Alþýðublaðið - 04.01.1944, Síða 6

Alþýðublaðið - 04.01.1944, Síða 6
Þriðjudagur 4. janúar 1944. ALMÐUiLAÐIÐ Tilkynning s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s um símanúmer. Eftirleiðis verða símanúmer Vatns- og Hitaveitu Reykjavíkur sem hér segir: 1520 Verkfræðingar. Almenn skrifstofa. Bilanatilkynningar og kvartanir. 1200 Forstjórinn. Vatns- og Hitaveita Reykjavíkur. Nýársræða ríkisstjóra. Frh. af 5. síðn. brezk og amerísk blöð og talar við Breta og Bandaríkjamenn, verður ekki komizt hjá, að taka eftir því hve eðlilegar og sjálf- sagðar þeir telja þær fórnir, sem þeir færa nú, m. a. til að halda verðbólgunni í skefjum. Forsætisráðherra Breta, gamli íhaldsmaðurinn Winston Chur- chill, á enga tryggari stuðn- ingsmenn í þessu en suma fyrri höfuðandstæðinga sína, t. d. verkalýðsleiðtogana: Atlee, Bevin og Morrison. — Og aðal- keppinautur Roosevelts Banda- ríkjaforseta við síðasta forseta- kjör, Wendell Willkie, bauð þessum andstæðingi sínúm taf- arlaust þjónustu sína er Banda- ríkin lentu í ófriðnum. Ef enn lengra er skyggnzt, til Sovét-Rússlands, þá er það svo, að vaxandi samúð vesturþjóð- anna með Rússum verður ekki véfengd. Ég tel ósennilegt að það stafi af því að mönnum geðjist betur að stjórnskipulagi Rússa, en sínu eigin lýðræðis- skipulagi. Enda hvílir mökkur áróðurs yfir stjórnskipulagi Rússa, bæði með og móti. Hetjuleg barátta rauða hersins hefir vakið aðdáun. En ég held þó að mestu ráði um samúðina dæmafá fórnfýsi og þrek al- mennings meðal þjóða þeirra, er byggja þetta fjarlæga, aust- urlenzka risaríki. Margar þjóðir, þ. á. m. frænd- þjóðir okkar Danir og Norð- menn, hafa sýnt í verki, að þær setja ekkert ofar frelsinu. Ekki lífsþægindi, ekki peninga né veraldleg gæði — ekki einu sinni lífið. Þessar þjóðir eru vitar, sem brenna. * Erfiðleikar hafa mætt okkur og erfiðleikar eru framundan. Sá, sem snýr baki við og flýr af hólmi verður aldrei að manni. En sá, sem horfist í augu við erfiðleikana með björtu augnaráði, með djörfung og drengskap og tekur þá fang- brögðum, mun annaðhvort sigrast á þeim, eða, ef hann verður undir í glímunni, þá fellur hann með sæmd. 7. boðorð Jeffersons var: ,,Ekk ert er erfitt, ef við gerum það af fúsum vilja.“ Hver var Jefferson? Hann var maður hvorki fljótfærinn í hugsun né stjörnuhrap á stjórnmálahimn- inum. Hann var höfundur frels- isskrár Bandaríkjamanna, sem er sígild enn í dag, eftir 170 ár, og forseti þeirra, sá þriðji í röð- inni, kosinn tvisvar. Við, sem komin erum á þroskaárin, höfum öll komizt í kynni við erfið viðfangsefni. Ef við höfum tekið þau fang- brögðum, hefir okkur stundum tekizt að ráða fram úr þeim betur en verr, en stundum orð- ið að lúta í lægra haldi. Mín reynsla er sú, að ef mér finnst mér hafa tekizt sæmilega að ráða fram úr örðugu viðfangs- efni, þá get ég oft ekki gert mér neina aðra skynsamlega grein fyrir því en þá, að ég hafi orðið aðnjótandi hjálpar æðri máttar. Friðþjófur Nansen hefir sagt: „Á úrslitastundum ævi minnar hefir iðulega eitthvað komið fyrir, sem hefir líkzt því, að mér væri vísuð leið.