Alþýðublaðið - 22.01.1944, Side 2

Alþýðublaðið - 22.01.1944, Side 2
ALÞYÐUBLAÐIP Vísttalan 263 stig 1. janúar 4 stigum hærri en 1. desember KAUPLAGSNEFND og hagstofan hafa nú reiknað út vísitölu fram- færslukostnaðarins 1. janúar, og reyndist hún vera 263 stig, eða 4 stigum hærri en 1. desember. Þessi hækkun vísitölunnar stafar af verðhækkun á brauði/ og fatnaði. Ungmennadeild Slysavarnafélags- . ins heldur fund á morgun (sunnu- dag) kl. 1 e. h. í Oddfelliwhúsinu uppi. Á fundinum verða skemmti- og fræðsluatriði, auk umræðna um væntanlega opinbera bama- skemmtun deildarinnar. Stlórnmálasamband tekið upp milli íslands og Rússlands. Pétur Benediktsson skipaður sendiherra okkar í Moskva. SendilaerrR Rússa iiér weriiir Krnssilfiilkov, 35 ára gamall verkíræiiiigur. STJÓRNMÁLASAMBAND hefir nú verið tekið upp milli íslands og Rússlands. Er það fyrsta sinni, sem ötjórnmálasamband hefir komist á milli þjóðanna og fyrsta sinni sem þjóðirnar eiga fulltrúa hvor hjá annarri. Að vísu hafði keisarastjórnir rússneska konsúl hér fyrrum, en so- vétstjórnin hefir engan fulltrúa haft héi fyrr en nú. Pétur Benediktsson, sem verið hefir sendiherra íslands í London verður nú sendiherra í Moskva, en sendiherra Rússa hér verður A, N. Krassilnikov, en hann er enn ekki kominn hingað til lands. Ásgeir Ásgeirsson um skilnaðarmáEið: Við eigum að halda okkur við uppsagn arákvæði sambandslagasáftmálans. —.——.. Og ekki að fasfákveða gildisfökudag lýð- veidisstjórnarskrárinnar iöngu fyrirfram Gunnar Thoroddsen hvetur til samkomulags VIÐ LOK FYRRI UMRÆÐU um þingsályktunartillög- una um niðurfellingu sambandslagasáttmálans í fyrra- dag héldu þeir Ásgeir Ásgeirsson og Gunnar Thoroddsen aðalræðurnar. í ræðu Gunnars Thoroddsen kom fram nokk- ur sérstaða í málinu og lét hann ótvírætt í ljós, að hann teldi miklu varða að fá fullt samkomulag um lausn þess. Ræða Ásgelrs Ás- geirssonar. í tilefni af tilvitnunum ann- arra þingmanna í afstöðu sína 1942, kvaðst Ásgeir Ásgeirsson vilja benda á það, að árið 1942 hefði verið bein hætta af sam- bandinu við Darii. Sú hætta hefði m. a. komið í ljós í umtali þýzka útvarpsins um það, að lsland væri dönsk eyja, cg ráca gerðum um innlimun íslands í hið nýja heimsskipulag. Kvaðst ræðumaður líta svo á, að þess- ari hættu væri nú að verulegu leyti bægt frá okkur. Árið 1942 hefði það áunn- izt, sagði Ásgeir, að báver- andi ríkisstjórn hefði fengið yfiriýsingu frá Bandaríkjunum um það, að bau mvndu ckki leggja stein í götu sambands- slita eítir árslok 1943. Þá var og samþykkt stjórnarskrár- breytingin, sem ákvað að lýð- veiaiö væri hægt að stofna með einni alþingissamþykkt, er síð- an yrði lögð undir þjóðarat- kvæði. Þetta hvorttveggja væri mikilsverðir áfangar og biðin færði okkur alltaf nær því, að skilnaðurinn færi fram eftir á- kvæðum sambandslaganna sjálfra. Nú væri alveg að þessu komið. Það væri sá meginmun- ur á afstöðunni í þessu máli nú og 1942. Það væri ekki lengur þörf á því að tefla á tænasta vaðið. Okkur væri orðið í lófa lagið að slíta sambandinu sam- kvæmt ákvæðum sambandsla^- anna sjálfra, og það væri sjálf- sagt að fara þá leið úr því sem komið væri. Ásgeir taldi ekki vel ráðið, að einskorða gildistökudag lýð- veldisstjórnarskrárinnar við 17. júní, því að ekki væri að vita, , hversu málum yrði þá háttað. Vildi hann, að slíkt ákvæði yrði ekki í stjórnar- skránni, heldur lagt í vald þingsins að ákveða það, hve- nær