Alþýðublaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 3
Miftaikudagur 16. febrúar 1944. ALÞTÐUBLAOiO Tímabil SKYNSAMUR MAÐUR lét eitt sinn orð falla á þá leið, að sírninn væri táknrænn fyrir 19. öldina. Þá hefðu tveir menn talazt við, verið um spurningar og svör að ræða, viðræður, þ. e. a. s, sú öld hefði verið tímabil lýðræðis- ins. Á sama hátt mætti segja að útvarpið væri uppfinning 20. aldarinnar, þegar einn maður talar, hinir hlusta, tímabil einræðisins, þetta má og til sanns vegar færa. 19. öldin var um fram allt tíma- bil vaxandi skilnings á hög- um annarra, tímabil mann- úðar og framfaramála, rétt- lætiskenndar og andúðar í garð harðstjórnar. Á HINN BÓGINN hefir nýr tími haldið innreið sína síð- ustu áratugina, tímabil for- heimskunar á flestum svið- um, þegar hægt er að telja fólki trú um nær hvaða fá- sinnu sem er, þegar mann- réttindi, sem mannkynið hafði skapað sér með mikl- um fórnum undanfarin 150 ár, eru fótum troðin og sví- virt. Vafalaust má telja, að útvarpstækni síðustu ára- tuga eigi verulegan þátt í því .að festa ósvífna einvalda í •sessi. Öflugasta vopnið í höndum einræðisherra vorra daga er ekki lengur blaða- kostur eða lögregluvald, held ur gjallarhornið. Útvarps- tækin grófu styrkustu stoð- irnar undan Weimarlýðveld- inu, sem þó reyndist álitlegt til frambúðar, einkum á ár- irnum 1924—29, • og ruddi villimannahópum Röhms brautina að valdastóli Hitlers. Á 20. ÖLDINNI hafa einnig orðið greinilegar breytingar i samskiptum þjóða og jafn- vel einstaklinga. Óhætt er að fullyrða, að ruddamennskan hefir vaxið, fláttskapurinn og sviksemin, heimurinn hef- ir með öðrum orðum ,,brú- taliáerazt“, svo notað sé • slæmt orð. Einkum má segja að þróunin í þessa óheilla- vænlegu átt hafi orðið örust eftir 1930. Þegar ríkiskanzl- ari Þýzkalands kallaði hlut- leysissamninginn við Belgíu ómerlcilegt pappírsblað í byrjun fyrri heimsstyrjaldar var þess minnzt í 20 ár á eft- ir, ekki hafði dómgreind manna brenglazt meira en svo. Síðustu árin hafa sátt- málar milli ríkja verið rofnir svo að segja árlega, án þess að það þætti fréttnæmt eða í frásögur færandi. Að minnsta kosti gleymdist það furðu fljótt. ÁRIÐ 1909 BAR SVO VIÐ Á Spáni, að maður nokkur, Fránsisco Ferrer að nafni, var tekinn af lífi, sakaður um stórvægilegan pólitískan glæp. Þetta var dómsmorð, og allt ætlaði af göflunum að ganga í heiminum yfir þessu hróplega ranglæti. Svona var almenningsálitið sterkt og óspillt þá. Heims- styrjöldin fyrri átti mikinn Frh. af 6. sáðu. Frá sókninni á Halfc. Á mynd þessari sjást amerískir hermenn sækja fram á Ítalíu. Milli þeirra liggur fallinn Þjóðverji. Nú virðist v ra að draga til nýrra tíðinda á þessum slóðum. ÍTALÍAí nið Anzio o Miklar lofíárásir á Benediktioaktaiisfr- ið á Cassinofjalli. T_J INAR brezku og amerísku hersveitir sækja örugglega fram á Anziovígstöðvunum suður af Róm, þrátt fyrir harðfengilegt viðnám Þjóðverja. Hafa bandamenn náð á þessum slóðum aftur öllum þeim stöðvum, er Þjóðverjum auðnaðist að ná á vald sitt í hinum miklu gagnárásum sínum, er hófust hinn þriðja febrúar. Hersveitir Bandaríkjamanna hafa sótt nokkuð frarn á vígstöðvunum vð Aprilia eftir grimmilega návígisbardaga. Brezku hersveitirnar, sem sækja fram norður af Aprilia, hafa náð á vald sitt þýðingar- mikilli járnbrautarbrú vestur af borginni. Þjóðverjar hafa látið þess getið í fréttum sínum, að borg nokkur á þessum slóðum hafi ýmist verið á valdi þeirra eða bandamanna frá því 30. janúar. Hersveitir Þjóðverja reyndu að bfjótast yfir Della Molletta lækinn, sem er um fimmtán km. norður af Anzio og um tveim km. uppi í landi. Banda- menn komu í veg fyrir tilraun þessa með stórskostlegri stór- skotahríð, svo að Þjóðverjar urðu að láta undan síga. -— Átökin á þessum slóðum eru hins vegar talin hin mikilvæg- ustu, og er talið mikilla tíðinda von af vígstöðvum þessum áð- ur en langt um líður. Hersveitir Bandaríltjamanna sækja fram af mikilli hörku .uður við Cassino. Var tilkynnt í gær, að þær hefðu nú um þriðjung borgarinnar á valdi sínu og yrði vel ágengt í fram- sókn sinni . Geisa grimmilegir bardagar á strætum borgarinn- ar og er barizt um sérhvert hús. ^ Bandamenn háfa gert miklar loftárásir á Benediktinaklaust- ið