Alþýðublaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 3
ferjðjudagur 8. februar 1844 Svipur hjá sjón. ÍDESEMBERMÁNUÐI síð- astliðnum skeði það, að Þjóðverjar misstu orrustu- skipið „Scharnhorst“, en það var annað öflugasta herskip þeirra. ' Þar með er þýzki rflotinn aðeins svipur hjá .sjón og úr sögunni, sem hættulegt vopn í orrahríð þ>eirri, sem nú geisar. Undir forustu Erichs von Raeders flotaforingja unnu Þjóðverjar markvisst að því starfi að koma sér upp herskipastól, sem Bretum gæti stafað veru leg hætta af. í sumum atrið- um reyndust Þjóðverjar brautryðjendur svo sem bygg dngu hinna svokölluðu vasa- orrustuskipa. Þau skip voru í fyrstu þrjú, en nú mun eitt eftir. nefnilega „Admiral UM AFDRIF eins þeirra er ó- kunnugt, en einu þeirra var sökkt í stríðsbyrjun eftir mikla sjóorrustu undan mynni Plata-fljótsins í Suð- ur-Ameríku. Það var „Graf von Spee“. Síðan byggðu Þjóðverjar stærri orrustu- skip, hraðskreiðari og betur vopnuð en almennt gerðist um skip af þessu tagi, orr- ustuskipin „Scharnhorst“ og „Gneisenau“. Skip þessi voru 26.000 smálestir að stærð og voru Bretum mikið áhyggju efni, einkum meðan þau lágu í frönskum höfnum og voru gerðar ítrekaðar loftárásir á þau, án þess að tækist að granda þeim. Síðan sluppu skip þessi heim til Þýzka- lands gegnum Ermarsund, syo sem menn muna og fengu Bretar ekki að gert. EKKI HEFIR ÞJÓÐVERJUM nýtzt vel skipakostur Raed- ers. Að vísu unnu þeir nokkra stundarsigra, svo sem er þeim tókst að sökkva orrustu beitiskipinu „Hood“ fyrir Bretum, en það varð þeim skammgóður vermir, því „Bismarck“ hinu fræga orr- ustuskipi Þjóðverja, með i stærstu herskipum heims, var sökkt nokkrum dögum síðar. Annað skip eiga Þjóð- verjar af sömu gerð, „Tirp- itz“, en það mun vera mjög laskað eftir hina djarflegu árás hinna brezku dvergkaf- báta, er það lá í höfn í Norð- ur-Noregi. FYRIR RÚMU ÁRI SÍÐAN til- kynnti hinn nýi flotaforingi Þýzkalands, Karl Dönitz, sem tekið hefði við embætti von Raeders, að nú yrði öll áherzla lögð á kafbátahern- aðinn og gaf þar með til kynna, að ný stefna hefði verið tekin í sjóhernaði Þjóð verja. Ekki er annað vitað, i en að Þjóðverjar hafi nú hoi’f ið frá smíði stórra herskipa eða flugvélaskipa. Tilætlun þeirra var sú, að lama með öllu flutninga milli Banda- ríkjanna og Bretlands, með sífelldum kafbátaárásum. Þau áform þeirra virðast hafa brugðizt, og þar um kennt auknum skipastóli banda- manna, sem hafður er skipa- lestum til verndar og aukinni ___________________ ALÞYPUBLAÐIP Rússar hefja nýja sókn norður af Krimskaga. P>eir hafa sóft fam um 50 km. og fellt 12 jþúsiifid! ^Jó^verJa. RÚSSNESKIR herir hafa byrjað nýja sókn norðan við Krím- skaga. Hófst sókn þessi fyrir 4 dögum og á þeim tíma hafa framsveitir Rússa sótt fram um 50 km. á sumum stöðum, í átt- iria til Bug-fljóts. Rússar felldu um 12 þúsund Þjóðverja á fyrstu dögum sóknarinnar. Mikilvæg járnbrautarstöð á brautinni frá Nikopol til Krivoirog féll í hendur Rússum eftir harða bardaga, sem sækja örugglega í áttina til Nikopol. ar. S í frumskógum Nýju-Georgíu. Stöðugt berast fregnir um harðnandi átök Bandaríkjamanna og Japana á Kyrrahafssvæðinu. Á myndinni sjást amerískir skot- liðar við fallbyssu sína einhvers staðar í frumskógum Nýju Ge- orgíu og gefur myndin nokkra hugmynd um hin erfiðu skilyrði, sem við er að etja á þessum slóðum. Mótspyrna Þjóðverja á Italíu harðn- andi. Þeir