Alþýðublaðið - 26.01.1944, Page 8

Alþýðublaðið - 26.01.1944, Page 8
ALPYPUBLAÐIf* * VOU ARE PERHAP5 i SURPRISED TO SEE.ME \ HERE, EH ? m P05ITION ' IS A LITTLE DIFFERENT, ANID I ASSLlRE VOU X HAVE A MUCH FREER HAMD/ SO 5HE DID/ BUT AS VOU SEE, r WA5 ■7 LUCKY/__ X THOUGHT VOUR WIFE SHOT VOU BEFORE VOUR PLANE GOT -7 AWAY/ r—' ÖRN: ,,Ég hélt að konan yðar hefði skotið yður, áður en þér sluppuð brott í flugvélinni." TODT: „Svo að þér hélduð það. HOWEVER, LIEUTEMANT, En eins og þér sjáið, þá slapp ég. Öðru máli gegnir með yð- ur. Ég er hræddur um að þér verðið ekki svo heppinn.“ Miðvikudagur 2G. janúar 1944- IRYNDA* TODT: „Jæja, ungi. vinur. Ég held að kominn sé tími til að IAGA við tökum málin fastari tökum. Þér eruð kannske dálítið undr- andi yfir því að sjá mig hér. Aðstaða mín er nú töluvert breytt og ég fullvissa yður um að ég hefi nú frjálsari hendur.“ iTJARNARBlðl LAJLA Kvikmynd frá Finnmörk eftir skáldsögu A. J. Friis, leikin af sænskum leikur- um. \ Aino Taube Áke Oberg Sýnd kl. 5, 7 og 9. mögulegt, hugsaði hún. Mér tekst iþetta ebki. Það verður kom ið myrkur áður en ég kemst til sæluhússins að Arli, og ihvað þá? Það er bezt að snúa aftur heim- leiðis o.g gleyma þessu ævintýri, hugsaði hún. En þegar hún leit til baka yfir ■ jökuibreiðuna, sem hún var búin að fara yfir, virt- ist hún vera endalaus og fjall- ið ákaflega f jarlægt. Hins vegar virtist Grauhorn vera örskammt framundan. Hún reyndi að draga andann rólega og kallaði einu ‘sinni enn. En henni barst ekkert svar nema bergmálin fjögur. Hún lokaði augunum, því að henni reið á. að þau væri örugg og hvöss, ef hún ætti gð geta fundið síóðina. Bak við lokuð augnaiok hennar biðu hennar fagrar hillingar. Hún sá Kristófer ganga yfir þennan sama jökul eins og hún hafði séð hann gera þegar þau gengu saman. Harm þrammaði á und- an henni öruggur og rólegur eins og hann væri alls ekki á leið yfir flughálan og hættulegan jökul, þar sem bláar jökul- sprungurnar voru allt um kring, 'heldur á göngu um velræktaða og flauels'mjúka grasfleti ætt- lands síns, Englands. Þessi sjón var svo greinileg og skemmti- Xeg, að Marion brosti að henni með lokuð augu og hélt jafnvel áfram að brosa eftir að hún hafði opnað þau. Hún reyndi að öðlast jafnvægi á ný. Þegar hún svipaðist um af háum ís- hrygg, sá hún slóðina fyrir neð- an sig. Þangað gat ekki einu sinni verið tuttugu metra vega- lengd, en það voru tveir ís- hryggir og jökulsprunga milli hennar og slóðarinnar. Það var þegar Marion var á leið yfir jökulspöng, að grund- völlurinn sveik hana allt í einu. Það, sem að höndum bar, skeði svo skyndilega, að hún áttaði sig naumast á því. .Hún fann, að hún féll niður í gegnum jök- ulspöngina og fálmaði í kring- um sig eftir handfestu, en ísinn brast undan höndum hennar. Hún hélt áfram að falla. Eitt- hvað hvítt og kalt, áþekkt snjó, þyrlaðist umhverfis andlit hennar, og hún fann einhvers staðar þrennandi sársauka. Öx- in var rifin úr hendi hennar af einhverri viðspyrnu. sem var sterkari en tak hennar. Hún hélt áfram að falla, falla. Það virtist vera endalaus vegalengd niður í iður jökulsins. Að lok- um var fall hennar stöðvað af hörðum krystallsvegg, er skaut upp á móti henni. Hún kenndi sársauka, en