Alþýðublaðið - 13.02.1944, Síða 3

Alþýðublaðið - 13.02.1944, Síða 3
Sunnudagúr 13. febrúar 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ Indland. Eftir loftárás. Mynd þessi er fná Milano á Norður-Ítalíu, en sú borg hefir, ásamt Torino og fleiri borgum orðið hart úti í loftárásum bandamanna, en tiltölulega er lítið um loftvarnir eða orrustuflúgvélar af Þjóðverja hálfu. Húsarústirnar á myndinni eru ta'landi tákn þess, sem verður í skæðri loft- aras. Herskip skjóta á stöðvar Þjóðverja, IGÆR hömluðu illviðri, rigningar, snjóbyljir og slydda hern- aðaraðgerðum við Anzio. Þjóðverjar gerðu ekki nema eitt gagnáhlaup og var því hrundið. Engir loftbardagar voru háðir í gær, svo teljandi séu, veðurs vegna. í tilkynningum frá aðal- bækistöðvum Alexanders hershöfðingja var sagt, að skotið hafi verið iir fallbyssum herskipa á stöðvar Þjóðverja sunnan Rómaborg ar. Að öðru leyti er fátt tíðinda af þessum vígstöðvum. AÐ HEFIR oft verið sagt fyrr á öldum, að Indland væri einhverskonar skatt- kista hins menntaða heims, og skal það ekki rengt. Lít- ið hefir samt frétzt af þessu mikla landi að undanförnu’, þótt það sé keppikefli ófrið- araðilanna. Þetta land, sem virðist vera í þjóðbraut hinna japönsku herja til íran, Ara- bíu og Suez, er mönnum enn sem komið er, harla ókunn- ug.t Það er eitt undarlegasta land heimsins, ekki af því, hversu stórt það er, né við- áttumikið, heldur vegna and stæðnanna, sem þar ríkja. ÞAR MÁ LÆRA dýpstu speki lífsins og þar má líka finna mestu örbirgð og volæði, sem til er í þessum heimi. Þar búa menn, sem geta skreytt hallir sínar gimstein um og þar máTíka finna fá- tæklegustu hreysi, sem get- ur að líta á 20. öldinni. Sum- um Indverjum er nógur klæðbúnaðúr Gandhis, lenda klæðið eitt, en aðrir klæðast á Evrópuvísu. í þessu landi ‘ munu búa um 350 milljónir manna, sem tala svo til ó- teljandi tungumál. Geta má nærri, hvort Japönum væri ekki fengur í því, að snúa j, öllum þessum aragrúa á sitt band. „ . EN ÞAÐ hefir reynzt þeim erf- itt, ef ekki ókleyft, því að sanníeikurinn er sá, þrátt fyr ir allan áróðurinn, að ný- lendustjórn Breta þar, hefir reynzt sanngjörn, eftir því, sem yfirstjórn annarra getur verið. Mannfjöldinn, víðátt- an, sértrúarkreddur og ótal- margt annað hafa tórveldað framfaraviðleitni þar til mik ! illa muna. Sums staðar hafa íbúarnir bókstaflega unnið á móti því af pllum mætti, að lagðir yrðu vegir, gerð vabis ræsi, að maður tali ekki um rafmagn og annað það, sem til meningarauka má telja. í bók, sem Katherine Mayo hefir ritað um Indland fær maður nokkuð glögga hug- mynd um þetta töfraland. Maður kynnist hinum ferlegu andstæðum, fáfræðinni, dul- úðinni og hinni djúpu lífs- speki, sem læra má þar, sem fræðimenn allra alda hafa glímt við. INDLAND hefir jafnan þótt perlan í brezka heimsveld- inu, allt frá, að Clive og aðr ir frumherjar urðu að berj- ast þar harðri baráttu við ó- vinveitta íbúa og erfitt lofts lag. Þaðan hafa Bretar sótt hinar margvíslegustu vörur bæði til