hafa fengið mikinn liMauka. Baudamenn halda þó öllum stöðvum sínum við Anzio-svæðið og Nettuna. GAGNÁHÍLAUP Þjóðverja fara enn harðnandi á ítaliu-víg- slöðvunum og hefir þeim borizt liðsauki. Meðal annars hafa þeir flutt 715. fótgöguliðsherfylkið á vettvang, en það var áður í Suður-Frakklandi. Bandamenn halda öllum stöðvum sín- um á Anzio-vígstöðvunum og undanfarna daga hafa allmargir þýzkir fangar verið teknir. Við Cisterna varð Þjóðverjum í fyrstu nokkuð ágengt, en þeir urðu að hörfa á nýjan leik, vegna harð- vítugrar mótspyrnu Bandaríkjamanna á þessum stöðvum. •----------- . . Nokkru norðar, á Cherkassy- vígstöðvunum, vinna Rússar að tortímingu um 100 þásund manna hers Þjóðverja, sem hefir verið gersamlega innikróaður. Eru hersveitir þessar orðnar nær skotfæralausar og lítið er um matvæli. Þjóðverjar hafa reynt að flytja herjum þessum birgðir loftleiðis, en árangurslítið. 17 þvíhreyfla flugvélar Þjóðverja voru skotnar niður í tilraunum þessum. Samkvæmt Stokkhólms fregnum hefir yfirmaður hinna innikróuðu herja beðizt leyfis til þess að gefast upp. Rússar halda einnig áfram sókninni inn í Eistland. Er sagt, að allmargt manna þar í landi flýi sem óðast til Tallin, höfuð- borgar landsins, sem er <um 190 ,km. frá landamærum Rússlands og Eistlands. Á Póllandsvígstöðv unum eru Rússar komnir um 50 km. suðaustur af borginni I Rovno, sem er um 80 km. innan landamæranna. Er síðast fréttist voru Rússar um 130 km. frá Lwow, sem er rammlega víggirt borg á landa- mærum Rússa og Þjóðverja frá 1939. Flugher Rússa hefir verið athafnasamur að udanförnu og hafa þeir 'beitt hinum frægu Stornovik-steypiflugvélum sín- um. Loftárásir hafa og verið gerðar á Tallin og Helsinki og er talið, að verulegt tjón hafi hlotizt af. Loks er sagt í fregnum í gær- kveldi, að Rússar séu nú komnir að úthverfum Narva í Eistlandi og Nikopol á suðurvígstöðvun- um. Er talið, að borgir þessar falli Rússum í hendur þá og þeg- notkun flugvéla til verndar skipalestunum. ÞAÐ ER BERSÝNILEGT, að ef Þjóðverjum tekst ekki að rétta hlut sinn í sjóhernaðin um, geta bandamenn haft alla hentisemi um hergagna- og liðflutninga til Bretlands og Rússlands og er því út- séð um lokasigur banda- umanna þegar af þeirri á- stæðu. Þjóðverjar gátu aldrei lagt til mikillar sjóorrustu við breta, til þess var leikur inn of ójafn, en þeir gátu sent hin öflugu herskip sín til skyndiárása á skipalestir í Norðurhöfum og unnið tals vert tjón á þann hátt. UM LEIÐ og „Scharnhorst“ I var sökkt og „Tirpitz“ stórlaskað, brugðust von- ir Þjóðverja um úrslita- áhrif á gang styrjaldar- innar. Bretum stendur ekki Þjóðverjar segja hins vegar, að árásum Rússa milli Finnlands flóa og Peipus-vatns hafi hvar- vetna verið hrundið og er í sxun um fregnum sagt frá glæsileg- um varnarsigrum. Samt er ber- sýnilegt, að Þjóðverjar verða að hörfa undan fyrir hinni öflugu sókn Rússa, sem virðist færast í aukana með degi hverjum. Bandaríkjamenn skjótð á Kuril-eyjðr, T WASHINGTON er til- kynnt, að amerísk her- skip ha.fi skotið úr fallbyssum á stöðvar Japana á eyjunni Paramushiru í Kuril-eyjaklas- anum, sem eru norður af Jap- ans-eyjum sjálfum. Voru það bæði tundurspillar og stærri herskip, er þar voru að verki, og stóð skothríðin í 20 mínútur. Samtímis þessari árás réðust amerískar sprengjuflugvélar á stöðvar Japana og ollu tals- verðu tjóni. I fregnum frá Washington segir, að