Alþýðublaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Sk ilnaðarmálið á alpingis
Tillaga um sambandsslit og frumvarp
að lýðveldisstjórnarskrá fram komið.
Laxfoss á strandstaðnum.
Þessi mynd af Laxfossi á strandstaðnum var tekin í fyrradag.
í gær vann varðskipið Ægir að iþví að ná skipinu út, og munu
undirbúningsframkvæmdir aðallega hafa verið gerðar. Veltur
það á afarmiklu hvort veður verður gott næstu daga eða ekki.
Hæstiréttur hefir skorlð úr:
Fulltrúi koriimúiiista í húsa-
leigunefnd sannur að sök
um brot áhúsaleigulögunum
.—♦----
Undirréttardónuir staðfestur og Stein-
þóri gert að greiða 300 króna sekt
og allan sakarkostnað.
FULLTRÚI KOMMÚNISTAFLOKKSINS í húsaleigu-
nefnd Reykjavíkur Steinþór Guðmundsson var í gær
dæmdur í hæstarétti fyrir brot á húsaleigulögunum! Var
dómur undirréttar staðfestur að mestu, en hann hljóðaði
upp á 300 króna sekt í ríkissjóð, eða1 að öðrum kosti 18 daga
varðhald — og greiða allan kostnað sakarinnar.
Hvorttveggja er Slntt af rík
isstfórninni, sem (alaðist
eftir þvi vlð hraðskllnaðar
fiokkana að M að gera það
♦-------
Fyrirhugað að hafa uppsagnarákvæði
satnbandslagasáttmálans að engu.
RÍKISSTJÓRNIN lét útbýta á alþingi í gær tillögu til
þingsályktunar um niðurfellingu dansk-íslenzka sam-
bandslagasamningsins og um rétt danskra ríkisborgara,
búsettra á íslandi, og frumvarpi til stjórnskipunarlaga um
stjórnarskrá lýðveldisins íslands. Er þingsályktunartillagan
um skilnaðinn lögð fyrir sameinað alþingi, en stjórnarskrár-
frumvarpið fyrir neðri deild. \
Bæði þessi þingskjöl hafa inni að halda óbreyttar til-
lögur milliþinganefndarinnar í stjórnarskrármálinu, sem
hraðskilnaðarflokkarnir þrír ætluðu að flytja í sameiningu
á þingi því, sem nú er ný byrjað; en upplýst hefir verið að
að ríkisstjórnin hefir falazt eftir því að fá að flytja hvort
tveggja og er þingsályktunartillagan um skilnaðinn því lögð
fram og stjórnarskrárfrumvarpið flutt af henni.
Samkvæmt skilnaðartillögunni á skilnaðurinn að koma
til framkvæmda, eftir að tillagan hefir verið samþykkt af
alþingi, því næst við þjóðaratkvæðagreiðslu með einföldum
meirihluta — og af alþingi að nýju þar á eftir. (Sam-
kvæmt sambandslögunum þurfa % allra kjósenda í
landinu að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um skilnað-
inn og % allra greiddra atkvæða ,að vera með honum til
þess, að hann sé löglegur.)
Lýðveldisstjórnarskránni er ætlað að taka gildi 17. júní 1944,
hvernig svo sem á stendur hjá okkur eða í umheiminum.
Niðurstöður og dómur hæsta-
réttar eru svohljóðandi:
„Ár 1944, miðvikulaginn 12.
janúar, var í hæstarétti í mál-
inu nr. 82—1943: Valdstjórnin
gegn Steinþóri Guðmundssyni
uppkveðinn svohljóðandi dóm-
ur:
H/f Miðgarður fékk afsal
fyrir húsinu nr. 19 við Skóla-
vörðustíg, 12. júní 1942. Noklcr
um dögum síðar flutti Sósíal-
istafélag Reykjavíkur skrifstof-
ur sínar í tvö herbergi í húsi
þessu, sem fram til þess höfðu
verið notuð til íbúðar. Leyfis
húsaleigunefndar var ekki afl-
að til breytingar þessarar. Með
þessu hefir kærður formaður
stjórnar h/f Miðgarðs, en hann
hefir einn verið sóttur til sakar
í máli þessu, gerzt sekur við á-
kvæði 3. gr. laga nr. 106/1941.
