Alþýðublaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 4
alþyðubladið Þriðjudagur 8. febrnar 1944 fliJiíjDnblaðÍft Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hveriisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Slmar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Haligrímur Jónasson; Þjððleibhúsið. BREZK hernaðaryfirvöld hafa látið það boð út ganga, að Þjóðleikhúsinu muni verða skilað í hendur íslend- inga í lok þessa mánaðar. Hefir það þá verið í hershöndum síð an landið var hernumið vorið 1940. Það er mála sannast, að ís- lendingar hafa illa unað her- námi ýmissa mennta- og menn- ingarstofnana sinna. Og þeir hafa átt erfitt með að skilja, aðj óhjákvæmileg hernaðar- nauðsyn væri þess valdandi, að Bretar hafa setið svo lengi yfir rétti þeirra í þeim efnum sem raun ber vitni. Enn í dag er Stúdentagarðurinn setinn af hernum, og hefir reyndar ver- ið furðu hljótt um það af hálfu íslendinga nú upp á síðkastið. Xioforð um rýmingu Þjóðleik- hússins var gefið fyrir nokkr- um mánuðum síðan. En núver- andi húsbændur þess telja sig hafa átt örðugt með að byggja vörugeymslur, er kæmi í stað Þjóðleikhússins, og þess vegna hafi afhending þess dregizt Þrátt fyrir það, sem á undan •er gengið í þessum efnum, mun því almennt fagnað, að nú skuli loks hilla undir lausn Þjóðleik- hússins. Leiklistin í höfuðstað landsins hefir lengi búið við al- gerlega óviðunandi skilyrði, er táimað hafa vexti hennar og þrif um. Hinir dugandi kraftar okk- ar á sviði leiklistarinnar hafa engan veginn geta notið sín vegna skorts á viðunandi starfs skilyrðum. Og þó að Þjóðleik- hússbyggingunni kunni að vera áfátt í einhverjum atriðum, ef miðað er við það bezta og full- komnasta, sem nú þekkist, þá er hitt þó engum vafa undirorp- ið, að þegar Þjóðleikhúsið verð ur tekið í notkun, opnast nýir og stórauknir möguleikar fyrir þróun leiklistarinnar, ekki að- eins í höfuðstaðnum, heldur einnig meðal þjðóarinnar í heild. Ekki alls fyrir löngu lét einn af mikilsvirtustu rithöfundum þjóðarinnar uppi álit sitt um Þjóðleikhúsbygginguna. Hann taldi 'henni margt og mikið til foráttu og lagði til, að bygging- in yrði ekki fullgerð, heldur yrði hafizt handa um nýja leik- húsbyggingu. Gagnrýni rithöf- undarins var í verulegum at- ritðum alveg út í hött. Kunn- áttumenn í þessum efnum hafa sýnt fram á, að hann var ekki þessum málum nægilega kunn- ugur til að geta gagnrýnt leik- húsbygginguna, svo að mark væri á takandi. En þó að með rökum megi vafalaust eitt og annað að leik- húsinu finna, þá er mjög vafa- samt að efna til slíks málatil- búnaðar og þessi rithöfundur gerði. Ef hætt yrði við að full- gera Þjóðleikhúsið, yrði málið tafið um ófyrirsjáanlegan tíma. Leiklistin í höfuðstaðnum mundi þó enn verða húsvillt um langa hríð. Hinir dugandi leikarar yrðu enn að bíða um ófyrirsjáanlega langan tíma eftir því, að þeim yrðu búin viðunandi starfsskylirði. Það verður því að telja, að meira Opið bréf til Hermanns Jön- assonar alpingismanns. HERRA ALÞINGISMAÐUR! Síðastliðinn föstud., 4. þ. m. hélt Stúdentafélag Reykja- víkur framhaldsfund í háskól- anum um lýðveldismálið. Á fundinn var framkvæmdanefnd lögskilnaðarmanna sérstaklega boðin. Ég notfærði mér þetta boð og kom á framhaldsfundinn. Þess vegna skrifa ég þér þetta bréf. Þú talaðir fyrstur á þessum fundi. Þú ræddir lýð- veldismálið af alvöru, af still- ingu og kurteisi. Ræður