Alþýðublaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagnr 16. febniar 1S44. *l_5=> YÐ UBL AÐIÐ 5 •:*rá::sik »11111 Bardagi við kríur. Fyir nokkru síðan byggðu band.amenn flugstöð á eynni Ascension, sem liggur langt suður í Atlantshafi, á milli Afríku og Suður-Ameríku. Eyin er ensk eign, svo að ekki var neinum herskörum öxulríkjanna aö' mæta. En aragrúi kría hefst þar við, eins og myndin sýnir, og áttu aðkomumennirnir í fyrstu fullt í fangi með að verjast þeim. Aj ■ v azista. ARLA MORGUNS liinn fimmta dag desembermán aðar árið 1940, kvaddi fransk- ur lögregluþjónn dyra minna. Hann sagði mér að pakka nið- ur munum þeim, er ég þyrfti með í sólarhrings fjarveru og fylgjast þegar í stað með sér á lögreglustöðina. Hann var mjög alúðlegur og hjálpsamur og hvatti mig til þess að láta nokkrar aukaábreiður og yfir- hafnir niður í ferðatöskuna mína. Á lögreglustöðinni hitti ég nokkra samlanda mína fyrir. Við vorum fluttir í strætisvagni til Gare de l’Est og þaðan til vinstri til staðar, sem ég hafði aldrei komið á fyrri. Þetta var síðasti dagur frelsis míns. Fyrir styrjöldina stundaði ég listnám í París, og ég hélt þeim starfa áfram eftir að vopnavið skipti voru hafin. Þá kom hrun Frakklands. Foreldrar rnínir sendu mér símskeyti, þar sem þau báðu mig að hverfa þegar í stað heim. En símskeyti þessi bárust mér aldrei í hendur. Ég sá þýzkar hersveitir leggja leiðir sínar um stræti Parisar. Hinir þýzku hermenn voru miklir á lofti og töldu sig auðsýnilega glæsilega sigurveg- ara. Þeir voru dólgslegir og drembilátir. Þess var enginn kostur að freista flótta. Þetta var í júnímánuði árið 1940. Um hálfs árs skeið dvaldist ég í París og fékk mánaðarlega líf- eyri hjá brezku sendisveitinni. Mestur tími fór í það að afla sér matar. Franska þjóðin var um þess- ar mundir sem tröllriðin. Hún vissi ekki hvorum hún átti held ur að trúa, Þjóðverjum eða Bretum. Konur höfðu ekki séð ‘ menn sína né börnin feður sína um hálfs árs skeið. — Margir höfðu misst ástvini sína. Þeim var að vonum harmur og beiskja í hug. Það var líka sízt að undra, þótt sú væri raunin. Desembermánuð þann, er um getur, námurfl' við ekki staðar eftir að lagt hafði verið upp frá lögreglustöðinni fyrr en komið var til herbúðarinnar að Besancon, sem er ógnlegur stað ur. Gólfið var hellulagt og hafði ekki verið þrifið eftir að blökkumenn og franskar her- ÖR E I N þessi er eftir H. Mary Mihvard og Iiér þýdd úr tímaritinu English Digest. Höfundur hennar er brezkur, en lagði stund á listnám í París, þegar hrún Frakklands bar að höndum. Hann var hnepptur í fanga- búðir í desembermánuði ár- Sð 1940 og þar dvaldist hann, unz hann var fíuttur heim í októbermánuði síðastliðnum. sveitir höfðu verið þar til húsa. Fæðið var mjög slæmt og við urðum að notast við blikkdós- ir í stað diska og bolla. Sumum okkar voru fengnar blikkdósir, sem voru mjög ryðbrunnar og óhreinar, og urðum við að hreinsa þær áður en við gætum notazt við þær. Yistin þarna var svo ill, að margir fanganna dóu áður en langt um leið. Þegar við höfðum dvalizt í víti þessu um nokkurra mán- aða skeið, fengum við skyndi- lega fyrirmæli um það að vera við því búnir að fara þaðan burtu án frekari fyrirvara. Þrem dögum síðar var ég flutt- ur til Vittel. Vistin þar var mun skárri einkum þegar fram liðu stundir. Bezta dægrastytting okkar voru líkamsæfingar og göngu- ferðir, sem okkur voru leyfðar. Hins vegar fengurti við aðeins að ganga um lítið svæði og garð inum var lokað srtemma á hverju kvöldi. Ég hefi látið svo um mælt, að vistin í fangabúð þessari hafi ekki verið sem verst. En þess er þó skylt að geta, að fæð ið