Alþýðublaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 3
Finmiínáag-ur 13. janáar 1$44. ALÞYÐUBLAÐH) Hlutverk Svípjóðar. Frá því er villimenn þriðja ríkisins hófu her- för sína á hendur norrænni menpingu og andlegu frelsi, hefir mönnum orðið venju- fremur tíðrætt um Svía, einu bræðraþjóð okkar, sem sér- fræðingum Hitlers hefir ekki gefizt kostur á að færa blessun nýskipaninnar. í byrjun heyrðust einstaka hjáróma raddir um það, að Svíar gætu ekki setið hjá, heldur yrðu þeir að bregða brandi gegn hinum þýzka innrásarher í Skandínavíu. Það hefir komið æ betur á daginn, að Svíar' breyttu rétt. Með afstöðu sinni hafa Svíar orðið bræðraþjóðunum að miklu meira liði, en þótt þeir hefðu skorið upp herör. ÞAÐ VAR EKKI AF ÞVÍ, að Svía brysti kjark til þess, þeir hafa haldið friðinn og varðveitt hlutleysi sitt með sæmd. í því svartnætti ó- frelsis og kúgunar, sem nú grúfir yfir, hefur Svíþjóð sem kyndill frelsis og mann- úðar, verið hinum kúguðu hvatning og verið öruggt hæli öllum þeim, sem voru svo heppnir að losna úr á- nauð og kvalræði. AFSTAÐA SVÍA ER ERFIÐ. Að vestan er Noregur, drep- inn í dróma af Gestapo og innlendum svikurum. Að austan eru Finnar, í bili nauðugir viljugir vopna- bræður hins þýzka ofur- valds, og eiga í styrjöld við Rússa, sem réðust að til- efnislausu á land þeirra fyrir tæpum fimm árum. Svíar eru fyrst og fremst norræn þjóð. Þeir unna bæði Norð- mönnum og Finnum, og þeir, sem þar fara með völd, virð- ast hafa skilið, að það, sem nú er að gerast, er milli- bilsástand, það er ljótur draumur. Almenningi í Sví- þjóð er ljóst, að Norður- lönd eiga samleið, þótt grimm örlög hafi valdið því, að leiðir skildu um stund. Allt það bezta í fari sið- menntaðra, norrænna manna — hafa Svíar varðveitt, þrátt fyrir hótanir og áróður naz- ista. Þar ríkir enn hugsana- frelsi, málfrelsi, prentfrelsi og fundafrelsi. Þar er ekki spurt að því, hvort einhver sé „aríi“ í þriðja eða fjórða lið, né heldur, með hverjum samúð hans sé í styrjöldinni. í fáum orðum sagt, þar býr frjáls þjóð í frjálsu landi. ÞÚSUNDIR MANNA í Dan- mörku og Noregi mæna yfir til Svíþjóðar þessa dagana. Þar er fyrirheitna landið. Þar er engin . miskunnarlaus Gestapo-lögregla. Þar eru engar fangabúðir. Þar eru menn ekki dregnir út úr hí- býlum sínum um hánótt til „yfirheyrzlu“ og misþyrm- inga. í Svíþjóð er réttarfar, eins og það þekktist á Norð- urlöndum áður fyrr, engum er varpað í fangelsi, nema að: .undangenginni rannsókn og dómsúrskurði. Og engin hætta er á því, að Per Albin tekið Sarny i Póllandi. ♦ .-1'- Segjast vilja „sterkt Qg óháð“ Pólland með Curzon-línuna fyrir landamæri. -------------------...—— STALIN tilkynnti í dagskipan til Vatutins hershöfðingja í gær, að járnbrautárbærinn Sarny í Póllandi væri nú í höndum Rússa. Áður höfðu Þjóðverjar greint frá því, að þeir hefðu yfirgefið borgina, en það er ekki fyrr en í gær, að Rússar tilkynna töku hennar. Rússar eru nú í sókn til fljótsins Bug, sem er síðasta varnarlína Þjóðverja, áður en komið er að járnbraut- inni Odessa-Varsjá, og eru nú skammt frá fljótinu. Útvarpið í Moskvu hefir lýst yfir því, að Rússar vilji viðurkenna „sterkt og óháð“ Pólland, er Pólverjar fallast á hina svonefndu Curzon- línu sem landamæri. Ekki er kunnugt um svar pólsku stjórnar- innar, enn sem komið er. Sarny, sem er rúmlega 50 km frá pólsku landamærunum, er fyrsti þýðingarmikli bærinn, er ; Rússar