ann- arra, er sama málstað vörðu og þú, voru með þeim hætti að stórri furðu gegndi. Ég veit ekki hvort það er orðin rótgróin venja íslendinga að geta ekkert mál rætt og kapprætt, án þess að drekkja því í persónulegum fúkyrðum og svívirðingum og hlaða .um það fleipurfullum rangfærslum á flesta vegu. En eitt er víst: Um- ræðurnar um lýðveldismál Is- lendinga á þessum fundi fóru þannig fram af hendi hrað- skilnaðarmanna, að til fullrar vansæmdar var, að mínu áliti. Og um það álit er ég ekki einn. Eða ' hvað fannst þér sjálf- um? Hvað fannst þér um ræðu þess manns í ykkar liði, sem eyddi drjúgum hluta af tíma sínum til að fara ósæmilegum ibrígslyrðum -um ríkisstjóra ís- lands og þau afskifti hans af lýðveldismálinu, sem allir skyni bornir menn vita, að ganga einungis í þá átt að skapa frjálsa, sómasamlega samein- ingu þjóðarinnar um þetta hennar helgasta málefni og mark? Hvað fannst þér um framkomu þeirra áheyrenda, sem ekki einungis sátu fjálgir og brosandi undir lúalegustu dylgjum um þann mann, sem þið hafið valið sem tákn sjálf- stæðisins, heldur tóku undir slík ummæli með hrifnjngar- ópum og strákslegum galsa? Jafnvel bústaður ríkisstjóra var — með sögulegum bak- grunni — notaður sem átylla til að tortryggja skoðanir hans og afstöðu til þeirrar meðferð- ar, er sambands- og lýðveldis- málið virðist ætla að sæta hjá alþingi. Hér duga ekki þær varnir, að þar hafi mælt maður, sem fáir eða engir taka mark á. Athæf- ið var jafn ósæmandi þrátt fyrir það. Hér stoða því enn síður þær afsakanir, sem reynt er að færa fram, að fundar- stjóri hefði átt að hindra slík- an ræðuflutning, þegar séð var, hvert honum var stefnt. Fund- arstjóri hefir þá afsökun — þá einu afsökun — að hann er ungur, óreyndur maður, sem var ef til vill ekki ljóst, hvað honum bar að gera. En hitt er algerlega furðu- legt, að forseti sameinaðs al- þingis skyldi sitja þögull hlust- andi undir þvílíkum lestri, en mótmæla ekki. Og fyrst hann brást þeirri skyldu, urðu mér það sár vonbrigði, að þú skyld- ir ekki rísa upp og andmæla slíku hneyksli svo ótvírætt, sem það var. Þegar sjá mátti, að aðrir hraðskilnaðarmenn — og þar á meðal forseti sameinaðs þings, lét sér þessi ummæli samherj- ans vel líka að því er virtist, mótmælti Lúðvíg Guðmundsson hinum ósæmilegu dylgjum á hendur ríkisstjóra og auk þess annar maður utan af landi, sem ekki fekk skilið há ttvísi og mannasiði höfuðstaðarins. Ég veit að þú, Hermann Jónasson, skilur þetta og ert mér sammála með sjálfum þér. Og hvar er virðingu okkar, alvöru og umhyggju komið fyr- ir viðkvæmasta og tíginborn- asta málefni landsmanna, þeg- ar fjöldi fundarmanna klappar mest og hrífst af fráleitustu vit- leysunum og f jarstæðunum, sem sagðar eru af ræðumönnum ykk- ar? Það þótti til dæmis afar snjallt og fyndið að æpa upp háðsyrði um útlit andstæðings, skeggvöxt annars o. s. frv. Eða kalla f jarstaddan mann þjóðníð- ing. I engu þessu tókst þú þátt. Þess vegna sný ég mér til þín í þessum línum, en ekki ann- arra. Málin liggja nú nokkuð ljós fyrir okkur, þótt almenningur út um land hafi enn ekki átt iþess nema lítinn kost að kynnast meðferð þeirra frá ykkar hendi og því hvernig allt er í garðinn búið. Þú talaðir langt mál um nauðsyn þess, að öll þjóðin stæði sameinuð að uppsögn sambandslaganna og stofnun lýðveldis. Samtímis var það viðurkennt að allstór hópur manna, þ. e. lögskilnaðarmerin, væri þess ’fullviss, að