Alþýðublaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 2
a Sjómenn krefjast anktns eftirltts með skipnnnm. Sampykktir aðalfnndai* Sjó- mannafélagsins fi fyrrakvöld. AÐALFUNDUR Sjómannafélags Reykjavíkur, sem hald- inn var í fyrrakvöld tók til umræðu öryggismál sjó- manna og þau slys; sem orðið hafa á sjónum upp á síðkastið. Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundinum í einu hljóði: „Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur, 25. janúar 1944, samþykkir: 1. Að fela stjórn félagsins að beita sér af alefli fyrir auknum ráðstöfunum gegn hinum tíðu og stórfeldu sjóslysum, er mjög færast í vöxit, sam^nber Max Pembertonslysið. 2. Að leita samvinnu við önnur stéttarfélög sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði um þessi mál eins og tíðkast hefir frá styrjaldarbyrjun. 3. Að leita aðstoðar ríkisstjórnarinnar og alþingis um setn- ingu hverskonar löggjafar, sem að haldi megi koma til öryggis mannslífunum á sjónum. 4. Að framkvæmdavaldið og eftirlitið með öryggismálunum verði skerpt fr á því sem nú er og það fái ákæruvald jöfnum höndum. 5. Að sjómannastéttin sé vel á verði um, að öllum settum öryggisreglum sé framfylgt og aðvari rétta hlutaðeigend- ur, þar með stjórnir stéttarfélaganna, um allt, sem vanrækt kann að vera um borð í skipunum, er að öryggi lýtur. 6. Að gera sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að skipin séu ofhlaðin, jafnt við veiðarnar sem á ferðum til hafna og á' milli landa, enda leiti sjómennirnir aðstoðar stéttarfélag- anna í hvert sinn, ef um árekstur er að ræða út af þessum málum. Dýðingaimikill Arsknrðnr félagsdóms fyrir sjómenn. Með honum er skorið úr þrætumáli um orlofsfé hlutarsjómönnum til handa. FÉLAGSDÓMUR kvað í fyrradag upp dóm, sem hefir mikla þýðingu fyrir alla hlutasjómenn í landinu. Er með dóminum skorið úr þrætumáli um orlofsfé, sem staðið hefir milli sjómanna og útgerðarmanna. í úrskurði félagsdóms segir: .,Mál þetta er höfðað hér fyr- ir dómi með stefnu, dags. 6. des. f. á., af Alþýðusambandi íslands f h. Sjómannafélags ísafjarðar vegna Hannibals Einarssonar gegn Vinnuveitendafélagi Is- lands f.h. Vinnuveitendafélags Sigluf jarðar vegna Friðriks Guð jónssonar til greiðslu á orlofsfé, kr. 228,72, ásamt ársvöxtum frá stefnubirtingardegi til greiðslu dags og málskostnaði eftir mati dómsins. Stefndi krefst sýknu af kröfu stefnanda og málskostnaðar úr hendi hans eftir mati dómsins. Tildrög máls þessa eru þau, að Hannibal Einarsson var skip- verji síðastliðið sumar á mót- orskipinu Birni austræna, sem gert var út á síldveiðar af Frið- riki Guðjónssyni útgerðar- manni á Siglufirði. Stundaði skipið eingöngu herpinótaveið- ar meðan Hannibal var á því. Hannibal var ráðinn með þeim kjörum, er getur í kauptaxta sjómannadeildar verkamanna- félagsins Þróttar á Siglufirði, en samkvæmt honum skyldu skipverjar fá 35% af veiðinni, er skiptist í 16 staði. Skipsverj- ar áttu að fæða sig sjálfir. Salt sem notað væri til þess, ,,að salta með lausa síld í lest eða á dekki um borð í skipum“, skyldi greiðast af óskiptum afla, samkv. 8. gr. kauptaxtans en annan kostnað við útgerðina greiddi útgerðarmaðurinn. Út- gerðarmaður skyldi annazt sölu á aflahlut, en honum var óheim- ilt að gera samning um sölu á óveiddum afla, án samþykkis skipverja eða trúnaðarmanns þeirra, og ávallt áttu skipverj- ar að njóta þess verðs, sem veiðin seldist fyrir. Andvirði aflahluta Hanni- bals nam kr. 5718.06. Telur hann að sér beri, samkvæmt 4. gr. laga nr. 16/1943 um or- lorf, 4% af þeirri upphæð í or- lofsfé, eða hin umstefnda upp- hæð kr. 228.72. Stefndur telur hinsvegar að hér eigi við ákvæði b-liðs T. gr./orlofslaganna, og eigi stefnandi því aðeins rétt á 2% af andvirði aflahluta sins í orlofsfé, eða kr. 114.36, og hef- ir hann boðið fram greiðslu á þeirri upphæð. Samkvæmt 1. gr. b-lið laga nr. 16/1943 um orlof, eru und- anteknir frá ákvæðum laganna um rétt til orlofs „starfsmenn fiskiskipanna, sem ráðnir eru Frh. á 7. síðu. ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. janúar 1944» Verðnr Krísnvikurvegnrinn fnligerðnr á næsta snmri? Sú leið virðist vera mikiu heppilegri en gamla ieiðin. Fjárveitinganefnd alþingis á ferðalagi í svörtum byl á báðum leiðunum. O INS OG KUNNUGT ER hefir aldrei — á síðustu tutt- ugu árum — verið eins erfitt um samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendisins og á þessum vetri. Hefir þetta meðal annars komið oft mjög áberandi í ljós hér í Reykjavík vegna skorts á mjólk — en mikill meiri- hluti mjólkurinnar, sem Reykvíkingar nota, er fluttur hing- að austan yfir fjall. LoksiDS í pær var alþinpi skýrt frð bréfi ríkisstjórans! Þingfundir voru baldnir í gær að nafuinu til. Y OKS í gær skýrði forsetí A-d sameinaðs þings þingheimi frá bréfi ríkisstjóra. Ekki las hann bréfið upp heldur lét sér nægja að geta þess, að forseta sameinaðs alþingis hefði borizt bíréf ^frá ítjíkisstjóra og hefði það verið afhent skilnaðarnefnd til athugunar. Taldi forseti ekki ástæðu til að lesa bréfið fyrir þingmönnum, með því að það Frh. á 7. síðu. Jón Ivarsson dæmdur í gær í hæslarélli. í 400 króina sekt og greiöslu alls sakar og málskostnaöar. Undanfarin ár hefir mjög ver ið rætt um það, að hin svokall- aða Krísúvíkurleið væri miklu heppilegri sem samgönguleið milli Reykjavíkur og austur- sveitanna en gamla leiðin um Hellisheiði. Undanfarið hafa verið birtar fregnir um það, að meðan Hellisheiðarleiðin væri alger- lega ófær, þrátt fyrir snjóýtur okkar og ruðningsmenn, snjó- bíla o. s. frv. væri Krísivíkur- leiðin fær. Mjólkursölunefnd hefir haft þessi mál til athugunar undan- farið og meðal annars komið að máli við fjárveitinganefnd alþingis og farið þess á leit að hún áætlaði nægilegt fé til þess að fullgera Krísuvíkurveginn á næstu fjárlögum. Eins og kunnugt er var lagð- ur nokkur hluti Krísivíkurveg- arins árin 1936—1940 og hefir þegar verið lagður vegur, hérna megin, sem er um 14 km. á lengd. Ölfusmegin er búið að leggja veg sem er um 11 km. á lengd. Þá er eftir að leggja veg, sem er um 50 km. á lengd og er gert ráð fyrir að hann muni kosta nokkrar milljónir króna. En þó að þetta sé mikið fé,þá ber þess að gæta, að þegar samgöngur á þessari leið tepp- ast þá tapast tugir þúsunda króna. Mjólkursamsölunefnd bauð í gær blaðamönnum, samgöngu málaráðherra, samgöngumála- nefndum alþingis og fjárveit- inganefnd í ferðalag um Krísi- víkur- og Hellisheiðarleiðirnar. Veður var ákaflega slæmt, á- kafur bylur og austanátt, eða eins og skilyrði geta verst orðið fyrir Krísivíkurleiðina. Ferðafólkið komst alla þá leið, sem vegur liggur Krísi- víkurleiðina. Voru þó allmikil þyngsli í ,,skarðinu“ en þó ekki svo að ekki yrði yfir þau kom- ist. — Um þann kafla leiðar- innar, sem ekki hefir enn verið veglagður, skal ekkert sagt um hér, en kunnugir menn full- yrða, að hann myndi vel fær, þrátt fyrir fannkingið. Eftir að hafa farið þessa leið var reynt að komast aust- um«á Hellisheiði, en bifreiðarn- ar komust aðeins að Baldur- haga — og urðu þar að snúa við aftur heim til Reykjavíkur. Fréttir bárúst þó um það að snjómoksturinenn og vélar væru í Svínahrauni. Var þó talið mikið óráð að gera til- raunir til að brjótast austur yfir. Að sjálfsögðu er öllum ljóst, að lífsnauðsyn er á því að sam- göngur séu sem greiðastar milli Reykjavíkur og austursveit- anna. Ef fjárveitingavaldið tel- ur að Krísivíkurleiðin skapi skilyrði fyrir öruggum sam- göngum, þá er vitanlega æski- legt, að nægilegt fé verði veitt til að vegleggja hana, og það sem fyrst. [ GÆRMORGUN var *■ kveðinn upp í hæstarétti dómur í máli Jóns ívarssonar fyrverandi kaupfélagssijóra í Höfn í Homafirði. Var hann dæmdur í 