Alþýðublaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 3
ALIÞYÐUBLAÐEÐ Heiftarleg sékn Bfissa á breiðri vlglínn. Á nokkrum stððum komnir í skot •" mái wl® póiskn iandamærin. HINN STRANGI rússneski vetur er nú genginn í garð, en þrátt fyrir fannfergi og frost sækja Rússar fram á mjög breiðri víglínu. Á nokkrum stöðum eru þeir komnir í skotmál við stöðvar Þjójðverja handan pólsku landamær- anna. Á tæpum sólarhring felldu Rússar meira en 4000 Þjóðverja í heiftarlegri sókn, isem Þjóverjar fengu ekki að gert. Er talið, að ef Rússar geti haldið sóknarmætti sínum, verði þeir komnir yfir landamæri Póllands í dag. Þjóðverjar sjá nú fram á alls- herjarundanhald og tefla fram geysimiklu varaliði, en þeir keppa að því að missa ekki úr höndum sér bæinn Olevsk, sem er eina bækistöð þeirra á Kievsvæðinu. Nokkru sunnar færast Rússar nær Berdicehv, sem er einn öruggasti varnar- staður þeirra á þessum islóðum, en frá þeim stað reyndu þeir fyrir nokkru að hefja sókn í áttina til Kiev. Samkvæmt þýzkum fregnum er mikið bar- izt við Zaponozhe á suðurvíg- stöðvunum. Sumar fregnir af niorðurvígstöðvunum herma, að ítússar hafi tekið Nevel, sem harðir bardagar hafa geisað um að undanförnu. Ein helzta fregnin í gær- kveldi var sú, að Rússar hefðu tekið bæinn Novgorod-Volynski sem er um 8 km. vestur af Zhitomir. Flugmenn, sem þátt tóku í áráisinni, segja, að mikill reykj armökkur hafi grúft yfir borg- inni eftir árásina á laugardags- kvöld s. i. Arásin var mjög hörð og miklir eldar sáust langt að. Sér í lagi bar mikið á tveim Borg þessi er um 215 km. vestur af Kiev og sú hin sein- asta á leið Rússa til landamær- anna pólsku. Hún hefur verið í höndum Þjóðverja síðan á ár- inu 1941, fjórum vikum eftir að þeir byrjuðu. sókn sína í Rússlandi. Taka þessa bæjar var tilkynnt í dagskipun Stal- ins síðdegis í gær. Heildarsvipurinn virðist vera þessi: Þjóðverjar eru á undan- haldi víðast hvar, en í Dniepr- bugnum geisa harðir bardagar og má ekki á milli sjá, hvor hefur betur. Ameríska útvarpið, sem út- varpar frá stöðinni hér í Reykjavík, hefir ákveðið að flytja vikulega nýjan útvarps- þátt, er nefnist: „Symfóníu- hljómsveitir í Ameríku.“ Hefst þáttur þessi í kvöld. eidibeltum, sem virtust ná um mikinn hluta borgarinnar. Auk þess voru dufl lögð á siglinga- leiðir Þjóðverja. 28 brezkar flugvélar komu ekki aftur úr öllum þessum árásum. Tiðlidalitlð af Itaii. AÍTALÍU hefir minna ver- ið um hernaðaraðgerðir að undanförnu sakir slæms veður- fars, sér í lagi á vígstöðvum 5. hersins, en þar hafa aðallega framvarða- og könnúnarflokk- ar átzt við. Um það bil fimm kílómetr- um norður af Ortona, eiga her- menn úr 8. hernum í snörpum bardögum við Þjóðverja, sem hafa ’komið sér vel fyrir þar í hálendinu. Er sérstaklega bar- izt um hæð eina, sem mikill hagur er í að hafa í sókninni til Rómaborgar. Sumar fregnir herma, að vissar sveitir 8. hers- ins skjóti nú á hafnaborgina Pescara úr fállbyssum sínum. Loftárásir voru gerðar á ýmsa staði á járnbrautarlínunni mi,11i Marseilles og Genúa, aðaUega