Alþýðublaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagxir 13. janúar 1944. ALÞYÐUBLAPIÐ « Gröf flotaforingjans. Á mynd þessari sést hin hátíðlega athöfn, er ösku jaröneskra leifa Sir Dudiey Pound var varpað í hafið af brezku herskipi. Sir Dudley Pound, er var yfirmaður brezr.a flotans lézt s. 1. haust, svo sem getið hefir verið í fréttiira. ¥eyBBOn Barflett: Geturlstríðið tryggt framtíðarfrið? | REIN ÞESSI er útvarps- erindi eftir hinn kunna brezka blaðamann og þing- . j mann Vernon Bartlett. Fjall- ar hún um skipulag friðarins | í framtíðinni, hversu unnt muni reynast að koma í veg fyrir styrjaldir. Lýsir hann 'i einkum vel viðhorfunum í ; Þýzkalandi fyrir stríð, svo og um þessar mundir. Greinin S er þýdd úr útvarpstímarit- inu The Listener. G MUN HÉR ræða mál- efni, sem margir hugsa um og telja miklu skipta, en lausn þess er þó hulið dul verð- andarinnar. Það er skipulagn- ing friðarins eftir styrjöldina. -— Ég tel það eigi síður mikils- vert að unnt reynist að koma varanlegum friði á en vinna skjótan og algéran sigur í hild- arleiknum. Verði ekki friður tryggður, megum við vera þess fullvissir, að þess mun skammt að bíða, að ný styrjöld komi til sögu eins og raunin hefir jafn- an orðið til þessá. Ég er þeirrar skoðunar, að § vígbúnaður þjóðanna sé orsök 3 styrjaldarinnar. Ég tel því, að j engri einni þjóð sé um að kenna, þótt ófriðurinn hafi til komið. Vissulega hníga fjöl- margar orsakir, sögulegar og annars eðlis, að því, að þýzka þjóðin leggur slíka áherzlu á styrjaldarstefnu og stórveldis- drauma og raun ber vitni. Sömu sögu er að segja um Jap- an, en ég læt mér nægja, að þessu sinni, að gera Þýzkaland að umræðuefni. Þýzkaland varð fyrst eitt ríki árið 1871, þegar Bismarck gerði ýmis ríki að einni heild, með Berlín að höfuðborg. Þá höfðu Bretar. Spánverjar og Portúgalir þeg- ar átt sér mikla sögu sem stór- veldi. Á sextándu öld eignuð- ust Englendingar fjölmargar ný lendur, er orðið hafa þýðingar- mestir hlutar brezka heims- veldisins. Mörg þessi lönd eign- uðust Bretar með friðsömum hætti, en sum þeirra unnu þeir með hernaði. Það var Þýzka- landi ógæfa, að það komst svo seint í tölu stórvelda og raunar alls heimsins, því að nýlendu- skortur þess er ein orsök styrj- aldar þeirrar, er nú geisar. En hins vegar er vart hægt að saka aðrar þjóðir um það, þótt Þýzkaland yrði svo síðbúið fi’am á sjónarsvið sögunnar sem stórveldi. En til þess að unnt reynist að tryggja friðinn í heiminum, ber nauðsyn til þess að koma á nýrri stjórnskipun í Þýzka- landi og Japana og öðrum þeim löndum, þar sem einræði hefir ríkt og ofríkismennirnir mátt sín mest. Það verður að mennta og manna þessar þjóð- ir, fá þær til þess að tileinka sér nýjar stefnur um stjórnmál og félagsmál. Að öðrum kosti mun ógerlegt reynast að láta þær hverfa frá villu síns vegar. — Enn verður þess í engu vart, að hin yngri kynslóð þessara landa, sem berst á vígvöllunum og mun takast á hendur for- ustu um stjórn landanna áður en langt um líður, hafi glatað trú sinni á öfgastefnur þær, sem stjórnskipulag þeirra ein- kennist nú af. En eitt er að segja og annað að framkvæma. Hvernig mun unnt