400 kr. sekt, eða 10 daga varð- hald og greiðslu alls sakar- og málskostnaðar. Niðurstöður og dómur hæsta réttar eru á iþessa leið: Ár 1944. miðvikudaginn 26. janúar, var í hæstarétti í málinu mr. 59/1943: Valdstjórnin gegn Jóni Ivarssyni uppkveðinn svohljóðandi dómur: Þegar lög nr. 99 19. des. 1942 og auglýsing sett samkvæmt þeim sama dag komu til fram- kvæmda, voru í gildi ýmis á- kvæði um hámarksverð á vör- um og hámarksálagningu á vör um er sett höfðu verið af dóm- nefnd í .verðlagsmálum, sbr. 5. gr. laga nr. 79/1942 og ákvæði itil íbráðabirgða í þeim lögum. í nefndri auglýsingu 19. des. 1942 er lagt bann við því að selja í heildsölu eða smásölu á landi hér nofckra vöru innlenda eða erlenda við hærra verði en lægst var á henný á hverjum stað 18. des. 1942. Ákvæði þessi skyldu gilda til og með 28. febr. 1943 Nú kom það í ljós, að verðfag sömu vöru á sama verzlunar- stað þann il8. des. 1942 var mis hátt, og það á vörum, er verð- lagðar höfðu verið í samræmi við ákvæði dómnefndar í verð- lagsmálum. Þessu olli misjafnt innkaupsverð. Virtist þó dóm- nefndinni hæpið að banna verzl unum að sélja vörur iþví verði. sem dómnefndin hafði áður á- kveðið, og verzlanir því höfðu löglega á þær sett. Dómnefndin lagði þetta mál fyrir ríkisstjórn ina, og varð það að ráði, að ekki skyldi ferajfi^t lækkunar vöruverðs fram yfir áður aug- lýst hámarksverð, enda færi á- lagning eigi. fram úr leyfðu há- marki. Samkvæmt þessu aug- lýsti dómnefndin 23. des. 1942 hámarksákvæði þau, e)r giltu fyrir 18. s. im. og lýsti því jafn- f-ramt, að áður auglýstar ákvarð anir um hámarksálagningu skuli vera áfram í gildi. Þessar á- kvarðanir ríkisstjórnarinnar og dómnefndar tilkynnti Samband íslenzkra samvinnufélaga kærða ií símskeyti 31. des. 1942 og; bréfi 2. jan. 1943. Hefir nú verið lýst ákvörðun verðlagsyfirvalda um fram- kvæmd ákvæða auglýsingarinn ar frá 19. des. 1942, og skal þá <vikið að einstökum kæruatrið- um. 1. Kolin. Svo sem í héraðs- dómi segir, keypti kærði fyrir hönd Kaupfélags A.-Skaftfell- inga 62 smálestir of kolum frá Norðfirði. Var uppskipun kol- anna á Hornafirði lokið 12. jan. 1943. og reyndist kos tnaðarverð iþeirra kominria i hús þar, kr. 242,52 hver smálest. Kaupfélag ið.átti fyrir um 30 smálestir af feolum, en það hafði fyrir 18. des. 1942 selt feolasmálest hverja á 175 krónur. Kærði verðlagði nú nýju og gömlu kol smálestina og hélt þeim í því in sameiginlega á 220 krónur verði til 20 jan. 1943. Seldist af kolabirgðunum á tímabifinu frá 13.—20. janúar 9425 kg. til 39 •kaupenda. Á þessum tíma hafði kærði gert ítrekaðar tilraunir tl þess að fá samþykki dóm- nefndar og ríkisstjórnar til þess að selja kolin kostnaða'rverði eða vilyrði ríkisstjórnarinnar um bætur úr ríkissjóði, ef feol- in væru seld fyrir 175 kr. smá- lestin. Hvoriugu þessu fékk hann framgengt. Tók hann þá þann 20. janúar það ráð að lækka verð kolanna niður í 175 krón- ur smálestina og endurgreiða vérðmuninn þeim, er keypt höfðu kolin hærra verðinu. Er þeirri greiðslu talið lokið. Sala kolanna 13.—19. jan. við því verði, er að framan greinir, varðaði að vísu við auglýsingu nr. 100/1942, en íþar sem mál- inu var svo háttað sem áður er lýst, og ofgoldið kolaverð hefir verið. endurgreitl samkvæmt á- kvörðun kærða, er hann tók af sjálfsdáðum og áður en hann fékk vitneskju um kæruna á hendur sér, þá þykir refsing fyr ir þann verknað, er hér greinir, eiga að falla niður samkvæmt 8. tölulið og síðustu málsgreinar 74. gr. laga nr. 19/1940. 2. Kornvörur og sykur. Hér verður að greina á milli tvenns konar vöru: a. Fyrst kemur til atbugun- ar vara. er kærði fékk í nóvem- ber 1942, verðlagði í des. s. á. ■og seldi ekki fyrr en eftir 12. jan. 1943. Verð vöru þessarar var hærra en verð sömu vöru- tegunda haifði verið í Kaupfé- Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.