Alþýðublaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 2
AIÞ7QSJBLAÐ2& Simnudagur 12. marz 1944- Fnndum alpingis frestað til 10. jðní næstkomandi. FUNDUM alþingis var frest- að í gær. Var fundur settur f sameinuðu þingi kl. 1.30 síðdeg is og afgreidd þrjú mál. Var eitt þeirra þingsályktunartil- laga forsætisráðherra um frest- un á fundum alþingis. Eftir að sú tillaga hafði verið samþykkt með sam- hljóða atkvæðum mælti for- seti þingsins nokkur orð. Hann kvað þing það, er nú væri frestað, vera merkilegt þing í sögu Islands. Það hefði fyrir sitt leyti ákvarðað, að lokið skyldi sambandi íslands og Danmerkur og samþykkt hina fyrstu lýðveldisstjórnar- skrá. Kæmi nú til kasta þjóð arinnar að fjalla um þ- merku mál með atkvæða- greiðslu sinni. — Forseti þakk aði þingmönnum gott samstarf og árnaði þeim heilla. Tóku þeir undir óskir forsetans með því að rísa úr sætum sínum. Að því búnu las forsætisráð herra ríkisstjórabréf um frest- un alþingis. Ér þingfundum nú frestað til 10. júní, nema brýn nauðsyn þyki krefja, að þing verði kallað fyrr saman. Vinnuhæli ur ©álltln þorpi er ætlað rlsa app á landílnu. Hælið á að byggja á þessu ári. SAMBAND íslenzkra berklasjúklinga festi í gær kaup á landspildu úr Reykjalandi í Mosfellssveit. Land þetta, sem liggur austan Varmár og sunnan Skammadalslækjar, er af miðstjórn sambandsins, landlækni og vinnuhæíisnefnd, talið hinn ákjósanlegasti staður, sem völ er á fyrir vinnuhæl- ið. Hælið verður mjög út af fyrir sig, þó að byggð sé í grennd inni. Sérstakur vegur liggur að landinu. Þar er heitt og kalt vatn, rafmagn og byggingarefni við hendina. Staðarval fyrir vinnuhælið var vandaverk, sumir vildu hafa hælið í sveit, þar sem rekstur þess yrði ódýrari en í nágrenni Reykjavíkur. Aðrir vildu hafa það sem næst bænum, því að þar myndu flestir dvalargestanna eiga ættingja sína. Miðstjórn S. í. B. S. álítur að hér háfi verið fundinn staður, sem allir muni verða ánægðjr með og nú, þegar landið er fengið, mun þegar verða farið að skipuleggja þorpið, sem þar á að j-ísa og gera teikningar að hyggingum. Sykurseðlafoísuoiiíi : Þrir me f| Esseissa aHrlr fengn dóism Máli eins sakborniugsins er ekki iokið. SAKADÓMABINN í Reykjavík kvað uipp dóm í gær- morgun yfir 9 mönnum, sem uppvísir höfðu orðið að þátttöku og meðsekt í hinu svokallaða sykurseðla fölsunar- máli frá því í fyrravetur. Enn hefir enginn dómur verið kveðinn upp yfir einum sakborningnum, Jóni Kjartanssyni framkvæmdastjóra, en mál hans er talið mjög umfangsmikið og sérstaks eðlis. Tekur mjög langan tíma að endurskoða og rannsaka bækur fyrirtækja hans. Er nú meir en heilt ár liðið síðan að skömmtunarskrifstofa xíkisins kærði yfir fölsuðum syk 'urskömmtunarseðlum, en mjög fljótlega tókst að hafa upg á öllum hinum seku. Reyndust vera aðalmennirnir í því Ad- olph Bergsson, lögfræðingur, og Jón Kjartansson forstjóri sæl- gætisgerðarinnar Víkingur, enn fremur ’ Friðjón Bjarnason prentari og Guðmundur Ragn ar Guðmundsson. Auk þessara manna voru 6 menn á smá- vægilegan hátt riðnir við þetta mál eða annað sykur- seðlafölsunarmál, er upplýstist um við rannsókn máls þeirra Adolphs og Jóns, þeir Lárus Hansson, Þorvaldur Jónsson, Einar Jónssoon, Páll Finnboga son, Eymundur Magnússon og Þorsteinn Oddsson. Við rannsóknina hefir kom ið í ljós að Jón Kjartansson hefir greitt Adolph Bergssyni kr. 37.495.64 fyrir sykurseðla og sykur — og var nær öll 'upphæðin greidd fyrir seðla or Adolph útvegaði, en Frið jón prentaði þá flesta. Greiddi Jón Kjartansson Adolph kr. 2.10 fyrir seðil upp á 1 kg. af sykur! Dómsniðurstöðurnar eru: Adolph Rósinkranz Bergsson sæti fangelsi í 18 mánuði og sviftur kosningarétti og kjör- Jgengi. _ Friðjón Bjarnason sæti fang- elsi í 6 mánuði og sviftur kosningarétti og kjörgengi. 