taka í Póllandi og hann er á aðaljárnbrautinni til Kow- el, sem er allmiklu vestar. Með töku borgarinnar eru Rússar nú komnir tæpa 300 km vestur af Kiev og má af því marka hve hröð sókn þeirra hefir verið. Rússar eiga nú skammt eftir ófarið til Bug-fljótsins og í sum um fregnum segir, að þeir séu sums staðar bomir að því. Harð ir bardagar geisa nú á norður- bökkum fljótsins og á Zhmer- inka svæðinu, suðvestur af Vinnitsa ,en þar tefla Þjóðverj- ar fra m400 skriðdrekum, enda er mikið í húfi. Bug-fljótið er síðasta vanarlína Þjóðverja frá náttúrunnar hendi áður en kom ið er til Odessa-Varsjá-braut- arinnar, en um hana flytja Þjóð verjar vistir og hergögn. Enn hefir pólska stjórnin ekki látið neitt uppi um fundi sína, en þar var fjallað um orðsend- ingu Rússa um landamæri Pól- lands að styrjöldinni lokinni. Útvarpjiði í Mosbva segár, að Rússar vilji ábyrgjast landa- mæri, er byggist á hinni svo- kölluðu Curzon-línu, „ekki með : því að ná á vald sitt ukrainsk- um eða hvít-rússneskum lands- svæðum, heldur með því að fá aftur lönd þau, er Þjóðverjar tóku af Pólverjum“. Curzon-línan er ldna, sem bandamenn ákváðu sem landa- mæri Rússlands og Pólands ár- ið 1910. Samkvæmt henni féll Vestur-Ukraina og mikill hluti Hvíta-Rússlands í hlut Rúss- lanjds. Með ’friðarsamningnum í iga 19211 voru landamæri á- kveðin, sem voru í gildi 1939, er Þjóðverjar og Rússar réðust inn í Póland. Er lína þessi kend við Curzon lávarð, sem þá var utanríkisráðherra Breta. 400 sorsbir stiídentar flnttir til Dýzkalands. SÆNSK blöð greina frá því, að sl. laugardag hafi um 400 norskir stúdentar verið fluttir úr landi til Þýzkalands, svo og um 60 fangar frá Grini- fangabúðunum. Stúdentarnir voru í haldi í Stavern, um 10 km. frá Larvik og voru þeir fluttir með leynd til Larvik og þaðan út í skip, sem flutti þá til Þýzkalands. Enda þótt Þjóðverjar hafi sleppt mörg hundruð stúdent- um, er þeir höfðu handtekið, vinnur Gestapolögreglan enn að því að elta uppi þá stúdenta, sem undan komust, er aðal- handtökurnar fóru fram. Er bersýnilegt að mótmæli Svía og annarra hafa verið árangurs laus. Hansson eða Gustav konung- ur standi upp einn góðan veðurdag og lýsi yfir því, að þeir séu samvizka þjóðarinn- ar og hæstiréttur í 24 klukku- stundir, til þess að hægt sé að losna við pólitíska and- stæðinga. ÞAÐ VERÐUR TÆPAST í töl- um talið, sem Svíar hafa gert fyrir þjáðar bræðra- þjóðir sínar, allt frá því er Rússar réðust á Finna og fram á þennan dag. Tug- þúsundir barna í Oslo borða daglega mat, sem Svíar hafa séð fyrir. Þúsundir flótta- manna eiga sér þar öruggan griðastað. Þar hafa þeir vinnu og öryggi og geta beð- ið þess að fá að snúa aftur heim, þegar kúgararnir hafa verið hraktir úr landi. Sví- ar hafa tekið að sér finnsk börn svo þúsundum skiptir, fætt þau og klætt, og um jólin var norskum og finnsk- um börnum send firn af jóla- gjöfum, og jafnvel börnum austur í Leningrad. ÞEGAR ÞJÓÐVERJAR og danskir nazistar komust að því, að til væri „Gyðniga- vandamál“ í Danmörku, sem enginn hafði orðið var við áður, og tóku að hnéppa al- saklaust fólk í dýflissur, sam- tímis því, sem eigum þeirra var rænt, áttu þúsundir þessara ógæfusömu manna kost á því að komast til Sví- þjóðar. Sá þáttur, sem Sví- ar áttu í drengilegum mót- tökum þessa fólks, hefur ekki verið skráður enn, en hann er glæsilegur. SVÍAR HAFA EKKI SOFIÐ á verðinum, og ef til átaka kemur, er ekki