settist upp. — Þetta er heimskulegt, sagði hún upphátt og var mjög ströng við sjálfa sig. Nú reið henni á að vera ströng og láta ekki óttann, sem hrapið hafði vakið, ná valdi yfir sér. Hjart- að barðist í br.jósti hennar og hún hríðskalf. Draga djúpt andann! skipaði hún sjálfri sér og hlýddi skipuninni. Að fáum mínútum liðnum — eða kannske það hafi aðeins skipt sekúnd- um -— hafði hún náð valdi yfir taugakerfi sínu og tók að vega og meta kringumstæður sínar. Augu hennar voru nú tekin að venjast hinum kynlegu Ijósa- skiptum þarna niðri, og hún svipaðist um. Það var skrítið — og alveg eftir Marion — að það fyrsta, sem henni hvarflaði í hug, var: Hvílík fegúrð! Hversu ólýsanlega og ótrúlega fagurt! Það næsta, sem hún gerði, var að stinga hendinni í vasa sinn og draga þaðan upp vindlinga. Hún sogaði að sér reykinn og fór að hlæja. ■— Þetta er það skrýtnasta, sem fyrir mig hefir komið, sagði hún upphátt. — Þú ert meiri þvaðrarinn, stúlka mín, sagði hún. — Þú talar við sjálfa þig. Gerðu það ekki. Hertu upp hug- ann. Hún herti upp hugann og tók að vega allar aðstæður. Þetta horfði ekki eins illa eins og hún hafði haldið, meðan hún var að hrapa. Henni hafði virz.t þetta viðlítka eins og hún hefði hrapað ofan af efstu hæð Em- pire State Building og til jarð- iar. En þegar hún leit upp fyrir sig, sá hún. að brún jökulsprung unnar var ekki ýkjalangt í burtu. Fjarlægðin frá ísbrík- inni, sem hafði stöðvað fall hennar, og upp á yfirborð jök- ulsins var ekki meiri en fjar- lægð frá gólfi herbergis og upp að loftinu. Himininn var dimm ur og mjög nálægur. Sólargeisli náði að skína niður í jökul- sprunguna og féll á vegginn gegnt' Marion. Það var einhver ákveðin fullvissa og hughreyst- ing í þessum sólarbjarma, sem hún gat næstum því snert. Hins vegar var það ekki ánægju leg sjón að líta niður í koldimmt gímald jökulsprungunnar fyrir neðan hið hættulega hásæti hennar. Marion varð órótt í skapi, þegar hún sá leið axarinnar sinnar þarna niður. Eggin hafði markað far í sprunguvegginn í um það bil þrjátíu 'feta vega- lengd niður ,en þar breikkaði sprungan mjög og varð að blá- svörtu gímaldi. Það var sýni- lega engin von um að heimta öxina aftur. Það er því bezt að kyssa hana í kveðjuskyni, hugs aði Marion. og lagði hart að sér til að líta björtUm augurn á slys sitt. Hún reykti vindlinginn og slökti eldinn í stúfnum á ísnum, áður en hún kastaði hon- um niður í sprunguna. Þetta var bersýnilega_ mjög skemmtilegt. HABAKUK BOÐIÐ TIL SÆTIS. Skozkur prestur hajði getið ítarlega allra stóru spámann- anna og voru sumir í söfnuð- inum farnir að dotta, þegar röðin kom að minni spámönn- unum. „Og nú er röðin komin að Habakúk,“ sagði prestur hátíð- lega. „Hvar eigum við að skipa honum í sæti?“ Reis þá upp einn syfjulegur safnaðarmeðlimur og sagði: „Hann getur fengið sætið mitt, því að nú fer ég heim.