Alþýðublaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.02.1944, Blaðsíða 6
Svertinginn virðist kunna að meta þær, engu hér norður á hjara veraldar, þó að hann sé þeim vanur hinu heita heimalandi sínu. Myndin er frá Suður-Afríku. Austurleiðir. Frh. af 4. síðu ingunni meðfram Kleifarvatni, er harla léttvæg og léleg og bendir ekki með neinum rökum til þess sem haldið hefir verið fram, að þarna sé óheppilegt vegarstæði, bæði um legu og kostnað. Hins vegar þýðir lítið að sak- ast um hið liðna. Það, sem nú ríður á, er að hefja sem fyrst framkvæmdir að nýju á heppi- legasta hátt, og við því er ekk- ert að gera, þótt ekki verði komizt hjá nokkrum auka- kostnaði sökum þess óhapps, að ekki var haldið áfram að vinna við Kleifarvatn undan- farin ár. Nú verður að reyna að koma að sem mestum mannafla og vélakosti við að gera veginn færan á þessu ári, suður fyrir Syðri-Stapa. Úr því eru allir vegir færir með að haga vinn- unni eins og vill, koma að mörg um vinnuflokkum, bæði austan og vestan, án þess að afföll þurfi að verða af vinnuaíköst- um vegna óhægrar aðstöðu. Ef undið er að því nú þeg- ar, að koma upp vinnuskýli við 'Kleifarvatn er hægt að hefja vinnu í veginum innan mánaðar, með þeim hætti að vel geti verið séð fyrir hvoru- tveggju, afköstum og Líðan verkamanna, því grjótvirman þarna er vel til vetrarstaría fallin, og langtum betur en margt annað, sem að er unnið. ír]É ðr I fangabnð- nm nazlsta. (Frh. af 5. síðu.) menn, sem áttu leið framhjá, staðar og tíndu upp bitana, sem börnunum voru ætlaðir. Þegar við fórum heim eigi alls fyrir löngu, vorum við flutt yfir Þýzkaland. Fólkið í Þýzkalandi tók öllu því með þökkum, sem við gátum látið af hendi rakna við það, og færði okkur heitt vatn og annað, sem það hafði handa milli í skiptum fyrir vindlinga, súkkulaði og annað slíkt. Franskir borgarar kölluðu til okkar ýfir girðinguna sérhverja frétt um hrakfarir þýzku herj- anna. Þeir sungu iðulega brezka þjóðsönginn, er þeir gengu framhjá. Frakkar hlæja aðeins góðlát lega að fréttaflutningi blaða þeirra, sem túlka skoðanir Þjóð verja. Fangarnir kváðu þannig að orði, að þegar blöð þessi birtu tölu þeirra flugvéla banda manna, sem Þjóðverjar ættu að hafa skotið niður, bæri að minnsta kosti að deila í hana með fimm. Ég skildi allmikið eftir af föt um, þegar ég fór heim, til þess að geta fcomið fyrir matanbirgð um, sem ég hafði sparað sam- an með ýmsum hætti. Mat þenn an ætlaði ég föður mínum og móður. En þegar heim kom, sannfærðist ég brátt um það, hversu þetta tiltæki mitt var hlægilegt. Sumum fanganna var gefið það tækifæri að fá breytt hþi- um brezku vegabréfum sínum og verða því næst látnir lausir. En þeir kusu heldur að halda hinum brezku vegabréfum sín- um, enda þótt það kynni að kosta þá langa vist í fangabúð- inni. Ég lagði lítt trúnað á það, að mér yrði veitt heimfararleyfi fyrr en í stríðslok. Það var í febrúarmánuði, sem ég fór þess á leit, að mér yrði veitt heim- fararleyfi, en ég var eigi að síður vantrúaður á það, að þau tilmæli mín myndu nokkurn á- rangur bera. Loksins hinn tíunda október var kvatt dyra minna og mér boðið að búast til