heimilþarfa og, til vinnslu og flutt síðan út. EINHVER mesta virðingar- staðan, sem mönnum getur hlotnast í Bretlandi er vara- konungsstaðan í Indlandi. í bili er Sir Archibald Wavell forsvarsmaður Breta þar í landi, höfuð og heili hinna fjölmörgu kynþátta, sem landið byggja. Sumir hafa litið svo á, að Wavell, sem er kunnur [ Frh. á 7. síðu. Bardagar eru háðir bæði á vígstöðvum 5. og 8. hersins, einkum þó á stöðvum 5. hersins Skammt frá Cassino hafa Banda ríkjamenn hrundið skæðri á- rás Þjóðverja. Þeim tókst einn ig að hrekja Þjóðverja úr nokkr um vel víggirtum stöðvum á þessum slóðum. Enn er barizt á götum Cassino, sem nú eru rústir einar. Þjóðverjar gerðu tvær gagnárásir austanmegin á Ítalíuskaga, en þeim var báð- um hrundið við allmikið mann tjón í liði þeirra. Yfirleitt hafa illviðri hamlað öllum hernaðar aðgerðum á Ítalíu. Flugvélar Þjóðverja gátu heldur ekki haft sig í frammi. Fyrir suðvestan Cisterna hrundu Bandaríkjamenn einu skæðu áhlaupi Þjóðverjá. Sprengjuflugvélar bandamanna tóku nokkurn þátt í átökum þessum, áður en veður spilltist i um of. Ýmis herskip banda | manna skutu af fallbyssum á stöðvar Þjóðverja við Anzio. Flutningur vista frá skipum og í land tafðist nokkuð vegna mikillar undiröldu í gær Opinber tilkynning frá aðal- bækistöðvum bandamanna herm ir, að Castelgandolpho, þar sem Þjóðverjar hafa safnað all miklu liði, verði fyrir stórskota hríð. Þar var áður sumargisti- hús og bandamenn segjast ekki munu hlífa mannvirkjum þar meðan sýnt er, að Þjóðverjar hafi bækistöðvar þar. Hersveitir Vatutins halda enn áfram sókninni eftir fall borgar innar Shepetovka, sem lýst var í gær. Leitast þeir við að rjúfa járnbrautina milli Odessa og Lvov í Póllandi. Þjóðverjar hraða liðsauka frá Odessa og Bessarabíu til gagnárása á Rússa en verður lítið ágengt. Þjóðverj ar gera árangurslausar tilraunir til þess að veita hinum innikró- uðu herjum í Dniepr-bugnum liðsauka og hefir áhlaupum Iþeirra í því skyni verið hrundið við mikið manntjón í liði þeirra. Samkvæmt skeytum fréttarit- ara, sem eru í fremstu víglínu Minningarúlvarp frá Reykjavík. ¥ GÆR tók útvarpið í Reykja '*■ vík þátt í einhverjum stór kostlegasta útvarpsflutningi í sögu útvarpsins. Útvarpað var í tilefni af því, að 135 ár eru lið in síðan Abraham Lincoln fædd ist. Allar útvarpsstöðvar Banda ríkjanna og brezka útvarps- félagsins BBC tóku þátt í afmæl isútvarpinu. Þessir menn tóku þátt í af-. mælisdagskránni: Henry A. Wallace, varaforseti Bandaríkj- anna, erkibiskupinn af Canter- bury, Herbert Agar, einkaráð- gjafi John G. Winants, sendi- herra í London og söngvarinn og leikarinn, Paul Robeson. Af- mælisdagskránni var endurvarp að frá útvarpsstöðunni í Reykja vík kl. 13,00. Rússa er sagt, að þess muni ekki langt að bíða, að 8. her Þjóðverja verði tortímt. Einstakar deildir hans reyna án árangurs að brjót ast gegnum aurbleyturnar, sem nú eru þarna, en Kósakkaher- sveitir veita þeim jafnan eftir- för og fella þær. Berlínarfregnir herma, að Rússar hafi nú