Alþýðublaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.03.1944, Blaðsíða 6
T>i-r^pugL&r-p Sunnudagur 12. marz 1944 Kirkian á sandinum. Frh. af 4. síðu. j síðar reisa Strandarkirkju, veg- . legt guðshús, helgar hana Maríu j mey og Tómasi af Kantaraborg, j en lætur í hana gera líkneski, 1 helgum Nikulási til vegsemdar, j verndara sæfarenda. Sagá þessi er ekki sögð mjög j ýtarlega og ekki getið þar nafn- j greindra manna, skipverja eða Selvogsbúa, og yfir henni er samræmur, þjóðlegur, en þó samkaþólskur blær helgisagna. Tímar líða. Nýr siður kemst á í landinu, siður Marteins Lút- ers hins þýðverzka. Uppblástur hefst í Selvogi, og sandurinn herjar gróðurlendið. Aðsetur Erlendunga, höfðingja Selvogs- manna, er ekki lengur á Strönd Sú jörð hefir lagzt í eyði, en kirkjan stendur ein eftir á sandinum, opnar dyrnar, og þegar svo er, þá er hverjum og einum óhætt, sem á sjóinn rær úr Selvogi. Einnig er það al- kunna, að mörgum hafa bætzt meinin á sál og líkama, þá er þeir hafa beðið í Strandarkirkju um líkn — eða heitið á kirkj- una eða dýrlinga hennar, því að þrátt fyrir lúterskan sið í landi, blómgast enn í Selvogi trúin á hinn heilaga Nikulás, jómfrú Maríu og Tómas af Kantaraborg, og kirkjan er Sel- vogsbúum sönn ímynd náðar, verndar og návistar guðs, enda hafa þeir allir Vogsósaklerkar virt helgi hennar og hún verið þeim jafnkær og öðrum. Einn af klerkunum hefir borið af um allt, getu sem gæði, og það er séra Eiríkur Magnússon, sá sem frægur er úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. Hann hefir átt meiri mátt og þekkingu en aðr- ir dauðlegir menn, sem Selvogs- búar kunna skil á, og jafnvel Tyrkjann hefir hann hrakið frá landi með kunnáttu sinni og mætti anda síns. Hann hefir og hlaðið vörðu og heitið sóknar- börnum sínum því, að aldrei skuli Tyrkinn ræna eða drepa í Selvogi, meðan hún standi. Þriðjudaginn 6. júní 1749 er nýr prestur settur inn á staðinn í Selvogi. Jrestur þessi, Einar Jónsson, er stíflyndur og harð- lyndur skynsemitrúarmaður og kallar öll gömul jarteikn, þau sem yngri eru en frá dögum Krists, heilaspuna einberan; dýrlningatilbeiðsla er í hans augum hjáguðadýrkun — og trúin á mátt Strandakirkju og hennar fornhelgu dóma er hjá- trú og hégiljur. Honum finnst það og fjarri öllu viti og lagi, að kirkjan sé látin standa á sandinum, langt frú prestssetri og hverju byggðu bóli, enda ex> það svo, að þá er hann stendur í Strandarkirkju í fyrsta sinn og flytur þar ræðu, sér Marta í Vindási, gömul kona, vitur og skyggn, ein af ætt Erlendunga, Maríu mey og Tómas af Kant- araborg ganga í kirkju — sýni- lega brýnna erinda. Enn þeim finnst of kalt að dvelja þar, segja það Mörtu, og þau biðja hana að skila því til nýja prestsins í Vogsósum að hann skuli ganga varlega um sand- inn, því að ella muni honum illa farnast. Prestur tekur ekki mark á orð um þeirrar, gömlu, góðu konu. Hann tekur upp baráttu fyrir flutningi kirkunnar heim að Vogsósum, lítur á sig sem stríðs mann upplýsingar og skynsemi gegn hjátrú og hindurvitnum, en er raunar fyrst og fremst að berjast í krafti síns lærdóms hroka og til svölunar drottnun- argirni sinni og sjálfselsku. Hann fær til fulltingis sér mektarmenn veraldlegrar og andlegrar stéttar í landinu, og nokkrir af hinum lítilsigldari Selvogsbúum heita honum liði sínu — og einnig ein af hinum veigameiri fjölskyldum, en þar koma einkamál til greina og ráða afstöðunni. En á móti sér hefir hann allan þorra Selvogs manna — og meira að segja hans eiginkona er honum and- stæð. Búskapurinn blessast illa á prestssetrinu, hjúin una sér ekki, brátt fyrir vinsældir prestskonunnar, — og alltaf tekst á einhvern