Alþýðublaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 6
HÉJÞTPUB LADIP Miðvikudagur 23. febrúar 1944 REGLUR um innheimtu útsvara í Reykjavík árið 1944. 1. gr. Sérhver útsvarsgjaldandi í Reykjavík, sem gjaldskyldur er við aðalniðurj öfnun árið 1944 skal greiða upp í útsvar þessa árs 40% af útsvarsuphæð þeirri, er honum bar að greiða árið 1943, með gjalddögum 1. marz, 1. apríl og 1. maí, sem næst 13% af útsvarinu 1943 hverju sinni. 2. gr. Allar greiðslur skv. þessum reglum skulu standa á heil- um eða hálfum tug króna og þannig jafnað á gjalddagana, að greiðslurnar þrjár verði sem næst 40% af útsvarinu 1943. 3. gr. Nú eru greiðslur skv. reglum þessum ekki inntar af hönd- um 15 dögum eftir gjalddaga og skal gjaldþegn þá greiða dráttarvexti af því sem ógreitt er, 1% á mánuði eða hluta úr mánuði, er líður frá gjalddaga uns greitt er. Þó verður sá gjaldþegn ekki krafinn um dráttarvexti, sem greiðir að fullu 40% af útsvarinu 1943 fyrir 20. apríl 1940. 4. gr. Nú er sýnt, að tekjur gjaldanda árið 1943 skv. skatta- framtali hafi verið minni en árið 1942, svo að muni 30% eða meira, og skal þá lækka greiðslur hans skv. reglum þessum hlutfallslega ef hann krefst þess. 5. gr. Kaugreiðendum ber skylda til að halda eftir af kaupi starfsmanna til útsvarsgreiðslu skv. þessum reglum á sama ' hátt og með sömu viðurlögum og gilda um almnena útsvars- innheimtu, með þeim breytingum, sem leiða af ákvæðum 2. greinar. Kaupgreiðeridum er skylt að halda eftir útsvarsgreiðsl- um gjaldskyldra starfsmanna, sem þeir hafa greitt fyrir út- svör ársins 1943, án þess að tilkynna þurfi þeim sérstaklega, á annan hátt en með birtingu þessara reglna. 6. gr. / Nú verður ljóst, eftir aðalniðurjöfnun 1944, að greiðslur gjaldþegns á 40% útsvari 1943 skv. reglum þessum, nema hærri fjárhæð en álagt útsvar 1944, og skal þá endurgreiða það sem ofgreitt hefir verið með % vöxtum fyrir hvern mánuð eða hluta úr mánuði, sem upphæðin hefir verið í vörslu bæjarsjóðs, eftir rétta gjalddaga, að meðtöldum 15 daga frestinum skv. 3. gr. 7. gr. Að lokinni aðalniðufjöfnun árið -1944 skal dregið frá út- svarsuphæð hvers gjaldþegns það sem honum ber að greiða skv. reglum þessum og jafna því sem umfram verður á lög- ákveðna gjaldaga, að viðlögðum gildandi sektarákvæðum um dráttarvexti. Það, sem vangreitt kann að vera skv. reglunum, má inn- heimta þegar í stað, hjá kaupgreiðanda, eða á hvern annan löglegan hátt, og ber að greiða af því dráttarvexti frá gjald- dögum skv. reglum þessum. 8. gr. Lögtak má gera fyrir vangoldnum útsvarsgreiðslum skv. reglum þessum, eftir þeim ákvæðum, sem gilda um lögtök fyrir vangoldnum opinberum gjöldum. 9. gr. Bæjarstjóm auglýsir reglur þessar í dagblöðum bæjar- ins, auk þess, sem þær verða birtar í Lögbirtingarblaðinu, en aðrar tilkynningar eða auglýsingar þarf ekki að birta gjald- endum eða kaupgreiðendum. Framangreindar reglur voru settar af bæjarstjórn 10. þ. mán., skv. lögum nr. 100, 1943, og staðfest af ráðherra 17. þ. mán. Reykjavík, 21. febrúar 1944 Borgarstjórinn í Reykjavik. Minniggarorð Ásgrimnr Sigfússon útgerðarmaður. IDAG verður til moldar bor- inn Ásgrímur Sigfússon út- gerðarmaður. Hann ándaðíst að heimili sínu í Hafnarfirði 15. þ. m. eftir langvarandi van- heilsu. Dag nokkurn í ágústmánuði 1941 brast heilsa Ásgríms heit. svo að hann bar þess aldrei bætur til dánardægurs. Hann var þá staddur í Reykjavík í starfserindum. Ég hitti hann að máli um miðjan dag og við ræddumst við stutta stund. Ás- grímur var eins og hans var venja, broshýr, hress og kátur. Engin kvörtun um vanlíðan og engin veikleikamerki mátti greina í framkomu hans og fasi. Allt var svo glæsilegt um Ás- grím. En, síðla sama dag barst sú harmafregn, að Ásgrímur hefði fengið heilablæðingu; áfall, sem varð fjötur um fót fram- kvæmdamanninum, sem svo miklu hafði áorkað í blóma