Alþýðublaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAMÐ Miðvikudagur 16. febrúar 1944- fUf>í|ftnblaðÍ& Dtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 ayra. Alþýðuprentsmiðjan h.l Þriðja gfrein Árna G. Eylands; Rusturleiðir. ðrlðg Finnlaods. EFTIR mjög alvarlega að- vörun frá stjórn Banda- rákjanna í Norður-Ameríku virðist nú svo, að Finnar séu að leita fyrir sér um sérfrið við Eússland. Fregnir herma, að fjórir þekktir finnskir stjórn- málamenn séu staddir í Stokk- hólmi í þeim tilgangi. 'Það er varla efamál, að Finn- ar hefðu fyrir löngu reynt að semja frið, ef þeir hefðu verið fullkomlega sjálfráðir gerða sinna. Því að þjóðin er máttfar- in eftir tvær styrjaldir með ör- stuttu milliþili við hinn stóra nágranna í austri. En fyrir Finna hefir ekki verið hægt um vik. Mikill þýzkur her er í landinu, og sá vandi, hvernig þeir eigi að losna við hann án nýrra blóðfórna, er órjúfanlega tengdur hinum, hvernig þeir eigi að fá frið við Rússa. V." • ' ■ 1 i í hópi bandamanna hefir Finnum verið legið mikið á hálsi fyrir það, að þeir skuli hafa barizt við hlið Þjóðverja á móti Rússurn. En í innsta hug- skoti neitar þó enginn ærlegur bandamannasinni því, að grimm og óviðráðanleg örlög hafa knúið þessa litlu frelsis- elskandi þjóð til vopnabræðra- lags við hið þýzka kúgunarvald. Má og í því sambandi minna á það, að Bretar hafa, að því er virðist, engan virkan þátt tek- ið í hernaðarráðstöfunum gegn Finnum, þó að þeir séu í orði kveðnu í styrjöld við þá. Og Bandaríkin hafa yfirleitt aldrei slitið stjórnmálasambandi við Finnland. Það er engin ástæða til að ef- ast um, að þessi tvö stóru lýð- ræðisríki skilji harmsögu Finna í þessari styrjöld og óski þeim heiðarlegs friðar og fullkomins sjálfstæðis að henni lokinni. Því það er ógleymt, að þessi litla friðsama og frelsiselskandi þjóð varð að ósekju fyrir blóð- ugri árás hins rússneska stór- veldis haustið 1939, þó að eng- inn þýzkur her væri þá kominn til Finnlands, enda var þá hin bezta vinátta með Þjóðverjum og Rússum. Finnar urðu þá, eftir hetjulega vörn og ægileg- ar blóðfórnir að kaupa sér frið við ofbeldið með því að láta dýrmæt finnsk héruð af hendi. Því hafa þeir eðlilega ekki get- að gleymt frekar en aðrar þjóð- ir, sem líkt hafa verið leiknar. Það má með sanni segja, að frá iþessari ruddalegu árás Rússa haustið 1939 stafi öll ó- gæfa Finnlands í þessari styrj- öld. Hún varð orsök þess, að Finnar, sem óttuðust áframhald andi yfirgang Rússa, opnuðu land sitt fyrir þýzkum her og soguðust inn í hringiðu styrj- aldarinnar á ný, þegar til stáls svarf milli Hitlers og Stalins. Það var öllum vinum Finnlands mikill hamur; en ef það á nokk- urs staðar við sem máltækið segir, að það, að skilja, sé sama og að fyrirgefa, þá á það við um ógæfu Finnlands í styrjöld- inni. * Eftir er hins vegar að vita, hvort hið rússneska stórveldi »ýnir slíkan skilning, þegar IV. MJÖG ER ALIÐ Á ÞVÍ, að Krísuvíkurvegurinn allur verði svo dýr, að ekkert hóf sé á. Og þó sérstaklega að spotti sá, er þarf að sprengja í mó- bergshamrana við Kleifarvatn sé botnlaus hít, sem ekkert vit sé í að fleygja fé í. Er vitnað í reynslu þá, er fengizt hefir við það, sem búið er að vinna á þessum kafla vegarins. Ekki verður því ueitað, að vegurinn meðfram Kleifarvatni verður dýr, þer margt til þess. Léleg tækni og lítil æfing vega- vinnumanna við að sprengja vegi í klappir, veldur miklu um það. En það, sem olli mestu um að hleypa kostnaðinum fram, við það litla sem þarna var unn ið, áður en hætt var við veginn fyrir rúmlega þremur árurn síðan, var