ósennilegt, að árásarmennirnir komizt að raun um, að andi Gustav Adolfs og Karls XII. lifir enn. Ítalíuvígstöðvarnar. Terni Chieti Orfona ROME, • Carunchio® noneý/* Subiaco' Í'ISERNIA -^Volturno R.V- Terracina1 iono NAPLES ir&TUTE MILES A kortinu sést meðal annars borgin Cassino, neðarlega á miðri myndinni, en þangað sækir 5. herinn nú. Ofarlega, til hægri, er hafnarborgin Peseara, sem er næsta takmark 8. hersins. Brotna örin táknar veg þann til Róm, sem bandamenn munu fara. Bandaríkjainenfl nerðn bríkalegar loftárásir á Þýzkaland í fpadag. 700 flugvélar tóku þátt í árásimii, og iuættu harðri mótspyrnu. T FYRRADAG fóru um 700 amerískar sprengjuflugvél- ^ ar, varðar fjölmörgum orrustuflugvélum, til árása á staði í Mið-Þýzkalandi. Eru þetta fleiri amerískar flugvélar en nokkru sinni fyrr í einni árás. Aðalárásin var gerð á Magdeburg, en önnur árás var gerð á Braunschweig. Geysi- harðir loftbardagar voru háðir, bæði yfir Hollandi, Þýzka- landi og á heimleið. Fregnum ber ekki saman um flugvéla- tjón hernaðaraðila. » Sænska Þingið sett. Sviar taka pátt i endurreisn- arstarfinu eftir striðið. sagði Gústaf konungur. SÆNSKA þingið (ríkisdag- urinn) var sett í fyrradag. í hásætisræðu sinni sagði Gust- af konungur meðal annars. Nágrannaþjóðir okkar eru nú í nauðum staddar. Hlutskipti þeirra valda okkur sársauka og við vonum einlæglega með þeim að þeim takist innan skamms að endurheimta frið og frelsi. Við trúum því, að unnt sé að komast hjá ófriði. Ástandið í heiminum er samt uggvænlegt, og við verðum að vera tilbúnir á verði. Vörn okkar fyrir frelsi og sjálfstæði, sem byggist á samheldni og vígbúnaði, er sterk og mun verða sterk til þess að vernda sjálfstæði okkar. Við verðum að leggja fram krafta okkar, ekki aðeins fyrir okkur sjálfa heldur til þess að geta lagt fram okkar skerf til endurreisnarstarfs að ófriðn- um loknum. Við höfum lifað í friði og þess vegna ber okkur að veita hjálp og vinna að sátt- um og mannúðarmálum. Ég er þess fullviss, að ég hefj alla þjóðina ,með mér þegar ég lýsi þetta einlæga ósk okkar. Tekjur á næst fjárhagsári eru áætlaðar 3106 milljónir kr. Samkvæmt bráðabirgða- fregnum frá London, týndust 59 sprengjuflugvélar, en á annað hundrað þýzkar orrustuflugvél- ar voru skotnar niður. Berlín- arútvarpið segir hins vegar, að 123 sprengjuflugvélar hafi ver- ið skotnar niður, en gerir lítið úr tjóni þýzka flughersins. Flugmenn, sem þátt tóku í þessari hörðu loftárás segja, að þessari hörðu loftárás segja, — að Bandaríkjamenn hafi átt í sífelldum loftbardögum í þrjár klukkustundir. Þýzkar orustu- flugvélar réðust strax á flug- virki og Liberator-flugvélar Bandaríkjamanna yfir Suður- sjó í Hollandi og linnti bardög- unum ekki fyrr en Bandaríkja- menn voru komnir út yfir Ermarsund á heimleið. í Mag- deburg og Braunschweig eru miklar flugvélasmiðjur, þar sem smíðaðar eru Focke-Wulf og Heinkel-ílugvélar. Að þessu sinni beittu Bandaríkjamenn nýrri tegund orustuflugvéla, er þeir nefna Mustang. Geta þær fylgt sprengjuflugvélum allt til Ber- lín og til baka, eða um 1600 km. leið. Ekki er enn kunnugt um tjón af loftárásum þessum, en flugmenn segja, að sprengj- urnar hafi fallið í mark og að miklar sprengingar hafi orðið á árásarsvæðinu. en gjöld 3774 milljónir, þar af. 1817 milljónir króna til land- varna. Áætlaður tekjuhalli er því 668 milljónir króna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.