hún skyldi taka gildi, og mundi það gert, þegar það þætti bezt henta. Ásgeir mælti fast með sam- komulagstilboði því, sem for- maður Alþýðuflokksins, Stefán Jóhann Stefánsson, bar fram, og hvað mestu varða að ná um þetta mál fullri einingu. ^fstaða Gunnars Tboroddsen. Ræða Gunnars Thoroddsen vakti milda atriygli. Hann lét í Ijós ótvíræðan vilja til sam- komulags í þessu máli og kvaðst fyrir sitt leyti telja vei geta komið til mála, að um niðurfellingu sambandslagasátt málans yrðí farið eftir þeim á- kvæðum hans varðandi þjóðar- atkvæðgreiðsluna, að 3á hlutar kjósenda yrðu að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og % hlut- ar greiddra atkvæða að vera 'með niðurfellingunni, ef hún ætti að öðlast gildi. Gunnar lét einnig í það skína, að hann teldi geta komið til mála að fresta að samþykkja þingsálykt unartillöguna um sambands- slitin þangað til eftir 19. eða 20. maí. Gunnar tók það fram, að hann lýsti hér aðeins sínum persónulegu skoðunum en tal- Utanríkisráðuneytið gaf í gær út eftirfarandi tilkynningu um hetta: „Síðan 1942 hafa staðið yfir samningar milli stjórnar Sovét- ríkjanna og ríkisstjórnar Is- lands. Hafa nú orðið þeir samn ingar að stjómmálasamband milli ríkjanna verður nú tekið upp að nýju, en það hafði leg- ið niðri um stund. Ríkisstjórn Sovétríkjanna hef ur óskað eftir og fengið viður- kenningu fyrir Alexei Nicolay- witch Krassilnikov sem sendi- herra í Reykjavík. Á sama hátt hefur ríkisstjóm íslands óskað efir og fengið við- urkenningu fyrir Pétur Bene- diktson sem sendiherra í Moskva. Samkvæmt þessu hefur Pét- ur Benediktsson núverandi sendiherra í London, í ríkis- ráði í dag verið skipaður sendi- herra íslands í Moskva. Enn er ekki ráðið, hvenær Pétur Benediktsson fer til Moskva. Þá er ekki vitað, hve- nær sendiherra Rússa kemur hingað. A. dr. Krassilnikov er 35 ára gamall, fæddur í Kazan árið 1909. Hann er vatnsvirkjaverk- fræðingur að námi, og útskrif- aðist úr háskólanum í Lenin- grad árið 1933. Frá 1933—1941 vann hann í húsasmíðaskrif- stofum ríkisins, en síðan 1941 hefir hann gegnt trúnaðarstöð- um í rússneska utánríkisráðú- nevtinu. Síðast gegndi hann trúnaðarstörfum í Arkangelsk. Alþýðublaðið spurðizt fyrir um það í gær í utanríkisráðu- neytinu, hvenær skipaður yrði nýr sendiherra í London, og fékk þau svör, að það myndi verða gert innan tíðar. Bankarnir etga inni ertenis 443 millj. kr. jT NNEIGNIR bankanna erlend * is námu 1. des. s.l. 442.738 milljójnum króna og höfðu aukist í þeim mánuði um 5.908 milljónir króna, en síðan 1. des. 1942 höfðu þær aukist um 167.934 milljónir króna. áði ekki í umboði flokks síns. Hann á, sem kunnugt er, sæti í nefnd þeirri, er fjallar um framangreinda þingsályktunar- tillögu. Pétur Benediktsson Alþýð-ufLfélagið Fræðsiu-og skemmti fundur í Alþýðuhús- inu í kvöld Alþýðuflokksfélag REYKJAVÍKUR efnir til fyrsta fræðslu- og skemmti- kvölds síns í samkvæmissöl- um Alþýðuhúss Reykjavíkur í kvöld og hefst það kl. 8.30. . Á skemmtiskránni er margt gott og ætti flokksfólk að fjölmenna í Alþýðuhúsið í kvöld, en skemmtunin er að- eins fyrir Alþýðuflokksfólk. FJárEagaf rumvarpið: Verður umræðum um það freslað! P JÁRMÁLARÁÐHERRA kvaddi sér hljpðs utan dagskrár í sameinuðu þingi í fyrradag. Lét hann svo um mælt að ekki hefði unnizt tími til að athuga og undirbúa fjárlaga- frumvarp fyrir árið 1945 eins og þurft hefði. Væri frumvarp það, er útbýtt hefði vepð í