sleifarlag það sem var á vinnunni að mörgu leyti, og úrræðaleysi að sigra örðug- leika þá sem þarna bóttu vera, en sem í rauninni eru langtum minni heldur en orð hefir verið á gert. Þeir, sem þekkja veru- lega til vegagerðar. t. d. í Nor- egi, eiga þágt með að átta sig á því, að það sé um verkfræði- lega erfiðleika að ræða, við að leggja veg meðfram Kleifar- vatni, þar sem þannig hagar til, að eðlilegast er að leggja veginn alveg meðfram vatninu, jöfnum höndum að sprengja úr móbergshömrunum og fylla upp í fjöruborðinu, eftir því sem tii hagar. Óheppilega var þarna unnið og því ekki von á góðri útkomu. Verkamenn voru fluttir til vinnu að morgni alla leið frá Reykjavík — 27 km. og heim á kvöldin, í stað þess að byggja verkamannaskáia suður við vatnið og búast þar um skyn- samlega. Hvort þetta var ,sam- kvæmt kröfu verkamanna eða verka iýðsf élagarma veit ég ekki. en mikill er sá misskiln- ingur, að halda að slík „með- ferð‘' sé til góðs fyrir verka- menm að brð se til abata heilsu þeirra og pyngju að eyða klukku tímum af vinnutímanum í akst- ur, á vöruþílum, með misjcln- um útbúningi til mannfiutn- inga. Svo var ,,að sjálfsögðu“ bæít allri vinnu þegar haustaði að, og gert ráð fyrir að byrja aftur (á sama hátt?) næsta vor, uema ef eitthvert ,,happ“ yrði til pess að hefta verkið. Og það happ kom, hin stóraukna hernáms- vinna, og ékki var hreyft við steini á Krísuvíkurleiðinni al- veg eins og vegagerð þessi væri þýðingarlaus með öllu, nema sem atvinnubótavinna þegar lítið væri um vinnu. Geta ekki j allir séð, að það hefði verið \ nokkuð mikið heppilegra að haga þessari vegarlagningu með fram Kleifarvatni, alveg á sama hátt eins og tíðkast hjá öðrum þjóðum (og sem betur fer einn- ig við margt hér á landi), 'þar sem aðalsjónarmiðið er, að leysa verk þau, er framkvæma skal, af hendi á heppilegasta hátt, gegn fullu gjaldi til þeirra er verkið vinna, en án þess að láta tíma og fjármuni fara í súginn að óþörfu. Klappakaflann við Kleifn- vatn var eðlilegast að vinaa þannig: Byggja verkamanna- skála suður við vatnið, hafa þar ekki fleiri menn en sem hentaði vinnu með einni loft- pressu með tilheyrandi tækj- um, og lofa þessum mönnum að vinna þarna vetur, sumar vor og haust, án annarra frátafa en þá fáu daga, sem ekki er vinnu- veður við slíkt starf, og það er mjög sjaldan, því slík grjót- vinna er gott starf og þrifalegt fyrir vana menn í flestum veðr- um, ólíkt betra en t. d. snjó- mokstur og skurðagerð. Eitt, sem mælti alveg sérstaklega með þessum vinnuþrögðum er sú staðreynd, að Vegagerð rík- isins átti ekki þá, og á líklega ekki enn, svo margar loftpress- ur, að hún mætti vel við því að hafa fleiri slíkar vélar á einum stað yfir hásumarið, en nota svo enga vél á sömu slóðum yfir veturinn. Þegar kom suður að Innri- Stapa var hægt, ef vildi, og þörf þótti, til þess að flýta verk- inu, að koma að fleiri vélum og vinnuflokkum, án tafsamra „sjóflutninga“ á mönnum og vélum. Þegar allar aðstöður eru at- hugaðar í hreinskilni og af fullri velvild, sést bezt hvert ó- happaverk það var — og sem kostar mikið að bæta — að hætta vinnu við Kleifarvatn, haustið 1940. Þó ekki hefði unnið nema einn vinnuflokkur þarna, með einni vélasam- stæðu, væri vegalagningin með fram vatninu sennilega nú komin svo langt, að hægt væri: að koma bílum og öðrum vinnu tækjum suður fyrir vatn til aðgerða þar og vinnu eftir vild, án allra selflutninga. Þá hefði nú verið vel á vegi statt með Krísuvíkurleiðina. Ég vil ekki skiljast við þetta atriði, án þess að nefna það sem miklar líkur, að tiltölulega auðvelt sé