miklir eldar hafi komið upp við árás- ir þessar, sem hafi komið Jap- önum á óvart. í Berlínarfregnum segir frá því, að ekki sé ósennilegt, að Bandaríkjamenn muni reyna að ganga á land á Kuril-eyjum með vorinu, framar neinn stuggur af hin um þýzku stórskipum, þau eru ekki til lengur. Nú geta skipalestir bandamanna silgt óáreittan um heimshöfin og þurfa ekki að óttast skyndi- rásir. Má geta nærri ur ör- yggistilfinningu bandamanna í þessum efnum. Veldi Breta grundvallast enn sem fyrr á yfirráðum á hafinu og ekki er líklegt, að sú afstaða breytist úr þessu. Þar við bætast hinar stór- auknu skipasmíðar Banda- ríkjamanna, sem nú smíða ó- grynni herskipa ýmissa teg- unda, bæði fyrir sjálfa sig og bandamannaþjóðirnar yfir- leitt. Þjóðverjum tekst ekki úr því, sem komið er, að trufla verulega hafnbanns- ráðstafanir Breta, en þær eru þýðingarmesti liðurinn í hern aðarrekstri þeirra og munu valda úrslitum að lokum. Meðal hersveita þeirra, sem Þjóðverjar tefla fram í gagnáms um sínum, eru úrvalssveitir SS- manna. Bandamenn hafa engu að síður treyst aðstöðu sína. Samkvæmt síðustu fregnum eru þeir nú um 35 km. suður af Róm og bendir það til þess, að þeir hafi orðið að hörfa á sumum stöð um. Lofther bandamanna hefir enn sem fyrr reynzt athafna- samur og valdið Þjóðverjum þungum búsif jum. Við Cassino halda amerískar og franskar hersveitir áfram sókninni, einkum norður og vestur af borginni. Þjóðverjar hafast enn við þar og virðast ætla að verja hana til hinnsta manns. Nokkru austar hafa Bret ar komizt í sóknaraðstöðu og tekið tvær borgir, sem ekki voru nafngreindar í fréttum. Bandamenn misstu 13 flugvél ar yfir Ítalíu-vígstöðvunum í fyrradag, en skutu 10 flugvélar Þjóðverja. Hins vegar hafa ekki verið gerðar meiriháttar loft- árásir. Er búizt við stórtíðind- um næstu daga, því sýnt er, að Þjóðverjar munu vei’ja Róm meðan t þess er nokkur kostur og .verja hvert fótmál. Vesfur-lslendingur un fráfall Nordafals Grieg. HRYGGÐ sló á alla bók- menntafrömuði i Banda- ríkjunum, er þeir fréttu, að mesta skáld Norðmanna, Nor- dahl Grieg, hafði farizt. Vestur-íslendingurinn Leifur Magnússon, forstjóri Norður- landadeildar Ríkisbókasafns Bandaríkjanna, birti í gær eft- irfarandi yfirlýsingu: „Andlátsfregn Nordáhls Gri- er, einhvers helzta ljóðaskálds Norðmanna, hryggði oss mjög. Hann var eitt helzta skáld Norð manna. Þegar áður en stríðið hófst var Grieg hatramur and- stæðingur nazista, og árið 1940 barðist hann gegn Þjóðverjum með norska hernum. „Grieg sá fram á, að nazistar kæfðu alla sjálfstæða hugsun og sköpunargáfu, og hann neytti því allra krafta sinna, bæði sem maður og rithöfund- ur, til þess að losa Noreg og Evrópu úr heljargreipum þeirra. „Grieg fórst í loftárás, hann barðist fram á síðustu stundu fyrir nýjum heimi, þar sem skáldin geta kveðið á ný um flug fuglanna um friðsamt blá- loftið. „Dánarfregn hetjunnar og stórskáldsins, Nordahl Grieg, er öllum harmafregn, en er þó samtímis öllum fylgjendum hugsjóna Bandamanna hvatn- ing. Hann styrkir ákvörðun vora, að berjast þar til sigur er unninn.“ HIN OPINBERA þýzka frétta stofa DNB greinir frá því í gær, að enn væru miklar loftá- rásir gerðar á Þýzkaland og herteknu löndin. í gær var ráð- izt á ýmsa staði í Þýzkalandi og Norður-Frakklandi. Áður hafði verið ráðizt á stöðvar á Calais- svæðinu í Frakklandi ; '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.