lífs- ins. Hann var þá aðeins 44 ára og nú er Ásgrímur dáinn að- eins 46 ára að aldri. Ásgrímur var fæddur í Nýja- bæ í Njarðvíkum 10. ágúst 1897. Foreldrar hans voru Sigríður Jóhannesdóttir og Sigfús Jóns- son útvegsþóndi. Á þriðja árí missti Ásgrímur föður sinn. Voru systkinin þá þrjú og öll ung. Efni voru ekki mikil og geta má nærri að ekkja með þrjú ungbörn hafi átt erfiða daga og áhyggjusama framund- an að sjá sér og þeim farborða. En Sigríður var alkunn dugn- aðarkona, og henni tókst að korna börnum sínum vel til manns, enda voru þau sívinn- andi henni til aðstoðar og stuðn ings frá barnsaldri. Þegar Ásgrímur var 9 ára fluttist hann með móður sinni til Hafnarfjarðar. Þar hefir hann síðan alið aldur sinn. Það var ekki auðvelt, á upp- vaxtarárum Ásgríms, fyrir fátæka unglinga að sækja skóla nám og sízt frá þeim heimil- um þar sem fyrirvinnan var fall in frá. En Ásgrími duldist ekki að mennt væri máttur, og hon- um þótti enginn vinnudagur of langur til þess að afla fjár til menntunar og engin vinna of erfið. Skipti engu hvort hann bæri kola- eða saltpoka á bak- inu frá höfninni í Hafnarfirði eða ynni beykisstörf á síldar- plönum Siglufjarðar á sumrum. Hin nánu kynni er Ásgrímur á þennan hátt aflaði sér í æsku um störf og kjör daglauna- manna, hafa eflaust átt sinn þátt í vinsældum, er hann alla tíð naut meðal verkafólks í Hafnarfirði. Hann þótti og hann var r^ttsýnn og sanngjarn í þess garð, velviljaður, hjálp- samur og góður húsbóndi. Ásgrímur fór eftir fermingu í Flensborgarskólann og lauk þaðan prófi 1914. Frá Verzlun- arskóla íslands lauk hann brott fararprófi 1918. Ásgrímur var góðum námsgáfum gæddur og ávallt í fremstu röð skóla- systkina sinna. Að verzlunarnámi loknu vann Ásgrímur um hríð skrifstofu- störf í Hafnarfirði hjá David- son & Hobbs. Ásgrímur ætlaði sér aldrei að verða lengi í annarra þjón- ustu. Honum var forusta nær skapi en að standa í bakröðum. Hann ólst upp við sjávarsíðu og hann sá og skildi hvílík auðlegð landsins börnum til handa gat borizt úr þeirri djúpu námu, ef rösklega væri að geng- ið. Það hlutverk að eiga þátt í slíku gullnámi var Ásgrími að skapi. Þar var ekkert smágert, ekkert sem þurfti lítið fyrir að hafa, ekkert sem ekki krafðist þreks og krafðist vits. Ásgrímur Sigfússon. Árið 1923 stofnaði Ásgrímur á samt Proppebræðrum og Gunn- ari og Þórarni Egilsonum s.f. Ak urgerði. Það félag hóf fiskverk- un og sölu á útgerðarvörum í ekki stórum stíl í fyrstu. Sam- tímis eignaðist þetta ný- stofnaða félag hlut í togaranum Walpole, sem hafði alla af- greiðslu í Akurgerði. Þrem ár- um síðar urðu þeir Ásgrímur og Þórarinn Egilson einkaeig- endur Akurgerðis og hafa rekið fyrirtækið síðan af dugnaði og miklum myndarskap. Akurgerði færðist brátt í aukana, þótt ekki væri mikið færst í fang í upphafi. Þar hjálp aðist að hagsýni og örugg stjórn, enda aflaði félagið sér mikils traust og álits hjá þeim er við það skiptu. Akurgerðisfélagar fengu góða liðsmenn í Hafnarfirði til að kaupa nýjan togara í flota Hafn firðinga. Tögarinn Sviði kom til Hafnarfjarðar 1928 og var hann í eigu og stjórn Akur- gerðismanna til ársbyrjunar 1941. Einn mesti þáttur í starfi Ás- gríms var að afla markaða fyrir sjávarafurðir landa sinna. íslendingar áttu löngum í vök að verjast um markaði í sam- keppni við stærri og voldugri nágranna. Það var ekki á allra færi að koma ár sinni þar fyrir 'borð á því mikla tafli um kaup og sölu, en Ásgrímur telfdi þar vel, ekki djarft en örugglega. Um mörg ár, þegar erfiðast var, var Ásgrímur annar mesti útflytjandi íslenzks saltfisks og átti drjúgan þátt í að auka hróður íslenzkrar framleiðslu. Maður með viti Ásgríms og vilja gat ekki komist hjá því að honum væri víða skipað rúm í stafni. Traust starfsbræðra hans á honum var svo mikið, að þar sem til Ásgríms náðist voru fá ráð ráðin án hans. Hann var í