Alþýðublaðið - 23.02.1944, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 23.02.1944, Qupperneq 5
Miðvikudagur 23. fabrúar 1844 Ál.'&YOUBisAflIÐ Roosevelt á Sikiley. Skátarnir — félagsskapur þeirra og uppeldisáhrif j þeirra — Tollstjómin — Skemmtanasktturinn og að- göngumiðasalan. Þegar Roosevelt forseti hafði s:fið ráðstefnuna í Teheran og Kairo, heimsótti hann sígstöðv- ar Bandaríkjamanna við Miðjarðarraf. Meðal annars kom ha’in þá í könnunarferð til Sikil- eyjar, og þar var mynd þessi tekin. Maðurinn bak við Rooseve t er Dwight Eisenhower hers- höfðingi. ÞEGAR ævisöguritarinn hyggst færá sögu manns sem . Eranklins Delano Roose- velts í letur, ber honum að kynná sér af kostgæfni stjórn- málaviðhorfin í heiminurn eins og þau voru hinn 30. janúar árið 1882, þegar hann var í heiminn borinn. Þess er iika auðveldur kostur. Árið hófst í Þýzkalandi. með endurtekningu hinnar misk- unnarlausu ógnarsl arfse(mi gegn Gyðingum. Það sýndi það glögglega, að Prússar höfðu enn engan veginn horfið frá hinni fornu grimmd si'nni gagnvart fólki annrra þjóð- flokka og trúarbragða, þrátt fyrir alla menningu sína, sem talin var reist á ‘-traustum grunni. Þetta var það, sem einkum einkenndi árið 1881 í Þýzka- landi. Miklar deilur og viðsjár höfðu risið vegna þess, að Frakkar höfðu hertekði Túnis. Árið 1882 óttaðist Bismarck, að svo kynni að fara, að Bretar og Frakkar hertækju Egipta- land til þess að tryggja yfir- ráð sín yfir Suesskurðinum. ítalía var harla gr'öm í garð Bretlands vegna þess, hversú mjög það hafði brugðizt henni, er átökin um Tunis voru háð. ítalir hlutu því að sviþast um eftir nýjum samherja og sann- færðust þá brátt um það, að Þýzkaland var eina ríkið í álf- unni, sem átti sameiginleg á- huga- og hagsmunamál með þeim. Þetta varð svo orsök bandalags Bismarcks við ítali. Þrem eða fjórurn mánuðum síðar komst Gambetta þannig að orði í franska þinginu í langri og snjallri ræðu þar sem hann vísaði á bug gagnrýni, er beint hafði verið gegn honum og stjórnarstefnu hans: — Til eru menn, sem virðast engan veginn munu taka sér það na=?rri, þótt koma rnuni til deilna milli Breta og Frakka. Ég þykist bera mjög hag og heill ættland míns fyrir brjósti, og ég leyfi mér að fullyrða, að fátt væri hryggilegra og hættu- legra en viðsjár með Bretum og Frökkum. Okkur ber að leggja alla áherzlu á það, að viðhalda góðri sambúð okkar við Breta. . . Skerist í odda REIN ÞESSI, sem er eftir Comutpn Mac Konzie, fjalíar um Roosevelt forseta og er hér þýdd úr tímaritinu World Digest. Gerir greinarhöfundurinn skemmtilega grein fyrir því, hvaSa sögulegu rök hníga að ræktarsemi Og skyldmn Roosevelts við Evrópu. Og þótt hér sé frásögnin miðuð við Roosevelt er raunar sömu sögu að segja um flesta þá, sem Vesturheim byggja. með þessum ríkjum, eru iiags- munir Frakka í mikilli hættu. .... Verði að slíku rasað, er að- staða vor á Miðjarðarhafinu ^vbnlaus. Þegar Franklin Delano Roosevelt var hálfs mánaðar, féll hinn aldurhnigni hers- höfðingi Skobelef mjög í ónáð hjá utanríkismálaherra Rússa fyrir það að hafa komizt þannig að orði í ræðu, sem hann flutti serbneskum stúdentum í París, að það væri óhjákvæmilegt, að til átaka myndi koma með Teutónum og Slöfum áður en íangt um liði og lét þá von í ljós ,að hann myndi hitta til- heyrendur sína á vígvöllunum í baráttu við sameiginlegan ó- vin, þegar til þeirra átaka kæmi. „Þjóðverjarnir ráða lög- um og lofum í Rússlandi. Rúss- ar eru fórnardýr þeirra og þrælar.