Alþýðublaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 3
#nmradagur 12. marz 1944 AIMÐUBLAÐIÐ K AÐ VAKTI feykilega at- athygli, er það fréttist á dögunum, áð Bandaríkja- stjórn hefði beint tilmælum til írskra stjórnarvalda, að þau vísuðu úr landi fulltrúum Þjóðverja og Japana þar í landí, en svo sem kunnugt er, hafa írar verið hlutlausir og eru í þssari styrjöld. Hafa bandamenn látið í ljós þá skoðun sína, að Þjóðvérjar reki miklar njósnir þar í landi og séu mjög hættulegir öllum áformum bandamanna, ekki sízt með tilliti til vænt- anlegrar innrásar. jMÚ HAFA ÍRAR vísað þessum tilmælum á bug og er þetta etit aðal-umræðuefni heims- blaðanna nú. Ef þetta mál er skoðað af sanngirni, má segja, að það sé skiljanlegt, að bandamönn um sé meinilla við að hafa þauæfða njónsara við bæjar dyr sínar, sem vafalaust vita undan og ofanaf öllu því, sem gerist í Bretlandi. Á hinn bóg inn er það jafnskiljanlegt, að írar, sem sjálfstæð þjóð, kunni ekki við að láta segja sér fyrir verkum og er því út af fyrir sig ekkert við neit- un þeirra að athuga, enda hef ir sennilega verið við henni búizt. JEITT New York-blaðanna sagði um þetta mál í gær, að því er sagt var í útvarpi frá Bandaríkjunum í gær, að írar hefðu fullkominn lagale^an rétt til þess að hafna tilmæl- um Cordell Huil, en hins veg ar yrðu að athuga, hvað í húfi væri, og því væri miður, hvernig farið hefði. Þá sagði kunnur amerískur útvarpsfyr irlesari, að þarna kæmi fram munurinn á starfsháttum bandamanna og Þjóðverja: Bandamenn sendu tilmæli, en Þjóðverjar hefðu undir sömu kringumstæðum, sent her- afla. — Væntanlega verður úr því skorið næstu daga, hvort nokkuð frekar gerist í þessum málum. ÍRLAND ER, þrátt fyrir afskipti norrænna víkinga og dvöl íra hér á landi endur fyrir löngu næsta lítið þekkt hér. Að minnsta kosti sagði maður nokkur eitt sinn við þann, er línur þessar ritar, að írar væru undarlegir menn, flestir hétu nöfnum, sem byrjuðu á O’, svo sem O’Connor, O’Brian, þeir syngju tenór, væru rauðhærðir, færu flestir til Vesturheims og gerðust lögregluþjónar í New York. Þeir, sem lieima sætu, gengju í félagsskapinn í. R. A. sem gerði sér það til dundurs að sprengja í loft upp salerni og fatabyrgi á enskum járn- bráútarstöðvum. ÍRSKA FRÍRÍKIÚ, EIRE, var stofnsett fyrir rúmum tveim áratugum að afstöðnum blóð- ugum bardögum og innbyrðis deilum. Landið er frekar fátækt að gæðum. Aðalatvinnuvegurinn er landbúnaður. Þar eru rækt aðar kartöflur, hveiti, hafrar, bygg, rúgur og ýmislegt kál- meti. Þegar uppskerubrestur Yfir Þýzfealandi. Myndin sýnir amerísk flugvirki í árásarferð einhvers staðar yfir Þýzkalandi. Til 'hægri sjást tvær Messerschmittflugvélar þar sem hringirnir eru, hrapa til jarðar eftir skothríð flugvikj- anna. Samtímis var ráðist á Calais-svæðið, í Frakkiandi. HIN STÓRXJ flugvirki Bandaríkjamanna fóru enn til árása á Þýzkaland í björtu í gær. AS þessu sinni var ráðizt á borg- ina Miinster í Norðvestur-Þýzkalandi. Samtímis réðust amerískar Liberator-flugvélar á ýmsa staði í Norður-Frakklandi, einkum á Calais-svæðinu. Langfleygar orrustuflugvélar voru með í árásar- ferðum þessum. Allar sprengjuflugvélarnar komu aftur, en 4 orustuflugvélanna týndust. Borgin Munster er mjög mik^ ilvægsamgöngumiðstöð í Norð- ur-Þýzkalandi. Er þetta önnur dagárásin á borgina á einni viku. Skýjaþykkni var yfir borginni, er flugvélarnar komu á vettvang, en þeim tókst þó að hæfa skotmörkin, enda hafa flugmennirnir sérstök miðun- unartæki undir