stjórn Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, stjórn samtryggingarinnar og Lands- sambands íslenzkra útgerðar- manna. Þegar nýbyggingarsjóð- ur var stofnaður samkvæmt lögum var Ásgrímur tilnefnd- ur af útgerðarmönnum í stjórn sjóðsins, sem fulltrúi þeirrar stéttar. Hafnfirðingar gengu ekki fram hjá Ásgrími um bæjarmál sín og sat hann í bæjarstjórn í 8 ár. Þótti öllum hans ráð góð og vildu þeim hlýta. Ásgrímur haf ði mikinn áhuga á bæjarmálum Hafnfirðinga. Hann lét sig ekki eingöngu skipta það sem horfði til efna- legrar velgengni, hann gleymdi ekki því sem gat orðið til þess að prýða bæinn og gera hann vistlegri. Þegar málfundafélag- ið Magni var stofnað en það sér fyrir ræktun Hellisgerðis var Ásgrímur einn af áhrifa- mestu og dujgmestu möimum þess félagsskapar. Hann lét sér alltaf annt um Magna og þann reit sem það félag gróð- ursetti. Reiturinn óx hægt og hægt. Það mátti sjá á hverju ári hvemig hann dafnaði og blómgaðist. Þessi gróður var að Ásgríms skapi. Það sem hér hefir verið sagt, að framan hefir sérstaklega lot- ið að framkomu Ásgríms út á við. En því má ekki gleyma, þegar hans er minnst, hvílíkur höfðingi Ásgrímur var heima fyrir. Glæsimennska Ásgríms setti svip á umhverfið. Hann var hinn glaðasti með glöðum og þeir sem gestrisni hans nutu minnast hennar. Ásgrímur átti sér skamma ævi, en svo segir í gömlum sögum, að konung skuli hafa til frægðar en ekki til langlífis. Þeir, sem þekktu ötulleika Ás- gríms og starfsþrek fara nærri um það hve veikindin — afl- leysið — voru honum þung byrði. Ásgrímur var maður, sem ekki hliðraði sér hjá átökum. Hann vildi reyna krafta sína og beitti þeim. Slíkum manni var það flestum fremur þungbært, að verða að lúta örlögum, sem sviptu hann hinu gamla fjöri, en færðu honum aflleysi í stað- inn. Sál Ásgríms hafði ekki rúm í aflvana líkama. í þraut- um hinna síðustu ára átti Ás- grímur sér félaga, sem bar byrði hans með honum. Kona Ásgríms, frú Ágústa, stóð við hlið hans og studdi hann og styrkti og yfirgaf aldrei nokkra stund. Þeir sem þekktu Ásgrím gleyma honum aldrei. Samtíðarmenn hans í Hafn- arfirði munu ætíð minnast hans sem eins af þeim, sem „settu svip á bæinn“. Milli okkar Ásgríms var ekki nema einn garðveggur en mörg ár að aldri. Ég þekkti hann snemma og ég leit upp til hans Vinátta hans var mér dýrmæt og hans ráð voru mér góð. I dag er Ásgrímur kvaddur af vandamönnum og af öllum, sem þekktu hann. Það er sárt að þurfa að skilja við hann svo fljótt — löngu áður en komið er á þann stað, sem ætla mætti að ferðinni væri heitið. Minning hans mun lifa. Aðr^ - ■ ..... UppniBi Roosevelís. (Frh. af 5. síðu.) byrgðina af því, sem var og er að gerast í heiminum. .Hann hefir lært af þeirri Irapslllf, sem fengizt hefir á því tímabili, sem liðið er, eftir að hann var í heiminn borinn. Annar þjóð- höfðingi hefði ekki getað kom- ið honum betur til liðs við Evrópu. Roosevelt er líka jafn- framt því sem hann er hundrað prósent Bandaríkjamaður af evrópisku bergi brotinn. Öll rök hníga að því, að hann geri sér ljósar skyldur sínar við heimsálfu þá,' sem hefir valdið hann fyrir forustumann sinn og beri í brjósi mikla ræktarsemi til hennar og einnig heinisálfu þá, sem ól forfeður hans. Það eru einmitt þessar skyldur, sem Roosevelt hefir verið að rækja hin síðustu ár. (Niðurlag á morgun.) 25. pjiðrækmsMnaið. Frh. af 4. síðu. andi ánum. Aðeins eitt varnar- orð: Sú hjálp má ekki koma of seint. En nú mundi ef til vill ein- hver hafa gaman af að skyggnast með mér inn í þingsalinn í Góð- templarahúsinu við Sargent Avenue, sjá hvað þar fer fram á venjulegu Þjóðræknisþingi og minnast um leið ýmsra einstakra manna. Sú lýsing verður raun- ar mest tengd minum eigin minn ingum, en aðrir sem kunnugir eru, gætu síðar fyllt í skörðin eftir vild. (Niðurlag á morgun.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.