Alþýðublaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 6
 Dómkirkjan í Milano. Dómkirkjan í Milano, sem sést á þessari mynd, með hinum mörgu turnum, er ein frægasta og fegursta kirkja í heimi, byggð í gotneskum stíl og var fimm aldir í smíðum HVAÐ SEGJA HIIM BLOtílM? Frh. af 4. síðu. samkeppni við sambærileg erlend fyrirtæki. Sýnilegt er að atvinnu- leysi mun verða hér allrnikið eftir styrjöldina og væri einnig af þeim orsökum sjálfsagt að hefja hér skipabyggingar í svo stórum stíl, sem frekast yröi við komið. Skipabyggingar erlendis, þótt góðar séu, eru ekki hin endanlega lausn. íslenzka þjóðin á að keppa að því marki, að verða sjálfri sér nóg í þéssu efni. Sérfræðingar telja að slíkt megi vel takast, en ekkert það má láta ógert, sem býr annarsvegar beint í haginn fyrir. þjóðarheildina og útrýmir einnig yfirvofandi atvinnuleysi fjölda manna, sem skipasmíðar og aðra atvinnu í sambandi við þær gætu stundað." Það nær að sjálfsögðu skammt þó að við fáum 45 ný vélskip frá Svíþjóð, og til lengd ar verður heldur ekki við það unandi, að við getum ekki full- nægt skipaþörf okkar með ný- byggingum hér heima. En til þess þarf skipasmíðaiðnaður hér að sjálfsögðu að geta verið nokkurn veginn samkeppnis- fær við erlendan. Má alls ekki draga að það verði rannsakað, á hvern hátt hægt sé að tryggja það. fietnr strfðið tryggt framtfðarfrið? Frh. af 5. síðu. En hvað hefir svo gerzt síð- ustu áratugina? Þjóðverjar endurvígbjuggust brátt af kappi, sem telja má afleiðingu þess, er á undan fór, án þess að hlíta hið minnsta gerðum samn ingum. ■ Jafnframt komust þeir Þjóðverjar, sem voru á æsku- skeiði, þegar fyrri heimsstyrj- öldin hófst, á manndómsár og tóku að láta stjórnmál til sín taka. Það var eigi nema skiljan- legt, að bandamenn vildu, að Þjóðverjar væru afvopnaðir. En jafnframt er það skiljanlegt, að hinir ungu Þjóðverjar væru óð- fúsir þess að hefna ófara feðra sinna. Svo hófst vígbúnaðar- kapphlaupið fyrir alvöru með þeim afleiðingum, sem nú eru komnar á daginn. Sannleikurinn er sá, að banda menn uggðu ekki að sér. Það var engu líkara en þeir væru þeirrar skoðunar, að Þjóðverjar hefðu fengið sig fullsadda á hern aðarstefnunni í heimsstyrjöld- inni hinni fyrri. En enginn, sern þekkir Þjóðverja, skyldi ala slíkar vonir í brjósti. Það hefði verið sanni nær að taka tillit til þess, að yngri kynslóð Þýzka- lands hlaut að eiga sér þá hug- sjón, að hefna harma sinna. Auk þess duldist eigi, hver afstaða hinna þýzku valdhafa var. Þeir unnu markvisst að því að efna til nýrrar styrjaldar, og þeim varð að ósk sinni sem vænta mátti. Þess ber að gæta, að það er enginn hægðarleikur að grand.a vopnum Þjóðverja og Japana að ráðnum úrslitum styrjaidarinn- ar og tryggja það, að þeir smíði ekki ný vopn. Iðnaður þessara landa miðast sem sé fyrst og fremst við hergangaframleiðslu. — Nú er því ekki að neita, að iðnaður Þjóðverja horíir til mik- illa heilla fyrir gervallt mann- kyn á friðartímum. En honum má breyta á skammri stundu þannig, að öll áherzla sé lögð á framleiðslu drápsvéia. Þegar