekki verið án, þó það fái það sem .nægir til nauðsynleg- asta lífsviðhalds. Og hve vel það lætur af því að þurfa að lifa ó- brotnu lífi að öðru leyti, án í- burðar í klæðaburði og án þess að geta veitt sér' margt, sem því fannst nauðsiynlegt áður. Það er eins og isumt þetta fólk haf i fund ið nýjan og ibetri heirn, en það þekkti áður, einmitt með því að verða að neita sér um lífsþæg- indi, sem það hafði vanizt. Sem mest lífsþægindi virðist því ekki vera neitt mark, sem vert sé að keppa að. Líkt þessu má segja um pen- ingana. Sú tegund peninga, sem við þekkjum bezt, eru bankaseðlarn ir. Það er gamall og góður siður að kveðja gamla árið og heilsa nýja árinu með leikjum. Þeir leikir eru ekki verstir sem eitt- hvað má ilæra af. Ég vil stinga upp á iþeim leik að táka peninga seðil, skoða hann nákvæmlega, og taka eftir hvaða hugsanir slík 'Skoðun g-etur vakið. Ég hef fyrir framan mig ákveð inn peningaseðil, 50 króna Landsbankaseðil. Ef við lítum fyrst á framhlið iseðilsins, verður talan 50, fimm tíu krónur, mjög áberandi. Þetta merkir, að ef við eigum slíkan seðil getum við eignazt verð- mæti, sem samsvarar 50 krón- urn, eins og það er á hverjum tíma, ef það er yfirleitt á boð- istólum. Ef við eigum marga slíka seðla, getum við eignazt fyrir þá margfalt meira verð- mæti. Þess vegna er eðlilegt að okkur langi til að eignast þessa iseðla. M. a. gerir það okkur mögulegt að afla okkur Mfsþæg- inda. En, þetta er ekki allt, sem það er séð. Þegar ég byrjaði búskap í Reykjavík fyrir 35 ár- um gat ég fengið góða íbúð í eimn mánuð fyrír sMkan seðil. Þessu var á allt annan veg farið fyrir 4 árum, er ég kom heim aftur úr langri útlegð, að ég tali ekki um nú. Við nána íhugun, finnst mér það hljóti að vera sameiginlegt áhugamál okkar allra, að sem mest fáist fyrir peningana, í stað þess að eiga mikið af verðlitlum seðlum. Það var góður skóli í þeissum efnum að ferðast um Þýzkaland og Austurríki fyrir rúmum 20 ár- um. Það ætti því að minni skoð- un að vera fceppikefli okkar allra að standa sem bezt vörð um verðmæti peningaseðlanna. Ef við snúum seðlinum við o.g athugum bakhliðina, verður aft- ur fyrir okkur sama talan, fimm tíu, á fjórum áberandi stöðum. En þar er líka mynd frá Vest- mannaeyjium af mótorbátum og vinnandi mönnum. Það er m. a. þessum bátum og mönnum að þakka að ég hefi eignazt þennan seðil. Þeir hafa unnið, oft erfiða vinnu, og stundum lagt Mf sitt í hættu, til þess að framleiða verðmæti, sér og öðrum til lífs- viðurværis. Ef þeir hefðu ekki gert isMkt, ætti ég og aðrir ekki þessar 50 krónur tii að fullnægja þörfum okkar. ,M. ö. o. babhlið seðilsins minnir á að vinna ann- arra, oft erfið og Mfshættuleg vinna, stendur á bak við seðil- inn. Þetta ættu þeir að leggja sér vel á minni, sem ekkert eða lítið hafa haft fyrir því að eign- I ast seðilinn, t. d. ungt fólk, sem J hefir ekki ennþá sjálft unnið sér inn peninga, eða aðrir, sem fá mikla peninga fyrir litla eða enga vinnu. Lítum nú aftur á framhlið seð ilsins. Þar er mynd af gáfuleg- um og alvarlegum manni í 18. aldar búningi. Það er Jón Ei- ríksson konferenzráð. Mynd af honum er Mka á 5 króna seðl- um, en á 10 króna seðlum er mynd af Jóni Sigurðssyni. Jón Eiríksson var af mörgum talinn aðalbjargvættur íslands þegar ástandið hér á landi var einna ömurlegast síðari hluta 18. áldar. Um hann segir í Ár- bókum Espólims m. a. „Var, hann sérpiægnislaus í tillögum, en kappsamur nokkuð við upp- gangsmenn, yngri og framgjarn ari í því að verja kosti íslands, og tók isér nærri, ef illa færi um það“. Ennfremur hefir EspóMn þetta eftir Skúla fógeta, er frétt ist um-lát Jóns: „Skúli mælti . . . . þá stund leið: „Þar tókst þeim að fara með hann, og er nú úti um íisland“, og er isagt að hann yrði ei samur síðam“. Jón Sigurðsson vitum við öll svo mik ið Um, að um hann þarf ekki að f jölyrða. En með tilvísun til um- mæla brezka rithöfundarins, sem ég gat um áðam þá hygg ég að isegja megi þetta: Hann nýt- ur virðingar og aðdáunar allra íslendinga