Alþýðublaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. janúar 1944.
ALBaYBUBLAPlP
5
Benedetto Croce.
Á mynd ]>essari sést hinn heimsfrægi ítalski heimspekingur og rithöfundur Benedetto Croce
á taíi við dætur sínar, er heita Alda, Lydía og Sylvía. Myndin var tekin við gosbrunninn í
garðinum við hús hans á Capri. þar sem hann dvelur nú. Banda nerin náðu Croce úr klóm fas-
istanna, þegar þeir gerðu innrásina á Ítalíu. Croce er í tölu skeLggustu andstæðinga fasistanna.
Gustav Vigelan
ÞEiGAiR GUSTAV VIGE-
LAND leið. var einhver
mikilhæfasti og frægasti lista-
maður Noregs til moldar geng-
inn. Dugnaður hans, hugmynda
auðgi og hagleikur er eindæmi
í sögu norskrar höggmyndalist-
ar.
Gustav *Vigeland fæddist í
Mandal í Noregi árið 1869. Hann
lagði brátt leið sína sem ungur
tréskeri til Osló. er þá hét Kristj
anía. Hann var nemandi þeirra
Bergslen og Skeibrok um
tveggja ára skeið. Þá fluttist
hann til Kaupmannahafnar og
nam hjá Wilhelm Bissen.
Á árum þessum bjó hann
mörg listaverk, sem vöktu mikla
athygli svo sem Hinn fordæmdi,
Víti og Dómsdagur. Síðar gerði
hann margar smámyndir og
hópmyndir svo sem Nótt og Ein
búinn. Allar eru myndir þessar
frábær listaverk.
Vigeland táknaði samband
karls og 'konu með mjög áhrifa-
ríkum hætti. Það var auðsær
skyldleiki með honum og mesta
málara Norðmanna um þessar
mundir, Edvard Munch. Skyld-
leiki iþessi fólst fyrst og fremst
í sameiginlegum skoðunum og
líku vali viðfangsefna beggja
þessara snillinga.
Skreyting dómkirkjunnar í
Þrándheimi, sem Vigeland vann
að um aldamótin, sannar glöggt
hæfni hans til þess að skapa
listaverk í gotneskum stíl. Við-
fangsefni þetta hæfði vel hug-
myndaauðgi og sköpunarhæfni
hans og má með sanni teljast
einstáett í snilld sinni allri.
Um aldamótin hefði Vigeland
lokið frumlíkani sínu af_lind-
inni, sem verða skyldi ævi-
starf hans. Lind þessi skyldi
vera skál í lögun og haldið
uppi af sex mannslíkneskj-
um í sexfaldri stærð. Henni
var ætlaður staður á Eiðs-
vallatorginu framan við þing-
húsið í Osló. En mörg ár liðu,
unz lindin var fullsköpuð frá
hendi listamannsins. Um nokk-
urra ára skeið vann Vigeland að
því að gera höggmyndir af fræg
um mönnum. Höggmyndir hans
af Henrik Ibsen, Björnstjerne
Björnson, Jonas Lie, Sophus
Bugge, Arne Garborg og fleir-
um eru frá þessum tíma. Allar
eru myndir þessar frábærilega
vel gerðar. Einhver frægasta
mynd hans frá þessum tíma er
þó hrjóstmynd af bróður hans,
Emanuel Vigeland.
i
REIN ÞESSI um Gustav
Vigeland? frægasta
myndhöggvara Norðmanna,
sem mestan orðstír hefir get-
i ið sér fyrir Lindina í Osló-
borg, er eftir Odd Hilt og
þýdd úr septehiberhefti tíma
ritisins The Norseman frá
!
. fyrra ári. Vigeland lézt hinn
í 11. marz 1943.
Vigeland tók nú að helga
krafta sína óskipta smíði hinn-
ar miklu lindar. Árið 1906 lagði
hann fram hugmynd sína að
verki þessu þar sem hann hafði
breytt frumlíkneskinu verulega.
Skyldi verk þetta alls nema rúm
um sjötíu höggmyndum úr
steini og hronzi. Þar skyldi geta
að líta tákn lífs og dauða, börn
að leikjum, konur og karla og
aldurhnigið fólk, einetaklings-
myndir og hópmyndir. Lista-
verk þetta skyldi verða ein-
stætt og bera hugmyndaauðgi
og sköpunargáfu listamannsins
glæsilegt Vitni.
Árið 1814 var Lindinni hug-
aður staður á Albelshaugen og
Nisseberget framan við þinghús-
ið í Osló. Síðar var ákveðið. að
henni skyldi fyrir komið í Frog-
nergarði.