að móta vinnuaðferð við sprengingu móbergs á miklu heppilegri hátt, en tíðkazt hef- ir, og að sjálfsagt sé að gera til- raunir þar að lútandi, í stað þess að nota sömu aðferð við að bora og sprengja móbergið eins og tíðkazt hefir við aðrar berg- tegundir, en eins og kunnugt er, er mikið kvartað um það, hve móberg vinnist illa er sprengja skal. Upphafiega var mælt þann- , ig fyrir Krísuvíkurveginum með fram Kleifarvatni, að hann skyldi lagður niður við vatn, alla leið suður að Syðri-Stapa, meðal annars Iagður í boga fyr- ir Innri- Stapann. Þessu hefir verið breytt. Vegurinn er lagð- ur upp á Innri-Stapann og kem- ur aldrei niður að vatninu aft- ur sunnan við hann. Liggur þar í bugum og nokkuð mis- hæðótt suður á Syðri-Stapa. Það er á þessum kafla sem er búið að undirbyggja um 1,5 km. Vafalaust hefir þessi breyting verið gerð í sparnaðarskyni, og líklega sparast eitthvað við það. Samt held ég að breytingin ork-i mjög tvímælis, og eigi of mikið rót sína að rekja til hinn- ar alkunnu hræðslu ísl. vega- gerðarmanna við að þurfa að sprengja grjót svo nokkru nemi, og hinnar lélegu verk- tækni við það, sem oft vill verða. En fyrst veginum var á ann- að borð kippt upp frá vatninu, verður að dæma framkvæmd þess, sem þar er búið að gera, eftir því vegstæði, og þar 'hefir verið miður heppilega að unn- ið. T. d. hika ég ekki við að full- yrða að vegurinn upp á Innri- Stapa er óheppilega lagður, hefði verið betur lagður öðru- vísi, og sennilega með minni kostnaði. Á veginum á milli stapanna hefir víða verið sótt efni í uppfyllingar með erfið- leikum nokkuð langt að, en ó- sprengt er enn allmikið úr mó- bergShryggnum á milli fylling- anna, svo efni úr þeim notast ekki á eðlilegan hátt þegar það verður sprengt síðarmeir. Að sönnu er þetta síðast- nefnda smámunir og skiptir ekki miklu máli, en þegar and- stæðingar þessarar vegarlagn- ingar tína allt til, smátt og stórt, óvíst og vafasamt og meira en það, til þess að fæla frá henni, er réttmætt að benda á þau mistök, sem átt hafa sér stað, og miða að því að gera veginn dýrari og verri en vera þurfti, og jafnvel eru notuð sömu sönnunargögn fyrir því, hvert óráð það hafi verið að byrja nokkurntíma að leggja veg með.fram Kleifarvatni. Svo getur farið, að villan á Innri- Stapa verði ekki neitt smáat- riði. Þar er í ráði að sprengja veginn niður í móbergshrygg á nokkru svæði, sem ef til vill veldur þvi, að þar verði sé Snglýsingar, sem birtast eiga í Alþýðublaðirm, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alpýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) ffrlr M. 7 að bvðlðt. ur á allri leiðinni, sem hættast: sé við aðfenni og skefli á veg- inum. Er hrapallegt að efnt skuli vera til slíks að óþörfu, en er ef til vill í samræmi við „rök- in“, sem lögð voru fram á al- þingi 1936, þar sem meðal ann- ars var sagt, að leiðin meðfram Kleifarvatni „verður að dæm- ast algerlega óhæf vegna örð- ugs vegstæðis á löngum köfl- um og snjóþyngsla“. Það eru þannig fullar ástæð- ur til þess að benda greinilega og ákveðið á það, að reynsla sú, sem fengizt hefir við það, sem búið er að vinna að vegarlagn- Framhald á 6. síðu. j /«x- Finnland snýr sér nú til þess iim frið. Vissulega stendur þó engum nær en því, að skilja þátt Finnlands í styrjöldinni. Og ólíkt meiri vegsauki myndi það verða því, að unna Finnum nú heiðarlegs friðar og bæta á þann hátt fyrir gamlar og nýj- ar misgerðir við þessa litlu ná- grannaþjóð, en að nota sér að- stöðu sigurvegarans til iþess að láta kné fylgja kviði og reyra hana í fjötra rússneskrar kúg- unar á