Og með því að refsing hans,
samkvæmt 11. gr. sömu laga,
þykir hæfilega ákveðin í hér-
aðsdómi, ber að staðfesta hann
að niðurstöðu til, þó svo, að
greiðslufrestur sektarinnar á-
kveðst' 4 vikur frá birtingu
dóms þessa.
Eftir þessum úrslitum ber
kærða að greiða allan áfrýjun-
arkostnað sakarinnar, þar með
talin málflutningslaun skipaðs
sækjanda og verjanda í hæsta-
rétti, kr. 300.00 til hvors.
Því dæmist rétt vera:
Hinn áfrýjaði dómur á að
vera óraskaður, þó svo, að
greiðslufrestur sektarinnar
verði 4 vikur frá birtingu dóms
þessa.
Kærði, Steinþór Guðmunds-
son, greiði allan áfrýjunarkostn
að sakarinnar, þar með talin
málflutningslaun skipaðs sækj-
anda og verjanda í hæstarétti,
hæstaréttarlögmannanna Sigur-
geirs Sigurjónssonar og Einars
B, Guðmundssonar, kr. 300.00
til hvors.
Dóminum ber að fullnægja
með aðför að lögum.“
Blað kommúnistaflokksins,
Þjóðviljinn, hefir hvað eftir
annað undanfarlð haldið því
fram, að þetta mál vaéri ofsókp-
armál á hendur flokki sínum.
Nú hefir hæstiréttur skorið úr
í málinu. — En æsingaskrif
Þjóðviljans sýna bara það, að
það fólk þykist vera hvítir
englar. Það heimtar að. húsa-
leigulögin séu látin gilda fyrir
suma — en ekki aðra —.
Kommúnistar vilja vera undan-
þegnir því að híýða lögunum.
Árshátíð V. K. F. Framsóknar
verður annað kvöld kl. 8.30 í
Alþýðuhúsinu og eru félagskonur
beðnar að tilkynna þátttöku sína í
síðasta lagi í kvöld.
Skilnadartillagan.
iÞingsályktunartillagan um
niðurfellingu sambandslaga-
samningsins, eða skilnaðartil-
lagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að lýsa yfir
því:
AÐ niður sé fallinn samning
ur sá, sem fólst í dansk-
Menzkum sambandslög-
um frá 1918,
AÐ allir danskir ríkisborgar-
ar, sem þegar hafa öðlazt
heimilisfesti á íslandi,
skuli, þar til öðruvísi
verður ákveðið með lög-
um halda jafnrétti við
íslenzka ríkisborgara.
Alyktun þessa skal leggja
undir atkvæði allra kosningar-
bærra manna í Iandinu til sam-
þykktar eða synjunar, og skal
atkvæðagreiðsla vera leynileg.
Ályktunin tekur gildi, er al-
þingi hefir samþykkt hana að
nýju, að afstaðinni þessari at-
kvæðagreiðslu.“
LýðveMissfjériiai*'-
skrárfreimvarpið.
Stjórnarskrárfrumvarpið hef
ir ekki aðrar breytingar inni að
halda, frá núgildandi stjónar-
skrá, en þær sem leiðir af breyt
ingu stjórnarformsins úr kon-
ungsríki í Iýðveldi, enda er svo
til ætlazt að það þurfi ekki
nema samþykki eins þings —
og eftirfarandi staðfestingu við
þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess
að verða að íögum, en það var
heimilað með viðauka þeim, sem
samþykktur var við stjórnar-
skrána á sumaxiþinginu 1942, ef
ekki yrðu aðrar breytingar gerð
ar á stjórnskipunarlögunum.
Fjallar hið nýja í stjórnarskrár
frumvarpinu því eingöngu um
lýðvelldisforsetan n, (kosningu
hans, valdsvið og samband við
alþingi.
