Alþýðublaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. marz 1844 6 Snjómynd af Hitler. Snjómynd þessa af Adolf Hitler gerðu ítaliskir stríðsfangar, er dveljast vestan hafs. Stríðs- fangar þessir eru í haldi í Pineherbúðinni í New York. HIÐ NÝBYRJAÐ ár verður efalaust merkisár í stjóm- málasögu Bandaríkjanna, enda verður þess í ýmsu vart, að menn gera sér þessa þegar glögga grein. Það er auðvitað alkunna, að forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvembermánuði nœst kom- andi. En Bandaríkjamenn munu einnig kjósa þriðjung þing- manna öldungadeildarinnar og alla þingmenn fulltrúadeildar- innar. í öllum hinum fjörtíu og átta ríkjum landsins verða kosnir fleiri eða færri löggef- endur. Einnig verða víða kosn- ir nýir ríkisstjórar. Kosning embættismanna mun fara fram í þrjú þúsund fylkjum. Einnig munu ýmsir dómarar verða kosnir á árinu. Þannig munu Bandaríkjamenn velja sér mörg þúsund embættismenn í nóvembermánuði næst kom- andi. Auðvitað er kosning for- setans mikilvægust allra þess- ara kosninga, enda mun um hana mestur styr háður. Flest- ir munu hafa heyrt nöfn sumra þeirra, sem talið er að keppi um þá tign aö verða í kjöri við forsetakosningarnar að þessu sinni. Wendell Willkie, Dewey ríkisstjóri og ýmsir fleyri eru þeirra meðal. Einn þeirra manna, sem taldir eru líklegir til þess að verða forsetaefni Republikaiiaflokksins, er Bricker ríkisstjóri í Ohio, en þaðan hafa sjö forsetar Banda- ríkjanna verið kynjaðir, og all- ir þessir sjö forsetar hafa setið að völdum eftir 1869. Bricker ríkisstjóri gisti Wsahington í síðustu viku og gerði þjóð sinni í blöðum og útvarpi grein fyrir skoðunum sínum á málum þeim, er hann telur mikilvæg- ust í sambandi við hinar vænt- anlegu kosningar. Slík heimsókn til höfuðborg- arinnar og kynning skoðana sinna er nauðsynlegur og al- gengur þáttur hvers forseta- efnis, hvort heldur á nú fyrir honum að liggja, að setjast að í Hvíta húsinu eða hverfa aftur heim að kosningunum loknum. En það þarf vissulega fleira til að koma til þess að hljóta for- setatignina, en gista Washing- ton um stundarsakir og sækja og verja mál sín þaðan gegnum útvarp og blöð, enda þótt það GREIN ÞESSI, sem er eft- ir David Wills, fjallar um það, hvernig kosninga- baráttan um forsetatignina í Bandaríkj unum fer fram auk þess sem þar er mkrnzí á þá þrjá menn, sem líklegastir eru taldir til þéss að verða keppinautar Roosevelts í kosningunum í nóvember- mánuði næst komandi, gefi hann kost á sér. Greinin var upphaílega flutt sem erindi í brezka útvarpið, en er hér þýdd úr útvarpstímaritinu The Listener. sé raunar mikilvægur þáttur kosningarbaráttunnar. Forseta- efnin verða að leggja hart að sér, ef sigurvonir eiga að fylgja baráttu þeirra. Þess ber að minnaSt að hundrað þrjátíu og fimm sinnum fleiri Bándaríkja- menn ala aldur sinn utan Wash- ington en þar í borg. Flest þetta fólk hefir búsetu 1 smá- borgum og þorpurn svo og á sveitabýlum. Forsetaefnin verða því að leggja leið sína um ger- vallt meginland Bandaríkjanna Þeir hljóta eigi síður að leggja áherzlu á það að vinna fylgi fólksins úti á landi en þeirra, er stórborgirnar byggja. * ONNUR ÁSTÆÐA fyrir því að forsetaefnið verður að ferðast um þvert landið er sú, að ef hann vonast til þess að verða kjörinn, verður hann að verða tilnefndur sem forseta- efni flokks síns á landsþingi hans. Auk þess væri öruggara fyrir hann að taka þátt í próf- kosningum ríkjanna. 