reynast að ’koma þessari nýskipun á þannig, að slíkar tilraunir verði ekki til þess að vekja viðnám og and- úð? Eftir að heimsstyrjöldin hin fyrri hafði verið tii lykta leidd ferðaðist ég nokkuð um í Þýzka landi. í nær hverri borg lands- ins dvöldust starfsmenn af- vopnunarráðs bandamanna, sem höfðu þann starfa með hönd-* um að granda hinum þýzku vopnum. Menn þessir ræktu starfa sinn af mikilli kostgæfni. En jafnframt því, sem þeir grönduðu vopnum Þjóðverja, sannfærðust þeir um það, hversu mjög verk þeirra voru fyrir gýg unnin. Þeir sáu fram á það, að þeir voru að granda vopnum, er myndu verða ónot- hæf löngu áður en jafnvel hinir áköfustu hernaðarsinnar Þýzka lands gátu gert sér vonir um að efna. til nýrrar styrjaldar. Þeim duldist eigi, að fyrr eða síðar mvndi þýzkur her halda vígreifur út á vígvellina einu sinni enn. Slík voru viðhorfin þegar ár- ið 1920. Þýzka þjóðin var þess óðfús að efna til nýrrar styrj- aldar. Ég er þeirrar skoðunar, að ef Þýzkaland hefði ekki ver- ið svo grátt leikið við friðar- samningana og raun var á, myndi hafa reynzt auðið að fá þjóð þess til að hverfa frá hern- aðarstefnunni og taka þá afstöðu til stríðsæsingamannanna og vert hefði verið. Þýzka þjóðin er ekki svo skyni skroppin; að ekki sé unnt að sannfæra hana um það, að styrjaldir munu aldrei leysa vandamál né skapa betri heim. En sannleikurinn er sá að bandamenn eiga sök á því að mestu leyti, að þýzka þjóðin sagði ekki sltilið við hernaðar- stefnuna. Þetta eru mistök, sem bezt fer á að játa hreinskilnis- lega. Verði ekki horfði frá þeirri stefnu, sem fylgt var við friðarsamningana eftir heims- styrjöldina fyrri, munu allar friðarráðstefnur framtíðarinn- ar reynast árangurlausar. En þess ber að minnast, að friður- inn verður ekki trygður án nokkurrar fyrirhafnar. En hann er vissulega þeirrar fyrirhafnar verður. Þegar við stóðum með höndurnar í buxnavösunum og gláptum ráðþrota á skaflana. — Nýtízku skafrenningur Hvar er kennd barátta gegn skafrenningi? — Bannið gegn veðurviti — og skipið sem getur sprungið í loft upp. 'E' FTIR AÐ ÉG minntist á nauff- ■“-d syn þess, aff Hellisheiði væri haldið opinni með snjómokstri, vgtu Ameríkanar fengnir til aff moka heiffina. Þeir hreinsuffu hana, svo aff hún varff fær, en þeir íu'einsuðu eklti Svínahraiuiiff og þess vegna kom engin mjólk í bæinn. Hvernig stendur á því, aff við getum ekki sjálfir haldið þess- ari nauffsynlegu leiff opinni, fyrst affrir geta þaff? Höfum viff ekki tæki til þess? Ég man ekki betur en aff keyptir hafi veriff snjóplóg- ar. Eru þeir orffnir ónýtir? Höfum viff eyffilagt þá meff öfugum klón- um, eins og virðist fara fyrir flest- um vélum, sem viff snertum á? Og hvernig fer, þegar „blessaff setu- liðiff“ fer héffan meff allar sínar maskínur? OG AF ÞVÍ að Svínahraun var ekki mokað og við létum okkur nægja að standa með hendurnar í buxnavösunum og glápa á hel- vítis skaflana, þá fengum við þær enga mjólk í fyrradag og í gær! Já, við erum karlar í krapinu! Við kunnum að búa í landinu. Við kunnum að búa okkur í landinu, bæði til fæðist og klæðis! Skaf- renningurinn virðist vera orðinn miklu hættulegri en hann hefur nokkru