járnbrautarbrýr og samgöngu- miðstöðvar. Mikil spjöll urðu, og eldar komu upp. Nýjsr íliBstððvar Maianna I Norðirhðfim. U ER.MÁLARÁÐUNEYTI Bandaríkjanna hefur upplýst, að mjög hafi greiðzt úr flutningi flugvéla yfir N orður-JAtlantóhaf ið,* 1 s'jíðan reistar voru sex langbylgju stöðvar, er tengja Bandarík in við Ný-Fundnaland, La- brador, Grænland, Ísland og Stóra-Bretland. Stöðvarnar voru reistar af The Signal Corps of U. S. Army. Noitgoneryi Londoi «TP ILKYNNT var í London í igær, að Sir Bernard Law Montgomery, fyrrum hershöfð- ingi 8. herisins í Afríku og ítal- íu, væri þangað bominn til þess að taka við hinum nýja starfa sínum isem meðstarfs- maður Eisenhowers við vænt- anlega innrás á meginlandið. Fyrir brottförina ávarpaði Montgomery hermenn sína og 'lýsti yfir því, að hann hefði bjargfasta trá á sigri banda- manna á Ítalíu. Enn ein stérárásin ð Berlin. I annað skiptið á einum sólarhrlng var ðflugur brezkur flugvélahópur yfir borginni. FLUGMENN bandamanna fóru enn tii árása á Berlín í fyrrinótt. Veðurskilyrði voru hagstæð og var varpað miklu sprengjumagni á borgina. Var þetta í annað skiptið á sólarhring, en í 10 skiptið síðan 18. nóvember, að höfuð- borg Þýzkalands verður fyrir stórárás. Auk þess gerðu Mos- quito-flugvélar árásir á ýmsa staði í Vestur-Þýzkalandi og N orður-Frakklandi. Þriðjudagur 4. janúar 1944. Árið 1943. -JANÚAR: Her Þjóðverja við Stalingrad gereytt og þeir hraktir af gresjunum milli Volgu og Don og úf mestum hluta Norður-Kákasus. Len- ingrad leyst úr umsát. Bret- ar taka Tripoli og ráðast inn í Tunis. Chile slítur stjórn- málasambandi við möndul- veldin. Churchill og Roose- velt hittast í Casablanca. FEBRÚAR: Mussolini sviftir Ciano greifa, tengdason sinn, embætti sem utanríkismála- ráðherra. Rússar taka Kursk og Postov og Kharkov og segjast munu halda Eystra- saltslöndunum eftir stríð. Bandaríkjamenn, hrekja Ja- pani af Guadalkanal í Salo- monseyjum. MARZ: Þjóðverjar taka Khar- kov aftur. Bretar brjótast í gegnum Marethlínuna í Tun- is. Lýðræðisflokkarnir vinna glæsilegan kosningasigur í Danmörku þrátt fyrir hinn þýzka innrásarher í landinu. Fylgi danska Alþýðuflokks- ins vex um 23%. APRÍL: Herir Breta og Banda- ríkjamanna sameinast í Tun- is. Opinberlega viðurkennt af rússnesku stjórninni, að hún hafi látið taka Ehrlich og Alter, tvo af þekkt- ustu forvígismönnum pólsku verkalýðshreyfingarinnar af lífi austur á Rússlandi. Lík 12 000 pólskra liðsforingja finnast í Rússlandi. Stjórn Rússlands slítur stjórnmála- sambandi við pólsku stjórn- ina í London. MAÍ: Bretar og Bandaríkja- menn taka Bizerta og Tunis og hrekja Þjóðverja og ítali til fulls úr Norður-Afríku. Bretar og Bandaríkjamenn hefja ógurlegar loftárásir á iðnaðarborgir Þýzkalands. Stjórn Rússlands tilkynnir, að alþjóðasamband komm- únista sé leyst upp. Fólk flýr unnvörpum frá Noregi til Svíþjóðar. JÚNÍ: Stríðandi Frakkar stofna þjóðfrelsisnefnd í Algier; samkomulag milli de Gaulle og Giraud. Bapdamenn taka hið ítalska eyvirki Pantell- aria. Brezki Alþýðuflokkur- inn