Alþýðublaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.01.1944, Blaðsíða 8
w ÆLÞYÐUBLAÐBJP Þriðjudagur 4. jamiar 1944. slraumi örlaganna ■tmrnarbkm Glaumbær (HOLIÐAY INN) Bing Crosby Fred Astaire Marjorie Reynolds Virginia Dale Ljóð og lag eftir Irving Berlin. Sýning kl. 5, 7, 9. VIÐBÚIN. „Hvenær er dóttir yðar að hugsa um að gijtast?“ >rAlltaf, ejtir því sem ég kemst rtæst.“ * * * „HUNDSINS MÁL.“ Einu . sinni. komst. hundur inn í kirkju, þegar presturinn var kominn upp í stólinn. Tók þá hundurinn að gelta svo hátt að söjnuðurinn trujlaðist og heyrði ekki til prestsins. Meðhjálparinn hleypur þá til og ætlar að reka hundinn út úr kirkjunni. En af því að honum var mikið niðri jyrir, mismæl- ir hann sig svo háskalega, að hann segir: „Það heyrist ekki hundsins- mál jyrir helvítis kjajtinum á prestinum.“ * * * LANGT JAFNAÐ. Árið 1900 var hús Lands- bankans byggt. Þá var játækt mikil á Áljtanesi, svo að sýsl- an varð að taka landsjóðslán handa hreppnum. Þegar. búið. var. að. reisa Landsbankahúsið, gengu tveir menn jram hjá því dag nokk- urn. En svo stóð á, að þeim hajði báðum verið neitað um lán í bankanum sama daginn. Segir þá annar þeirra: „Þetta lítur út fyrir að vera dálaglegt hús.“ „Ójá“ svaraði hinn. „En til hvers er að byggja svona hús, þegar bankinn er peningalaus. Það er líkt og Áljtnesingar jæru að kaupa sér peninga- skáp.“ gard hafði ekki snert, en rétt á eftir gerði maginn í mér upp- reisn og skilaði henni allri aftur. Ég gat ekki lengur dulið mig hvers eðlis þessi sársauki var, sem ég kenndi. Og hann gerði nú vart við með æ skemmra miilibili. Þetta voru óglæsilegar kringumstæður, hugsaði ég. Ég sneri mér nú sím'leiðis til sjú'kra húsanna í því skyni að fá í ein- hverju þeirra rúm fyrir sjálfa mig og hjúkrunarkonu til að stunda Irmgard. Það kom í ljós, að fína bverfið okkar var ein- angrað frá öðrum hlutum borg- arinnar, og það var dregið í efa að takast mundi að komast iþang að með sjúkravagn. Það var lof- að að gera allt, sem auðið væri, og ég setitist niður og beið. Sárs- aukinn gerði nú vart við sig með fimm til sex mínútna milli- bili. Það virtist vera mjög ó- þolinmótt, þetta nýja barn. Ég fór inn í herbergi Irmgards. Gamli maðurinn sat við rúm hennar og lót sem hann læsi í görnlu tímaritshefti. Irmgard var rauðflekkótt í framan vegna sótthitans. Rauðu ddlarnir á kinn um hennar voru eins og málning á fölu andlitinu. Hún brosti ekki beinlínis, en leit út eins og hún gerði það. — Hvernig líður þér, Irm- gard? spurði ég hógværlega. — Ég hefi mikinn hita, sagði hún kvartandi, eins og bún vildi sakfella mig og byltinguna fyr- ir það. Varir hennar voru þurr- ar og sprungnar. Ég vorkenndi henni. — Hvað viltu? spurði hún. — Hvers vegna lofarðu mér ekki að vera einni? Ég greip hendinni um bakið meðan nýtt kvalakast var að líða hjá, því að það er ekki hægt að tala meðan maður stirðnar upp af kvölum. — Hlustaðu á mig, sagði ég. — Þetta er vissulega heimskulegt um og of — en ég held, að ég ætli að fara að fæða og ég verð að fara á sjúkrahús. Ég reyni að fá hjúkrunarkonu handa þér, en ef allt fer á versta veg, verður Elísabet að fara á fætur og hjúkra