“ Herhöfðinginn var þegar í stað kallaður heim. Á heimleiðinni komst hann þannig að orði í ræðu, er hann hélt í Varsjá, að ef ekki væri rússneskt setulið þar í borg, myndi þýzkt setulið hafa þar aðsetur. Ibúar St. Pétursborgar fögnuðu honum mjög, en keis- arinn veitti honum þungar átöl- ur. En um þessar ’ mundir gætti áhrifa nihilistanna svo mjög meðal allra stétta í Rúss- landi, að Kölnische Zeitung komst þannig að orði, að sú spurn, sem nú orðið væri efst í huga Rússakeisara, væri ekki sú, hvernig stjóma skyldi af framsýni og vizku heldur hin að freista þess að halda völd- unum sem lengst. AÐEINS þrem mánuðum áður en Franklin Delano Roosevelt var í heiminn borinn, var Garfield forseti rnyrtur af lögfræðingi í Chicago. Morð- inginn afsakaði verknað sinn með því, að eina ráðið til þess að sameina hin tvö brot repu- blikanaflokksin.s og köma í veg fyrir það, að völdin féllu and- stæðingunum í hendur, hefði verið það að rýma forsetanum úr vegi. Það gerði hann með skammbyssuskoti. Þegar Roose velt var enn barn í reifum, bar ungur og framgjarn frændi hans, sem þá hafði verið njf- kosinn á fylkisþingið í New York, fram gagnrýni sína á Westbrook dómara fyrir mök hans við fjárhættuskiparana. Maður þessi var Theódór Roose- velt. Sama dag og Franklin Delano Roosevelt fæddist, varð einn af stæstu bönkum Evrópu gjald þrota, en það hafði hinar al- varlegustu afleiðingar í för með sér fyrir fjármálalíf álf- unnar. Þó gætti þeirra áhrifa ekki í Bretlandi, svo að heitið gæti, og var það fyrst og fremst framsýni og stjórnvizku Glad- stones að þakka. Slík voru við- horfin í fjármálalífinu um þær mundir. Þegar Roosevelt var hálfs árs gamall, gerðist svo sá at- burður, að Burnaby ofursti flaug yfir Ermarsund í loftfari í tvö þúsund feta hæð og með fimmtíu kílómetra hraða á klukkustund. * ÞANNIG var umhorfs, þeg- ar maður sá var í heim- inn borinn, sem átti eftir að verða forseti Bandaríkjanna. En Roosevelt hefir eigi aðeins orðið forseti hins mikla stór- veldis á vesturhveli jarðar og unnið mikil og góð afrek í þágu lands síns og þjóðar. Hann hef- ir jafnframt drýgt miklar dáð- ir í þágu allra þeirra þjóða heims, sem unna frelsi og mann réttindum. Hann hefir kveðið niður með áhrifaríkum hætti raddir þeirra samlanda sinna, sem vildu halda Bandaríkjun- um utan við styrjöldina og á- Frk. á 6. ■ttta. SKÁTARNIR njóta mikilla vin- sælda, öllum þykir vænt um þá. Ég held að það sé eini félags- skapurinn í bænum, sem ég hef aldrei heyrt neitt styggðaryrði gegn. Skátarnir eru líka allt af boðnir og búnir til hjálpar, þegar hjálpar er þörf, enda bera þeir allir svip hjálpíýsi og drengilegr- ar gleði. BADEN POWELL, stofnandi skátafélagsskapárins, á afmæli um þessar mundir. Þó að hann sé lát- inn, lifir hann enn í hugum skát- anna. Af þessu tilefni höfðu skát- arnir hina árlegu skátaskemmtun sína í fyrrakvöld. Það var ekki mikið „borið í“ þessa skemmtun, en hún veitti svo mikið af sak- lausri gleði, að ég veit t. d. um mig, að ég mun lengi búa að henni. SKÁTARNIR