Alþýðublaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.02.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagnr 23. febrúar 1944__ _ ALÞYtlUBLAÐlS ®0000000<>&<3>0<Í>0<><3><>0<><J^^ | Bœrinn í dag.| 00000O00000O000000000000®* Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30^—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.20 Föstumessa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 21.15 Kvöldvaka: a) Kvæði kvöld vökunnar (V. Þ>. G.). b) Kristín Jakobsdóttir hús- freyja, Símonarhúsi, Stokks eyri: Ferð til Reykjavíkur og Akraness fyrir 50 árum (H. Hjv. flytur). ~1.50 Fréttir. Leikfélag Reykjavíkur sýnir ,,Vopn guðanna“ annað kvöld í tuttugasta sinn, en nú fer sýningum að fækka vegna annarra viðfangsefna. ■— Aðgöngumiðasal- an að sýningunni annað kvöld hefst kl. 4 í dag. Helgi Briem heiffursfélagi. Utanríkismálaráðuneytinu hefir borizt frétt um það, að „Com- merce and Industry Association of New York“ (Verzlunarráð New York borgar) hafi kjörið aðalræð- ismann íslands dr. phil. Helga P. Bríem heiðursfélaga í viðurkenn- ingarskyni vegna góðrar samvinnu við menn í New York, sem hafa haft viðskipti við ísland, og að- stoðar til þeirra. Stefán Þorvarðsson sendiherra, tók í gær formlega við forstöðu sendiráðs íslands í London. Bandalag íslenzkra Farfugla minnist fimm ára afmælis síns með samkomu í Golfskálanum n. k. fimmtudag. Hefst samkoma þessi með sameiginlegri kaffi- drykkju kl. 8V2. Verður þar margt til skemmtunar, svo sem: ræðu- höld, söngur og hljóðfærasláttur. Verður efalaust fjölmennt á skemmtun þessari, enda er hér um merkan félagsskap að ræða. Tillaga m nefstíina ræM i alÍiBgi. Frh. af 2. síðu. von, að nefndin mundi hafa átt þess nokkurn kost að gera upp á milli allra þeirra aðferða, er hér kæmi til greína á svo skömm um tíma, sem henni væri ætl- aður til starfa. Og sízt væri þess að vænta, að nefndin mundi á þeim stutta tíma komast að sam éiginlegri niðurstöðu. Tillagan væri þ.ví líklegri til að tefja mál ið og skapa um það aukinn giund roða en flýta framgangi þess, enda vær hún þá fyrst borin fram, er búið væri að leggja til, að fé væri veitt til skjótrar úr- lausnar í þessum efnum með því' að hraða nú lagningu Krísuvík urvegarins. Umræðunni varð ekki lokið í gær, og var henni frestað. Skíðaferðir K.R. Innanfélagsmót KR verður næstkomandi laugardag og sunnudag. Á laugardaginn kl. 4 e. h. verður keppt í göngu, en á sunudaginn í bruni og svigi í öllum flokkum. Keppni í stökkum fer fram síðar. Rabbfundur Skíðamanna KR verður á fimmtudagskvöld kl. 9 á V. R. efstu hæð. Skíða- menn og konur KR komið á fundinn til skrafs og ráðagerða um mótið. Göngumenn verða að tilkynna þátttöku sína þá. Banða kross íslands Frh. af 2. síðu. Hjúkrunarkona hefur haldið hjúkrunarnámskeið víða um land við góða aðsókn og lengi veitti hún forstöðu forskóla hjúkrunarnema Landsspítalans. Undanfarin haust hafa verið haldin námskeið í hjálp í við- lögum hér í Reykjavík, þar sem bæði læknar og hjúkrunarfólk önnuðust kennslu. Voru nám- skeið þessi vel sótt. Helztu námsgreinar voru: heilbrigðis- fræði, um slysfarir, beinbrot og meðferð þeirra, sár og sárameð- ferð, blæðinga, eitranir, lost, lífgun úr dauðadái, umbúða- tækni, hjúkrun siúkra og sjúkraflutningur. Fýlega hefur Ameríski Rauði Krossinn fær Rauða Krossi