veg að sporna gegn fyrirætlunum klerksins, enda verða þeir þess varir, Sel- vogsmenn, að hulin öfl standa með þeim í baráttunni, já, þeirra gamli kunnáttu-klerkur, Eiríkur í Vogsósum, er á ferli í björtu og dimmu þeim til fuli- tingis, og verður séður af ó- skyggnum sem skyggnum, og á prestssetrinum veldur hann ókyrrð, sern jafnvel skynsami trúarspresturinn, séra Einar verður óþægilega var við. Þau tíðindi gerast að amtmaðurinn, Pingel, er settur frá embætti, og þá er lokaátökin eru í vændum, deyr Ólafur Gísla- son biskup, og viðureigninni lýkur með sigri hins dultrúa al- múga....... Þá er ég fékk Strandarkirkju Elínborgar, varð mér um og ó. Mig fýsti alls ekki að grípa hina stóru bók og setjast við lestur. Ég gerði mér það þegar ljóst, að það væri ærið við- sjárvert efni, sem skáldkonan hefði tekið sér þarna til með- ferðar. Og þannig fór, að fyrst nú hefi ég tekið bókina og lesið, — og lesið með vaxandi undr- un og ánægju. Þess er þá fyrst að geta, að skáldkonunni hefir tekizt að gefa sögunni heildar- svip. Sá dulkenndi, hálfvegis barnalegi, en heillandi blær helgisagnarinnar, sem setur al- gerlega mót sitt á fyrsta kafl- ann, hann hvílir yfir bókinni allri, misjafnlega sterkur og áberandi, eftir því sem við á, og þær furður og sýnir, sem frá er sagt, koma okkur fyrir sjónir jafn blátt áfram eins og hinir hversdagslegu atburðir, skera sig að engu leyti úr. Þær eru þarna sjálfsagður liður, samræmur trú og anda fólksins og hinum föstu tengslum þess við kirkju sína, en allt er þetta samtvinnað úr al- þýðlegri dultrú, kaþólsk- um trúaratriðum og samkristi- legum hugmyndum. Geta skáld konunnar til þess að lýsa dul- arfullum atvikum eins og þau væru jafneðlileg og hversdags- leg og orð og gerðir almenn- ings, minnir á hæfileika Selmu Lagerlöf til að stinga kaldgrein okkar sveínþorn og kalla fram úr fylgsnunum aðra og miður viðurkennda möguleika okkar til skynjunar, þá er henni þótti það henta. Þessi geta frú Elín- borgar kom fram sums staðar í Förumönnum, en þarna er hún hæstráðandi og henni að þakka, að skáldkonunni hefir tekizt að gera efninu þau skil, sem raun hefir á orðið. Ef til vill hefir konan ríkari hæfileika en karl- maðurinn til þess að skynja hið dularfulla og lýsa því eins og það sé að engu leyti furðulegt fyrirbæri. Hið miklu nánara samband hennar en karlmanns ins við sjálft lífsundur tilver- unnar gerir hana ef til vill næm ari fyrir áhrifum duldra afla, og vekur máske hjá henni þá tilfinningu, að fyrst það sé raunveruleiki, þá þurfi menn yfirleitt ekki að falla í stafi frammi fyrir neinu af því, sem ekki verði skýrt eða skilið. Sá dómur um þessa sögu, að hún hafi á sér ákveðinn og sam- felldan heildarblæ, felur í sér meira lof um ýmislegt í list- rænum vinnubrögðum skáld- konunnar heldur en í fljótu bragði gæti virzt, og skal- nú vikið að þeim atriðum, sem þarna koma einkum til greina: Aðalsagan er í nægilega nánum tenglum við forsöguna, helgi- sögnina, til þesss að fá þar hæfi- legan hugrænan bakgrunn. At- burðarásin er samfelld og sam- ræm og í henni eðlileg og nauð- synleg stígandi, og ekki sízt um þetta ber sagan mjög af Föru- mönnum. Þá hefir og skáld- konunni tekizt betur en nokk- urri sinni áður að fella stíl sinn að efninu, ekki aðeins hér og þar, heldur yfirleitt. Þær setningar, sem skera sig úr, samræmast ekki heildarblæ sög unnar, eru hvorki margar né á- berandi, málfar skáldkonunnar vandað og viðeigandi, tiltölu- lega fágætt sú vöntun á fylli- lega rökréttum setninga- og þar með hugsanatengslum, sem er mjög algengur ljóður á ráði ýmsra rithöfunda, jafnvel þó að þaulvanir og þjálfaðir séu. Hins vegar er það svo um