1 próf- kosningum þessum eru kosnir fulltrúar flokks þess, er hlut á að máli, og eiga að mæla með hinum verðandi frambjóðanda hans við landsþingið. Próf- kosningar þessar fara að sönnu ekki fram í öllum ríkjum, en eigi að síður skipta þær næsta rniklu máli. Þetta er ein ástæðan fyrir því að Wendell Wilkie er önnum kafinn við að ferðast um landið, flytja ræður og freista þess að fá sig kosinn sem forsetaefni við prófkosningar í hinum ýmsu ríkjum. Raunar er það þrennt, sem fyrir honum vakir. I fyrsta lagi leitast hann við að fá sig kosinn sem forsetaefni flokksins við próíkqsningarnar í hinum ýmsu ríkjum. í öðru lagi gerir hann sér far um að hljóta kynni af stjórnmálamönn um og áhrifamönnum hinna ýmsu ríkja í þeirri von, að þeir styðji hann til framboðsins, að minnsta kosti eftir að þeir hafi sannfærzt um það, að sá maður, er þeim væri kærast að veita brautargengi, ætti þess engan kost að verða tilnefndur sem forsetaefni flokksins. í þriðja lagi er æhlun hans sú að flytja mál sín af slíkum skcrungsskap, að hann hljóti almennt fylgi hinna óbreyttu kjósenda og stjórnmálamenn flokks hans, er sitja landsþingið í júnímánuði næstkomandi, telji sér skylt að hafna hinum veroandi keppi- nautum Willkies þar en veita honum öruggt brautargengi. Hann gerir sér vonir um það, að hinir óbreyttu kjósendur Repu- blikanaflokksins fýlki sé um sig og það muni ráða úrslitum. Willkie gerir sér miklar vonir um það, að þessi tilraun sín muni reynast árangursrík. Hann trúir því, að stefnumál sín muni hljóta mikinn hljóm- grunn hjá þjóðiimi og hyggst því standa öllum öðrum mönn- um nær því að verða tilnefnd- ur forsetaefni flokks síns. Will- kie er engan keginn myrkur í máli og gerir ekkert að því að vekja fólki tálvonir. Hann hefir látið þau ummæli falla, að nauðsyn beri til þess, áð skatt- ar séu hækkaðir um helming frá því, sem Roosevelt forseti mæltist til eigi alls fyrir löngu og nær því átta sinnum hærri en það, sem samþykkt var af flokksmönnum Willkies svo og ýmsum flokksmönnurn Roose- velts í Bandaríkj aþinginu ný- lega. En við skulum víkja aftur að Bricker ríkisstjóra og komu hans til Washington. Hann sækir fram eftir þeim vegi, er hann hyggur að muni liggja til Hvíta hússins. í viðræðum sín- um við blaðamenn nýlega (Frh! á 6. síðu.) béösa Stefano Islandi í útvarpinu. — Óhreinlætið í brauða- sölubúðum. — Reiður búseigandi skrifar um hitaveitU' . gjaidið. RÖIÍD Stefáns Guðmundssonar ónersöngvai'a var sannarlega misþyrmt í útvarpinu í gærkveldi. Ég var búin að' hlakka til atf fá að heyra hina guðdómlegíu rödd hans eftir frekar þunga og leiðin- Iega dagskrá. En viti menn. þau þrjú lög, sem söngvarinn syngur, eru spiluð af svo gersamlega út- keyrðtun og gatsliínum plötum, að vart hefði verið hægt að finna slíkar á verstu „sjoppunni“ hér í bænum.“,- Þetía. segir. aðdáandi Stefáns Guðmundssonar og enn- fremur: „STEFÁN óperusöngvari er þjóð- arstolt okkar íslendinga, og er það einstök ósvífni þeirra manna, er hér ráða málum, að sýna siíkt hirðuleysi og það, er hér kemur fram. Afsökun er enga fram að bora í þessum efnum, því að fyrir nokkrum dögum keypti ég, í einni af hljóðfæraverzlunum bæj- arins, þrjár plötur með Stefáni, — allt yndisleg lög. — Það er sánn- arlega fleira, Sem ástaéða væri að ræða í sambandi við músík út- varpsins, en ég læt þó staðar num- ið að sinni.