sinni verið áður. Hann er bara ókunnugur! Einhver béaður nýmóðins skafrenningur! Bezt að kenna setuliðinu um hann! Raf- magnið stopp! Hitaveitan stopp! Allt bókstaflega stopp! Niður með skafrenninginn! EFTIR AÐ ÉG skrifaði þetta hefir vegamálastjóri komið með skýringar á því hvers vegna ekki var hægt að halda austurleiðinni opinni. En skafrenningurinn er jafn ótrúgjarn samt! ER EKKI TIL einhver háskóli í Ameríku, sem kennir hvernig berjast eigi gegn skafrenningi? Vill ekki formaður upplýsinga- stofu stúdenta, hinn hugmynda- ríki skólastjóri Handíðaskólans, Lúðvíg Guðmundsson, spyrjast fyr ir um þetta vesturí Ameríku. Og ef hann finnur einhvern slíkan há- skóla, segjum í hinni sólríku Kali- forníu, þá getum við sent svona 20 stykki af stúdentum vestur til að nema fræðin. Sérfræðingarnir okkar hérna standa hvort sem er á gati gegn þessum nýtízku skaf- renningi, sem allt setur í stopp hér heima. Það sjá allir sjálfir, að eitt- hvað þarf að gera fyrst við höfum ekki tok á að vekja upp drauga einhverra forfeðra okkar, sém grófu sig út úr kotunum sínum í gamla daga, kveðandi rímnalög sín, þegar skafrenningurinn lagð- ist að dyrunum á kotunum þeirraí BRÁÐUM VERÐA sérfræðing- arnir mínir vondir út úr þessum skrifum og þá steinhætti ég að skrifa um þá, því að þó að þeir séu ekki miklir sérfræðingar, þeg- ar skafrenningurinn og önnur slík: meinvætti eiga í hlut, þá er ég enn minni sérfræðingur! ÞAÐ ER harðbannað að minnast á veðrið, eins og ég hefi margsagt. Það er skrítið bann. Allir vita, að (hér á voru landi, Islandi, skiptir tíðar um veðurfar en í öðrum lönd um veraldar. Við skulum segja að í fyrradag hafi verið brunagaddur og bylur, í gær hafði verið slagveð- ursrigning, í dag frost. Svona geng- ur það dag frá degi — og hvernig eiga svo bannsettir nazistarnir að átta sig á öllum iþessum breyting- um, þó að við samkjöftum ekkí um veðrið í útvarpi og blöðum? ÉG VAR NÝLEGA að tala um þetta við togaramann. Hann sagði: „Þetta er alveg óskiljanlegt, og það er fleira sem er óskiljanlegt. Við skulum segja að skip mitt væri á siglingu og við yrðum varir við tundurdufl. Ennfremur vissum við af skipi rétt á eftir okkur. Við megum ekki aðvara skipið, en við megum hins vegar senda skeyti í land og svo má útvarpið aðvara skipið. Meðan á þessu stendur get- ur svo fariö, að skipið, sem á eftir okkur var, hafi sprungið í loft upp á tundurduflinu.“ JÁ, HVERNIG EIGUM viff a5 skilja þetta, sem ekki erum sér- fræðingar í hernaði, hvorki á sjó né landi, ekki einu sinni sérfræð- ingar í baráttu við skafrenning- inn. Mér finnst að það væri alveg óhætt að lofa okkur að tala svo- lítið um veðrið. Það myndi ekk- ert gerast. Yfirleitt finnst mér ekki ástæða til að hafa jafn strangar reglur nú, og eitt sinn var talið nauðsynlegt. Ég álít þetta af sömu ástæðu og ég vil láta rífa loft- varnabyrgin og hreinsa allt draslið burtu. Þetta er til einskjs gagns, en aðein stil leiðinda og armæðu. Hannes á horninu. Unglingar óskast strax til aS bera blaðiS til kaupenda víðs vegar una bæiim. Talið strax viS afgreiðsluna. Áskriflanfeii er 1900. Frk. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.