“ Ég býst við að þetta sé skylt því, sem ég á við. En enginn getur vænzt hjálp- ar æðri máttar, ef hann telur sjálfan sig svo mikinn mann, að hann þurfi ekki að þiggja slíka hjálp. Sólin viðheldur öllu lífi í náttúrunni á jörð okkar. Við höfum öll á einhvern hátt notið blessunar sólargeislanna, og okk ur er léttara í skapi á hverju ári um þetta leyti, af því við vitum að nú er lengri sólargangur framundan. Við lokum okkur ekki inni og byrgjum gluggana er sólin skín. Við opnum glugg- ana og sækjum út í sólina. Á sama hátt ættum við að opna gluggana fyrir þessari hjálp æðri máttar. Við ættum að sækja út í þá sól. Fyrir réttu ári síðan minntist ég í nýársávarpi mínu á lestur Fjallræðunnar. Ég ætla ekki að endurtaka það, sem ég.sagði þá. En ég vil ljúka máli mínu með ummælum eftir merkan mann, sem ég las í amerísku tímariti fyrir rúmu misseri. Þau eru á þessa leið: ,,Ég skál ábyrgjast ykkur, að ef þið lesið Fjallræðuna dag- lega í hálfan mánuð, þá munuð þið verða vör við eitthvað í lífi ykkar, sem er heillavænlegt til úrslita.“ Ég óska ykkur svo öllum, sem heyrið mál mitt, gleðilegs og farsæls nýárs. HVAÐ SEGJA HTN BLÖÐIN? una nú þegar, að með því gæfist þjóðinni kostur á að glöggva sig betur á, hvað í vændum er síð- ar, og væri þá vel tilvinnandi að ' fórna ■ allmiklum verðmætum nú, meðan þjóðin er þess megnug, ef það mætti verða til þess að forða henni frá margfalt stærri fórnum síðar, fórnum, sem henni yrði ef til vill ella forðað frá að færa ein- mitt þegar hún fær ekki lengur undir þeim risið.“ Það leynir sér svo sem ekki, að Ólafur Thors er reiðubúinn að færa ýmsar fórnir á kostnað annarra, bæði verkamanna og bænda, til þess að ráða fram úr vanda dýrtíðarinnar. En um hitt fer hann færri orðum, hverju hann og stéttarbræður hans ætla að fórna í því skyni. FaSiinn brautryðjandi: uðmundur Jónsson Irá IHINNI FYRRI heimsstyrj- öld á árunum 1914—1918 hófst ný hreyfing í landi voru, sem leysti úr læðingi niðurbæld öfl sem á nokkrum stöðum á landinu höfðu látið á sér bæra um og eftir aldamótin síðustu, en litlu fengið áorkað. Hin jkröppu kjör, ,sem íslenzkur verkalýður átti við að búa á stríðsárunum, þrátt fyrir stór- gróða velflestra atvinnurekenda vöktu ýmsa tápmikla hugsjóna menn til starfa fyrir íslenzkan verkalýð. Hvöttu hina sundruðu verkamenn til samtaka um auk in mannréttindi og bætt lífs- kjör. Verkalýðsfélög voru stofn uð og þau sameinuð í eina sam- taka heild Alþýðusamband ís- 'lands, sem einnig var samtaka heild íslenzkrar alþýðu í stjórn- málum undir merkjum Alþýðu- flokksins stefnuskrá hans og baráttuleiðum. Einn af þessum hugsjónamönnum og brautryðj- endum jafnaðarstefnunnar á landi voru var Guðmundur Jóns son í Stykkishólmi er kenndi sig við æskuheimili sitt Narfeyri á Skógarströnd. Guðmundur var fæddur 29. janúar 1884 á Vaishamri á Skóg- arströnd, yngstur 7 sona Jóns Jónssonar hreppstjóra, og seinni konu hans Málmfríðar Jóseps- dóttur Jónssonar Hjaltalín prests, síðast á Breiðabólsstað á Skógarströnd. Jón hreppstjóri var bróðir Hallgríms hrepp- stjóra er lengi bjó á Staðarfelli. Voru þeir bræður af góðkunn- um bændaættum þar vestra. Jón á Valshamri yar talinn búhöld- ur hinn mesti, um langt skeið formaður undir Jökli og viður- kenndur aðgætinn og góður sjó sóknari. Þegar Guðmundur var barn að aldri fluttu foreldrar hans búferlum að Narfeyri, sem er yzti bær á Skógarströnd og kirkjustaður. Við þann bæ kenndi Guðmundur sig ávallt síðan. Fram til tvítugsaldurs mun hann hafa dvalið í foreldra- húsum og innt af hendi störf