“ UM ÓHREINLÆTIÐ í brauð- sölubúðunum skrifar „Hneyksl- aður“ mér á þessa leið: Ég vil taka undir með þeim, sem nýlega minntist á óhreinlætið í brauðsölubúðum. Þar er rétti- lega talað um ínefboranir af greiðslustúlknanna, þann skemmti- lega máta þeirra, að káfa svo á kökum og brauðum með höndun- um o. s. frv.; allt, sem um þetta er sagt vil ég staðfesta.“ „EN SVO er annað í sambandi við brauðsöluhúsin, sem ég álít eigi síður hneykslanlegt, nefnilega það, hvernig öll afgreiðsluborðin og gluggar eru yfirfull, þannig að viðskiptavinirnir geta vart hjá því komizt að klína föt sín í rjóma og hverskyns kremi. — Nú, og svo eru heldur ekki allir að súta það, þó úr þeim frýsist svolítið á kræsing- arnar — ekki verið að hafa fyrir að bregða hönd eða klút fyrir munn ef hóstahviðu ber að — eða þótt einn og einn smádropi renni úr nös, kannske blandaöur svolitlu f nef- tóbakskorni. — Það setur bara punt á herlegheitin.“ „SÓÐASKAPUR í þessu sam- bandi kemur fram á fleiri máta t. 1 d. réttir fólk peninga yfir kök- j urnar. Peningarnir eru teknir úr í óhreinum vösum. Rusl hrynur og óhreinar ermar snerta kökurnar. fleira mætti til tína!“ „NÚ ER það svo hér í Reykja- vík, að engum dettur lengur í hug að minnast á heilbrigðis- eða hrein lætiseftirlit, enda má kippa því, sem hér um ræðir í lag einungia með því að slá upp gleri í kring um kökurnar. Ættu bakarameist- ararnir að sjá sóma sinn í að kippa þessu sem fyrst í lag. Úr því að farið er að minnast á hreinlætið í henni Reykjavík, væri freistandi að halda áfram, en það yrði úr ó- tæmandi brunni að ausa og skal því hér staðar numið að sinni.“ „HÚSEIGANDI“ skrifar: „Ekki alls fyrir löngu var sagt í blaði frá því, að nú væri orðið hljótt um hitaveituna. Það má vel vera að hljótt hafi verið um hitaveit- una undanfarið í dagblöðum bæj- arins, en ég er hins vegar ekki eins viss um að húseigendur í þess um bæ álíti að það ætti að vera eins hljótt um hana eins og raun er á.“ „EÍNS OG KUNNUGT er var heita vatninu hleypt á í des. s. 1. og eru því um 2Vz mán. síðan byrjað var að nota það. Nú er far- ið að lesa af hitavatnsmælunum, þar sem þeir eru, hinir, sem enga mæla hafa, en þeir munu vera nokkrir, eru að öllum líkindum gjaldfríir á meðan þeir hafa enga mæla. Hinum sem hafa mæla er sagt að heita vatnið kosti kr. 0.68 pr. teningsmeter og fastagjaldið á hvert hús sé svo og svo mikið, fáir eða engir vita hve mikið.“ „MÁ ÉG NÚ spyrja, hvernig er fastagjaldið á hvert hús, vegna hitaveitunnar og vatnsgjaldið sjálft reiknað, og eftir hvaða heim ild? Þá hefir Morgunblaðið skýrt frá því, að nú eigi að fara að inn- heimta fyrir heita vatnið og er það að vísu gott að fá einhverntíma reikning svo menn viti hve mikið þeir eiga að greiða. Hitaveitan hefir sent út reikninga fyrir svo- nefnt heimæðagjald og aftan á þeim reikningi er útdráttur úr reglugerð staðfestri af stjórnar- ráðinu þann 2. sept. s. 1. Engin reglugerð hefir verið birt um gjald heita vatnsins sjálfs eða fasta- gjaldsins af húsunum.“ „ÞVÍ VIL ÉG SPYRJA: 1. hefir Frh. á 6. síðu. I* *iverfisg©t^. Melána. HÁTT KAUP Alþýðublaðið. — Sími 490

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.