slíkum kring- umstæðum, að því er segir í Lundúnafregnum. Brezkar flug vélar af Mosquito- og Typhoon gerð voru einig á sveimi yfir Þýzkalandi og herteknu lönd- unum. í fyrrinótt fórú hinar stóru Lancasterflugvélar Breta til á- rása á Mið- og Suður-Frakk- landi. Lítið varð um viðnám af hálfu Þjóðverja. Yfir Biskaya- flóa kom til átaka við þýzkar sprengjuflugvélar og voru fjór- ar þeirra skotnar niður. Pucheu, fyrrum ráðherra í Vi- chy hefir nú verið dæmdur til dauða í Algier. Honum var veittur 24 kl. frestur til þess að áfrýja dómnum. Péfur Júgéslavakon- ungur í London. ✓ ÉTUR Júgóslavakonungur er nú kominn til London, ásamt nokkrum ráðherrum sín- um til viðræðna við banda- menn um afstöðuna til Titos og reyna að ná samkomulagi. Sendiherra Júgóslav aog her- málaráðunautur hans í Moskva hafa látið af embættum sínum hjá júgóslavnesku stjórninni og lýst yfir því, að þeir muni starfa fyrir Tito og þjóðfrelsis- her hans. TILKYNNT er í London, að norski kafbáturinn ,,Ula“ hafi nýlega sökkt tveim birgða skipum Þjóðverja, sem voru samtals 5000 smálestir að stærð. Önnur skip urðu fyrir tundurskeytum, en ekki var unnt að sjá, hver afdrif þeirra urðu, þar eð kafbáturinn varð strax að fara í kaf. segir „Norsk Ticiend6* f BLAÐINU „Norsk Tidend“, * sem út kemur í London birt ist í gær athyglisverð grein um vandamál Finnlands eftir Finn Moe ritstjóra, -sem annast utanríkismál blaðsins, en starf ar annars hjá utanríkisráðu- neytinu norska. Bendir Moe á, að ekki sé einhlítt að skoða að stöðu Finna í Ijósi þeirra at- burða, sem nú eru að gerast, heidur verði líka að taka tillit til þess, sem framtíðin kann að bera í skauti sínu og hverjar afleiðingar stjórnmálastefna Finna kunni að hafa í fram- tíðinni. Það, sem hér fer á eftir, er útdráttur úr þessari grein. Finn Moe bendir á, að eitt af því, sem mest áhrif hljóti að hafa á stefnu Finna sé land fræðileg lega landsins, þ. e. a. s. nábýlið við stórveldið Rúss- land, en hihs vegar sé það eitt ekki nægilegt til þess, að deilur rísi upp. Það var út- þenslustefna rússnesku zaranna, sem í lok síðustu aldar skóp óttann og hatrið í garð Rússa, sem enn ber allmikið á í Finn landi. Hins vegar bendir Moe á, að Sovétríkin hafi strax við urkennt sjálfstæði Finnlands og að borgarastyrjöldin hafi einkum átt rætur sínar að rekja til félagslegra mótsetninga í innanríkismálum, en vegna þess, að báðir aðilar fengu hjálp annarra stórvelda breytt ist þetta og varð að baráttu um utanríkisstefnu Finnlands. Borgarastyrjöldin gerði Finna tortryggna í garð Rússa og það hefir markað utanríkismála- stefnu þeirra. En hins vegar er það ljóst ,að lítil þjóð getur ekki, þegar til lengdar lætur, annað en haft vdnsamleg mök við volduga nágranna. Fyrst í stað nálgaðist Finn- land allmjög Þýzkaland sem mótvægi gegn Rússlandi, en síð ar, þegar lýðræðis- og frjáls- lyndisstefnan í landinu varð sterkari, lögðu þeir kapp á norræna samvinnu. Jafnframt því reyndu þeir að komast í nánari samband við vesturveld in, en varð lítið ágengt, að minnsta kosti ekki þannig, að öryggi fengizt, ef til átaka við Rússland kæmi. í þessari styrj öld virðist allt ætla á sömu leið, hefir komið fyrir, hefir oft orðið hungursneyð í landinu og af þeim sökum hefir fjöldi íra flúið land. íbúar eru tæp ar 3 milljónir og hefir þeim heldur farið fækkandi síðustu áratugina. LANDIÐ ER LÝÐVELDI og heitir forsetinn Douglas Hyde, þjóðkjörinn til 7 ára, 4. maí 1938. Forsætisráðherr ann er Eamon de Valera, sem er áhrifamesti