Alþýðublaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 7
« marz 1844 &■ ^YÐUBi mJZro feiari!! 1 Hffíta Msslos. Sendisveinn óskast sírax. — Upplýsingar í afgreiðslunni. Alþýðublaðið. — Sími 4900. Siuumdagur 12. Bœrinn í dag.\ Næturlasknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Helgidagslæknir er Ólafur Jó- hannsson, Freyjugötu 40, sími 4119. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. Næturakstur annast B. S. í., sími 1540. ÚTVARPIÐ: 11.00 Morguntónleikar. 12.10— 13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í kapellu Háskólans (séra Jón Thorarensen). 15.30—16.30 Mið- degistónleikar. 18.40 Barnatími. 19.25 Hljómplötur. 20.20 Kvöld Þingeyingafélagsins. 22.00 Dans- lög (Danshljómsveit Þóris Jóns- sonar kl. 22.00—24.00). Á MORGUN: Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. Næturakstur annast Litla bíl- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: x 20.30 Um daginn og veginn (Sigurður Bjarnason alþingismað- ur). 20.50 Útvarp úr sundhöllinni í Reykjavík: Lýsing á kappmóti í sundi. LeiSrétting frá lögreglunni. Getið hefir verið nýlega um það í blöðum, að skotið hafi verið byssukúlu inn um glugga íbúðar- húss eins í Vesturbænum, að kvöldi 8. þ. m., og að hermenn hafi ráðizt á stúlku og tilraun ver- ið gerð til að nauðga henni að kvöldi 7. þ. m. Að því er fyrr- greindu fregnina snertir, er það nú upplýst með rannsókn, sem fram hefir farið á kúlunni, sem fannst í herberginu, að henni hef- ir ekki verið skotið úr byssu, enda önnur verksummerki í samræmi við það. Kúlunni hefir vgrið kast- að inn um gluggann, en sá er það gerði, er ófundinn. Rannsókn þessa máls heldur áfram. — Fregnin um árásina á stúlkuna, byggist á fyrstu upplýsingum, sem lögreglunni bárust um atburð þennan, og er því einhliða frásögn um málsatvik. Rannsókn fer nú fram í máli þessu, og má vænta þess, að birt verði hver málalok verða. 75 ára á morciun: SJÖTÍU og fimm ára verS ur á morgun Guðjón Kr. Jónasson, Ránargötu 31. Hann er fæddur að Korpúlfs- stöðum í Mosfel-lssveit 13. marz 1869. Guðjón fluttist til Reykjavíkur árið 1902. —- Sjó maður hefir hann verið lengst af ævinháf, eða um 50 ár, fyrst á skútum og kútterum, en síðáii sem formaður á ára skipum dg reri úr Mið-Selsvör hér í Vesturbænum. En nú síðustu árirr hefir hann rekið fisksölu. Guðjón hefir lengi átt heima í Vesturbænum og er Vestur bæingum að góðu einu kunh- ur. Hann er fáskiptinn maður um annarra hagi. Hann er lífs glaður léttur í lund og skemmti legur í viðræðum. Vinir Guðjóns munu á þess- um tímamótum hugsa með hlýju til hans og árna honum góðs og fagurs ævikvölds. Vinur. f&aypifim tyskur hæsta verði. H il s 0 a g n ay I íi a u s t o ’ Bðldursgötu 30. Prh. af 5. síðu. komst Bricker þannig að orði, að því færi fjarri, að ein- angrunarstefnan myndi verða aðalmál hinna verðandi kosn- inga. Bricker fórust orð á þessa lund: — Sérhver sá, er reynir að telja ykkur trú um það, að einangrunarstefnan muni verða aðalmál kosninganna er aðeins að freista þess að mynda mál- efnalegt reykský í -eiginhags- munáskyni. Og hann lét ekki# þar við sitja heldur hélt áfram >máli sínu: — Ameríka, mælti hann, — verður að efna til sam- vinnu við aðrar þjóðir með ein- hverjum hætti til þess að tryggja friðinn og efna til al- þjóðaviðskipta. Ég vil land mitt frjálst og fullvalda, mælti hann ennfremur. — Ég æski þess ekki, að eitthvert yfirríki ákveði örlagastefnu Bandaríkj- anna. Þegar hann var spurður þess, hvernig Ameríka gæti í senn varðveitt frelsi sitt og efnt til