hafnbannið tók að kreppa að Þjóðverjum í ryrri heimsstyrjöldinni, tóku þeir að leggja áherzlu á framleiðslu gerviefna. Náðu þeir á skömm- um tíma undraverðum árangri í þeirri iðju. Sömu sögu er að segja í styrjöld þeirri, er nú geisar. Ég þekki nokkuð til þess ara gerviefna Þjóðverja. Ég'tel því ólíklegt, að hafnbannið ráði úrslitum í stríðinu. Ég tel meira að segja líklegt, að Þjóðverjar geti lifað dágóðu lífi, þrátt íyrir hafnbannið. Það eiga þeir gervi efnaframleiðslu sinni að þakka. (Niðurlag á morgun). iVLÞYÐUBLAÐIÐ Anna frá Moldnápi: Orösendlng til Magnnsar pröfessors Jönssonar. Ég tel mér skvlt að pakka heiður þann, sem prófessor Magnús Jónsson sýndi mér ó- verðugri, síðastliðinn föstudag, þar sem hann gerði sér það ó- mak, að taka greinarstúf minn, sem birtist í Alþýðublaðinu 5. jan., til athugunar í útvarpinu. Ég bjóst satt að segja ekki við svona góðum árangri, þótt ég færi að andmæla samsetn- ingi þeirra háu herra á dag- skránni, annað jóladagskvöld. Mig langar líka að nota tæki- færið til að tala ofurlítið nán- ara um þetta mál. Er þar fyrst frá að segja, að sjálf hefi ég ekkert útvarp, tel ég mig ham- ingjusama, að það skuli ekki hafa orðið til að sljóvga skiln- ingarvit mín og gera mig dóm- greindarlausa og ósmekknæma á efni þess. Það var ekki fyrr. en prófessorinn var að l.júka máli sínu, að kallað var til mín af annarri fjölskyldu. Ég heyrði því miður ekki allt, sem mér viðkom. Sá ég það morguninn eftir, þegar ég las Morgunbl., að hon- um hefði orðið talsvert á í messunni að lesa þannig, að meiningin hlaut að snúast al- veg við, um þann þáttinn, sem séra Árni annaðist. Hafi hann skammað mig mjög fyrir með- ferð á prestum, vil ég leyfa mér að biðja hann, að skjóta geiri sínum þangað, sem þörfin meiri fyrir er, eins og Kolbeinn stall- ari sagði við Ólaf konung Tryggvason forðum. Ég mun aldrei telja það sæmd mína að lasta eða forsmá þjóna Drottjns. Það mun þykja furðumikil frekja af mér lítt menntaðri al- þýðukonu, að knésetja sjálfan prófessorinn, en ég get ekki látið hjá líða að vara hann við þeim flumbruskap, að lesa ekki rétt, það, sem hann hleypur með í útvarpið; mislestur getur oft valdið vondum misskilningi, ]oó ekki þyrfti að vanda sig í þetta sinn, þar sem fátæk alþýðukona átti hlut að máli. Hefir honum sjálfságt þótt mínum hlut vel borgið, þótt hann beri mig rangri sök frammi fyrir alþjóð, en krafsi síðan yfir með afsök- unarbeiðni í dagblaði, sem naumast kemur á nokkurt sveita heimili, en þar á útvarpið sína öruggustu hlustendur. Enda tekur hann það fram, að það skipti engu máli, þótt þetta hafi snúizt svona við. Ef rökfesta þessa mennta- manns fer öll eftir þessu, skal mig ekki furða, þótt dómar hans á bóklegum fræðum séu skola- legir. Enda var hann ekki neitt feiminn við að sýna fjöldanum undir kistulokið á föstudaginn var. Ég verð að segja það, að það var auðmýkjandi fyrir kristið fólk, að heyra prófessor í guðfræði lýsa því yfir, frammi fyrir allri þjóð, að sagan af Ólafi Muð væri það gullkorn, sem staðið gæti með hverjum