Alþýðublaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. febrúar 1944 TJARNARBIÓI Glæfraför (DESPERATE JOURNEY) I ' Errol Flyim Ronald Reagan Raymond Massey Sýnd klukkan 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. MÓÐURN AFNIÐ. Með öllum þjóðum er móður- najnið í heiðri hatf. Með flest- um þeirra eru til orðtæki, sem hljóða á þessa leið: „Ein móðir á hægara með að ála önn fyrir sjö börnum, en sjö börn að sjá fyrir einni móður“. „Trygg móðurást blómgast og vex ný og fersk á hverjum degi“, segja Þjóðverjar. ítalir segja: „Móðir, móðir! Hver, sem á móður, kallar á hana, en hver, sem ekki á hana, saknar hennar“. Tékkar segja: „Móðurhöndin er mjúk, þótt hún slái“. * * * í TRÚNAÐI. írski rithöfundurinn Richard Sheridan hafði fengið tilkynn- ingu um arf, i það mund, er von var gesta, Creevey nokk- urs og konu hans. Sheridan og kona hans voru í góðu skapi vegna arfsins, sem nærri má geta. — Þegar frúrnar voru farnar inn í aðra stofu, dró Sheridan Creevy með sér út í horn og sagði: „Við höfum fengið arf — og lofað hvort öðru hátíðlega að trúa engum fyrir því, og — ég mundi alls ékki segja þér frá því, ef ég væri ekki sannfærður um, að konan mín er einmitt núna að trúa konu þinni fyrir leyndarmálinu.“ * * * Flestar konur álíta sig þess umkomnar að standa andspænis hættu. En nálega æfinlega reynist það að vera ímyndun. Compoamor. slraumi örlaganna — Lögreglan, sagði hann kjökrandi. — Lögreglan, og hún er að leita að honum. Ég veit það. Þeir eru að leita að hon- um. Ég heyrði þá segja það, þeg- ar ég hlustaði við gluggann. Mamma, láttu þá ekki ná í hann, gerðu það ekki, viltu gera svo velj , Ég átti mjög erfitt með að róa drenginn, og um nóttina varð ég að fara tvisvar út til að líta efir honum, því að hann hljóðaði í svefninum og martröð ásótti hannl Lögregluþjónarnir, sem komu með vélbátnum frá Anzbach, fóru fram hjá húsinu okkar og héldu áleiðis til skíða- skálans uppi á Watzmann. Ým- iskonar getgátur fylgdu í kjöl- far þeirra. — Þessi ungi náungi, sem kom fyrst, er það unnusti þinn? spurði Max Wilde mig hvöld nokkurt, þegar við vorum að mála skurðmyndirnar okkar. —Þú ert heimskingi sagði ég. —• Hann er tengdur mér. Hann er sá eini, sem er á lífi af ætt- mennum mannsins míns. Það er þess vegna sem ég verð að líta til með honum. — Þú hefir tekið of mikið á þig vegna þessa manns, fyrst svona er, sagði Max. Honum hefði geðjast illa að Hellmuth frá því að hann leit hann fyrst augum. Við fáurn lögregluna á hálsinn áður en við vitum af, og ef þú hefðir vott af heil- brigðri skynsemi í kollinum, rækir þú hann á dyr það snar- asta. — Hann er á sumarferðalagi eins og aðrir, sagði ég. — Hann hefir lagt hart að sér við nám og þarfnast hvíldar og góðrar mjólkur. Lögreglan á ekkert er- indi við hann. — Jæja? Hvers vegna sendi hann þá vini sínum skeyti um það, að loftið væri hreint? Ég þekki lykt af rottu, þó að þú gerir það ekki. — Hver sendi hverjum skeyti? spurði og lézt vera heimskari en ég í raun og veru var. — Ég skal segja þér eitt, móð- ir. Það er um hann eða mig að að ræða. Ef þú ekki rekur haxm á dyr, fer ég. Ég vil ekki