meðferð sú, sem málin virðast ætla að sæta af meiri hluta alþingis, sé laga- lega hæpin og þjóðinni ósam- boðin. Þrátt fyrir það erum við eggjaðir lögeggjan til að koma yfir í ykkar fylkingar og vænd- ir um óheilindi, ef því er hafn- að. Og hvert er svo sameiningar- tilboðið? Felst það í tilkynningu hrað- skilnaðarmanna, þeirri, er eitt blað þeirra birti 30. jan. s. 1. og önnur blöð sama málstaðar hafa engar athugasemdir gert við? Sú tilkynning hljóðaði um „skilyrðislausa uppgjöf eða gereyðingu“ ella. Orðalagið er eins og það hefði verið tekið úr þýzka út- varpinu á sigurtímum Hitlers. Og friðarskilmálarnir? Þeir eru þessir — hreinir og klárir: „Lýðveldið verður stofnað 17. júní. Það verður ekki talað við Dani. Það verður ekki talað við konunginn. Það verður ekki skeytt um uppsagnarákvæðin í sambands- Iagasáttmálanum.“ Það kunna að vera til menn á íslandi, sem ganga frá því, er heitir drengskapur og sæmd, háttvísi og siðferðislegar skyld- ur, lögbundnar skuldbindingar og heit — eftir gefnum skip- unum einhverra. Ég veit það ekki. En upp á slíka uppgjöf þýðir ekki að bjóða okkur. Það veit ég fyrir víst. Eftir 19. maí n. k., þegar 3 ár eru liðin frá því að danska stjórnin fékk í hendur álykt- un alþingis frá 17. maí 1941, sem hún skildi sem uppsögn og ísl. ríkisstjórnin samþykkti sem uppsögn, að því er séð verður — teljum við fyrst lög- legt að fella sáttmálann úr gildi samkvæmt hans eigin fyrirmæl- : um, og síðan sé ákvæðum 18. ■ gr. hans fylgt um atkvæða- greiðsluna. Væri þessi meðferð á höfð, er megin ágreiningur um niður fellingu sambandslaganna á burtu og þjóðin stæði sam- einuð um aðferð sambandsslit- anna að þessu leyti. Að fara öðru vísi að, er að okkar dómi brot á gildandi lög- um og rétti, drengskap og sæmd. En sé farið að tilllögum lög- skilnaðarmanna, væri það brot á sömu atriðum í augum ykk- ar, hraðskilnaðarmanna? Nei, þá er rétturinn skýlaus að allra dómi. Hvað þurfa þá hraðskiln- aðarmenn að gefa eftir til þessa samkomulags? Ekkert, nema tíma, sem kann að velta á sárafáum vikum. Engin maður hefir komið fram með snefil af rökum fyrir því, að hætta gæti stafað af þessari bið — fáeinum vikum. Hitt er hættulegt að bíða ekki. Anglýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstófunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu), fjrrir ki. 7 að kvðldi. Sfnii 490«. Og hvað eru fáeinar vikur í æviskeiði heillar þjóðar, sem við vonum allir að eigi fyrir sér líf og frelsi um óyfirsjáan- lega framtíð? Og hverjir í hópi hraðskiln- aðarmanna hafa svo vansæm- andi ótrú á íslenzku þjóðinni, að þeir treysta henni ekki til þess að skila til skildu atkvæða- magni við atkvæðagreiðslu um niðurfellinguna,, ef allir stæðu saman, bæði um mark og leiðir? Ef þið viljið ekki koma til móts við okkúr lögskilnaðar- menn yfir þessar fáu vikur, og láta af tilefnislausri ótrú á af- stöðu og aðgerðir kjósands manna í landinu, þá fullyrði ég, að ykkar vilji sé ekki mikill tií samkomulags né sameiningar, og ekki heill. Framhald á 6. síðu. gæti kapps en forsjár, ef menn vilja hætta við að taka Þjóð- leikhússbygginguna til afnota fyrir leiklistina vegna þeirra galla, sem á henni kunna að vera. í þessu máli er ekki nema eitt sjónarmið: Það á að hefjast handa um að fullgera Þjóðleik- verið heimt úr höndum núver- andi húsbændá. Og það á að hraða öllum aðgerðum í þessu efni svo sem framast er unnt, til