íslands að gjöf mjög góða kvikmynd um hjálp í viðlögum, svo og sýningarvél. Mun kvikmyndin verða sýnd á námskeiðum félagsins. í Sandgerði hefur Rauði Kross íslands komið á fót sjúkraskýli. Hefur það verið starfrækt, mánuðina janúar til maí ár hvert. Hjúkrunarkona veitir skýlinu forstöðu, hjúkrar hinum sjúku og veitir þeim, er til skýlisins leita nauðsynleg- ustu hjúkrunaraðgerðir. Lækn- ir í Keflavík hefur eftirlit með sjúklingunum og rannsakar þá svo oft, sem nauðsynlegt þykir. I sjúkraskýlinu eru almennings böð, þ. e. steypiböð og auk þess finnsk baðstofa. Almennings- böðin eru ágætlega sótt af sjó- mönnunum. Auk þess hafa skólabörnin haft aðgang að böð- unum. Hefur hjúkrunarkonan einnig haft nokkurt eftirlit með hreinlæti almennt meðan á vertíðinni stóð. Finnska bað- stofan hefur verið notuð mjög, bæði af þorpbsúum og sjómönn um enda reynist hún hin prýði- legasta. Árið 1943 voru þannig látin í té tæp tvö þúsund böð á sjúkraskýlinu, þá 4V2. mánuð, sem það var starfrækt. Sama ár dvöldu 29 sjúklingar á skýlinu. Legudagar voru 224. Iijúkrun- arkonan framkvæmdi um 1200 hjúkrunaraðgerðir og fór í 254 hjúkrunarvitjanir í sjóbúðir og hús í nágrenninu. Er óhætt að fullyrða, að sjúkraskýlið eigi miklum vinsældum að fagna í Sandgerði og meðal sjómanna þar, enda sýna þeir oft vináttu- hug sinn til þess og reyna að styrkja það í hvívetna. Hefur félagið hug á að auka þessa starfsemi. Er verið að rannsaka hvort eigi væri þörf fyrir smá sjúkraskýli á Raufar- höfn, og yrði það þá starfrækt yfir síldveiðitímann, en þá safn ast þar saman fjöldi fólks eins og kunnugt er. Fjögur síðastliðin sumur hef- ur Rauði Kross íslands annast framkvæmdir á sumardvölum Reykjavíkurbarna í sveitum landsins. Hefur starfsemi þessi verið víðtæk einkum þrjú síð- astliðin sumur. En þar sem ríki og bær hafa að mestu borið kostnað sumardvalanna, skulu þær eigi raktar nánar hér. Rauði Kross íslands hefur nokkra útgáfustarfsemi með höndum. Eins og vikið var að áður, gefa Ungliðadeildir Rauða Kross íslands út barnablaðið „Unga ísland“. Árið 1941 byrj- aði Rauði Kross íslands að gefa út tímaritið „Heilbrigt líf“. Eru 3 fyrstu árgangar þessa rits komnir út í tveim tvöföldum heftum hvor. Ritstjóri tíma- ritsins er dr. med. Gunnlaugur Claessen. Virðist rit þetta, eins og vænta mátti undir ritstjórn bans, þegar vera að ná tilgangi sínum, en hann er sá, að fræða lesendurna um ýmis efni, er að heilbrigðismálum láta. Hefur tímaritinu verið ágætlega tek- ið. Þó er ’ áskrifendatala þess mjög mismunandi í ýmsum sveitum landsins og þarf að aukast enn til mikilla muna, einkum þó þér í Reykjavík. Fyrir nokkrum dögum kom út 3. og 4. hefti þriðja árgangs og mun mönnum verða gefinn kostur á, að gerast áskrifendur að ritinu jafnframt því, sem þeim verður boðið að gerast meðlimir í Rauða Kross ís- lands. Ptörf Rauða Kross íslands hafa verið rakin hér stuttlega. Ber yfirlitið með sér, að starf- semin er all víðtæk, enda ört vaxandi undanfarin ár. Er ná- lega ailt, sem félagið hefur af- rekað, unnið í sjálfboðavinnu. Eru flestir þeirra, er mest hafa unnið að málefnum R. K. hér, auk þess mörgum öðrum störf- um hlaðnir. Érlendis er þetta öðruvísi. Þar vinnur fjöldi fólks í hverju ríki, að Rauða Kross málum eingöngu. Rauði Krcss íslands er fá- tæk og ung stofnun, sem tæp- lega