Alþýðublaðið - 04.01.1944, Side 5
Þriðjudagur 4. janúar 1944.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
„Ekkert loftkennt hugsæi, eng
ar loftkenndar kreddur eða for-
dómar stjórnmálaflokka, engir
sérhagsmunir, sem einhverjir
telja sig kvadda til að standa
vörð um, mega verða Þrándur
í Götu fyrir þeirri einföldu og
sjálfsögðu skyldu, að sjá svo
um, áður en ófriðnum lýkur,
að ekki verði skortur á fæði,
vinnu og heimili handa öllum.
Þetta verður að undirbúa
nú, meðan ófriðurinn geysar
enn þá, svo það verki eins og
þegar allsherjar herútboð er
gert samtímis því, sem ófriður
brýzt út. Og það verður að
koma til framkæmda um leið
og sigur er unninn í ófriðnum.
Að því mikla og víðtæka
verki, sem þarf til þess að þetta
geti orðið veruleiki, einbeitir
brezka stjórnin nú allri þeirri
orku, sem afgangs er orkunni
sem baráttan við óvinina
krefst.“
Fæði, vinna, heimili handa
öllum. Þetta þrennt telur þessi
framsýni stjórnmálamaður
Breta vera það, sem nú eigi að
einbeita orkunni að, svo það sé
tryggt öllum í ófriðarlok, og
draga undirbúninginn ekki deg
inum lengur- — Það væri blett
ur á hverri þjóð, að gera ekki
sitt ítrasta tií að tryggja það,
að engan borgara þjóðfélagsins
þurfi að skorta nauðsynlegt
fæði. Ég man það, að það þótti
blettur á hverjum bónda, að
hafa ekki nægilegt fóður handa
skepnum sínum — að ég tali
ekki um að fella þær úr hor.
Ef svo er um skynlausar skepn
ur, hvað þá um mennina sjálfa?
—Vinna fyrir þá, sem geta unn
ið, er fyrst og fremst nauðsyn-
tegt til þess að tryggja öllum
tvennt, fæði og heimili. Auk
þess hygg ég, að vinna sé engu
ónauðsynlegri fyrir sálarheil-
brigði mannsins, en fæðið er
fyrir heilbrigði líkamans. Eng-
inn mun mæla bót þrælkun, án
tómstunda til hvíldar, andlegr-
ar hressingar og til þess að
létta sér upp. En um leið og
vinnan er nauðsyn fyrir sálar-
heilbrigði okkar finnst mér
hún bezta dægrastyttingin, sem
ég hefi komizt í kynni við. Það
er hörmulegt fyrir hvern þann,
sem lítur á vinnuna sem böl.
Ég held að hófstillt vinna hljóti
ávallt að vera blessun en ekki
böl. Og ég vil fara enn lengra,
þótt unnið sé stundum úr hófi
fram, þá er þreyta eftir nyt-
sama vinnu eða vinnu við ein-
einhver hugðarefni áreiðanlega
sælli en önnur þreyta. — Við
erum með réttu hreykin af því,
hve lág dánartala ungbarna er
orðin á íslandi, og þeim geipi-
miklu framförum, sem orðið
hafa á því svíði síðustu manns-
aldrana. Þetta er bættum aðbún
aði að þakka. En er heimilið ekki
nokkurs konar ungbarnavernd
fyrir þjóðfélagið? Því virðist
augljóst að heiniili handa öll-
um er mikilvægt skilyrði fyrir
framtíðarvelferð þjóðarinnar.
En, kann -einhver að spyrja,
er okkur ekki um megn að
tryggja fæði, vinnu og heimili
fyrir alla hér á íslandi? Ég vil
svara með einu af 10 boðorðum
Jeffersons Bandaríkjaforseta:
„Ekkert er erfitt, ef við ger-
um það af fúsum vilja“. Ég
held að í þessu felist mikil sann
indi. Ef viljinn er hjá einstak-
lingunum, þá er vandinn sá að
samræma vilja allra eða sem
flestra einstaklinga. Þann vanda
ættum við að geta leyst, svo
mörgum þjóðum hefir tekizt
það.