heimfarar í skyndingu. Eftir það hefi ég lifað í eins konar draumi. Ferðin heim tók tíu daga. Við lögðum leið okkar um Hamm og Hamborgar, er hald- ið var til Gothenburg. Lestin var yfirfull af fólki og við ferðuðumst um nætur án nokk urra Ijós^. Það var mjög haft hraðan á, þegar skipt var um lestir. Okkur duldist ekki, hver var ástæðan fyrir þessu. Það var vérið að koma í veg fyrir það, að við gætum flutt heim fréttir um tjónið af völdum loftárása bandamanna. Það, sem ég sá af Þýzkalandi, var þetta: — Aðeins ein lestin hafði þýzka íarþega að geyma. Hins vegar var mikið af þýzk- um hermönnum í þeim. Mest voru það sextán, seytján og átján ára gamlir unglingar. Eina lest sá ég, sem orðið hafði fyrir miklum skemmdum senni lega af völdum loftárásar. Ver- ið var að vinna að endurbótum á járnbrautarstöðinni í Hamm, sem auðsýnilega hafði orðið fyr ir miklum skemmdum. Þorp nokkurt í Rínardalnum hafði 1 einnig orðið fyrir miklu tjóni af völdum loftárása. Ég veit ekki, hvaða þorp þetta hefir verið, en ég var þess fullviss meðal annars af hinu dýrlega fagra mánaskini, að það var í Rínardalnum. Ég sá Orkneyjar fyrstar af ættlandi mínu. Þær voru eins og paradís í augum mínum, þar sem þær risu tignarlegar úr sævi. Þá var þess skammt að bíða, að siglt væri inn á höfn ina í Leith. Og heimkomunni mun ég aldrei gleyma. s fnskrar S hæsta verði. s j ^Hiísgagiavinnnsto' { $ Baldnrsgr ; _ ALfrYPUBLAÐIÐ_________________ . \ Jón Agnars: KjarabótaKrofnr Dagsbrúnar. AÐ getur vel verið, að sá dánumaður, sem skrifaði leiðarana í Vísi þ. 8. og 9. þ. m. haldi að „sósíalistar“ þurfi mun meira að éta, en við verka menn annara flokka eða utan- i flokka, að minnsta kosti er svo að heyra á skrifum hans. Mig langar til með fáum orð um að ræða um fáein atriði í ritsmíðum þessum. þótt sumt af því, sem ég segi, hljóti að verða upptugga á því, sem áður hefir verið sagt, og stendur ó- hrakið þrátt fyrir slagorðaglym þeirra, sem kosið hafa sér það hlutskipti að verja illan mál- stað. í sambandi við uppsögn Dags brúnarsamninganna, er rétt að geta þess að mjög fjölmennur Dagsbrúnarfundur var ein- róma með henni, og að annar fjölmennur fundur samþykkti síðar tillögur stjórnar og trún- aðarráðs um samningsuppkast, einnig samhljóða, en í umræð- unum um þær komu þó fram raddir um að við færum of skammt í kröfum okkar. í sambandi við allsherjarat- kvæðagreiðsluna má geta þess, að um 500 félagsmenn voru fjarverandi um þær mundir, sumir við sjómennsku og í ýmislegri vertíðarvinnu á veiði stöðvunum, og það er ástæða til þess að ætla, að skoðun þess ara manna hafi verið hlutfalls- lega sú sama á þessum málum og þeirra, sem tækifæri höfðu til þess að greiða atkvæði. Það er óþarfi að benda á fleira í sambandi við þessa atkvæða- greiðslu en hitt er óhætt að fullyrða, að enginn Dagsbrúnar stjórn hefir áður haft jafn stór ann hóp einhuga félagmanna að baki sér, sem nú, í höndfar- andi samningaumleitunum, og jafnvel þeir fáu menn, sem sögðu nei við atkvæðagreiðsl- una munu engu að síður veita stéttarbræðrum sínum lið í sam eiginlegri hagsmunabaráttu, sem eingöngu er fagleg og þess vegna svo ópólitísk