samvinnu, endurtók ríkis- stjórinn hina fyrri fullyrðingu sína aðeins með öðrum orðum. En þegar að er gáð, virðist þetta ekki eins ö’rðugt í fram- kvæmd og margur mun ætla. Samvinna sú, sem ríkisstjórinn gat um að nauðsynleg væri, yrði ekki ósvipuð þeirra sam- vinnu, sem Bretar og Banda- ríkjamenn hafa haft með sér 1 styrjöldinni. Við vitum að Bret- ar, Bandaríkjamenn og Kanada menn hafa haft með sér nána samvinnu um framleiðslu og birgðaöflun síðustu ár. Sam- vinnan eftir stríð verður að vera áþekk því samstarfi að minnsta kosti að ýmsu leyti. En auðvitað verða þar fleiri til að koma sem þátttakendur ep Bretar, 'Bandaríkjamenn og Kanadamenn. ❖ RRICKER lét athyglisverð ummæli falla, þegar hann svaraði þeirri fyrirspurn, hvort hann teldi æskilegt, að mynduð yrði þjóðstjórn í Bandaríkj- unum, er sæti að völdum með- an styrjöldin stæði yfir. Svar hans kann að virðast ýms- um furðulegt, en Bandaríkja- menn munu þó- vera márgir sömu skoðunar, enda var svar hans þakkað með áköfu lófa- takir Ríkisstjórinn kvaðst ekki telja þjóðstjórn æskilega, þrátt fyrir stríðið og gat þess jafn- framt að h;.nn teldi tveggja flokka fyrirkomulagið nauðsyn- legt, ef viðhalda ætti lýðræðis- skipulagi því, er ríkti í Banda- ríkjunum. En þess er vert að geta, að Bandaríkjamenn leggja allt annan skilning í orð- ið ,,stjórnmálaflokkur“ en tíðk- ast í Evrópu. í flokkum Banda- ríkjamanna starfa margir menn sem aðhyllast næsta skiptar skoðanir um stjórnmál, fjármál og félagsmál, svo að stiklað sé á stóru. Demókrataflokkurinn telur til dæmis meðal fylgis- manna sinna hina umbótasinn- uðu og lítt augðu borgara hinna stóru borga landsins, svo og hina íhaldssömu landeigendur og iðjuhölda suðurríkjanna. Það leikur heldur ekki á tveiin tungum, að margt sé ólíkt með fylgismönnum Republikkana- flokksins í Boston, Massachus- ■etts, iChicago og Illinois eða Los Angeles og Kaliforníu. Það er lengri leið frá Boston til Los Angeles en frá Lundúnum til Bagdad. Skoðanamunurinn í Republikkanaflokknum er eitt- hvert óþekkt fyrirbæri og þess- ar vegalengdir, eða sú er að minnsta kosti skoðun Wendells Willkies, og enda þótt hann ynni ekki síðustu forsetakosn- ingar, hlaut hann eigi að síður fleiri atkvæði en nokkur fram- bjóðanái flokks hans fyrr eða síðar. Dewey ríkisstjóri í New York hefir enn ekki hafið ferðalög um landið, en hyggist hann leggja áherzlu á það að verða tilnefndur frambjóðandi flokks síns, verður þess vart langt að bíða, að hann láti af því verða. Roosevelt forseti hefir enn sem komið er ekkert látið uopi um það, hvort hann muni verða í kjöri eða ekki. Hins vegar er það almenn skoðun, að hann muni gefa kost á sér til fram- boðs, enda mun hann vera eini maðurinn í flokki demókrata, sem sigurvonir eru við tengdar. Hins vegar virðist mun meira unnið að því hver verða e'igi brambjóðandi demókrata sem varaforseti, ef svo skyldi fara, að Roosevelt þreytti framboð einu sinni enn. Wallace ferðast um þessar mundir um landið og flytur skörulegar ræður um það, að vinna verði sem bezt að framgangi þeirra mála, sem Roosevelt þegar lagt drög að eða sé að framkvæma. Wallace hefir látið þau um- mæli falla, að hann efist ekki um það, að Roosevelt muni gefa kost á sér til framboðs. Þetta er glöggt vitni þess, að kosningaúndirbúningurinn af rálfu demákrata er þegar haf- inn, enda þótt viðhorfin þar séu að ýmsu leyti önnur en innan Republikanaflokksins. Áður en langt um líðpr, mun í ljós koma, hverjir þreyti leik- inn um forsetatignina, enda þótt engu verði spáð um úrslit- in