„Flokkasundrung, fjandskaps
mál
fylkjast, tala einum rómi;
þegar býður þjóðarsómi
þá á Bretland eina sál“.
Þannig kvað þjóðskáldið okk
ar, sem heygður er á Þingvöll-
um, um hina miklu nágranna-
þjóð okkar. Hví skyldum við
ekki reyna að líkjast Bretum á
þessu sviði? Og ber það ekki
vott um of mikla vantrú á land
og þjóð, ef við trúum því ekki
að það sé hægt?
í þessu sambandi kemst ég
ekki hjá því að minnast á marg
ræddu dýrtíðarmálin okkar.
Fyrir rúmu ári síðan var hrað-
vaxandi dýrtíð og verðbólga
orðin vofa, sem flestir íslend-
ingar óttuðust að mundi leiða
okkur á heljarþröm. Þá tókst
að stöðva framfærsluvísitöluna,
sem hækkað hafði um nær 90
stig síðasta misserið á undan, svo
að hún er nú 13 stigum lægri
en fyrir ári síðan. Því miður
hefir ekki enn fengizt varan-
leg lausn á þessu vandamáli.
Þessi stöðvun og lækkun er þó
góð byrjun í rétta átt. En betur ■
má ef duga skal. Að vísu hefi
ég orðið var við þann hugsun-
arhátt hjá einstaka manni,
að það muni ekki borga sig að
halda áfram glímunni við dýr-
tíðina. Eðlilegast að láta allt
ganga sinn gang — þótt dýr-
tíðin og verðbólgan vaxi. Mér
varð bilt við er ég heyrði þetta
fyrst. Og ég hefi ekki enn get-
að sannfærzt um annað en að
slík hugsun byggist á herfileg-
um, og jafnframt á háskaleg-
um misskilningi. Flest okkar
munu finna til ýmissa óþæg-
inda í daglegu lífi nú, sern
rekja má til dýrtíðar og verð-
bólgu. En hvað er framundan?
Sú mynd getur orðið óskemmti
leg, ef við horfum til framtíð-
arinnar, að ófriðnum loknum.
Öllum nágrannaþjóðum okkar
og öllum þeim þjóðum, sem við
eigum að keppa við eftir ófrið-
inn hefir tekizt miklu betur en
okkur að halda dýrtíð og verð-
bólgu í skefjum. Þeim hefir
skilizt nauðsynin og lagt mikið
á sig í þessu skyni, ofan á
margt annað ömmrlegt, sem þaer
hafa orðið að þola, en við höf-
um sloppið við til þessa. Yið
verðum að horfast í augu við
það, sem orðað var nýlega af
leiðtoga eins hinna smærri
ríkja, sem eins og við, þarf að
selja öðrum þjóðum mikið af
framleiðslu sinni til þess að
geta keypt frá öðrum löndum
það, sem ekki er framleitt í
landinu. Hann sagði þetta: „Það
er einfaldur sannleikur, sem
hefir ævarandi gildi, að enginn
mun liðsinna okkur, ef við
vinnum ekki og, að enginn mun
sjá okkur fyrir lífsviðurværi, ef
framleiðsluvörur okkar eru
ekki eins ódýrar og góðar eins
og samskonar vörur, sem aðr-
ir framleiða“. M. ö. o. ef við
eigum að sjá fyrir okkur sjálf;
og það Viljum við öll, verðum
við að framleiða eins ódýrt og
vel og aðrir.
Erlendur maður, sem h,efir
oft komið til íslands, og tekið
ástfóstri við land og þjóð,.
dvaldi hér um tíma í sumar og
ferðaðist um landið. Eftir heim
komuna skrifaði hann mér:
„Ég held að lifnaðarhættir yklc
ar séu á mjög miklu hærra
stigi en sennilegt er að geti
orðið í nokkru landi Norður-
álfunnar eftir ófriðinn“.