þess að ekki dragist miklu lengur en orðið er að Þjóðleik- húsið verði leiklist og leik-. menningu höfuðstaðarins sú lyftistöng, sem því upphaflega húsið jafnskjótt og það hefir var ætlað að verða. ÍMINN er ekki ánægður yfir „Bóndanum“, hinu nýja blaði Jónasar frá Hriflu, Ingólfs á Hellu, Egils í Sigtún- um o. fl. — Á laugardaginn var ritar Tíminn um Bóndann m. a. á þessa leið: ,,Á síðastl. hausti hófu nokkur samvinnufélög bænda útgáfu á blaði, sem nefnist Bóndinn. Tilgangur blaðsins var að svara ýmsum óhróðri dagblaðanna um bændur, félagsskap þeirra og fram leiðslu. Var ætlunin, að blaðið yrði borið í öll hús í bænum og svörin við óhróðri dagblaðanna kæmust þannig fyrir augu sem allra flestra bæjarmanna. Þessi tilraun stefndi í fyrstu í rétta átt og er ekki ósennilegt, að hún hafi gert nokkurt gagn til að leiðrétta ýmsan misslcilning bæj- armanna. En innan skamms tíma tók að bera á því, að 2—3 af að- standendum blaðsins höfðu ætlað því annan tilgang og létu það byrja að troða illsakir við ýmsa þá menn, sem bezt héldu uppi vörnum fyrir bændur, bæði á al- þingi og annars staðar. Sáu þá fé- lögin, sem að útgáfu blaðsins stóðu að þeim eða bændum myndi eng- inn hagur að slíkri útgáfu og á- kváðu því að hætta að standa að útgáfu þessari. Leið svo nokkur tími, að blað- ið kom ekki út. En fyr;r viku síð- an byrjaði það að koma út aftur. Um útgefendur þess nú er ekkert látið uppskátt, en gefið í skyn, að þeir séu hinir sömu og fyrr. Þetta er ekki rétt, þar sem félög bænda standa nú ekki á bak við útgáf- una eins og áður. Tilgangur blaðsins er líka allt annar. Hann var áður að svara ó- hróðri bæjarblaðanna um bænd- ur og samtök þeirra. Nú virðist hann aðallega sá að skapa með- aumkum með stórgróðamönnum (sbr. skrif Ingólfs á Hellu) og á- telja Framsóknarmenn. í síðasta bl. Bóndans stimplar t. d. Egill I Sigtúnum alla þingmenn og mið- stjó.rnarmenn Framsóknarílokks- ins sem ,,kommúnistakæra“ og rit- stjórinn líkir saman störfum Sveirt bjarnar Högnasonar og Ingólfs é Ilellu fyrir bændur! Jafnframt er því haldið fram, að ritstjóri Tím- ans sé voðalegur verkfallafor- sprakki!" Tímanum finnst ekki miki& til um það verkefni, sem Bónd- inn hefir valið sér og varar við' reynslunni af Bændaflokknum sáluga. Tíminn segir: „Það málefni, sem Bóndinn læt- ur í veðri vaka, að aðstandendur hans beri einkum fyrir brjósti, er sameining allra bænda í ein sam- tök, sem síðan eigi samvinnu við: atvinnurekendur í kaupstöðum. Þetta er vissulega mikilsvert mál, en það er ekki nóg að heimta að menn sameinist, heldur skiptir mestu að finna þann grundvölR sem menn eigi að sameinast á. Það er vissulega gott verkefni, að vilja vinna að sameiningu bænd^nna, ef það er af heilindum gert. En það er ekki nóg að tala um, að bændur eigi að sameinast Aðalmáli skiptir, um hvað bænd- ur eiga að sameinast. Menn muna effir Bændaflokkn- um. Hann átti að sameina bænd- ur. En á hvaða grundvelli? Hann hafði nóg slagorð um sameiningu, en hann vantaði stefnuna. Og án stefnu, þótt menn nefni hana hug- sjónarugl eða öðrum uppnefnum, getur engin raunhæf sameining átt sér stað, hvorki stétta eð® þjóða. Bóndinn virðist ætla að fylgja í slóð „Framsóknar" á sínum tíma. Hann heimtar sameiningu, en bend ir ekki á raunhæfa leið.“ Já, það er von að þetta fái mikið á Tímann. „Heimilisböl er þyngra en tárum taki.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.