persónurnar í þessari sögu, að þær eru dregnar nokkuð stór- um og stundum frekar lítið sér kennandi dráttum og einkum og sér í lagi má segjai að skáld- konan hafi lagt mjög litla rækt við karlmennina, sem hún leiðir fram á sjónarsviðið. Ég held, að mér sé óhætt að full- yrða að svipur séra Eiríks í Vogsósum sé þar skýrastur og um leið sú karlkynspersóna í bókinni, sem verður okkur eftir minnilegust —- og kannske er svo alls ekki viðeigandi eða sanni nærri að tala um kyn, þegar um svipverur er að ræða! Þeir tveir af lifandi mönnum, sem mest koma við sögu, eru Þórhallur, sonur hjónanna í Vindási, og presturinn, séra Einar Jónsson, Þórhallur er ekki þannig sýndur, að hann geri nein spjöll á heildarsvip sögunnar, en það er ekkert í fari þessa unga manns, sem verði lesandanum minnisstætt, í rauninni hvergi brugðið upp þannig mynd af honum, að hann standi þá og þar ljóslif- andi fyrir sjónum lesandans. Skáldkonan hefir þurft á hon- um að halda vegna atburðarás- arinnar í sögunni, því ekki er gott að konan sé einsömul, og því er hann þarna kominn. En skáldkonan hefir auðsýnilega alls ekki haft neinn knýjandi áhuga fyrir honum sem einstakl ing eða fulltrúa sérstakrar manngerðar. . . Prestinum kynnumst við sem einum þeirra kaldhyggju- og skynsemitrúar- manna, sem þykjast allt yita og vera öllum raunsærri, en grundvalla þó reyndar alla sína lífs- og heimsskoðun á á- kveðnum, viðurkenndum stað- reyndum, sem þeir hafa fengið frá öðrum, og á kerfisbundinni og viðurkenndri trú. Þeir eru svo raunar ósjálfstæðari og ó- raunhæfari en flestir aðrir menn, þar sem þeir loka skil- vitum sínum fyrir hverju því fyrirbrigði tilverunnar, sem ekki „stendur í pésanum“, eins og stelpan sagði, og bægja þann- ig sjálfum sér frá sjálfstæðri at- hugun hins óþekkta —-, og við- urkenna ekki einu sinni sitt eigið tilfinningalíf, sem aðila í sköpun persónuleika síns og lífsskoðunar. Slíkir menn halda hiklaust braut sinnar kaldrænu sjálfshyggju, verða flestum öðr- um fordómafyllri og drottnun- argjarnari, traðka samvizku laust á tilfinningum annarra og anda köldum gusti á hvern frjóanga andlegs lífs. . . Prest- urinn kemur í rauninni ein- ungis fram sem fulltrúi þessar- ar manntegundar. Inn í hans hugarfylgsni sem einstaklings fáum viðjekki neitt verulega að skyggnast. Svo eru það þá konurnar í sögunni, og þó að þær séu yfir- leitt dregnar stórum dráttum, þá er lögð mun meiri rækt við þær en karlmennina, enda koma þær mest við sögu. Þó að karlmennirnir, bændur og bændasynir, séu konunum sam- mála um hið mikla áhugamál, sem þarna er fjallað um, — og þó að þeir komi fram við loka- uppgjörið, þá eru það konurn- ar, sem öllu valda um gang málanna og úrslit. Þær eru hin raunveruleg andstæða við hlið kaldræna og ófrjóa í sögunni. Mest koma þær við sögu, Þór- Margaret Sullivan. Hin fræga leikkona Margaret Sullivan er nú aftur komin til New York og farin að leika á Broadway eftir sjö ára starf í Hollywood. Myndin er af leikkonunni í New York. elfur í Nesi og Geirrún, barns- | móðir Þórhalls í Vindási, en i eftirminnilegust er samt Marta gamla, amma Þórhalls. Þórelf- ur er höfðingjadóttir. Hún er glæsileg, gáfuð og góð, og hún var trúlofuð myndarmanninum Þórhalli í Vindási. En svo veik- ist hún þannig, að annar fótur hennar visnar, og engar bænir og engin áheit dugðu. En hún bugast ekki. Hún sigrast á allri sjálfshyggju, en beinir þó ekki huga sínum frá þessum heimi og hans gróandi. Hún vill sjá heill og hamingju í kringum sig, skynjar órofa samband hinna græðandi afla sýnilegrar og ósýnilegrar veraldar og verð ur loks lifandi sönnun þeirra tengsla, sem möguleg eru milli mannanna og