'Guðmundur Guðmundsson sætir 6 mánaða fangelsi, svift ur kosningarétti og kjörgengi. Lárus Hansson greiði 800 krónu sekt til ríkissjóðs, til vara varðhald í 40 daga. Þorvaldur Jónsson greiði 500 króna sekt í ríkissjóð og 25 daga varðhald til vara. Þá er öllum hinum kærðu gert að greiða sakarkostnað. Hinir ákærðu voru dæmdir sem hér segir: Einar Jónsson og Páll Finnhogason í 400 kr. sekt hvor til ríkissjóðs, en 20 daga varðhald til vara, en Þorsteinn Oddsson og Eymund ur Magnússon í 500 króna sekt hvor til ríkissjóðs, en 25 daga varðhald til vara. Auk þessa greiði stefndu málsvarn arkostnað og annan sakarkostn að. Stokkseyringafélagið heldur skemmtifund í Odd- fetlowhúsinu í kvöld kl. 8V2. Verður þar fjölblreytt skemmti- skrá. Nýir félagar eru velkomnir. Blaðamannafélag ísiands heldur aðalfund sinn í dag kl. 2 að Hótel Borg. Barnaspítaiasjóður Hringsins. Frá frú Maríu Guðmundsdóttur á Bergsstöðum, Rvík, 500 kr. Kærar þakkir. Stjórn Hringsins. Sambandið hefur hugsað sér fyrirkomulag bygginga í aðal- atriðum: Byggt verður eitt að- alhús, þrjár hæðir. Á fyrstu hæð verður eldhús, borðstofa, sétustofa, geymslur o. fl. Á annari hæð verður íbúð hjúkr- unarkonu og ráðskonu, vinnu- herbergi læknis og eitthvað af íbúðarherbergjum sjúklinga. Á þriðju hæð verða eins og tveggja manna íbúðarherbergi fyrif sjúklinga. Enn fremur verða byggð' 10—20 íbúðarhús með tveimur til þremur her- bergjum og eldhúsi og loks fjórir til sex vinnuskálar. Þar sem by^gingarkostnaður er nú mjög mikill,' verður byrj- að að byggja nokkur af smá- húsunum og þau notuð fyrir sex til átta sjúklinga hvert. Þetta er gert til þess að geta hafið starfsemina sem allra fyrst. Þegar aðalbyggingin hef- ur verið reist munu fjölskyldu- menn, sem dvelja langvistum á hælinu, búa í þessum húsum með fjölskyldum sínum. Sjúklingar þeir, sem koma til með að dvelja á hælinu eru: I fyrsta lagi sjúklingar, nýút- skrifaðir af hælunum, en þurfa áframhaldandi eftirlit — og hafa takmarkað vinnubol. I öðru lagi: sjúklingar með lang- vinna hægfara berklaveiki, og loks sjúklingar, sem eru að meira eða minna leyti öryrkj- ar af völdum berklaveiki. Fyrst um sinn munu sjúkl- inga rhafa nóg að gera við smíðar á innanhússmunu.m og ýmis önnur létt störf. sem vinna þarf meðan byggingar- framkvæmdir standa yfir, en síðar mun smáiðnaður verða aðalstarf stofnunarinnar, svo sem: smíðar, bókband, saum, prjón o. fl. Það er ætlun stjórnar S. í. B. S. , að vinnuhælið geti að nokkru leyti tekið til starfa á þessu ári. Eins og kunnugt er, stendur nú yfir fjársöfnun til þessa nauðsynlega hælis. Hefur almik ið fé safnazt, en samt vantar mikið til að nægilegt fé sé feng- ið svo að hægt s£ að koma vinnuhælinu á stofn. En allir velunnarar þessa máls, og þeir eru margir, vænta þess, að þetta fé fáist. Talsverðir pen- ingar, eða um 160 þús. kr., hafa safnazt síðan lögin um skatt- frelsi gjafanna voru samþykkt. Alls eru nú í vinnuhælissjóði 550 þús. kr. En auk þess hafa, bæði fjöldi fyrirtækia og ein- Frh. á 7. síöu. Vðrn fyrir skiga- GÍSLIJÓNSSON hélt uppi einkennilegri vörn