enn hefur náð því valdi og þeirri aðstöðu, sem samsvar- andi félög hafa í öðrum lönd- um. Hann hefur þrátt fyrir þetta síðustu ár leitazt við að taka upp að vinna að málefn- um, sem ótvírætt miða til al- menningsheilla, meðal þjóðar- innar, þó í smáum stíl sé enn þá. Einu sinni á ári, á öskudag- inn, hefur hann snúið sér til þjóðarinnar og heitið á hana sér til stuðnings og fulltingis, og þetta hefur eigi brugðizt, einkum á hinum síðari árum. Félagatala Rauða Kross íslands hefur farið ört vaxandi, og merkjasalan á öskdaginn hefur margfaldazt. Og nú er öskudagurinn kom- inn. Merki Rauða Kross íslands munu verða seld í dag nálega um land allt. Börnin, sem til yðar kunna að koma og bjóða merki hans, eru mörg meðlimir í Ungliðadeildum hans. Þau hafa kynnzt hugsjónum Rauða Krossins og bjóða fram fórnar- lund sína. Rauði Kross íslands hefur fjársöfnun fyrir sig þennan eina dag ársins. Hann væntir þess, að hver og einn og þjóðin öll, kunni að meta það starf, sem hann leitast við að inna af hendi. Viðurkenning þess felst í árangri fjársöfnunarinn- ar í dag. Styrkið Rauða Kross íslands. Gerist meðlimir Rauða Kross íslands. Kaupið tímaritið ,,Heil- brigt líf“. Skrifstofa Rauða Kross íslands er í Hafnarstræti 5, Mjólkurfélagshúsinu. „Skál fyrir Stalln mikla." Frh. af 3. síðu. og Kai Munk, þegai- fréttist um lát hans. Þó er vitað, að í tímariti Máls og menning- ar var nánast gert gys að honum á sínum tíma fyrir leikritið „Orðið“, að vísu ekki af hálfu kommúnista- flokksins, heldur af einum snjallasta og mikilvirkasta rithöfundi hans, Halldóri Kiljan Laxness. ÞAÐ er undarlegur hlutur, að þurfa æ ofan í æ að reyna að slá sig til riddara á hinum og þessum erlendum forystu mönnum. Meira að segja hef ir de Gaulle ekki fengið að vera í friði fyrir þessum átroðningi, að maður tali ekki um forsætisráðherra Breta og forseta Bandaríkj- anna. Einhverntíma hefir þeim „Þjóðviljamönnum“ þótt viðurkvæmilegra að slá mynt á einhverjum öðr- um mönnum. Tilgangurinn helgar meðalið sögðu Jesú- ítarnir hér áður fyrr, og það virðist vera kjörorð, sem kommúnistarnir hafa valið nú um stundarsakir. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlutteknmgu við andlát og jarðarför Ingveldar Erlendsdóttur. F. h. barna, tengdabarna og bamabarna, Magnús Jónsson. Konan mín, EVIaría Jónsdóttir, andaðist á heimili okkar, Ránargötu 9, hixm 21 þ. m. Stefán Filippusson frá Brúnavík. Skrifsfofum vorum verða lokaðar eftir kl. 1 í dag vegna jarðar- farar. Hrafnaflóki H. F. Skrifsfofum vorum verða lokaðar eftir kl. 1 í dag vegna jarðar- farar. Bæjarútgerð Hafnarfjaróar. Skrifsfofum vorum verða lokaðar allan daginn í dag vegna jarðar- farar Ásgríms Sigfússonar framkvæmdastjóra. H.F. Vífill. Uppboð. verður haldið í Sundhöllinni í dag kl. 2 e. h. Seldir verða ýmsir óskilamunir, svo sem úr, sundbolir, handklæði og margt fleira. Borgarfógetinn í Reykjavík Frönskunámskeió Alliance Francaise. í Háskóla íslands fyrir tímabilið marz—maí, hefjast bráðlega. Kennarar verða frú de Brézé ‘ög Magnús G. Jóns- son. — Kenslugjald 90 krónur fyrir 25 stundir, sem greið- ist fyrirfram. — Væntanlegir þótttakendur gefi sig fram á skrifstofu forseta félagsins Péturs Þ. J. Gunnarssonar, Mjóstræti 6, sími 2012, sem allra fyrst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.