á Cassinofjalli, sem er fomt og sögufrægt klaustur, en áður höfðu þeir varpað niður flug- miðum, þar sem þeir hvöttu munkana til þess að yfirgefa klaustrið hið fyrsta. Var efnt til árása þessara vegna þess að Þjóðverjar höfðu búizt um hvarvetna í grennd við klaustr ið. Sjónarvottar hafa lýst þess- ari loftsókn sem einhverjum harðfengilegustu loftárásum í Ítalíustyrjöldinni til þessa. Þegar flugvélarnar höfðu lagt til atlagna sinna var og hafin mikil stórskotahríð á vígstöðv um þessum. Flugmenn bandamanna eiga engu viðnámi að mæta af Þjóð- verja hálfu á þessum slóðum. Flýja hinir þýzku hermenn brott í skyndingu undan loft- árásum og stórskotahríð banda manna. Jafnfram hinum miklu land bardögum á Ítalíu og loftárás- um þar hafa fljúgandi virki og Liberatorflugvélar gert harðar árásir a átta mikilvægar sam- göngumiðstöðvar á Norður- Ítalíu. Lihtning- og Thunder- 'boltflugvélar skutu niður nítján þýzkar flugvélar í loftsókn þessari. Einna hörðust var árás- in á Verona, sem er endastöð járnbrautarinnar, er liggur um Brennerskarðið. Einnig var lagt til atlögu við Ferrara, sem er þýðingarmikil samgöngumið- stöð við Feneyjaflóa. Hafnar- borgin Livornio á vesturströnd inni varð og fyrir mikilli árás í fyrrinótt. Wellingtonflugvél- ar gerðu einnig harðfengilegar árásir á þýzkar hersveitir og birgðastöðvar suður af Róma- borg, en Berlínarútvarpið held ur því fram, að árásum þeim hafi verið beint gegn höfuð- borginn sjálfri. Tuttugu og ein þýzk flugvél var skotin niður í loftsókn þessari. Bandamenn misstu hins vegar aðeins eina flugvél. Hverfa Þjóðverjar úr Finnlandi og Noregi! RÐRÓMURINN um það, að Finnar vilji semja sérfrið við Rússa heldur áfram og hefir enn styrkzt við það, að finnsku blöðin hafa ritað skelegglega um viðhorfin og talið það mikla nauðsyn, að Finnar gætu kom- izt hjá frekari þátttöku í hildar- leiknum en orðið er. Finnska ríkisstjórnin er sögð sitja löng- um á fundum. Paasikivi, fyrr- verandi forsættisráðherra Finna sem dvelst um þessar mundir í Stokkhóimi, ræddi tvisvar í gær við sendúierra Rússa í Stokk- hólmi, frú Kollantay. Þjóðverj- ar hafa ekkert rætt um þessi mál, að minnsta kosti enn sem komið er. Sá orðrómur gengur einnig í Stokkhólmi, að Þjóð- verjar muni telja sig til neydda að flytja heri sína burt úr Finnlandi og Noregi, ef svo kunni að fara ,að Finnar semji frið við Rússa, enda verður að- staða Þjóðverja í þessum lönd- um hin ískyggilegasta, ef sú verður raunin. Jafnframt ber- ast fréttir um það, að Þjóðverj- ar hraði nú vígbúnaði sínum á Jótlandi eins og þeir frekast megi. Júgóslavar vinna nýja sigra. HERSVEITUM Titos mar- skálks verður vel ágengt eftir því sem fréttir herma frá Jíúgóslavíu. Halfa iþær náð á vald sitt nokkrum mikilvægum stöðvum á landamærum Ung- verjalands, svo og í héraðinu Pod Varína í Króatíu. Jafn- framt hefir þjóðfrelsishernum einnig orðið vel ágengt í Aust- ur-Bosníu. Flugmenn þjóðfrels ishersins hafa og gert harða á- rás á kvikasilfurnámurnar í Slóvakíu. Eru þær aðrar stærstu kvikasilfursnámur í Ev- rópu. Einnig hafa flugmenn hans sökkt olíflutningaskipi fyrir ó vinunum úti fyrir ströndum Júgóslavíu. ja faif fram i áfiina fil PsEcov Késakkasvðlíir jtrengja aS Eiinum innikróuðu hersveilum Þjóðverja við Cherkassy. s ÍÐUSTIJ fréttir frá vígstöðvunum í Rússlandi skýra frá því, að hinar rússnesku hersveitir eigi nú aðeins um þrjátíu km. ófarna til Pskov. Geisa harðir bardagar á þessum slóðum, og láta Þjóðverjar hvarvetna undan síga fyrir þunga sóknar Rússa. Kósakkasveitir þröngva mjög að hinum innikróuðu þýzku hersveitum við Cherkassy í Mið- Ukraníu. Sókn rússnesku hersveitanna í áttina til Pskov miðar örugg- lega áfram, þrátt fyrir mikla erfiðleika, enda verða þær að sækja fram gegnum skóga og yfir mýrar og vatnsföll. Er tal- ið, að viðnám Þjóðverja á þess- um slóðum sé senn úr sögu. Pskov stendur sunnan við Pei- pusvatnið. Er hún mikilvæg- asta samgöngumiðstöð á leið- inni til Lettlands. Kósakkasveitir þrengja nú mjög gð hinum irmikróuðu þýzku hersveitum við Cher- kassy í Mið-Ukraníu. Er aðstaða Þjóðverja þar alls kostar von- laus og eiga þeir ekki annars völ en að gefast upp eða strá- falla ella.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.