Alþýðublaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 8
ALÞYPUBLAÐIÐ
Finuntudagur 13. janúar 1944,
■■TJARNARBI6
Yankee Doodle
Dandy
Amerísk söngva- og dans
mynd um ævi og störf Ge-
Iorge M. Cohan’s, leikara,
tónskálds, ljóðskálds,
leikritaskálds, leikhús-
stjóra o. fl.
James Cagney.
Joan Leslie.
Walter Huston.
Fyrir leik sinn í pessari
mynd fékk James Cagney
verðlaun í Hollywood.
m
TVÆR barnfóstrur stóðu yf-
ir bamavagni inni á Lauga-
vegi. Önnur þeirra laut yfir
bamid og sagði: — En hvað
snáðinn hefir falleg blá augu.
Hin svaraði: — Þetta er ætt-
gengt, því þegar faðirinn hefir
ekki blátt auga, þá hefir móð-
irin það.
* * *
MÓÐIRIN: — Hvemig stend
ur á því, Óli minn, að áðan
voru hér tvö epli, en nú er bara
eitt?
Óli litli: — Það var svo
dimmt hér inni, að ég sá bara
annað.
* * *
ÍRSKUR LÆKNIR var að
rannsaka særðan mann og sagði
— Sárin'eru þrjú, eitt þeirra
er banvænt, en ég held hann
lifi af hin tvö.
* * *
— HVERNIG peninga viljið
þér fá? spurði gjaldkerinn.
— Tíu fimm punda seðla,
svaraði Skotinn, og taldi seðl-
ana: einn, tveir, þrír, fjórir,
fimm, sex, sjö, átta, níu . . ..;
svo hætti hann skyndilega og
stakk seðlunum í vasa sinn.
Sonur hans sagði um leið og
þeir gengu út:
— Já, eú pabbi! Þú taldir
ekki nema níu fimm punda
seðla.
— Þei, þei, drengur minn,
sagði Mac Lean. Teldu aldrei
þann síðasta; það getur legið
einn enn undir honum.
,þau og starði nú óttasleginn á
gamla manninn. Ég reis úr sæti
mínu ták hann í fangið áður en
hann byrjaði aftur. — Það er
víst betra fyrir mig að koma
þeim báðum í rúmið, áður en
íþeir verðapf æstir, sagði ég. —
Elísabet, viltu gera svo vel að
hafa mig afsakaða og bera fram
kaffið í dagstofunni. Viljið þið
gera svo vel, pabbi og Hellmuth
að 'fá ykkur kaffi. Ég kem nærri
strax.
Þegar ég kom aftur inn í dag-
stofuna, deildu karlmennirnir.
— Hvað hefir orðið úr okkur?
hriópaði Hellmuth — Þrælar,
(betlarar, þý. Þú getur ekki skilið
hvað það þýðir að koma heim og
verða þessa áskynja. í Rússlandi
hugsaði ég aðeins: Þýzkaland,
Þýzkaland. Ég svaf hjá hestum,
vann á ökrunum, ég var barinn
á fætur og píndur áfram. Ég
hirti ekki um það, ég lét sem
ekkert væri. Ég var fangi, og
það var stolt mitt að þola þetta
án þess að mögla. Það er hið
eina stölt fangans. Að láta þess
aldrei verða vart, að þeir geti
sært mann. Og svo ferðin heim.
Það tók mig fjóra mánuði að
komast yfir Rússland. Tötrarnir,
hungrið og harðærið. Rauðliðar,
hvítliðar! í dag veitti þessum
betur, á morgun hinum. Og all-
an þennan t'íma hugsaði ég:
Þýzkaland. Við vorum fjórir
saman: Heinz Arnheim, Joachim
iSarvitz og Andrés. Þú manst
eftir Andrési, er það ekki afi?
Alla dreymdi okkur um heim-
komuna. En drottinn minn dýri,
af við hefðum vitað hvernig
ástandið var í Þýzkalandi, þá
hefðum við fremur gengið í lið
með hvítliðunum rússnesku. Við
hefðum gengið í lið með hverj-
um sem var. Ekkert er eins nið-
urlægjandi eins og það líf, er
þið lifið. Hvernig getur þú þolað
þetta afi? Hvernig getur maður
eins og þú sætzt á þetta? Þarna
er riffill föður míns og þinn
eigin riffill. Af hverju tökum
við þá ekki, förum út og skjótum
hvern þann, sem vill niðurlægja
okkur. Þúsund menn —• fáið
mér þúsund menn, sem ekki eru
óttaslegnir, þúsund menn, sem
eru ákveðnir í að breyta hlut-
unum í betra horf eða deyja ella
— og það mun sannast að enn er
hægt að bjarga þessu landi, sem
er fullt af svikurum og liðhlaup
um.