fyrirfram. Sírætisgapar. Frh. af 2. síðu. mjög aðkallandi, og hefir fé- lagsstjórnin haft þessi mál til meðferðar um langt skeið. Þannig liggur fyrir, að ger- breyta sjálfu aksturskerfinu til óslitins aksturs í gegnum bæinn, þar sem línurnar skera aðaltorg miðbæjarins. Er þá úr sögunni hin óeðlilega kyrr- staða vagnanna á Lækjartorgi. Þá liggur og fyrir að reisa stór- byggingu, væntanlega á lóð fé- lagsins við Hringbraut, sem hvorttveggja yrði verkstæði og bílageymsla. Verður þessu máli eigi skotið á frest, svo brýn sem þörfin er orðin. Þá þarf og aukinn vagnakost og hefir fé- lagið fyrir löngu gert ráðstaf- anir til kaupa á 4 stórum undir vögnum frá Ameríku, en slíkir vagnar kosta tilbúnir til akst- urs um 90 þús. kr. hver vagn, og mun félagið árlega þurfa slíka viðbót til endurnýjunar. Til þess að ráðast í slíkar framkvæmdir á toppi dýrtíðar, þarf mikið fé. En eins og nú horfir um afstöðu bæjarstjórn- arinnar gagnvart félaginu, þar sem framtíð þess veltur á einu atkvæði, þá eru engin líkindi til að nægilegt fjármagn fáíct til nauðsynlegra framkvæmda, hvorki sem hlutafé né lán. Þetta viðhorf hefir félagsstjórn in gert sér ljóst og talið sér skylt að mæta, bæði vegna sjálfs rekstursins, sem engan veginn má líða við slíkt á- stand og vegna hluthafanna, sem að sjálfsögðu vilja sjá fyrirtækinu farborða. Því var það, að félagsstiórn- in lagði málið fyrir síðasta aðalfund, sem haldinn var 25. f. m. og ályktaði sá fundur með 191 atkv. gegn 1 eftirfar- andi: „Með því að sýnt er, að félagið verður hið fyrsta að ráðast í margvíslegar fjárfrek- ar framkvæmdir, til þess að geta fullnægt eðlilegri og æski- legri þróun í samgöngumálum bæjarins, svo sem byggingu stórhýsis, fjölgun stórra og dýrra vagna, starfrækslu nýrra leiða til úthverfa bæjarins og fjölgun vagna á öðrum. kerfis- breytingu til óslitins aksturs í gegnum bæinn og ýmis fleiri nauðsvnjaverk, —r ályktar aðal- fundur S. V. R., haldinn 25. febr. 1944, að fela stjórn félags- ins og framkvæmdastjóra, að leita samninga við stjórnarvöld bæjar og ríkis um sérleyfi, er tryggi félaginu rétt til reksturs strætisvagna í Reykjavík, um allt að 10 ára skeið — eða til ársloka 1953. Náist hins vegar ekki samn- ingar við viðkomandi aðila, er feli í sér slíka starfstryggingu fyrir félagið, telur fundurinn starfsgrundvöll félagsins of veikan til þess að byggja á undirbúning að stórauknum framkvæmdum, er krefjast mik illa fjárframlaga með hluta- fjáraukningu og lánsfé — og ályktar því, að fela stjórn og framkvæmdastjóra, að bjóða st j órnar völdum bæjarins að taka við rekstri strætisvagn- anna og veitir stjórn og fram- kvæmdastjóra fullt umboð, til þess og afhenda bænum eða öðrurn opinberum aðila, að bænum frágengnum, eignir fé- lagsins með samningi eða eftir mati, allt eftir því sem rétt þykir og hagfelldast að dómi greindra umboðsaðila félagsins og^ að áskildu samþykki nýs hluthafafundar.“ Um leið og vér, að fyrirlagi aðalfundarins, leggjum mál þetta fyrir bæjarráðið, til með- ferðar og afgreiðslu, viljum vér alveg sérstaklega leiða athygli bæjarráðsins að því, sem að framan hefir verið drepið á, að brýna nauðsyn ber til, að skipa þessum málum hið fyrsta á þann veg, að tryggð sé æskileg þróun þessa • þarfa reksturs, hvora leiðina, sem bæjarstjórn- in kann að aðhyllast. Væntum vér að ráðamönnum bæjarins sé það ljóst,- að kyrrstaða og öryggisleysi í þessum málum er ástandið sem almenningur mun illa una. Sjálft vill félagið taka á sig auknar skyldur, samfara auknum réttindum, en vilji bæjarstjórnin skipa málum á annan veg, er rétt að sá vilji komi sem fyrst fram og að mál- um verði síðan skipað í fullu samræmi við óskir meiri hlut- ans.