sem bar- átta verkamanna fyrir bættum kjörum getur verið. Lámarkstaxti sá, sem farið hefir verið fram á, er svo lágur (í almennri vinnu), að hann nær því ekki að verða hlutfalls lega jafnhár taxta iðnaðar- manna, miðað við grunnlaun fyrir stríð, enda hefir stjóm Dagsbrúnar áskilið sér rétt til þess að breyta tillögum sínum, er til samninga kemur, og mætti þá ef til vill fara fram á fullkomna samræmingu á þessum taxta. Vísir kallar baráttu Dags- brúnar vonlausa og neikvæða. Ég vil aðeins segja það, að þeir, sem berjast fyrir réttlátum og góðum málstað, berjast ekki vonlaust, þeir heyja jákvæða sigurvissa baráttu. Hitt væri neikvætt, að halda áfram að berjast fyrir lífinu, við þau skil yrði, að verða því fátækari, sem aðrir verða ríkari á manns eigin vinnu. Á undanförnum árum, þegar hver starfandi hönd hefir haft nóg að gera, hefir hér á landi skapast meiri auður en dæmi eru til í sögu þjóðarinnar, og sýnir það bezt hvers virði vinnu aflið er, þegar það er nýtt til fullnustu.. En þessi auður er ekki í höndum verkamanna, þeir hafa borið skarðan hlut frá borði. Sá, sem skrifar áminnsta leið ara Vísis, spáir því að atvinnu- vegirnir muni stöðvast ef verka menn fái kauphækkun nú, en ég held nú, að með því afurða verði, sem nú er, mundu eigend ur atvinnutækjanna tapa hærri upphæðum en verkamennirnir, ef til stöðvunar kæmi. Ég er hræddur um að Vísi bregðist vonimar um almenningsáhtið, ef hann heldur áfram röksenda leiðslu slíkri sem þessari, en rökfestan hefir nú sjaldan ver- ið hin sterka hlið Vísis í illgirn islegum árásum hans á verka- menn um margra ára skeið. Ein firran er sú, að „almenn- ingur“ geti ekki greitt þau laun, sem verkamenn hafi nú, hvað þá hærri, og sé því lítið um ónauðsynlega vinnu. Lík- lega heldur Vísir að þær hundr uð milljónir króiia, sem lands- menn hafa eignast síðustu ár, séu nær eingöngu í eign verka manna, sem mestan þátt hafa átt í að afla þeirra, það er helzt að heyra að atvinnurekendurn- ir hafi rúið sig inn að skinninu til þess að greiða laun verka- mannanna, og verkamennirnir svo lagt milljónirnar á banka. Og hvað viðvíkur ónauðsyn- legu vinnunni, þá væri æski- legast að hún yrði ávallt sem minnst, en því meira af nauð- synlegri vinnu og ég get tekið undir með Vísi í því að ég lái engum, þótt hann sé ekki á þessum tímum að láta vinna einhverja óþarfa vinnu, en það geta nú verið skiptar skoðanir um það líka, hvað sé nauðsyn- legt. Þá talar Vísir um að allt, sem ekki sé brýn nauðsyn að framkvæma nú, sé látið bíða betri tíma. Þessi betri tími er vafalaust eitthvað svipað og fyrirstríðsatvinnuleysistíma- bilið, og gægjast þar fram úlfs- hárin. A þessu skuluð þið verkamenn góðir, sem þessar línur kunnið að lesa, sjá inn- ræti þeirra manna, sem þið heyið hagsmunabaráttu ykkar við. Ekki mundu þessir gæða- menn gráta það, að sjá aftur konur ykkar og börn hálfsvöng og klæðlítil. Sem betur fer mun þessum mönnum ekki verða að ósk sinni; slíkir tímar munu aldrei koma aftur. Það hefir sýnt sig, hvílíkum auðæfum er hægt að moka saman hér, ef vinnuaflið er notað til hins ýtrasta; og verkamenn, sjómenn og yfir- leitt öll