þér. Dyrabjailan hringdi og tengda faðir rninn reis þyngslalega úr sæti sínu til að ganga til dyra. Ungi maðurinn, sem stóð fyrir dyrum úti, var læknir, sem sjúkrarúsinu hafði tekizt að ná sambandi við í okkar hverfi og ibeðið að vitja mín, því að það var engin leið til að koma mér ytfir ófriðarisvæðið. Læknirinn virtist vera aumkunnarlega reyns’lulítill og óttasleginn. Hann kann að hafa verið því vel vaxinn að gera að sárum og fást við annað það, er átti rætur isínar að rekja til ófriðarorsaka, en ég efaðist um, að hann hefði nokkru sinni heyrt getið um það, hvemig börn fæðast. Hann var ekki fyrr búinn að skipa mér í rúmið og senda gamla mann- inn fram í eldhús til að hita vatn en þær Irmgard og Elísa- ibet birtust á sjónarsviðinu. Þær höfðu báðar snarast upp úr rúm unum, reiðubúnar að gera skýldu sína gagnvart mér. Ég efaðist um, að tveir slíkir misk- unnsamir Samverjar, sem fluttu með sér her af infíúenzusýklum, væri sérstaklega æskiiegir í ná- vist minni og nýja barnsins. En drottinn minn sæll, hvað það gladdi mig að sjá festuleg og áhyggjufull andlit þeirra og vera í návist kvenna! Það hafði verið stórfengleg ánægja að fæða Martin. En iþetta nýja bam olli mér vítis- kvölum og gaf sér góðan tíma til þess. Sérhver mánúta var mér ólýsanleg kvöl. Mér fannst ég vera skorinn sundur með siátr- arahníf. Ofan á þetta bættist svo það, að rafstraumurinn var onofinn um kvöldið vegna hern- aðaraðgerðanna, og við urðum að bjargast við fátækleg kerta- ljós. Angistarsvitimi bogaði af unga lækninum míinum og ég varð að telja kjark í hann í hvert sinn, sem ég gat borið af mér fyrir kvölum. Var það ekki lákt Mikael að fæðast of snemma og bera skakkt að þar ofan í kaupið, rétt eins og hann vildi gera mér allt eins erfitt og hugsanlegt var að láta þetta taka svona lengi af og fcoma svo inn í veröldina eins og andvana fæddur, blár, iífvaea h'lutur, sem aldrei ætl- aði að verða hægt að fá til að draga andann Og gera þetta allt rneðan bylting geisaði, raf- straumurinn var rofinn og skot- hvellir vélbyssnanna rufu nætur kyrrðina. 5. Kristófer hafði alltaf haldið því fram, að það væri hægt að fara um Grauhorn-jökulinn á inniskóm og jafnaði því við ofur litla kvö'ldgöngu. Þetta var sú tegund jökla, sem leiðsögumenn vöídu til handa, viðvaningum í fjallgöngum að spreyta sig á. Þegar Marion var komin upp á fjallishrygginn, nam hún stað- ar og leit yfir jökulinn. Ánægju- hennar yfir ferðinni hafði næst um því numið brott óánægjuna yfir því, að hénni skyldi ekki enn hafa tekizt að ná Kristófer. Það er erfitt fyrir fjörtíu og fjiögurra ára gamla manneskju að draga uppi aðra, sem aðeins | ier tuttugu og níu ára gömul, hugsaði hún afsakandi. Þegar Kristófer var í f jallgöngu virtist, hann fara svo hægt, að það var næstum því broslegt. En þrátt NYJA Blð Svarti svanurinn (The Black Swan) Stórmynd í litum, eftir sögu Rafael Sabatini. Aðalhlutverkin leika: Tyrone Power. Maureen 0‘Hara. Mánudag kl. 5, 7, 9: Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sala hefst klukkan 1. ggg GASVILA BfO SS Méðurás! IBLOSSOMS IN THE DUST Sýnd klukkan 9. hinn ósigrandi. (Tarzan Triumphs). Sýnd klukkan 5 og 7. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Aðgöngum. seldir frá kl. 1. fyrir það gekk hann alla af sér. Með sinni óbifanlegu hægð og þolgæði sigraðist hann á öllum tbrfærum og erfiðleikum. — Hann klífur fjöll af sömu leikni og Heifetz leikur á fiðlu hafði Mikael einu sinni sagt um hann. Ekkert í heiminum er eins þögult eins og fjöllin. Marion leit á úrið, sem tifaði í gríð og ergi á únlið hennar. Hún þurrk- aði svitann af andliti sínu og heyr0|i simi eigin andardrátt eins og heljarmikinn hávaða. Hún fann til óljóss sársauka í nösunum, þegar hún dró að sér loftið og andaði frá sér. Skrið- jökullinn lá fyrir fótum hennar og breiddi úr sér eins og straum lítið ísfljót. Skuggi fjallsins féll á hann og skipti honum greini- lega í tvennt. Á annan hlutann sló köldurn, bláum bjarma, hinn var skær og hvítur. Jafn- skjótt og augu Marions höfðu IVIEÐAL BLÁMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO komlega sætt sig við þetta líf og hafði fullan hug á því að gera sitt bezta í hvívetna. Þó reyndist honum harla erfitt að hemja hið illi í fari sjálfs sín. Þetta átti einkum við um afstöðu hans til hundsins. Enda þótt hann vonaði, að hin forna óvinátta þeirra í millum væri úr sögu, kom jafnan til nýrra átaka milli þeirra. Villimennimir létu ekkert á sér bæra eins og Englend- ingurinn bafði spáð. Mánuðir liðu þannig, að þeirra varð ekkert vart. En eigi að síður gat enn svo farið að þeir efndu til árásar einhvern, góðan veðurdag, kæmu þjótandi fylktu liði út úr skóginum. Það var því efalaust skynsamlegast fyrir skipbrots- mennina' að fara með sem mestri leynd. Að loknum flutningum hættu þeir sér lítt út á sléttuna, og þegar þeir leituðu fanga út á ströndina, lögðu þeir leið sína eftir einstígi, sem Páll hafði uppgötvað fast við rætur hamarsins. Það var að sönnu torfarið, en eigi að síður hættu- laus leið. Þeir höfðu auðveldað uppgönguna mjög með því að ryðja nokkrum stærstu hnullungunum brott. Hins vegar var brattinn slíkur að þarna var hið ákjósanlegasta vígi. Þarna bjuggust þeir félagar svo um eftir beztu föngum. En eigi að síður ægði sú hætta þeim, að villimennimir freistuðu uppgöngu annars staðar. Þá myndi þeim reynast ókleift að koma vörnum við. I ‘v\AX.,, rrs steffi / j LET ME IN', quick/ ...SOTHIS VOUNG AMERICAN AVIATOR <SOT THE RASSPORT BYMISTAKE, AND NOW THE NAZi AGENTS ARE AFTER HIM/ WE'VE GOT TO WORK FA9T/ SOMETHIN6 TELLS ME WE HAVE TW£ KEV TO SlSMt SOMETHINJG BI6 / ,—««9 THIS PHOTO'S RETOUCHED/ THIð GUYAIN’T WHAT HE ‘5EEMS TO BE/ MYNDA- SAGA STEFFI: „Max, hér er Steffi, hleyptu mér inn — fljótur nú!“ — Hún segir Max allt af létta, . . og þessi ameríski flugmaður hafði þetta vega- bréf á sér og vissi ekki hvernig það lenti í vösum hans. Nú elta nazistanjósnarar hann. Við verðum að snúast fljótt og vel ,við þessu. Eg ’hef grun um að hér sé eitthvað mikilvægt á bak við. Framkallaðu þetta vegabréf, rannsakaðu það af allri þinni kunnáttu, og sendu árangurinn til Georgs frænda! MAX; Já, hann mun verða glaður við. Hvað er þetta? Sjáðu bara! — Þessi mynd er blekkingin einber — hún sýn- ir annað og meira,,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.