þingbyrj- un, að öllu leyti sniðið eftir nú- gildandi fjárlögum og fram borið í því skyni einu að full- nægja bókstaf stjórnarskrár- innar, sem kveður svo á um, að írumvarp tii fjárlaga skuli lagt fram í byrjun hvers þings. Pcáðherrann kvað ríkisstjcrn- ina áskilia sér rétt til að leggia síðar á þinginu fram annað fjár- lagafrumvarp, er tími hefði gef- izt til nauðsynlegs undirbún- ings og athugunar. Óskaði stjórnin því eftir, að fjárlögin yrðu ekki tekin fyrir til um- ræðu fyrr en síðar á þinginu. Forseti, Gísli Sveinsson, kvað sjálfsagt að verða við þessum tilmælum og vænti samvinnu þingflokkanna í því efni. Skákþing Reykjavíkur hófst í gærkveldi í taflstofu Taflfélags Reykjavíkur að Hótel Heklu. Skíðafélag Reykjavíkur ráðgerir að fara skíðaför upp á Hellisheiði, næstkomandi sunnu- dagsmorgun. Lagt af stað kl. 9 frá Austurvélli. Farmiðar seldir í dag hjá Míiller frá 10 til 4 til félags- manna, en kl. 4 til 6 til utanfélags- manna ef óselt er. Laugardagur 22. janúar 1944» M jó Ikur skömmtun in er alger blekking! EVIörg barnaheimili nær mlólkurlaus þegar skammtaö var SÍÐAN Krísuvíkurleiðitt. er fær — en engirm vegur liggur þó þá leið alla — er Hellisheiði gjör- samlega ófær, þrátt fyrir snjóýtur og snjóbíla. Af þessum sökum er Reykja- víkurbær nær mjólkurlaus dag eftir dag, en reynt að skammta þá litlu mjólk, sem hingað berst, eins og það er kallað. Hér er þó ekki um neina skömmtun að ræða, heldur aðeins blekk- ingu! Stúlkurnar í mjólkursölu- búðunum sjá um þessa svoköll- uðu skömmtun. En þær geta ekki, þó að þær séu allar af vilja gerðir, skammtað mjólkina réttlátlega, enda verður útkom- an sú, að sum heimili fá nægi- lega mjólk, en önnur ekkert. í fyrradag var sú regla höfð að láta hvert heimili fá 1 lítra, hvort sem um væri að ræða ein- hleyp hjón eða f jölskyldu með 7—10 börn og sum þeirra vöggubörn. Fólk fór og með tvö ílát — og fékk í bæði, enn fremur gekk það búð úr búð og fékk alls; staðar eitthvað — eða stundum. hvergi neitt. Sumir, sem eiga bifreiðar, óku milli búðanna til að sækja mjólk. Á miðvikudag og fimmtudag; var fjöldi heimila algerlega mjólkurlaus. Hin svokallaða mjólkur- skömmtun er alger blekking. Skömmtun er ekki hægt að framkvæma á þennan hátt, það hefði ráðamönnum þessara mála átt að hafa verið orðið ljóst fyrir löngu. Siórgjaíir berast til Vinnuheimiils berkla- sjóklinga GJAFIR eru nú teknar að berast til vinnuheimilis berklásjúklinga alverulega. Sést greinilega, að lögin um skatt- frelsi á þessum gjöfum ætia aÖ ' reynast vel, sem líka var að vænta. Eins og skýrt hefir verið áð- ur frá, gaf Oddur Helgason útgerðarmaöur fyrstur manna, stórgjöf á grunövelli þessara laga: Tuttugu þúsund krónur. Næstur varð Marteinn Ein- arsson kaupmaður með 10 þús. króna gjöf. Þá hefir og Bjarni Jónsson bíóstjóri gefið 5 þúsund krón- ur. Ásgeir Þorsteinsson verk- fræðingur hefir gefið 1000.00 krónur. Auk þesara gjafa, sem þegar hafa borizt, hefir fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, heit ið vinnuheimilinu stuðningi sín um.. Öruggt má teljast, að á næstu dögum berist vinnu- heimilinu margar og rausnar- legar gjafir. (Frá skrifstofu S. I. B. S.). Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna band, á Akureyri, ungfrú Stein- unn Sigurbjörnsdóttir frá Gríms- ey, og Guðmundur Jónsson frá Siglufirði. — Heimili ungu hjón- anna verður að Norðurgötu 33.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.