“ Tinanhæli berkla- sjáklioga. Frh. af 2. síðu staklinga, lofað framlagi til hælisins. í vinnuhælisnefndinni eru: Vilhjálmur Þór, Haraldur Guð mundsson, Guðm. Ásbjörnsson, Sigurður Sigurðsson yfirlæknir og Oddur Ólafsson berkla- læknir. Ef er hjá yður, þurfið þér aðeins að hringja í síma 4160. Höfum rúðugler af öllum gerðum og mann til að annast ísetningu. Verzlunin Brynja Sími 4160. baldvin jónsson héraðsdómslögmabur MÁI.FLUTNINGUR — INNHEIMTA VESTURGÖTU 17 SÍMI 5545 3ANNES Á HORNTNU (Frh. af 5. síðu.) engin reglugerð verið staðfest um gjald fyrir heita vatnið og fasta gjaldið af hverju húsi? 2. Hvernig er hægt að tilkynna að von sé á reikningum fyrir notkun undir lið 1., ef enginn gjaldskrá hefir verið staðfest og síður birt? 3. Hafi reglugj. fyrir það sem nefnt er und- ir lið 1. verið staðfest, hvernig stendur þá á því, að hún hefir eigi verið birt þeim, sem hlut eiga að máli?“ __ • „ÉG ER EKKI ALVEG viss um, en þó nærri viss, að hér sé um einberan trassaskap að ræða af hendi núverandi borgarstjóra Bjarna Benedii|tssonar og er þá um að ræða stór vítavert hirðuieysi og brot í opinberu starfi af hans hálfu, sem að stjórnarráðið fyrst og fremst, og auðvitað allir borg- arar þessa bæjar, eiga eigi að láta vítalaust. Til hvers er borgar- stjóri? Er hann til þess að hirða lítið og lélega um starf sitt, sem hann tekur þó all rífleg laun fyrir, eða er hann til þess að vasast í hinum og þessum aukastörfum, með al annars þingstörfum, sem honum kemur ekkert við og gegnir í megnri óþökk meiri hluta bæjar- búa.“ „SVO AÐ ÉG VÍKI aftur að reikningunum fyrir heita vatnið og fastagjaldið af húsunum, þá fullyrði ég að það sé alveg eins- dæmij en þau mun bera að varast, að hið opinbera sendi frá sér reikninga, svo réttháa að þeim fylgi lögtaksréttur, án þess að gera gjaldendunum noklira grein fyrir því gjaldi, sem þeir eru krafðir um. Hvaða nafni er þetta nefnt á máli lýðræðisþjóðanna? Gjaldend- urnir hafa enga aðstöðu til þess að kynna sér, hvort upphæð sú sem þeir eru krafðir um, er rétt eða röng.“ „ÉG, SEM ER EINN af borgur- um þessa bæjar og í þessu tilfelli húseigandi, hefi hingað til gert þær kröfur til hins opinbera, bæj- arfélagsins, að ég væri látinn vita greinilega hvað ég væri að greiða. Þetta er ef til vill rangt? Hvað myndi verða sagt um einka fyrir- tæki, sem sendu frá sér reikninga þar sem stæði „útteknar vörur fyrir kr. 10.00“ án nánari skil- greiningar? Ég legg til að borgar- stjórinn taki nú á sig rögg og sinni því starfi af alhug, sem honum er greitt fyrir, geri hann það ekki betur en hann hefir gert hingað til, þá sjái hann sóma sinn í því að segja starfinu lausu, því þá getur hann óátalið almennt þjónað sinni eigin lund, sem óefað á bezt við hann.“ ÞAÐ er auðséð að húseigandi er reiður. Lái ég honum það ekki, því að það er svo sem fleira í þessum bæ en hitaveitugjaldið, sem reitir menn til reiði. Þið ætt- uð bara að kynnast skapinu í bílstjórunum! Það er ekki neitt sólskinsskap! Og ég lái þeim það heldur ekki! Hannes á horninu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Óla smaladreng kl. 4.30 í dag. Aðgöngumiðar seldir frá 1.30 í dag. — Leikritið „Ég hef komið hér áður“ verður sýnt kl. 8 í kvöld. Hvítabandið hefir merkjasölu á morgun. Börn, sem vilja selja merki, vitji þeirra í Miðbæjarskólann. Ágóð- inn rennur til styrktar dönskum flóttamönnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.