vera undir sama þaki og hann. Hann er svo hræddur. Hræddir menn valda öllum vandræðum í heim- inum. Það eru hræddir menn, sem koma af stað styrjöldum. Skotin hlaupa of fljótt úr byss- um hræddra manna. Og hræddir menn þurfa alltaf að reyna að láta líta svo út, sem þeir séu ekki hræddir. — Hefir þú aldrei verið hræddur? spurði ég. — Vissulega hefi ég verið það, móðir. Vdssulega hefi ég orð- ið hræddur, sagði hann, og kyn- leg svipbrigði komu í ljós á hrukkóttu andliti hans. Þú get- ur ekki ímyndað þér, hvað ég hefi orðið hræddur einu sinni eða tvisvar. Það er það versta, sem fyrir mann getur komið, að vera hræddur. Ég skal segja þér ofurlítið: Það eru milljónir leiða til að verða hræddur, en aðeins ein leið til að vera hugrakkur. Hugrekki er það, þegar maður er komin á það stig að segja við sjálfan sig: Ekkert getur orðið að mér. Það er - ailt, sem þú Iþarft að vita: Ekkert getur orð- að þér. Það er allt, sem máli skiptir. Hann lagði frá sér myndina, sem liann var að mála og seild- ist eftir hnífnum sínum. Ég ibjóst við, að hann ætlaði að fara að skera út mynd, en hann tálgaði bara talsverðan viðar- bút niður í ekki neitt, og ég sá, að hann var mjög f jarhuga. — Hvað áttu við, ekkert get- ur orðið að mér? spurði ég. — Ég veit um marga hluti, sem fyrir geta komið — og suma mjög óskemmtilega meira að segja. — Óskemmtilega! Það er ekki það, sem ég er að tala um, sagði hann óþolinmóður yfir hinu kvenlega skilningsleysi mínu. — Ég á við, að þegar maður veit, að ekkert getur orð- ið að manni, þá er lífið ákaf- lega einfalt. Það er á þessa leið, móðir: Hvað sem fyrir kemur, þá getur það aðeins endað á tvo vegu. Annaðhvort lifir mað- ur það af, og það er gott, éða þá að maður deyr — og er næst- um því enn betra. Skilurðu mig. Náttúran er góðlynd að þessu leyti. Engum er lögð þyngri byrði á herðar en svo, að hann geti risið undir henni. Gerum ráð fyrir, að þú sért veik, líðir slíkar þjáningar, að þú getir ekki afborið þær. Hvað skeður þá? Annað hvort líða kvalirn- ar frá, þú verður heilbrigð og heldur iífi, og þetta gleymist alit saman, eða þá að þú deyrð og losnar við kvalirnar fyrir fullt og allt. Gerum ráð fyrir, að þú værir húðstrýkt, ég á við raunverulega húðstrýkt, eins og fólk er húðstrýkt í Kína. Þú heldur lífi eða þú deyrð. í styrj- öld þegar þú verður fyrir skaða; þegar húsið þitt brennur til gruna og börnin þín brenna inni, þegar þú verður undir bif- reið, þegar þú hefir orðið fyrir óhamingju í ástum, hvaða sár- sauka, sorg, mlissir eða tjón, sem þú verður að afbera. Það er svona, annaðhvort geturðu afborið það eða það er þér um megn. Annaðhvort lifirðu það eða þú missir lífið. Þess vegna er þetta svona einfalt móðir, er það ekki? Þetta er það, sem ég er að segja bömunum á (SEVEN DAYS’ LEAVE) Lucille Ball Victor Mature Mapy Cortes Sýnd klukkan 7 og 9. SÍÐASTA SINN NYJA BIO 5 E2GAMLA BlÖ Til vígsföðvaima ,To the shores of Tripoli' Gamanmynd í eðlilegum litum. John Payne Maurpen O’Hara Randolph Scott Sýnd kl. 5, 7 bg 9. hverjum degi: „Verið aldrei hrædd, það getur ekki neitt orð- ið að ykkur.