Oslóborg lét reisa veglega
vinnustofu Vigeland til umráða
og afnota, þó að því tilskildu, að
verk hans yrðu eign borgarinnar
að honum látnum. Árið 1922 var
svo gengið frá svæði því, þar
sem lindin og höggmyndirnar,
sem henni skyldu fylgja, yrði
fyrir komið. Kostnaðurinn við
skipulagningu svæðis þessa var
metinn á tvær milljónir norskra
króna.
Það mun einstætt að borg
eins og Osló veiti listamanni
slík vinnuskilyrði sem Vigeland
voru sköpuð. -—
Honum var auðið fjárhagsins
vegna að ráðast í sköpun hverra
þeirra listaverka, sem hann
hafði hug á. Þeir listamenn eru
næsta fáir, sem notið hafa slíkr-
ar aðstöðu.
Vissulega ber þelta stórhug
og rausn Norðmanna glæsilegt
vitni og mun lengi verða minnzt
að verðleikum.
Vigeland Ivann af fádæma
kappi öllum stundum. Þegar
dauða listamannsins bar að hönd
um, hafði listaverk hans tekið
miklum breytingum frá hug-
myndinni frá 1906. Verkið hafði
sífellt verið að skapast og mót-
ast í höndúm hans, meðan hann
vann að því.
Aðalinngangurinn að garðin-
um, þar sem listverkið stendur,
liggur um lilið eitt mikið og hag
legt. Þaðan liggur vegur að Vig
landsbrúnni, sem er risasmíði úr
granít. Um fimmtíu höggmyndir
aetur að líta á báðum hiiðum
brúarinnar. Brú þessi var vígð
sumarið 1940.
Þegar komið er yfir brúna,
blasir lindin sú hin mikla við
augum í tign sinni og dásemd
allri. Hún mun standa um ald-
ur og ævi sem óbrotgjarn minn
isvarði hins mi.kla snillings.
Vigeland breytti um stíl. með
an hann vann að lindinni. Veld
ur því meðfram efni það, sem
hann gerði listaverkið úr, svo
og það, að hann hvarf að miklu
•leyti frá listastefnu þeirri, sem
harin aðhylltist allt til 1910—
1912. Sumar bronzmyndirnar
eru sem greyptar í stein. Það
ber þess vitni, hversu rnótun
steinsins hefir orkað á lista-
manninn, eflt frumleik hans og
sérstæða snilld alla.
Gustav Vigeland mun fýrst og
fremst minnzt fyrir Lind hans.
En eflaust eru margar myndir
iþær, er hann gerði í æsku' fág-
uðustu listaverk hans. Myndir
þær vitna um mikinn frumleik
og glögga sköpunargáfu. Þau
ein myndu hafa nægt til þess,
að Vigeland hefði verið skipað
á íbekk með mestu myndhöggv-
urum, sem uppi hafa verið með
norrænum þjóðum.
Vigeland hefir unnið mikið
og merkilegt ævistarf, sem mun
skapa ihonum orðstír,. er aldrei
deyr. Verk hans og minning
mun lifa, þrátt fýrir umrót og
bylgjuköst aldanna. Þau bera
hinum frumlega og sjálfstæða
snillingi órækt vitni, er verður
.talið til eindæma í sögunni.
Vigeland var rnaður sjálfstæður
og lítt næmur fyrir áhrifum ann
arra. Þess vegna hefir áhrifa
háns til þessa lítt gætt meðal
hinna yngri myndhöggvara Nor
egs. Vigeland þurfti ekki að
ganga í smiðju til annarra. Þess
vegna eru verk hans svo frum-
leg og sérstæð sem raun ber
vitni. Þau bera svipmót tignar
Framh. á 6. síðu.
Sjóslysin til umræðu. — Um breytingar, sem gerðar
hafa verið á togurunum og þýðing þeirra fyrir sjóhæfni
þeirra.
EKKERT ER eins mikið rætt
um hér í Reykjavík um þess-
ar mundir en þau hryggilegu slys,
er viff höfum beffiff á sjónum —
og tilefniff er öllum augljóst, tap
togarans Max Pemberton meff 39
mönnum. Viff höfum misst tvo tog-
ara á tveimur árum, þannig aff
þeir hafa veriff á leiff heim af
veiffum og meff þeim hafa farist
um 50 manns.