stefna að heil- brigðu uppeldi drengjanna og telpnanna. Þeim eru kennd ýms einföld vísindi, sem oft koma að góðu haldi — og framar öllu öðru eru þeir látnir lifa í riáttúrunni, þeim er kennt að elska hana, þekkja hana og virða hana. Mal- biksdrengir og malbiksstúlkur þurfa þess líka með. „ÞIiGAR félagsskapur í þessum bæ þeldur skemmtifund þar sem aðgangur er seldur, verður að ▼itja aðgöngumiða í skrifstofu tollstjóra, en :þar hafa þeir verið taldir áður og innfærðir í bækur. Á viðkomandi samkomu er svo trúnaðarmaður tollstjóra, sem ann ast móttöku miðanna og skilar þeim síðan aftur til skrifstofunnar. Þessi hringferð aðgöngumiðan.na á að vera og er trygging fyrir því, að tollstjóri geti annast innheimtu skemmtiskattsins í samræmi við þann miðafjölda, sem seldur er í hverju einstöku tilfelli. Þessi inn- heimtu- og eftirlitsaðferð hefir verið viðhöfð í mörg undanfarin ár og reynzt ágætlega, að því er ég bezt veit.“ Þetta segir „Mg“ í bréfi til mín og heldur áfram: „HÉR ER UM AÐ RÆDA öt- ugga innheimtuaðferð, sem þó virð ist ekki á nokkurn hátt vera beitt gagnvart kvikmyndahúsunum, sem þó halda langflestar samkomur og flestir sækja. Það er ekki sjáan- legt, að þau séu undir nokkru eft- irliti tollstjóra. Þau hafa öll sína föstu dyraverði, er sjálfir annast móttöku aðgöngumiðanna. Hins vegar er félögum bæjarins gert að skyldu, að greiða þóknun til trúnaðarmanna tollstjóra, fyrir þann tíma, sem þeir eru við eftir- litið. Það er einnig altalað, að bíó- miðarnir komi aldrei í skrifstofu tollstjóra til talningar, heldur sé skatturinn gerður upp eftir því, sem kvikmyndahúsin gefa upp í það og það skiptið. — Er nokkurt vit í slíkum vinnubrögðum sem þessum? Hvað finnst borgurunum um það?“ „NÚ VILL ÞANNIG TIL, að í tollstjóraembættið er nýkominn maður sem sagður er hinn prýði- legasti. Að sjálfsögðu á hann enga sök á þessum vinnubrögðum. En með komu sinni í embættið, hefir honum hlotnast aðstaða til a5 kippa þessu í lag. Og það hlýtur að vera krafa borgaranna að hann geri það, svo að þessi liður skatt- heimtunnar sé tryggður sem bezt má vera. En það má öruggt teljast, einungis ef sömu reglum er beitt í| gagnvart kvikmyndahúsunum og öðrum. Fullkomið eftirlit lcostar að sjólfsögðu allmikinn mannafla. Annars er varla að vænta. En þessi mannafli er nú þegar fyrir hendi, þar sem er starfsfólk tollstjórans sjálfs, :það sem er á skrifstofunni og við önnur tollstörf. Það verður að teljast eðlilegast, að það séu einmitt starfsmenn tollstjóra, en ekki aðrir, sem hafa eftirlitið með höndum. Lögregluþjónarnir, sem nú annast eftirlitið, þar sem það er, hafa nóg með sitt starf, auk þess er hér um gjörólík störf að ræða, sem falla undir sitt hvort, embættið.“ enniiðsar fyrirliggjandi. Lífstykkjabúðin h.f. Hafnarstræti 11. — Sími 4473. er eimketill framtíðarinnar. — Við höfum smíðað eg sett upp nokkra slíka eimkatla með þeirri reynslu, að þeir: 1. Spara vinnukraft. 2. Spara húsrúm. 3. Auka öryggið, með því að engin sprengihætta síafar af þeim. 4. Stórauka hreiniætið. Þeir, sem kynnu að óska upplýsinga viðvíkjandi RAFKATLINUH, gjöri svo vel að snúa sér til Vélaverksf. Sigurðar Sveinbjörnssonar Skúlatúni 6. S£mi 5758.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.