“ Þetta var bezta ræðan, sem ég hafði lengi heyrt, en þrátt fyrir það varð Max hræddur, þegar annar hópur lögregluliðs lét sjá sig og rannsakaði hvert einasta hús í Einsiedel. Hann varð mjög skelkaður og faldi sig, fyrst í mjólkurkjallaranum, en þegar óttinn heltók hann læddist hann brott og hélt til f jalla. Hins vegar voru þeir Hell muth og Andrés, tveir vel rakað ir og snyrtilegir og rólegir herra Mafiilaysar 8c©wur (Women Without Names) • Ellen Drew Robert Paige Sýnd kl. 5. BÖrn innan 16 ára fá ekki aðgang. BBnrananu menn, spurðir spjörunum úr af lögreglunni og skilríki þeirra rannsökuð. Reyndust þau vera í hinu ákjósanlegasta ásigkomu- lagi og dvöl þeirra hjá mér virt- ist vera hinn eðlilegasti og sak- lausasti viðburður í heiminum. Þetta var verulegur gamanleik- ur, því að lögreglumennirnir voru ifyrrverandi liðþjálfar úr hernum en hinir tveir óvæntu gestir mínir voru fyrrverandi liðsforingjar. Allir höfðu þeir tekið þátt í ófriðnum og töluðu hið sérstæða mál, sem þeim var eiginlegt. Það var slegið saman J cayarm ft'* 'cwca MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO greipuni. Höfðingja kynflokksins hafði getizt svo vel að hin- um fagra og karlmannlega vexti hans og glæsiieik öllum, að hann hafði gefið honum líf með þeim skilyrðum, að hann gengi í lið með sér og gerðist sinn maður. Hann hafði gengið að þessu og dvalizt meðal óvinanna í margar vikur. En velgerðarmaður hans hafði fallið í herför nokkurri, og þar sem hann var nú þess fullviss, hvaða örlög myndu bíða sín, meðfram vegna þess, að hann hafði orðið þess var, að yngri menn flokksins litu hann óhýru auga, hafði hann 1 eynt að bjarga lífi sínu með því að flýja Daga og nætur ferðaðist hann um skóga og eyðimerkur, unz hann fann löks kynflokk þann, sem hann átti erindi við. Á heimleiðinni féll hann svo í hendur nýs floklcs. Að þessu sinni hafði hann lent í hondum kynflokks, sem stóð á mjög lágu menningarstigi. Þeir hugsuðu aðeins um rán og gripdeildir. Hins vegar héldu þeir vel saman og höfðu komið á hjá sér merkilegu skipulagi. Þeir fóru víða til veiða, að minnsta kosti um alla norðurströndina. Það, að hann var ekki strax tekinn af lrfi af þessum blóðþyrstu mannætum, orsakaðist af því, að hann ásamt hóp af stríðsföngum, átti að vera í haldi þar til regntíminn væri um garð genginn. Þá átti að fórna honum. ©«/... ANP THIS ,5 TH6 /NN OF THE OX/gOLLT/ 50 THAT’S \AJHAT tme MARKS ON TWE MAP meant/... IT‘& OOUBL-V CL&VEE' BECAUSE IN SERMAN |T‘S "OCHS''..,.(l= O'PAY HAPN'T SEEN THAT PICTURE OUTSIDE.-/?/ ,.. ANO TH£ o makks the PISTRICT TOO.m GREáT GUNS/ IF THIS IS TH£ ÍTPOT WE‘i?£ SEAKCHING f=OR... SCoKCHY MAT BS. MSE?s/...| YNDA SAGA DAGUR: „Já, sjáið: O og svo X. Hvað þýðir það? Vitanlega Uxi — og þarna sjáið þíð mynd- ina af nautshausnium. Skiljið þið nú? Þetta er staðurinn.“ STEFFI: „Já, þetta þýða merk- in á kortinu. Þetta er fjári sniðugt, því að á þýzku er uxi „ochs“.. Ef Dagur hefði ekki séð merkið við dyrnar — og svo O-merkið á kortinu, sem sýnir staðinn. Drottinn minn! Ef þetta er staðurinn, sem við erum að leita að, þá er Órn. hér!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.