VIÐ VITUM að íslenzka sjó-
mannastéttin er kappsöm og þaö
er eðlilegur hlutur og ekki til að
lasta, en það er ekki undarlegt að
fólk reyni að finna svör við því
hvað valdi slysunum, enda er blóð-
takan svo ægileg fyrir hina fá-
mennu þjóð að það er skylda áð
reyna að finna leiðir til að forð-
ast slysin, en þær verða ekki
fundnar, nema leitað sé orsakanna
til þeirra.
MEÐ ÞETTA fyrir augum hafa
rannsóknir líka verið látnar fara
fram á einu stórslysi, Þormóðs-
slýsinu, en sú rannsókn var fyrir-
skipuð eftir að Sigurjón A. Ólafs-
son hafði lýst nauðsyn slíkra
rannsókna í grein hér í blaðinu.
Enn fremur var rannsókn látin
fara fram á óhappi, sem kom fyrir
togara í góðu veðri, er hann var að
veiðum — og gat valdið ægilegu
slysi. Niðurstaða annarar þessara
rannsókna er kunn en annarar
ekki. Niðurstöður Þormóðsrann-
sóknaririnar hafa nú legið í stjórn-
arráðinu — til mikillar furðu
fyrir þjóðina ■— í rúma 5 mánuði.
f SAMBANBI við síðasta slysið
er mjög rætt um breytingar, sem
sagt er að gerðar hafi verið á flest-
um togurunum, stækkun lestar-
rúms þeirra. Fer mjög tveim sög-
um um þýðingu þessa fyrir sjó-
hæfni skipanna og er nauðsynlegt
að einmitt þetta atriði sé tekið til
rannsóknar af sérfróðum mönnum
og að niðurstöður þeirrar rann-
sóknar séu gerðar heyrinkunnar.
ÉG HEF FENGIÐ nokkuð mörg
bréf um þetta eíni, undanfama
daga. Hér er um ákaflega við-
kvæmt mál að ræða og nauðsyn-
legt að skrifa og tala um það af
skilningi og án þes að vera með
áfellisdóma yfir einstökum mönn-
um og stéttum. Flest þessara bréfa
get ég ekkí birt — og eru þau þó
flest frá mönnum, sem stunda
sjómennku. En eitt þeirra vil ég
nú birta. Það er frá „J. H.“ — og
fer hér á eftir:
„MIG LANGAR TIL þess að
spyrjast fyrir um það, hvort
nokkuð muni vera hæft í sögu
þeirri, sem sögð er nú manna á
milli hér í bæ, þ. e. að nýlega hafl
á togaranum Max Pemberton
farið fram all víðtæk breyting á
lestarúmi skipsins, þannig að í
framlest eða framanvert í skipið,
kæmi mun meiri þungi, þegar það
er fullhlaðið, heldur en í upp-
hafi við byggingu þess var gert
ráð fyrir. Sé saga þessi á rökum
byggð, þá vil ég spyrja: Hver
hefir verið frumkvöðull að slíkri
hreytingu, hver hefir annast hana
í verkinu og hvað segja vátrygg-
ingarfélögin um slíkt, ef þetta er
eigi gert með þeirra fullkomnu
samþykki? “
„ÞAÐ MUN EIGI vera vanda-
lítið að breyta lestarúmi skipa svo
nokkurru nemi, sízt smáskipa, sem
mæta eiga miklum sjógangi. Slíkt
mun varla' við annara hæfi að
gera, heldur en hálærðra „Skibs-
konstruktora“, sem nákvæman
uppdrátt fá af skipinu. Þáð fylgir
sögu þessari að nokkrum öðrum
fiskiskipum hafi verið eða sé ver-
ið að breyta á sama hátt“.
ÍÉG VÆNTI ÞESS, að þessura
fyrirspurnum bréfritarans sé svar-
að sem fyrst á einhvern hátt. Það
er nauðsynlegt fyrir alla aðila að
þessi mál séu upplýst.
Hannes á horninu.
Svensk skipasmlðastöð
sem getur tekið að sér smíði á stærri og
minni vélskipum fyrir útgerðarmenn á
íslandi, óskar eftir að komast í samband
við væntanlega. kaupendur. Fyrirspurnir
óskast sendar sem allra fyrst til:
C. A. W. Aktiebolag, Pósthólf 891, Réykja
vík ásamt öllum nauðsynlegum upplýs-
ingum, og helst teikningum, ef möguiegt
er.
Unglingar óskast
strax til að feera blaSið til kaupenda víðs vegar um
feæi**. Talið strax við afgreiðsluaa.
Alþýðublaðið, sími 4900.