alþýða þessa lands hef- ir vaxið svo að félagslegum þroska, að það mun ekki liðið, hvað sem það kostar, að fáeinir dutlungafullir auðmenn ráði lífi og heilsu tugþúsundanna í framtíðinni. Þegar verkamenn eru búnir að semja um kjara- bætur sínar að þessu sinni, bún ir að fá það lágmarkskaup, sem skapi þeim skilyrði til sóma- samlegs lífs, með því að hafa vinnu hvern virkan dag árið um kring, þá munu þeir snúa sér að vinnuörygginu. Þeir munu krefjast þess að þjóðfélagið veiti þeim það per- sónulega öryggi, að þeir þurfi aldrei að kvíða atvinnuleysi, að þeir verði ekki ofurseldir þræls óttanum, eins og við vildi brenna fyrir stríðið, að þeir þurfi ekki að kvíða fjárskorti vegna sjúkdóma eða slysfara, að þeir fái sæmilegt húsnæði, að þeir geti veitt börnum sín- um þá menntun sem, þeir kjósa sér og eru hæf til, sem sagt, þeir geti lifað menningarlífi. Við samningana 1942 fengu verkamenn 16% launahækkun, og með 8 stundavinnudeginum var hvíldartími þeirra hvern sólarhring lengdur um ca. 6.6 %. Athugið það vel félagar góð ir, að atvinnurekendur kalla þesSa lengingu tómstundanna launahækkun til verkamanna. Finnst ykkur ekki merkilegt hvað þessir herrar geta látið sér detta í hug að ljúga ósenni- lega. Og svo eru atvinnurekenda- blöðin að benda verkamönnum á hungurvofuna og segja, að þetta fái þeir á eftir. 'En þeir ættu ekki að vera of vissir um að verkamenn séu svo kristi- Miðvikudagur 16. febrúar 1944. Ný söngmær Jane Walton heitir hún og er amerísk. lega sinnaðir að þeir rétti hina kinnina undir höggið. Við stöndum nú á þröskuldi langþráðs takmarks, og þó að menn greini á um það, hvemig yfir þann þröskuld skuli stígið, þá mun verkamenn ekki greina á um það, að þar fyrir innan skuli ríkja frelsi og jafnrétti allra þegna þjóðfélagsins, ekki Óinungis í orði, heldur og á borði. Krafa Dagsbrúnarmanna um kjarabætur og öryggi, er fyrsta sbrefið til þess að svo megi verða. Jón Agnars. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐEN? , Frh. af 4. síöu. konungur og Nýgaardsvoldsstjðrn- in legðu niður völd og þingið myndaði stjórn, er gæti samið við Þjóðverja. Af þessum ástæðum neituðu kommúnistar upphaflega að taka þátt í tékknesku þjóðfrels- isnefndinni undir forustu dr. Ben- esar og í frönsku þjóðfrelsisnefnd- inni undir forustu de Gaulles. Það hefði mátt ætla, að þetta hefði breytzt eftir að styrjöldin hófst milli Rússa og Þjóðverja, en því hefir þó ekki verið að heilsa. Kommúnistar hafa jafnan sett ýms óaðgengileg skilyrði fyrir þátt- töku sinni. Þetta hefir að vonum vakið þann grun, að kommúnistar vilji vera lausir við alla ábyrgð af stjórnarathöfnum, svo að þeir þafi sem óbundnastar hendur eftir styrjöldina.“ Það er vissulega ekki nema að vonum, þótt menn séu nokk- uð uggandi um afstöðu Rússa. Sporin hræða í þeim efnum. Vináttusáttmálinn við Þjóð- verja er ekki gleymdur. Ekki heldur árásin á Pólverja og kúgun baltisku landanna. En reynslan sker úr því, hvað fram tíðin ber í skauti sér í þessum efnum. ’ -M ÞÚSUNDID VITA að gæfa fylgir hring- unum frá SIGURÞÓR Hafnarstræti. ÚlbreiðiS álþý$ublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.