Sumir, sem sjá og skilja
þetta, sem ég hefi nefnt, hafa
tilhneigingu til að kenna stjórn
og þingi eingöngu um ástandið
eins og það er. Það sé þeirra
verk að finna úrbætur. Ef þeim
takist það ekki sé það afleitt.
En þing og stjórn beri ábyrgð-
ina á því og ekki fólkið.
Það á ekki við að ég dæmi
þá fulltrúa, sem þjóðin sjálf
hefir kjörið til þingsetu. Sú ósk
mun almenn að aðgerðir þess
opinbera í þessu efni megi
verða sem heilladrýgstar.
En ef eldur kemur upp í húsi
mínu, mundi ég þá láta það
nægja að kalla á slökkviliðið
og reyna ekkert til að slökkva
eldinn eða bjarga úr brunan-1
um, með þeim rökum að það
sé verk slökkviliðsins eins, og
komi mér ekki við? Eða, ef ég
verð var við skip í sjávarháska,
mundi ég þá láta mér nægja að
síma til Slysavarnafélagsins óg
leggjast svo til svefns, án þess
að reyna að rétta hjálparhönd,
þótt ég gæti það, með þeirri
hugsun að Slysavarnafélagið
muni gera það, sem gera þarf.
1 Það komi mér ekki frekar við?
Ég held að hverjum góðum ís-
lendingi mundi finnast þetta
slík fjarstæða, að hann teldi
spurningarnar einar móðgandi.
Við kostum slökkviliðið og leggj
um fé og máske tíma til Slysa-
varnafélagsins af því þetta eru
stofnanir, sem við viljum ekki
fyrir nokkurn mun vera án. En
þeirra starf útilokar ekki, að
við, einstaklingarnir, getum
hjálpað — og hjálpað mikið •—
ef með þarf.
Hér er ég kominn að því,
sem ég vil kalla fórnfýsi eða
þjónustulund sjálfrar þjóðar-
innar, einstaklinga hennar og
félagsheilda innan þjóðfélags-
ins. Það getur sýnt sig í mörg-
um myndum, sem of langt yrði
að telja upp.
Ég held að það sé talsverður
eðlismunur á fórnfýsi og þjón-
ústulund annars vegar, og sumu
því, sem kallað er réttlæti.
Fórnfýsin er sprottin af óeig-
ingirni og ber venjulega góðan
ávöxt. Ranglæti mælir enginn
bót. En dómur manna um rétt-
læti eða ranglæti sprettur oft af
eigingirni og leiðir þá ekki ó-
sjaldan af sér óvild og öfund
jafnvel heift og hatur. Allt eru
það öfl, sem brjóta niður í stað
þess að b.yggja upp. Fórnfýsin
fer sér venjulega hægt, gerir
aðallega kröfur til okkar
sjálfra, og laðar menn til gagn-
kvæmrar sanngirni og sameig-
inlegra átaka. Það, sem sumir
kalla réttlætiskennd er aftur á
móti oft hávært, hættir við að
gera aðallega kröfur til annarra
en sjálfra okkar og vill oft
leiða út í öfgar og skapa sundr-
ungu, sem lamar máttinn til
sameiginlegra átaka. Auk þess
getur mönnum stundum skeik-
að í dómum um réttlæti eða
ranglæti. Forn-Rómverjar
sögðu, að fyllsta réttlæti gæti
leitt til versta ranglætis. Þeim,
sem kann að finnast þetta öf-
ugmæli vil ég benda á dæmi
frá deginum í dag. Því meira,
sem gert er til að fullnægja
réttlætiskröfum framleiðenda
og launþega vegna dýrtíðar og
verðbólgu, sem aftur leiðir af
sér hækkandi verðlag og verð-
fall peninga, því meira rang-
læti verða þeir fyrir, sem með
sparsemi hafa neitað sér um
margt, máske á langri ævi, til
þess að geta séð fyrir sér og
sínum er vinnuþolið þrýtur, ef
ekkert er að gert. Þetta fólk
hefir ekki hlíft sér við vinnu
frekar en menn gera nú. Það
hefir lagt eitthvað í sparisjóð,
keypt sér lífeyri eða tryggingu
í stað þess að eyða öllu jafn-
óðum, í trausti þess að verð-
gildi peninganna væri líkt er til ’
þyrfti að taka. Lang almennast
mun það vera að hér sé um að
ræða fólk með fremur litlar
tekjur. 1 ;
Ég talaði um réttlætiskröfur
framleiðenda og launþega.