fyr- ir skipaeftirlitið á þingfundi í fyrrinótt. Finnur Jónsson hafði beint fyrirspurn til rík- isstjórnarinnar um það, hvað hún hygðist að gera í tilefni af þeim staðreyndum, sem rannsókn sjódómsins 'á Þor- móðsslysinu hefði leitt í Ijós. í umræðunum, sem út af fyrirspurninni spunnust, kvaddi Gísli Jónsson sér hljóðs og hélt uppi vörn fyr- ir skipaeftirlitið. Hélt Gísli því fram, að tvö skip hér á landi, Magnús á Norðfirði og vélskipið Gunnvör, væri hyggð eins og Þormóður og uppfylltu því ekki þær kröf ur, sem skipaeftirlitinu bæri að gera um styrkleika skipa. Þótti „vörn“ Gísla fyrir skipa efíirlitið því ekki skelegg og „verjandanum“ farast ófim- lega. Refod til að raon- saka saiiiogiiíeið' iraar aissíiir yfir fjalí Rosiff í samelnuðo Dingi I gær. SAMEINAÐ þing kjöri í gær fjóra menn í nefnd sam- kvæmt ályktun alþingis til „að rannsaka og skila rökstuddu á- Iiti um það, á hvern hátt verði hagkvæmast og með mestu ör- yggi tryggðar samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsund irlendisins“. í nefndina voru kjörnir eft irtaldir menn: Emil Jónsson, Jón Gunnars son, Gunnar Benediktsson og Árni Snævar. Vegamálastjóri er fimmti maður nefndarinn- ar og er hann formaður henn ar. Nefnd þessari ber að semja kostnaðaráætlun um þær sam göngubæfur, er hún leggur til að gerðar verði. Alþýðusambandið sendir fvo fulltrúa á alþjéða- iiusa i London \ sumar. Forseta sambands- ins og ritara |>ess. 4S TJÓRN Alþýðusam- ^ bands íslands sam- þykkti á fundi sínum í fyrra- kvöld að senda tvo fulltrúa á alþjóðaþing verkalýðsfélag anna, sem haldið verður í London í sumar. Mun þingið koma saman í júnímánuði. Stjórn sambandsins sam- þykkti að velja þá Guðgeir Jónsson forseta Alþýðusam- bandsins og Björn Bjarnason ritara sambandsins sem full- trúa sambandsins á þinginu. Þriggja manua nefnd li! ai O AMEINAÐ alþingi sam- þykkti í gær með "39 samhljóða atkvæðum álykt- un um að nefnd athugi skipun læknishéraða og læknisþjón- ustu í sveitahéruðum. Ályktunin er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rík isstjórninni að skipa þriggja. manna nefnd til að athuga, hverjar breytingar kunna að vera nauðsynlegar á skipun læknishéraða og þátttöku rík- issjóðs í kostnaði við byggingu og rekstur læknabústaða og sjúkraskýla, svo og hverjar aðrar ráðstafanir væri nauð- synlegt að gera til þess að tryggja sveitahéruðum sem bezta læknisþjónustu. Einn nefndarmanna skal skipaður samkvæmt tilnefn ingu heilbrigðis- og félagsmála- nefnda alþingis, annar sam- kvæmt tilnefningu Læknafé- lags íslands og hin þriðji án til- nefningar, og er hann formaður nefndarinnar. Kostnaður við störf nefndar innar greiðist úr ríkissjóði.“ 70 ára verður frú Ástríður Hróbjarts dóttir, Spítalastíg 1 A, þann 13 þessa mánaðar. Ef pað fær það ekki 'hættir pað rekstrf og býður Feykjavikurbæ eða öðrum aðiiuni eigoir sínar til kaups. STRÆTISVAGNAFÉLAG Reykjavíkur hefir skrifað bæjarráði Reykjavíkur um fram : tíðarskipan strætisvagnarekst- i ursins. Fer félagið fram á að fá einka leyfi til rekstursins um 10 ára ' skeið, eða til ársloka 1953, en að öðrum kosti hefir félagið fal- ið stjórn sinni að bjóða stjórna völdum bæjarins, eða öðrum a? ilum eignir félagsins til kaup! Bréf félagsins er alllangl en aðalefni þess er á þess leið: „Félaginu er ljóst, að marg víslegar breytingar og umbæl ur á rekstri þess eru orðna > Krh a t sióu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.