var þannig, að við hefðum varla orðið langlíf, ef ekki hefðu verið matarbögglar þeir, sem Rauði krossinn sendi okk- ur vikulega. Bögglar þessir höfðu einkum að geyma þurrk- aða mjólk, kex og önnur vista- föng. Þeim áttum við það að þakka, að við liðum ekki skort og vorum meira að segja í dá- góðum holdum. Einnig höfðu bögglar þessir að geyma föt og skófatnað okkur til handa. Eiga brezkir fangar við við- unanleg kjör að búa? Eftir reynslu þá, sem ég hefi af að segja, myndi ég svara spurn- ingu þeirri játandi, þegar allt kemur til alls, Hvernig varði ég tímanum? Stundum var svo mikið að gera, að dagurinn var örfljótur að líða. Það var sízt yfir aðgerðaleysi -að kvarta í fangabúðinnni. í fangabúð þessari starfaði skóli, þar sem gafst manni þess kostur að nema flest þau fræði, sem hugsazt gat. Ég lagði um skeið stund á að nema þýzku og gerði allmikið að því að teikna. Einnig tók ég þátt í leikstarfsemi þeirri, sem þarna var til efnt. Við áttum þess kost að fást við tennisleik að vild oklcar. Ég varð að skilja flestar teikningar mínar eftir í Vittel, en ég el þá von í brjósti, að mér auðnist að komast hpndum yfir þær, þegar styrjöldin hefir ver ið til lykta leidd. Gönguferðirnar undir beru lofti voru okkur mikið yndi og unun. Ég fór aldrei út úr fanga búðinpi, nema einu sinni, þeg- ar ég ferðaðist borgina á enda til þess að vera svaramaður brúðar við hjónavígslu. Brúður in var fertug að aldri, en brúð- guminn sextugur. Þau voru einnig fangar, en ólu aldur sinn í annarri fangabúð en þeirri, þar sem ég dvaldist. Þau kynntust fyrsta sinni þarna í fangabúðinni og ákváðu að ganga í heilagt hjónabanda. Hjón þessi eru enn fangar, en una lífinu mjög að vonum og eru hin hamingjusömustu, enda þótt þau gætu senniléga tekið því, að kringumstæður þeirra væru aðrar en raun ber vitni. Margir kvenfangarnir voru giftir. Við köstuðum oft mat og vindlingum út fyrir girðing- una, sem umlukti fangabúðina, til frönsku barnanna. Börnun- um skildist brátt, hvenær ,,böggladagarnir“ voru og létu sig þá ekki vanta við girðing- una til þess að veita því mót- töku, sem við gátum látið af hendi rakna við þau-. Stundum námu þýzkir her- (Frh. á 6. síðu.) Moldarhnausar og grjóthnullungamaður gerir mig hissa með því að segja fyrir óorðna hluti. — Bréf frá merkum manni um hestana, guð og gaddinn. EG RAK UPP stór augu í fyrradag, er ég frétti um- mæli rafmagnssíjóra á bæjarráðs- fundi á laugardag, að ekki væri von á viðbótarrafmagninu fyrr en í fyrsta lagi íybyrjun aprílmánað- ar. f»að var þó ékki fyrst og fremst vegna þess, að rafmagnsstjóri skyldi gefa þessár upplýsingar, þvert ofanS fyrri fullyrðingar sín- ar, heldur var það vegna þess sem nú skal greina: EINHVERN TÍMA í fyrrasumar var ég á flækingi utan Reykja- víkur. Þá bar svo við, að ég hitti verkamann, sem sagði mér að hann ynni að minnvirkjagerð aust- ur við Sog, vegna viðbótarraf- magnsins. Við fórum að tala um þessar framkvæmdir, og barst það í tal, að við Reykvíkingar hlökk- uðum mjög til að fá rafmagnið um áramótin, því að allt væri í ólestri hjá okkur af rafmagnsleysi. „Um áramót?“, sa'gði- maðurinn, „Þið fáið ekkert viðbótarrafmagn um áramótin.“ „ÉG BROSTI meðaukunarbrosi. Hvað skyldi hann vita um þetta, moldarhnausa og grjóthnullunga- kallinn úr sveitinni? Sérfræðing- arnir höfðu sagt okkur þetta — og þeir vissu, hvað þeir sögðu. Ég sagði: „O, jú. Það er ákveðið.