ný. TÍMINN ræðir nýskeð um það, hver verða muni af- staða Rússa í framtíðinni í skipt um þjóðanna. Farast blaðinu orð m. a. sem hér segir: ,,Hjá þeim, sem ræða um al- þjóðamálin í framtíðinni, ber þá spurning einna hæst, hver afstaða Rússa muni verða. Um það er bollalagt fram aftur, hvort Rússar muni taka upp friðsamlega og vin- gjarnlega sambúð við aðrar þjóðir á grundvelli venjulegrar milliríkja samvinnu eða hvort þeir muni halda áfram fyrra hætti að leggja fram fé og aðra aðstoð til komm- únistiks áróðurs í öðrum löndum og skapa þannig margvíslega örð- ugleika fyrir viðunandi sambúð þjóðanna eftir stríðið. Þeir, sem um þessi mál ræða, virðast enn ekki hafa áttað sig til fulls á því, hvort sú ákvörðun Rússa að leggja niður alþjóðasam- band kommúnista sé á fullum heil- indum byggð. Ýmsir telja, að það hafi aðeins verið pólitískt her- bragð til að þóknast Bandamönn- um, þar sem Rússar hafa margt undir þá að sækja um þessar mundir.“ Um það, hver verða muni utanríkismálastefna Rússa í framtíðinni, segir á þessa leið: „Þá kemur mönnum heldur ekki saman um, hvort utanríkismála- stefna Rússa í framtíðinni muni meira miðast við rússneska stór- v.eldishagsmuni eða útbreiðsla kommúnismans. Ef Rússar hugsa aðallega um eflingu sína sem stór- veldi, mætti vel álykta, að þeir reyndu að afla sér fylgis og vin- sælda annarra þjóða eftir venju- legum diplomatiskum leiðum, en gerðu minna að kommúnistiskum áróðri, er alltaf myndi skapa veru- lega andúð gegn þeim. Ýmsir telja, að Stalin beri meira fyrir brjósti stórveldisaðstöðu Rússa en komm- únismann, og þess vegna megi vænta þess, að Rússar muni í ná- inni framtíð, leggja meiri áherzlu á vinsamlega stjórnmálasamvinnu við aðrar þjóðir en aðstoð við kommúnistafllokkana. Hins vegar sé það engan veginn ólíklegt, að: Rússar haldi áfram dulbúnumt: stuðningi við kommúnistaflokkana utan Rússlands í stað þess að hafa við þá beint samband eins og áð- ur. Þessu til sönnunar er það nefnt, að það þjóni beinlínis stór- veldishagsmunum Rússa að efla slíka flokka, þótt Rússar hafi eng- an raunverulegan áhuga fyrir út- breiðslu kommúnismans. Þessir flokkar verði alltaf dyggir fylgj- endur Rússa og geti á ýmsan hátt styrkt stórveldaaðstöðu þeirra og það jafnvel fremur, ef ekki væru bein sambönd milli þeirra og: Rússa. Sterk rök eru og leidd að því, að þannig hafi kommúnista- flokkarnir verið notaðir að undan- förnu. Rússar hafi notað þá til að> vinna fyrir sig, og að þeir hafi metið þá meira eftir því, hvað þeim ávannst í þeim efnum, en því,. hvort þeir unnu kommúnismanum fylgi.“ Um afstöðu Rússa til land- flótta ríkisstjórnanna segir á þessa leið: „Aðstaða Rússa til landflótta ríkisstjórna hefir mjög stutt að því, að menn þykjast enn ekki greina fullkomlega, hvað Rússar ætlast raunverulega fyrir. Þessar stjórnir hafa yfirleitt reynt að starfa á grundvelli þjóðlegrar ein- ingar, — reynt að hafa innan vé- banda sinna - fulltrúa allra flokka, er ekki hafa aðhyllzt nazismann, svo að baráttan gegn Þjóðverjum hvíldi á sem víðtækustum grund- velli. Þetta hefir yfirleitt tekizt mjög vel, að því undanskildu, að kommúnistar hafa ekki fengizt til þátttöku í slíku samstarfi. Fyrst í stað stafaði þetta af því, að Rússar höfðu griðasáttmála við Þjóðverja og kommúnistar forð- uðust á meðan að taka þátt í hvers konar andstöðu gegn nazistum. I stað þess að hvetja undirokuðu þjóðirnar til mótspyrnu við Þjóð- verja, hvöttu kommúnistar þær til að semja sátt við þá, t. d. í Noregi, þar sem þeir heimtuðu, að Hákon Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.