“ * * * VORKULDAR. Þann 12. júní kom norðan með frosti og fjúki, svo snjóaði í byggð, en tók haga á byggðar- fjöllum. Það hélzt við þrjá daga sunnanlands, viku fyrir norðan, svo fé dó, en fyrir nautpening var snjór af mokaður. Eyddust bæir fáeinir um vorið í Þist\l- firði næst Langanesi. í Stranda sýslu var varla sauðgras á Jóns- messu. Dóu af vesöld nokkrar manneskjur fyrir norðan. Setbergsannáll 1696. Helgi Jónsson, til heimilis í Öxnafelli í Eyjafirði, var eitt sinn á ferð síðla dags með kú í eftirdragi. Kunningi hans mætti honum, og kvaðst hann hafa haldið, að þar væri draugur á ferð, er Helgi fór. Helgi var hagorður og kastaði þá fram þessari stöku: Það er ei draugur, sem þú sérð sveima um græna velli, heldur er með Hjálmu á ferð Helgi í Öxnafelli. MEÐAL BLAIWIANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO i félagamir þegar til óspilltra málanna með nýjum kröftum og nýrri von. Veðrið varð aftur stillt og fagurt eins og verið hafði. Regnið vakti allan hinn sofandi gróður af dvala sínum. Trén brutu brumknappa sína og blómin sprungu út. Fjöl- margar jurtir komu í ljós, og mikill vöxtur hljóp í grasið. Skógurinn skrýddist grænu flosi. Wilson hafði borið fram þá tillögu, að þeir félagar ristu upp moldina á dáiitlu svæði og sáðu þar því, sem þeir áttu eftir af ertum. Og tillaga hans var samþykkt nú sem endra- nær. Hann og Páll voru einmitt í önnum við starfa þennan, þegar Hjálmar, er verið hafði á veiðiferð úti á ströndinni, kom hlaupandi allt í einu og bar hratt yfir. ^ — Viliimennirnir koma, hrópaði hann óttasleginn. — — í mörgum bátum. Ég hefi þegar talið yfir tuttugu. —! Og þeir stefna beint hingað. Hvert skyldi erindi hinna innfæddu vera? Komu þeir samkvæmt tilvísun kvennánna, sem höfðu sézt hér á dögunum? Komu þeir til þess að hremma hina ókunnu menn, sem komið höfðu sem óboðnir gestir og setzt að á landareign þeirra? Myndu'hvítu mennirnir — sem voru svo fámennir gegn ofureflinu — geta gert sér minnstu von- ir um að veita viðnám, ef blökkumennirnir réðust til upp- göngu á höfðann? Þeir félagar gátu að sönnu leitað til hell- MOW, MY VOUNG FRIEND, IT'STIME FOR US TO TALK BUSINESS/ SH NYJA BIÓ BS Sogur frá Man- haffan. Rita Hayworth. Ginger Rogers. Henry Fonda. Charles Laughton. Paul Robeson. Edward G. Robinson. Og 46 aðrir þekktir leikarar. Sýnd klukkan 6.30 og 9. Ellery ræl^isr gátasmaB Leynilögreglumynd með Ralph Bellamy og Margret Lindsay. Sýnd klukkan 5. Marion glotti. Hún hagræddi sér, til þess að betur færi um sig, og hugsaði ráð sitt. Það var heppilegt að sprungan hennar var aðeins fáein fet frá þeirri leið, sem flestir þeir, er yfir jökulinn fóru, völdu sér. Ef hún kallaði í sífellu myndi heyr- ast til hennar. Það voru fimm menn á jöklinum einmitt nú. Einhver þeirra hlyti að heyra til hennar. Og einn þessara manna var Kristófer. Henni virtist langeðlilegast að hugsa sér, að GAMLA BÍÓ ! Afbrýðissamar konur (The Feminine Touch). Rosalind Russell. Don Ameche Kay Francis. Sýnd klukkan 7 og 9. FLOTTI UM NOTT. Fly by night). Richard Carlson, Nancy Kelly. Sýnd kl. 5. Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. einmitt hann myndi koma og tojarga henni úr þessum torfær- 'um. Og ef ekki það, hugsaði Marion. ef ekki, þá verð ég að bjarga mér sjálf. Það verður ekki auðvelt án þess að hafa reipi, en það verður að gerast. Augu hennar hvörfluðu ósjáif- rátt um sérhverja ójöfnu í sprunguveggnum, þar er vænta mætti fótfestu eða handfestu. Þetta væri barnaleikur einn, ef ég hefði öxina mína, hugsaði. Marion. Hún sá gerla, hvar hún

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.