“ „Mér er alveg sama hvað þeir á- kveða og hvað þeir segja,“ sagði verkamaðurinn. „Þið fáið það ekki fyrr en í fyrsta lagi í aprílbyrjun." ÉG SKIPTI MÉR ekkert af þessu rausi — og gleymdi því. En svo þegar ég heyrði ummæli raf- magnsstjóra, þvert ofan í öll önn- ur, þá rifjaðist þetta samtal upp fyrir mér — og ég varð vægast sagt hissa. Verkamaðurinn var enginn sérfræðingur, hvorki í raf- magnsfræði, uppsetningu véla eða byggingarlist. Hvað segið þið um það, að við réðum hann fyrir raf- magnsstjóra? MERKUR MAÐUR skrifar mér þetta athyglisverða bréf: „Einn af merkustu mönnum vorum á sínum tíma, skrifaði einu sinni ritgerð með fyrirsögninni: „Hvernig er farið með þarfasta þjóninn,“ sem þá vakti feikna athygli og hafði mikil áhrif. Hann átti við íslenzka hestinn, sem enn meir þá en qú, var bæði vinur og þjónn íslend- ingsins. Nú er hann fremur að verða verzlunarvara og matgjafi. En þó heldur hann sínu gildi og leyfilegt mun að minnast á hann með fáum orðum.“ „BLÖÐIN HAFA UNDANFARIÐ — skemtilega sammála og sam- tímis---ritað um öryggismál sjó- manna. Mál, sem löngu áður hatíi verið á vörum fjölda manns og á- hyggjuefni þeirra. En betra er seint en aldrei og skal það látið liggja á milli hluta hér. En það er annað mannúðar- og reyndar einnig fjárhagsmál, sem er þess vert, að blöð vor taki það til it- hugunar, og helzt að -reynt sé að byrgja þar brunninn, áður en barnið er dottið ofan í hann. Það er að vísu ekki um ógætilega og varhugaverða meðferð á mönn- um, heldur á málleysingjum. Hest- unum okkar. Þeir eiga einnig sinn rétt og hann að lögum.“ „ÞEIIÍ, SEM undanfarið hafa haft tækifæri til þess að tala við menn úr sveit og spurt þá al- mæltra tíðinda hafa ekki kómizt hjá því, að heyra um hinar ískyggi- legu horfur um afkomu íslenzku hestanna (svo aðrar skepnur séu ekki nefndar). Hagleysi hefur víða ekki verið jafnmikið og nú, um tvo tugi ára. Hey hefur þeim mjög mörgum lítið sem ekkert verið ætlað, og húsleysið er litlu betra en verið hefur öldum saman. Enda má geta nærri um það þeg- ar margir eiga hross í tugatali og jafnvel hundraða. Þeim er hleypt á „Guð og gaddinn“. „GÓÐU ÁRIN, undanfarið, hafa einnig átt sinn þátt í því að svæfa fyrirhyggju manna í þessum efn- um og svo er það léttfenginn gróði, að „ala upp“ hesta, og hvorbi heyja handa þeim né eiga hús fyrir þá. Nú er mér sagt að víða megi búast við felli á hestum ef ekki breytist til batnaðar innan þriggja til fjörga vikna. En hvernig líður svo þess- um skepnum áður en þær drepast úr sulti? Á mönnum að líðast að kvelja líftóruna úr hundruðum eða þúsundum hrossa og eiga allt undir veðurfari þessa lands, sem er svo dutlungafull í þeim efn- um?“ „MÉR VÍRÐIST ÞAÐ vera hlut- verk blaðanna að rannsaka, hvað hæft er í þessum orðrómi. Og hlut- verk þeifra að knýja fram umbæt- ur, ef satt reynist. Karl ísfeld, blaðamaður, ritaði um daginn grein í ,,Samtíðina“ um blaðamennsku. Hann sagði þar meðal annars, að blöðin ættu að ala rtpp fólkið. Þetta er laukrétt. En er ekki nokk- , ur misbrestur á því? „Spegillinn“ er eina blaðið, sem telur sig' vera samvizka þjóðarinnar. Skyldi rit- stjórinn þó ekki stundum hafa samvizkubit af því að láta þetta standa á blaðinu? Og ætli það væri vanþörf á að fleiri blöð reyndu að vera þessi ,,samviska“? Nú vona ég að eitthvert þeirra fari á stúf- ana og kanni þetta mál, sem hefir verið gerð að umtalsefni. Kanske „Bóndinn“ vilji byrja? Honum mun víst standa það næst. Frétta- ritara mun bæði það blað og :önn- ur hafa víða um land, og ættu þeir að geta borið um þetta eins vel og um afmæli og þess konar. Leitið álits þeirra.“ Hannes á liorninu. fer. á mánuði fáið þér vinsælasta, læsilegasta og bráðum útbreiddasta dagblaðið hér á landi sent heim til yðar hvar sem er í bænum en fyrir 4 kr. hvar sem er úti á landi. iHÞTÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.