maður landsins Flann hefir jafnan staðið fremst í fylkingarbrjósti er um var að ræða sjálfstæði landsins og mun hann njóta mikils trausts í landinu. Þing ið skiptist í tvær deildir, full trúa deild, Dail Eireann og \ öldungadeild, Seanad Eire- ann. Þingmenn fulltrúadeild- arinnar eru 138, en 60 í öld- ungadeildinni. Þingmenn full trúadeildarinnar eru kjörnir beinum kosningum. Forsætis ráðherra skipár 11 öldunga- deildarþingmenn, háskólarnir kjósa 6, en hinir eru kosnir af fulltrúum hinna ýmsu stétta. ÍRAR eiga sér langa raunasögu, og hafa jafnan reynzt harðir í horn að taka, ef á þurfti að halda. Hvernig sem málin fara, sem nú eru efst á baugi, er vonandi, að landið verði ekki aftur vettvangur styrj- aldarátaka og bræðravíga, eins og áður fyrr. S Rússar eiga 30 km. Ö- farna tjl Nikolaev. O ÚSSAR halda enn áfram sókn sinni og verður víð- ast vel ágengt. Á eini viku hafa Rússar sigrazt á 35 her- fylkjum, þar af 13 brynfylkj- um (Panzerdivision). Það er nu upplýst, að þegar Uman féll í hendur Rússum, beittu þeir fyrst stórskotaliði, en síðan ruddust skriðdrekar þeirra fram, en skelfing mikil greip Þjóðverja og brast brátt flótti í lið þeirra. Rússar eru nú að- eins 30 km. frá borginni Nik- olaev við Svartahaf, sem er Þjóðverjum afarmikilvæg. Þá hefir og borgin Berislav fallið í hendur Rússum. Hersveitir Zukovs berjast á götum Tarnopol og ná hverju strætinu af öSru á sitt vald. Sagt er. ao Manstein hershöfð ingi, yfirmaður þýzku herj- anna, muni ætla áð flytja bæki stöðvar sínar til Iasi (Jassy) í Rúmeníu. Ríkir mikill uggur þar í landi út af hinum síðustu hrakförum Þjóðverja í Rúss- landi. Enn fremur hefir verið frá því skýrt, að í bardögunum á Uman-svæðinu, hafi verið geypilegt mannfall og hafi marg ir tugir þúsunda Þjóðverja fall ið, en um 20 þúsund særzt. Finnar gerðust bandamenn Þjóðverja, en þegar ljóst varð, að bezt var að hætta styrjöld- inni, reyndu þeir að tryggja sér stuðning Breta og Banda- ríkjamanna ef til friðarumleit ana kæmi. Þetta hefir ekki tekizt, heldur má segja, að Finnlqnd sé nú í þeirri klípu, að bjarga beri því, sem bjargað verður, eftir að utanríkismála- stefna þeirra hefir mistekizt. Þess vegna verður Finnland að sætta sig við breytt viðhorf. Rússland er nú eitt áhrifa- mesta ríkið í Evrópu og hlýtur að ráða miklu um framtíðarúr- Iausnarefni álfunnar, alveg eins og fyrr á öldum. Ef Finnland ætlar að halda áfram óvinsamlegri stefnu í garð Rússlands verða þeir að fá aðstoð einhvers stórveldis, en hvar? Ekki hjá Þýzkalandi, sem tapar stríðinu og ekki hjá vesturveldunum, sem munu halda áfram samvinnunni við Rússa. Og allra sízt er slíkrar aðstoðar að vænta hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, ekki að eins vegna þess, að þau hafa ekki bolmagn til þess að heyja stríð við stórveldi, heldur og vegna þess, að Norðmenn munu ekki taka þátt í norrænni sam- vinnu, sem beint er gegn Rúss landi. Skilyrði fyrir því, að Norðmenn taki þátt í norræni samvinnu er það, að Finnland hafi vinsamlega sambúð við Rússland, vegna þess, að í víð ari merkingu eru öll Norður- lönd Nágrannar Rússlands. Af þessu leiðir, að Finnland verður ekki einungis að semja frið við Rússland heldur breyta um stefnu í utanríkismálum. Finnland verður að ráða fram úr því sjálft, hvort það vill íylgja Hitler og Himmler út í ógæfuna eða komast að sann- gjörnu samkomulagi við Rúss- land. (Eftir frétt frá norska blaðaf ulltrúanum).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.