sálmi, sem væri. Heldur hann sig hafa það áhrifavald, að þjóðin trúi hverju sem er, bara ef það er hann, sem segir það? Ég segi nei, og aftur nei. Við erum mörg meðal íslenzkrar al- þýðu, sem kunnum ofurvel sögurnar af Ólafi Muð og Hall- gerði á Bláfelli í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þessi umrædda er ein af þremur. — Það er al- veg víst, að prófessor Magnús Jónsson fær að vera einn um það, að finna samlíking í hinni tröllslegu hótfyndni Hallgerð- ar, þar sem hún ávarpar Ólaf með þessum orðum: „Ólafur Muður, ætlar (þ)ú suður?, ræð ég þér rangkjaftur, að þú snúir heim aftur. Snýttu þér snúin- raftur og snáfaðu heim aftur.“ -— og heilögum lofsöngvum guðs-barna. Hallgerður gæti aldrei orðið annað en mynd vantrúarinnar og efnishyggjunnar, þar sem hún segir: „Hefði hann Kristur Maríuson, unnið eins mikið fyrir okkur, tröllin, eins og þið segið, að hann hafi unnið fyrir ykkur, mennina, þá hefðum við ekki gleymt fæðingardeginum hans.“ Bregður Hallgerður mönnunum um það, að þeir séu tröllum venri og vanþakklátari; er það ekki neitt fögur lýsing af endurleystum mannssálum. Enda dregur hún í efa, að verk Krists fyrir mennina sé annað, en þeirra eigin sögusögn. Ég fyrir mitt leyti, finn heldur ó- heilnæma guðfræði út úr þessu atriði. Gullkornið í sögunni er ljúfmennska Ólafs, sem mýkir tröllskap skessunnar, sannar hann þar sitt betra eðli. En sjálf sagt hefir þessi saga aldrei verið sögð í þeim tilgangi, að notast sem helgisögn eða notast til há- tíðalestra. Þá langar mig að minnast á aðra sögu, sem lesin var úr sömu þjóðsögum. Það var sagan af Steini Þrúðuvanga. Mér finnst það ósamboðið þroskuð- um, bristnum mönnum, að ljúka upp myrkurheimum hinna illu afla á þeirri friðar- og ljóssins- hátíð, sem sjálfur Guð opnaði dýrðarhimin sinn og lýsti vel- þóknun sinni á mönnunum. Það hefir líka alltaf verið andlegur friður og barnsleg gleði, sem gefið hefir jólunum sinn blæ meðal kristinna manna um heim allan. Það kann að hafa borið meira á einkennum jólanna í sveitum og fámenni en í ysi borgarlífsins. Það voru líka fjárhirðar úti á Betlihemsvöll- um, en ekki fræðimenn eða önnur stórmenni, sem stödd voru í sjálfri borginni, sem heyrðu lofsöng englanna og sáu dýrðarbirtu Drottins, hina fyrstu jólanótt. Mér finnst að allir leiðandi menn í andlegum málum, þurfi að keppa að því marki, að gera mennina sem hljóðnæmasta fyr- ir rödd guðs síns. Það er víst, að mennirnir eiga einn þann hæfileika, að geta heyrt him- neskar raddir og séð ljómann frá eilífðarheimi guðs, ef þeir vildu gefa sér tóm til að hugsa um uppruna og eðli sálar sinn- ar og samband það, sem Jesús Kristur sannaði með lífi sínu og upprisu, að er á milli almátt- ugs föður og mannanna barna. Það er áreiðanlega hollara mannkyninu, að lyfta því til ljósheima guðlegrar þróunar, en ala þess lægri hvatir með Ijótum kynjasöguin, sem draga huga þess niður í myrkurdjúp hjátrúar og hindurvitna. Við íslendingar höfum alltaf nóg af hjátrú. Ég sé ekki neina á- stæðu til að gera opinbera ráð- stöfun til að glæða hana. Þetta er víst allt gert í þjóðræknis- skýni, það er svo fínt núna. — En ég vildi helzt óska, að við íslendingar ættum andlegan þroska til þess að finna okk- ur sem alheimsborgara, með „þegnrétt í Ijóssins ríki“. Þá var það Gilsbakkaþula, í sem prófessorinn kallaði perlu, 1 og sagði hafa komið tárum í I augu sín. Það má nú vera meiri ! viðkvæmnin í einum karlmanni. 