byrjað nýja sókn á Krivoirog-svæðinu. Er sagt, að Rússar séu nú í úthverfum borg arinnar Korsum, norðvestur af Dniepr-ibugnum. Engar fregnir hafa borizt af norðurvígstöðvun um, en Rússar munu þar enn í sókn. __________________*________S íslenzkur hlaðamaður flytur ræðu í al- þjóðaveizlu. f T FYRSTA sinn í ár var full- trúi frá íslendingum við hinn árlega alþjóða Goodwill- miðdegisvérð, sem efnt var til af kirkjuráði Bostonborgar Þessi miðdegisveizla er sú tutt- ugasta í röðinni. íslenzki full- trúinn var ^enedikt Gröndal, blaðamaður, sem stundar nám við Harvard-háskólann. Meir en 200 manns frá tuttugu og einni þjóð voru í veizlunni. Fulltrúar frá Kína, Argentínu, íslandi og Indlandi voru valdir til að halda ræður. Gröndal lagði áherzlu á það, að ísland væri eitt af elztu lýðveldisþjóðum heimsins, og að íslendingar tryðu nú á lýðræðið meir en nokkru sinni fyrr. Gröndal sagði meðal annars: „Brezkar hersveitir hertóku ís- land og seinna meir komu am- erískar hersveitir. Mér þykir. vænt um að geta sagt að þeir fóru í einu og öllu eftir hinum göfugu kenningum sem þeir eru að berjast fyrir, með því að halda hernum algjörlega út af fyrir sig og á engan hátt að skerða frelsi íslands, öfugt við það sem Þjóðverjar hafa-gert á meginlandinu. „Íslendingar háðu frelsisbar- áttu sína án vopna. Þeir héldu fram hinum sögulegu og menn ingarlega rétti til að vera sjálf- stæðir og Danir viðurkenndu þenrian rétt. Allt sem ísland krefst er að fá að vera í friði. Og íslendigar trúa loforðum for- ingja Bandamanna um að allur herafli verði fluttur úr landinu að stríðinu loknu.“ Þjóðverjar hefia út- komu ieyniblaða í Noregi. JÓÐVERJAR í Noregi hafa nýlega gert róttækar ráð- stafanir til þess að hefta út- komu hinna leynilegu blaða, sem gefin eru út af frelsisvin- um- í banni Quislings. Hefir þeim tekizt að stöðva útkomu 5 þeirra. Samtímis handtóku þeir um 200 manns, sem taldir ir eru í sambandi við blöð þessi Þjóðverjar segja, að flestir hinna handteknu séu í hópi hinnar norsku borgaralegu and spyrnu, sem þeir kalla. Meðal hinna handteknu eru 10 stúd- entar. Undanfarna þrjá daga hafa Þjóðverjar gert húsleit á hin- um minni veitingahúsum í Oslo til þess að hafa hendur í hári þess fólks, sem ekki hef ir látið skrá sig til hinnar þjóð legu vinnu, sem svo er kölluð, þ.e.a.s. þýzkra herstöðvarbygg- inga. Lét lögreglan loka ýms- um götum Osló og athugað skil ríki vegfarenda. Um 100 manns voru handteknir og verða þeir sendir til þess að byggja víg- girðingar í Norður-Noregi. Sókn Riíssa ernú hægari en áður. Þeir reyna að rjúfa braytiBia Odessa-Lvov. O ÚSSAR sækja enn fram á um 320 km. breiðu svæði beina þeir árásum sínum á hlið hinna þýzku herja í - Suður-Rússlandi, sem verja leiðina til Rúmeníu. Reyna Þjóð verjar einkum að hindra frmsókn Rússa þar vegna olíu- lindanna í Ploesti. Framsókn Rússa er hægari en áður, en Kósakkahersveitir eru mjög athafnasamar og valda miklum usla í liði Þjóðverja.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.