sveitapiltsins bæði á sjó og landi Eftir þann- tíma átti hann heimili í Stykkishólmi og til dánardags, eða því sem næst um 40 ár. Þar innti hann af hendi isitt æfistarf til framfara og blessunar kauptúninu í mörgum myndum og þá fyrst og fremsfc þeim sem minni máttar voru. Fyrstu árin vann hann að húsa- smíði og öðrum þeim störfum er féllu daglaunamanninum í skaut. Á stríðsárunum var hann aðal hvatamaður að stofnun pöntunarfélags verkamanna, er var gert að kaupfélagi 1919 og var hann framkvæmdastjóri þess til 1923. Árið 1931, beitir hann sér fyrir stofnun samvinnuútgerð- ar, en þá var atvinnulíf í kaup- túninu, mjög lítilfjörlegt. Hafði hann stjórn þess' á hendi til ársins 1940 er það var lagt nið- •ur. í opiniberum málum sveitar sinnar tók hann mikinn og virkan þátt svo lengi sem heilsa hans og þrek leyfði. Hann sat í hreppsnefnd sem fulltrúi Al- þýðuflokksins frá 30. jan. 1920 til dánardags eða í 24 ár. í skattanefnd 22 ár frá 1922 og í skólanefnd kauptúnsins sama tíma. Ýmis fleiri störf voru honum falin, sem ekki verða hér greind. Ber öllum saman um, að þessi störf hafi hann rækt af mikilli alúð og verið hinn áhrifaríkasti um fram- gang allra mála er til framfara og menningar horfðu. Á síðari árum var aðalat- vinna hans póstferðir um Breiðafjörð og fólksflutningar jöfnum höndum. Póstferðimar byrjaði 'hann 1926. Þessar ferð- Guðmundur Jónsson. Skarð fyrir skildi. fj EIM FÆKKAR NÚ, er fullorðnir stóðu að stofn- un Alþýðuflokksins og Alþýðu- sambandsins. Einn þeirra, er nýverið hefir hnigið í valinn, er GUÐMUNDUR JONSSON FRÁ NARFEYRI. Hans verður vissu lega minnzt, er skráð er ítar- leg saga íslenzkra alþýðusam- taka. Hann var einn af fyrstu frumherjunum og stóð alltaf í fremstu röðunum. Guðmundur var gáfaður mað ur 0fJ gjörhugull, einlægur og ákveðinn, trúr og öruggur við hugsjónir flokks síns, alla tíð frá upphafi og til hinztu stundar. Yfir fari hans og fram- komu hvíldi virðulegur blær og aðlaðandi. Þrátt fyrir van- heilsu og oft örðugar aðstæður, lagði hann aldrei árar í bát, en vann látlaust að hugðarmálum alþýðunnar. Hann vann traust og virðingu félaga sinna í hér- aði og naut mikils álits í jlokki sínum. Þegar næsta Alþýðuflokks- þing kemur /saman, verður þar mikið skarð fyrir skildi. Þá sést þar ekki lengur hinn göfugi, gáfulegi og trausti svip- ur Guðmundar frá Narfeyri. Að honum er sjónarsviptir og flokknum og málefnum alþýð- unnar í landinu mikið tap. En ágætri minningu hans verður bezt á lofti haldið með ötulu starfi fyrir Alþýðuflokkinn. Ekkert myndi hann frekar kjósa. Ég kveð Guðmund Jónsson með trega og söknuði. Éa sakna ágæts félaga og öruggs sam- starfsmanns. En minning hans mun lengi lifa í hugum vanda- manna og vina, björt og hlý eins og svipur hans og fas. Stefán Jóh. Stefánsson. ir hafði hann til síðustu stund- ar og á síðari árum með aðstoð sona sinna. Hann var viður- kenndur sem gætinn og traust- ur sjómaður, og kippti þar í föðurkyn. Er mér ekki kunnugt um, að honum hafi hlekkzt á öll þessi ár, utan aðeins einu sinni, og þó hafði hann margar ferðir farið milli skerja og eyja í dimmviðri og stórhríðum og siglt hann hvassan á stund- um. Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Guðrúnu Ein- arsdóttur missti hann 1924. Áttu þau 6 börn, sem öll eru á lífi: Kristján, verkstjóri og smiður,- Steinar, verkfræðing- ur, Magni, kaupm. í Reykjavík, Nanna, frú, og Gunnlaug, báðar búsettar í Reykjavík og Lárus, sem átti heima hjá föður sín- um. 1930 giftilst hann seinni konu sinni, Kristínu Vigfús- dóttur Hjaltalín frá Brokey. Lifir hún mann sinn ásamt tveim dætrum og einum syni á aldrinum 13—11 ára. Guð- mundur var viðurkenndur á- gætis heimilisfaðir og eigin- maður og naut ástríkis og virð- ingar konu og barna. I stjórnmálum og félagsmál- um tók Guðmundur mjög virk- an þátt. Allt frá því að Alþýðu- flokkurinn hóf göngu sína var hann einn af hinum traustu hlekkjum í samtakakeðju al- þýðunnar og fram til hinztu stundar foringi flokksins í kaup túninu. Frambjóðandi flokksins í Snæfellsnessýslu var hann við kosningarnar 1923 og 1927, og átti sæti í flokksstjórninni frá 1940. Af verklýðsmálum hafði hann mikil og giftudrjúg af- skipti. 1919 stofnaði hann verk- lýðsfélag í Stykkishólmi. Félag þetta lá niðri um skeið en var vakið á ný 1934, fyrir hans at- beina. Það sama ár stofnaði hann Alþýðuflokksfélag, sem hann var æ síðan formaður fyrir. Hann var fulltrúi verka- lýðsfélagsins á 4 sambandsþing um og Alþýðuflokksfélagsins á 3 þingum. Á hinum síðari þing- um er hann sat var hann kjör- inn varaforseti þeirra. Um langt skeið var hann formaður verkalýðsfélagsins, en raun- verulega alla tíð foringi verka- manna og kvenna í verklýðs- málum og stjórnmálum í byggð arlaginu. Þrátt fyrir harða and- stöðu atvinnurekenda, sem mestu réðu í atvinnumálum kauptúnsins, tókst honum með lægni og þrautiseigju að skapa vinnandi fólki í plássinu, á- kvæði um kaup og kjör, sem telja má í fyrsta flokki í kaup- túnum landsins. Saga verka- lýðshreyfingarinnar og jafnað- arstefnunnar í Stykkishólmi og nærliggjandi kauptúnum er jöfnum höndum baráttusaga og lífsstarf Guðmundar Jónssonar fyrir bættum lífskjörum alþýð- unnar og mætti meira um það skrifa ef rúm leyfði. Guðmundur var einn þeirra manna er óx upp úr jarðvegi fróðleiksfúsrar alþýðu til mann dóms og þroska. Skólalærdóms naut hann ekki í æsku, en var þó maður vel að sér í mörgum greinum, hann var fróðleiksfús og skarpgreindur, menntun hans byggðist á sjálfsnámi, við lestur bóka og þeim skóla, sem lífið sjálft hafði að bjóða. Hann var gæddur ágætri skapgerð, J ávallt hógvær og prúður í fram < komu. Ræðumaður var hann í i bezta lagi, rökfastur, skýr og | stilltur í flutningi mála. Oft brá ' hann fyrir sig hóglátri fyndni, og var andstæðingum sínum oft þungur í skauti með þessi vopn á lioífti. Hann var sérlega trúr og stefnufastur við hugsjónir sín- ar. Ekkert var honum fjær en að bregðast þeim málstað, sem hann hafði tekið að sér. Hann skildi umbrot hins nýja tíma, og fylgdi æskunni að hóflegu marki. Byltingabrölt, hávaða og glamur, róg og níð um menn og málefni fyrirleit hann með öllu. „Málstaðurinn, sem við jafnaðarmenn verjum, er svo góður, að hann þarf ekki á þessum vopnum að halda“, sagði hann eitt sinn við mig. „Þau bara skemma fyrir árangr inum og gera fólkið lakara en það í raun og veru er“ bætti hann við. Þrátt fyrir bardaga- hug í opinberum málum, hygg ég að hann hafi frekar aflað sér vina en óvina meðal andstæð- inga sinna. Menn mátu hann fyrir hreinskilni og djörfung og þá einlægni, er hann sýndi fyr- Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.