Þetta mun vera í samræmi við
nútíma málvenju. En ég hefi
tekið svo eftir að meðal íslend-
inga sé máske oftar notað
„kröfur“ og „krefjast“ en sam-
svarandi orð eru notuð meðal
annarra þjóða, sem ég hefi
kynnzt þegar átt er við það
sama. Ég^ held ekki að þessi
tízka okkár sé til nokkurra
bóta.
Það er einmitt fórnfýsin eða
þj ónustulundin, en ekki. hitt,
sem getur riðið baggamuninn
um að ráða fram úr örðugleik-
unum — og hefir áreiðanlega
gert það í mörgum löndum.
Þetta er ein af afleiðingum þess
miskunnarlausa lögmáls, sem
við erum öll undir gefin, að
enginn réttur er til án skyldu.
Lítum snöggvast til annarra
þjóða.
Sænska þjóðin var sú Norður-
landaþjóðanna, sem tókst bezt
að komast úr kreppunni fyrir
einum áratug. Eftir því, sem
frétzt hefir, virðist þeim hafa
tekizt óvenjuvel að halda dýr-
tíðinni í skefjum nú, með sam-
vinnu, fórnfýsi og þjónustu-
lund allra stétta og flokka.
Er maður les að staðaldri
Frh. á 6. síðu.
Þegar söngfuglinn íalaði um hið eilífa ár. Þeir vitru
skyldu fuglamál í gamla daga. — Hversu marga vitra
menn eigum við nú? — Konungsmerkjapeningar og
fullveldið. — Ofhiti af hitaveitu. — Rafmagnsleysi og
hátíðamessa.
Stefánsson söngvara, er hann hróp
aöi á nýársdag 63 ársins 1944 —
hins eilífa árs, er aldrei hverfur
í aldanna skaut. Eggert er mik-
ill hugsjónamaður og mikill
raddmaður. í því efni dregur
hann ekki af, talar ekki tæpi-
tungu: ísland er fegursta og bezta
og Ijúfasta land í öllum heimi —
og við, sem nú lifum, erum gæfu-
samari en aílar aðrar gengnar kyn
slóðir. Svona talar söngfuglinn.
Þetta er hans fuglamál! í gamla
daga skyldu ekki nerna allra vitr-
ustu menn mál söngfuglanna. Von-
andi á þessi gæfusama kynslóð
fleiri vitra menn, sem skilja fugla-
mál, er fyrrum var. í æfintýrun-
um var okkur líka sagt að fugl-
arnir segðu aldrei nema sannleik-
ann. Og gott væri að vera íslend-
ingur, ef óður söngfuglsins á ný-
ársdag reyndist sannur — ekki
aðeins mikil rödd úr brjósti blinds
manns.
HANN TALAÐI GLÆSILEGA
um sambandsslit og sauðkindur,
sem ættu að fá tvöfalda og þre-
falda gjöf á þessu mikla ári. Þetta
var gleði hans og skáldskapar-
órar í trúnni á sitt mál.