óskiptra vegna þess að hann setti ekkert ofar frelsi íislands, allra sázt lífsþægindi og peninga. Hann barðist sigurvæn legri baráttu fyrir frelsi íslands; | ÁRAMÓTAGREIN í Morg- unblaðinu á gamlaársdag, lét Ólafur Thors ljós sitt skína á hina raunalegu sögu dýrtíðar- málanna hjá okkur og ræddi nokkuð þau viðhorf, sem nú blasa við í þeim. í grein sinni segir Ólafur meðal annars: „Þegar íslendingar nú, eftir rúmlega árs viðureign stjórnarinn ar við dýrtíðina, hafa fremur orð- ið að láta undan síga, er eðlilegt, að mikið sé rætt um, hverra úr- ræða beri að leita, sem að þaldi megi koma. Aðallega tala menn utan þings og innan um tvær leiðir, þá, að halda áfram á þeirri braut, sem nú er gengið á, og kaupa verðlagsvísi- töluna niður með fé úr ríkissjóði. Þetta er vilji núverandi ríkis- stjórnar. Hin er, að hætta nú þegar öllum milligreiðsíum úr ríkissjóði, láta skeika að sköpuðu um verðlag og sölu landbúnaðarafurða a. m. k. á innlendum markaði og áhrif þess verðlags á vísitöluna. Með milligreiðslunum hafa menn frestað því, sem fram á að koma og keypt sér stundarfrið. Er slíkt afsakanlegt, meðan verið er að átta sig á, til hvaða ráða skuli gripið. Lengur ekki. Hugsandi menn gera sér ljóst, að fyrr en varir, mun fjárþröng ríkissjóðs stöðva þing og stjórn á þessum flótta frá staðreyndunum og neyða menn til að horfast í augu við þá örðugleika sem, án alls efa, eru fyrir stafni. En það ríður á miklu, i baráttan leiddi til siguns þótt hann lifði það ekki, vegna þess að hún var háð með ráðvendni, djörfung, drengskap, fraxnsýni og fórnfýsi. Mér finnst þetta svo merki- legt og dýrmætt til fyrirmynd- ar, að ég vil endurtaka það: Jón Sigurðsson nýtur virðing- ar og aðdáunar allra íslend- inga óskiptra VEGNA ÞESS að hann setti ekkert ofar frelsí Islands, i allra sízt lífsþæginds og peninga. Hann barðist sig- urvænlegri baráttu fyrir frelsÉ Islands; hún leiddi til sigurs síðar VEGNA ÞESS að barátta hans var háð með ráðvendni, djörfung, drengskap, framsýns og fórnfýsi. Ef við hefðum ekki átt þessa tvo menn, annan á 18. öldinni, hinn á 19. öldinni, væri hagur okkar Islendinga, sem lifum nú á 20. öldinni allur annar og verri en hann er. Og gleymum svo ekki hve fallvaltir og forgengilegir þess- ir pappírsmiðar eru. Þeir eru góðir í augnablikinu sem ávís- un á verðmæti. En þeir eru að> öðru leyti ekki mark að sækj- ast eftir, heldur meðal. Ég hætti hér. En frekari at- hugun á seðlunum getur auð- vitað vakið margar aðrar hugs- anir. * Hinn jötunefldi og framsýni forsætisráðherra Breta, Win- ston Churchill, sagði í ræðu fyr ir sjö vikum m. a. þetta: að eigi dragist úr hófi, og þjóðm átti sig á hvar hún lendir, ef hún hefir ekki manndóm til viðnáms í tæka tíð. Hin leiðin, að hætta þegar í sta® öllum milligreiðslum og gefa dýr- tíðinni lausan tauminn, er einnig. miklum vandþ:væðum bundin. Ég hygg, að eigi sé fjarri sanni, að þann dag, sem það verður gert, stökkvi vísitalan viðstöðulaust upp í 290 til 300 stig. Samstundis hækk ar allt kaupgjald að sama skapi. Án alls efa mun af því leiða, að mestur hluti framleiðslu útflutn- ingsafurðanna myndi þá hætta að bera sig og því stöðvast í bili. Þá hefst baráttan um niðurfærslu kaupgjaldsins. Þeirri baráttu linn- ir væntanlega ekki fyrr en kaup- gjaldið lagar sig eftir afurðaverð- inu. Þessi barátta kostar þjóðina vafalaust miklar fjármunafórnir, en hún getur ekki leitt til endan- legrar úrlausnar á vandanum. Síð- ar, þegar afurðaverðið fellur, hefst sama barátta á nýjan leik, og geisar þá með því meira æði og því lengur, sem bilið sem brúa þarf stækkar. En það sjá allir, sem eitthvað skyggnast fram í tímann, að þau vandkvæði, er nú kunna að skapast við að vísitalan hækkar um 20 til 40 stig, eru aðeins svip- ur hjá sjón miðað við það, sem verður, þegar hið fyrirsjáanlega og alveg óumflýjanlega hrun á verðlagi útflutningsafurðanna skell ur á, að ófriðarlokum. — En sá kostur er þó á, að hefja barátt- Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.