— Þegiðu, nú hefi ég heyrt
nóg, hrópaði gamli herra Till-
mann. — Þú talar eins og
heimskingi, hvolpurinn þinn.
Hvar voruð þið, meðan dimmt
var yfir hjá okkur? í Rússlandi!
Fangar! Þið eruð ekki til þess
settir að segja okkur, hvað of-
beldi sé! Hugprúðir menn eru
ekki teknir til fanga. Hugprúðir
menn deyja, eins og bróðir þinn,
eins og faðir þinn, eins og allir
hinir synir mánir og sonarsynir.
Þú — þú-------
Gamli maðurinn skalf af reiði.
Hann minnti á gamla eik í
stormi. Hellmuth gekk að hon-
um, og eitt andartak óttaðist ég,
að hann myndi hefja höndina.
En hann áttaði sig. Með mikilli
áreynslu sló hann saman hælun-
um og setti hendurnar í stell-
ingar. — Ég er þér undirgefinn
afi, sagði hann. — Ég bið þig
afsökunar. Þetta er bitur
reynsla — — Hann var orðinn
ofurlítið hokinn en rétti sig
mennilega upp. -— Ég ætla að
taka mér leyfi nú, ef þú vilt
leyfa mér það, sagði hann og brá
aftur fyrir sig siðvenjum her-
mennskunnar. — Ég hefi ákvarð
að að hitta nokkra vini mína.
Góða nótt.
Hann fór, og ég sneri út í eld-
húsið, þar sem Elísabet var
kjökrandi yfir leifunum af
hinni ágætu máltíð okkar.
— Hann á-t ekkert, Hellmuth
át ekkert, sagði hún og starði
á mig með gömlu rauðu augun-
um sínum.
— Það er af því, að hann er
svo hamingjusamur yfir því að
vera kominn heim, sagði ég. —
Veiztu ekki, að hamingja eyði-
leggur beztu matárlyst. Svo
sagði afi minn mér að minnsta
kosti ævinlega.
Elásabet fór að tína saman
leifarnar.
Hvernig ætti ég að vita það,
sagði hún. — Hvernig ætti ég ■
að vita það? Svo tók hún sig á
og bætti við: — Ef við gætum
einhvers staðar fengið hveiti-
mjöl, gætum við búið til nýj-
an rétt úr villibráðinni, heldur
kapteinsfrúin það ekki ?
* * ■
Þegar þeir Mikael og Hell-
rnuth urðu mér of mikil ráðgáta,
hvor á sinn hátt, leitaði ég eftir
stuðningi hjá Martin litla, sem
var borinn til að vera höfuð
ættarinnar. Hanr. var stilltur,
góðlyndur, áreiðaniegur og fram
sýnn náungi, jaír:vel áður en
hann var orðinn öruggur með
að halda buxunum sínum þurr-
um. Hann var vanur að spara
ofurlítiö aí sínum eigin mat !!I
þess að geta sýrxt af sér þá göf-
ugmennsku að lauir.i því í rúrn
ið mit;. í hvert sian. sem ég iyfti
upp rúmábreiðunni, fann ég
'kartöflumola, 'gulrót, spínat eða
ögn af kjöti á koddanum mínum.
Mér fannst mikið til um þessar
I gjafir. — Martin gefur, sagði
hann við mig. — Martin góður,
lítill drengur. Hann reyndi líka
að kenna Manne að eta með
skeiðinni sem hann hafði fyrst
BB NYJA bió b
IVarúlfur.
The Wolf Man).
Dularfull og spennandi
mynd.
Claude Rains.
IBela Lugosi.
LON CHANEY.
Bönnuð börnum yngri en
16 ára.
J Sýnd kl. 5, 7 og 9.
'borðað með. — Manne er heimsk
ur hundur, lýsti hann svo yfir.
— Milky er heimskur drengur.