„SPUEULL“ vill endilega fá að
vita hvað gert verði við peningana,
sem nú eru í gildi, ef stofnað verð
ur lýðveldi á þessu ári. Hann bend
ir réttilega á að peningarnir séu
með kórónu og konungsmerkjum
og að það verði eitthvað skrítið, ef
þessi gjaldeyrir verði í umferð eft-
ir að stj órnarháttum hefir verið
breytt.
EKKI VEIT EG, hvað hinir
vitru menn hafa hugsað sér í þessu
efni, en maður má víst gera ráð
fyrir því, að þeir hafi hugsað fyr-
ir þessu eins og öðru. Annars býst
ég varla við að farið verði að inn-
kalla alla peningana og slá nýja
ÞAÐ FÓR eins og mig grunaði:
Margir kvarta undan of miklum
hita síðan hitaveitan kom. Að vísu
kvarta líka ýmsir um smávegis
ólag á veitunni. Of mikill hiti er
stórhættulegur fyrir heilsu manna
og sérstaklega er hættulegt að
sofa í of heitum herbergjum. Vit-
anlega verður fólk að loka fyrir
ofnana og datt mér ekki annað í
hug en að það gætu flestir, en nú
er mér sagt, að ekki sé hægt að
loka fyrir miðstöðvaofnana í
mjög mörgum húsum, sem byggö!
hafa verið upp á síðkastið. Get ég
skilið að líðan fólks í þessum hús-
um sé ekki neitt sérstaklega góð
og verri verður hún þó ef það
þarf að búa lengi við of mikinn
hita.
FLESTU góðu fylgir eitthvað
slæmt. Vonandi tekst þó að fá
lokur á ofnana svo að hitaveitan
geti líka orðið eins góð fyrir þetta
fólk og hún á að gea orðið.
RAFMAGNSLEYSIÐ er enn hið
sama, þó að hitaveitan komi í
fleiri og fleiri hús. Fjöldi manna
hér í bænum, sem á stór útvarps-
tæki tapaði bæði af messunni á
aðfangadagskvöld og eins á gaml-
árskvöld. Fólk vill hlusta á guðs-
þjónusturnar þessi kvöld, jafn vel
þó að það hlusti annars sjaldan á
messur og því finnst að þessar
hátíðir hafi verið með nokkuð
öðrum hætti en allt af áður ef
það getur ekki hlustað á sálma-
lögin. Svona fór fyrir fjölda mörg-
um að þessu sinni. Hve nær batn-
ar þetta rafmagnsleysi. Ég held að
það sé alveg rétt, sem Kiljan seg-
ir, að við höfum lítið vit á „mekan
isma“ íslandingar, og allt komist í
hönk hjá okkur, þegar við förur að
fást við vélar.
Hannes á horninu.
Atvinnurekendur og aðrir sem samkvæmt 33. grein laga
um tekjuskatt og eignarskatt eru skyldir til að láta Skatt-
stofunni í té skýrslur um starfislaun, útborgaðan arð í
hlutafélögum og hluthiáfaskrár, eru hér með minntir á
að frestur til að skila þessum gögnum rennur út mánudag-
inn þann 10. þ. m. Sérstök athygli skal vakin á því, að at-
vinnuveitendum ber að gefa upp öll laun, hversu lág sem
eru, og séu heimilisföng launþega ekki tilfærð eða rangt
tilfærð, bera atvinnuveitendur ábyrgð á viðbótarskatt-
greiðslu vegna ófullnægjandi skýrslugjafa.
Þeir, sem eigi isenda skýrslur þessar á réttum tíma, verða
látnir sæta dagsektum sbr. 51. gr. laga um tekjuskatt og
eignarskatt.
Að gefnu tilefni skal á það bent, að orlofsfé skal meðtalið
í láunauppgjöfum til iSkattstofunnar.
Þeir gjaldendur, sem hugsa sér að njóta aðstoðar við fram-
tal sitt tiLtekju- og eignarskatts, skal bent á að koma sem
fyrst til þess að forðast bið síðustu daga mánaðarins.
SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK.
\