1 Því ég sný ekký aftur með það, að hún er eins og svo margt annað af sams konar kveðskap frá þeim tíma, andlítill saman- setningur. (Þulan er talin vera ort um 1760). Mér finnst hún fátækleg þæði hyað efni og rím snertir. Lý^ir aðeins glaumi og drykkjulátum, laus við allt, Fnnmtudagur 13. jauéar 1944» Rennilásar 18 og 19 cm. BARNAKOT nýkomin. Unnur (homi Grettisgötu og Barónsstígs) Nýkomið: í Pilsefni, svört og brún. Blátt Cheviot. H. Toft, | Skólavörðnstig 5. Sími 1035 I ______________________ \ sem minnir á nokkurn helgi- blæ, þótt hún sé ort af presti, enda hefir séra Kolbein ekki dreymt um, að þetta gaman- kvæði, sem hann orti til dóttur sinnar, yrði notað sem skemmti atriði fyrir fullorðið fólk á sjálfum jólunum. Loks sagði prófessorinn, að- margir væru þeir, sem ekki mætfu heyra guðsorð eða sálma söng. Þetta er ófögur lýsing á þjóð, sem játað hefir Drottinn Krist í nærri hálfa 10. öld. Hvaðan kemur íslendingum sá trölldómur, að þjóðin skuli samsvara tröllkarlinum og konu hans í hellinum á Vesturlandi, (að mig minnir), sem prests- hjónin hrökktust til? Kona hans var af mennskum ættum, og óskaði hún, að sér yrði skemmt með Passíusálmum Hallgríms, en karlinn vildi fá að heyra Andrarímur. Klerkur varð að setja sig í spor þau, sem ríkis- útvafpið stendur nú í, hann vildi skemmta báðum. Hann kvað Andrarímur fyrir karl, konan beið á meðan - án skemmtunar, og eins var um karlinn á með- an konu hans var skemmt með sálmunum. Skal ég nú leggja það til málanna, að næstu jól verði samdir 2 útvárpsþættir: annar að smekk kristinna manna, en hinn að smekk heiðinna. Geta þá hlustendur kosið hvorum þeir vilja þjóna, kon- unginum Kristi eða Mammoni. Þeir hafa gott af að gera sér grein fyrir þeim sannindum, að „enginn getur þjónað tveim herrum í senn“. Þetta ætti pró- fessor Magnús að vita, að minnsta kosti eins vel og ég, að, „það er ekki hægt að þjóna bæði Guði og Mammoni“. Þetta er það, sem Útvarpsráð þarf að gera sér ljóst, þegar það semur ámóta dagskrá og var á annan í jólum. Það geta ekki nema andlega lokaðir menn hlýtt með and- legu jafnvægi á þann samhrær- ing. Þegar maður er eins og dreginn niður í undirheima til áranna í öðru atriðinu, en lyft upp í eilífðarheima samræmis og friðar á blævængjum tón- anna í hinu. Með alúðarkveðju og ósk um betri skilning heldur en síðast. Rvík, 19. jan. 1944. Anna frá Moldnúpi. Svar. UT AF grein Carls Tulinius- ar um skilnaðarmálið í Vísi í gær hefir Alþýðublaðið verið beðið fyrir eftirfarandi svar: Við gájum þér góoa pressu, því glansnúmer jlokksins ertu Fyrst þylckistu samt aj þessu þorskhaus íhaldsins vertu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.