Er svo fyrir mælt, að forset-
inn skuli kjörinn af sameinuðu
alþingi, með einföldum meiri-
hluta, þó þannig að % þing-
manna séu á fundi og skili
gildu atkvæði. Hann skal kos-
inn til 4 ára í senn, en jafn-
framt er svo fyrirmælt að sam-
einað þing geti einnig samþykkt
að hann skuli hætta störfum
fyrirvaralaust, ef 10 þingmenn
bera fram tillögu um það, %
þingmanna eru á fundi og tillag
an er samþykkt með % gildra
atkvæða.
Fara þeir kaflar stjórnar-
skrárfrumvarpsins, sem um lýð
veldisforsetann fjallar, hér á
eftir:
í fyrsta kafla frumvarpsins
segir:
„1. gr. ísland er lýðveldi með
þingbundinni stjórn.
2. gr. Alþingi dg forseti lýð-
veldisins fara saman með lög-
gjafarvaldið. Forseti og önnur
stjórnarvöld samkvæmt stjórn-
arskrá þessari og öðrum lands-
lögum fara með framkvæmdar-
valdið. Dómendur fara með
dómsvaldið.“
Frh. á 7. síðu.
Fimmtudagur 33. janáar 1944.
Það er ekki allt af
bægt að rðða við
iliviðrið.
Vegamálastjóri nm snjómokst-
ur og opnar lelðlr.
\7EGAMÁLASTJÓRI hefir
■ gefið Alþýðublaðinu
skýringu á þvú hvemig á því
stóð, að Svínahraun var ekki
hreinsað um leið og snjón-
um var mokað af Hellisheiði.
Hann sagði:
„Við gerum allt, sem í okkar
valdi stendur til þess að halda
leiðunum opnum. Bandaríkja-
menn hafa vélar, sem geta xutt
vegina, en auk þess höfum við
þrjá flokka verkamanna alltaf
við hendina til þessara starfa.
Fyrst var vél send austur
en hún bilaði við Skíðaskálann
og varð að hætta. Vél var send
héðan, en hún komst ekki nema
upp að Sandskeiði.
í gær var svo vitlaust veður,
að tveir flokkar, sem sendir
voru komust ekki áfram, annar
kom að austan undir stjórn Jóns
Ingvarssonar, og hinn héðan,
undir stjórn Markúsar Guð-
mundssonar, en það var ekkert
viðlit að láta þá halda áfram.
Tvær vélar vinna í dag að
því, að ryðja leiðina og nú er
hún fær.
í dag er verið að ryðja Þing-
vallaveginn. í gær tepptist á
Kjalarnesi, en þar hefir nú
verið rutt.
Vegna gagnrýni, sem komið
hefir fram, vegna þess að leið-
irnar hafa lokazt, vil ég segja
það, að við gerum allt, sem í
okkar valdi stendur til að halda
leiðunum opnum — en það er
ekki alltaf hægt að ráða við ill-
viðrið.“
instri enn ófnndinn.
En Skúli fógeti er kommn
fram.
ÉLBÁTURINN „AUSTRF*
héðan úr Reykjavík er enn
ekki kominn fram.
í gær leituðu flugvélar báts-
ins á þeim slóðum, sem helzt er
von um að hann sé, en leitin
bar engan árangur, enda voru
leitarskilyrði enn slæm.
í dag munu enn verða gerðar
tilraunir til að finna bátinn.
Vélbáturinn Skúli fógeti kom
í fyrrinótt kl. 3 heim til Vest-
mannaeyja — og hafði skip-
verja ekkert sakað.
Hitaveitan er að
kemast i iag.
EINN af verkfræðingum
Hitaveitu Reykjavíkur
skýrði Alþýðublaðinu svo frá
í gærkveldi, að hitaveitan
væri að komast í lag og væri
búist við að hægt yrði að
fylla geymana. Tilkyuning
forstjóra Hitaveitunnar og
Rafveitunnar, sem hirtist í
blöðunum í gær hefir borið
árangur en þó mun hið bætta
veðurfar valda hér einnig.
Meðan hitaveitan var í ólagi
tóku allmörg heimili upp
kolakyndingu og mun það
líka hafa hjálpað mikiá.