synjar á þingi sínu kommúnistum um upptöku í flokkinn. Wavell varakon- ungur Indlands. JÚLÍ: Þjóðverjar hefja sókn við Kursk, en Rússar hefja gagnsókn hjá Orel. Bretar og Bandaríkjamenn gera innrás á Sikiley. Mussolini steypt af stóli á Ítalíu. Badoglio tekur við stjórn. Fasista- flokkurinn bannaður. Ægi- legar loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á Ham- borg. ÁGÚST: Rússar taka Orel, og Kharkov á ný. Svíar stöðva orlofsferðir þýzkra her- manna í Noregi yfir Svíþjóð. Churchill og Roosevelt á ráð- stefnu í Quebec í Kanada. Þjóðverjar hörfa frá Sikiley yfir á meginland Ítalíu. Al- þýðuflokkurinn í Ástralíu fær hreinan meiri hluta við þingkosningar. Grimmilegar loftárásir Breta og Banda- ríkjamanna byrja á Berlín. Óeirðir í Danmörku, Þjóð- verjar lýsa yfir lierlögum í landinu, danska stjórnin seg- ir af sér; engin stjórn fæst mynduð. SEPTEMBER: Bretar og Bandaríkjamenn gera innrás á meginland Ítalíu, Kala- bríu. Ítalía gefst upp. Stjórn Badoglios semur um vopna- hlé við bandamenn. Þjóð- verjar hernema Norður- og Mið-Ítalíu. Bandamenn setja lið á land við Salerno. ítalski flotinn gengur bandamönn- um á hönd. Þjóðverjar hrakt ir frá Sardiníu. Rússar taka Smolensk. OKTÓBER: Bandamenn taka Napoli. Stjórn Badoglios seg- ir Þýzkalandi stríð á hendur. Rússar brjótast vestur yfir Dniepr á mörgum stöðum, taka Dniepropetrovsk og hefja sókn inn í Hvíta-Rúss- land. Utanríkismálaráðherr- ar Bretlands, Bandaríkjanna og Rússlands á ráðstefnu í Moskva. NÓVEMBER: Rússar taka Ki- ev, Gomel, Korosten og Zhi- tomir, en verða aftur að hörfa úr báðum hinum síð- astnefndu borgum. Hrikaleg- ar loftárásir Breta og Banda- ríkjamanna á Berlín. DESEMBER: Roosevelt, Chur- : 1.111 og Chiang Kai Chek á I ILLt; "nu í Kairo. Þjóðverj- " yfi- 1000 norska ntúdenta og alla prófessora Osioarháskóla. Roosevelt, Churchill og Stalin hittast í Tcheran. Hrikalegar loftárás ir á Berlín og fleiri þýzkar borgir. Rússar í sókn á Ne- vel-svæðinu. Zhitomir og Ko rosten aftur á valdi Rússa. Framsókn bandamanna á Ítalíu hæg en örugg. Ortona gengur Þjóðverjum úr greip um. Eisenhower og Montgo- mery taka við herstjórn í Englandi. Alexander gerist yfirhérshöfðingi banda- manna á Ítalíu, en Maitland Wilson við Miðjarðarhaf. 3 Winston Churchill, sem vafa- laust er einhver . glæsilegasti stjórnmálamðaur vorra tíma, sést hér á myndinni. Hann taldi kjark í þjóð sína á erfiðustu stundu hennar og situr enn styrkur við stjórnvölinn. Augu margra mæna nú til vesturs, og þá einna helzt til Roosevelts forseta, sem verið hefir skeleggastur' forvígismað- uh hinna smáu og kúguðu þjóða Evrópumanna. Á myndinni sést Chiang Kai Chek, sem hefir reynzt sverð og skjöldur þjóðar sinnar frá því árið 1937 er japanskir of- beldismenn réðust inn í land hans, með þeim ódæmum, sem öllum eru nú kunn. Allir eru sammála um það, að Rússar hafa méð bardagaþreki sínu stórum aukið á sigurvissu bandamanna. Á myndinni sést Josef Stalin, sem, að sögn, stjórnar sókn Rússa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.