Hann hafði breytt nafni Mikaels
í Milky af því að það hljómaði
svo Mkt og mjólk, bezta orðið,
sem hann þekkti. Enn þann dag
'í dag kallar hann bróðir sinn
þessu nafni. Martin var geysi —
ákafur í að kenna bróður sínum
allt það nýja sem hann lærði.
Hann vildi gera úr honum ver-
aldarvanan mann. En Mikael
SSCAMLA BIÓ BS
Skóga rverSirnir
(Forest Rangers)
Kvikmynd í eðlilegum
litum.
Fred MacMurray.
Paulette Goddard.
kl. 7 og 9
Kotwdagur
(Ladies Day)
Lupe Yelez
Eddie Albert
Sýnd kl. 5.
tók það fyrir sitt leyti óstinnt
upp, þegar Martin lýsti því yfir,.
að hann væri heimskur. Og hann
staðfesti andúð sína á því með
því að láta hendur skipta og
æpa af öllum mætti. Hann vissi
að hann var ekki heimskur,' o,g
hann vildi ekki taka þegjandi
neinni smán, sem honum væri
gerð, énda þótt það væri hon-
um enn um rnegn að tjá sig
með því flókna bulli, sem menn
irnir kölluðu mál sitt. Ef hann
MEÐAL BLAMANNA
EFTIE FEDERSEN-SEJEEBO
-0. *
Hláturinn var endurtekinn.
— Heyrirðu? þetta eru ekki mannaraddir.
Brátt sáust fleiri hinna sérkennilegu fugla. Þeir virtust
ekki vera hið minnsta hræddir yið þá félaga en stukku kvik-
lega af grein á grein.
Wilson bar 'hönd að enni. — Nú veit ég það, mælti hann.
Hjálmar hefir auðvitað heyrt hláturinn, og þar eð hann hefir
verið orðinn villtur og sleginn felmtri, hefir hann ekki getað
áttað sig á þessu, en hlaupið af augum. Ég óttast hið versta.
Við verðum að halda áfram fyrir alla muni. Komdu, Bob.
Hjálmar! Hjálmar! Ég held, að hundurinn sé líka hræddur,
mælti hann, þegar hann lét ekkert á sér bæra.
Páll talaði nú vingjamlega til hundsins með þeim á-
rangri, að Bob tók að rekja slóðina að nýju. En hann
fór sér mun hægar að öllu nú en áður, og í hvert sinn, sem
eitthvert óvænt hljóð heyrðist, kipptist hann við.
Þannig leið góð stund, unz Englendingnum varð að orði:
— Ég held helzt, að Bob hafi misst af slóðinni. Annars
hlytum við að sjá fótspor hér líka.
Hann sneri aftur til baka og fann fótsporin, sem fyrr um
getur. En þegar hann tók að rekja þau, komst hann brátt
að raun um það, að þau lágu í gagnstæða átt við það, sem
hundurinn hafði farið.
Bob hélt sig að Páli, sem átti fulit í fangi með að fylgjast
með Wilson.
Skyndilega námu þeir staðar.
r
~y$ Features
F A BIG
THI5
ký Ome/
B£ SURE HE
DOESN’T GET AWAY
rr fcom you/ m
HUGO / TH£
GIRL... /
ACH / HOW CAM X WORK
WITH SUCH FOOLS/ALLOF
YOU, WITH ME / WE’LL HAVE
TO COMB THE CITY FOR HER/
DAY AfMD,GR£SPINU
WITH TH£ AID OF A
CAB-DRIVER, HAVE
LOCATED THE CAFE
WHERE THEY WERE
SLUGGED. THEYJOIN
F0RCE5 WITH STEFFI,
WHO EXPLAINS THAT
SCORCHY HA5 BEEN
KIDNAPPED BY A CROUP
OF NARI 5PIES ....
'íSfofgm.
Nú víkur sögunni aftur til Arnar
og þeirra, sem rændu Monum.
Við sjáum þrjá menn vera að
taka böggul mikinn úr bát uppá
bryggju. Einn þeirra segir:
„Þetta er víst stór (fisikur!“ Hinn
svarar: „Já, og gættu þess að
missa hann e!kki.“ — í þessu
kemur maður hlaupandi með
imiklum asa: “Hugó! Stúlkan —
við mistum af henni.
HJUGÓ svarar: „Drottinn minn!
Hvernig á ég ég að geta starfað
með slákum bjálfum! Komið all-
ir sacnan með tmér.