þeirra máttar- valda, sem eru þeim hulin. . . Geirrún er ímynd andlegrar og líkamlegrar heilbrigði, og við kynnumst henni fyrst, þá er Þórhallur í Vindási virðir hana fyrir sér í öllum hennar blóma, þar sem hún liggur sofandi í rúmi sínu. Og var það undar- legt, þó að hann félli í freistni! Frú Elínborg á þakkir skildar fyrir það, hve hispurslaus og án allra æ-ja! og ó-a! hún leið- ir okkur að þessum beði blóm- ansc og æskuþokkans, og sann- ast að segja hygg ég, að skáld- konan geri aldrei betur við Geirrún —og okkur í hennar félagsskap — heldur en þarna við fyrstu fundi, og kemur þó Geirrún. oft við sögu og vekur ávallt góðan þokka. . . Svo er það þá Marta gamla í Vindási, sú fjölvísa gerðarkona, með djúpar rætur í hinu liðna, vök- ull skoðandi og metandi nútíð- ar og með ríka tilfinningu fyrir mikilvægi hins komanda. Fyrir eyrum hennar dunar piður ald- anna, samfelldur, voldugur, harmisollinn, sæluþrunginn, og taugar hennar og skynjun öll nemur tilvist og áhrif hinna duldu afla og örlagavalda engu síður en hugsvif þeirra, sem í kringum hana eru sýnilegir. Hún er hin kvenlega, djúpa, frjóa og dulúðga lífsvizka, og veraldarvitund, sem hver mað- ur, er henni hefir kynnzt, hefir dáð og undrazt. í sambandi við þessa gömlu konu, eigindi hennar og við- horf, skynjum við ljósast, hvað kirkjan á sandinum er Selvogs- mönnum. Hún er þeim tákn æðri vemdar, og tengiliður þeirra við hin miklu flestum ósýnilegu máttarvöld, sem græða og lífga og hafa dýrleg- ast opinberað gæzku sína, náð sína og mátt sinn í lífi og dauða þess, sem gerðist félagi fátækra fiskimanna og lægði vind og sjó. Og eins og hann fór út í eyðimörkina til þess að flytja boðskap lífs og gróðrar og tók hverjum þeim opnum örmum, sém vildi á hann hlýða, eins skal Strandarkirkja •— með sínar opnar dyr — standa í svartri auðninni og vera það, sem hún hefir verið kynslóðun- um í Selvogi, yrkjendum jarð- ar og ögrendurn sævar: Tákn hins skapandi og græðandi máttar, boðandi hans verndar, líknar og handleiðslu, — og aflvaki trúfesti og lífshyggju. Strandakirkja er þá það, sem kirkjan á að vera mann- anna börnum á svörtum fok- sandi villtra ástríðna, eigin- hyggju og harðúðar, ofbeldis og hörmunga. Guðm. Gíslason Hagaiín. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. hugað, að „vorir ungu listamenn“ eru nú milli 30 og 40 ára gamlir, og gróandi í listinni meðal æsk- unnar er sorglega lítill? Við höf- um efni á að sýna æskunni sex kvikmyndir vikulega og búa til smjörlíki handa henni í fimm verksmiðjum. En hvar á æskan að ferðast um heima listarinnar? f skólum er kennd teikning, en við eigum ekkert afsteypusafn. Þð’ erú gibsafsteypur af öndvegis. myrid- höggvaraverkum heimsins svo ó- dýrar, að erlendis eiga jafnvel barnaskólar álitleg söfn af þeim. Enga þjóð veit ég í heiminum, sem er jafn annt um myndlist og Norðmönnum, enda hafa þeir átt mikla listamenn. Borg eins og Stafangur á svo fögur söfn, að í stórborgum meginlandsins mættu þau góð þykja. í smábæjum hinna skandioav- ísku landa eru víða bæði byggða- og listasöfn. En yngsta ríkið' ,á. ekkert hús fyrir þjóðminja- og málverkasafn sitt. f stuttu máli: Eitt fyrsta verlc hins unga íslenzka lýðveldis verð- ur að reisa veglega byggingu yfir þessi söfn og stofna þar vandað afsteypusafn, til afnota við teikni- kennslu. Tónlistarmenn eignast einnig sína tónlistarhöll, og þjóðleikhús- ið, — sem telja má fegurstu bygg- ingu á íslandi — verður fullgert, Þá mun vel vora.“ Þannig farast Guðmundi frá Miðdal orð um þetta mál. —- Því er oft fleygt þessa daga, að það sé ekki nóg að við lýsum yfir algeru sjálfstæði okkar og stofnum lýðveldi; við verðum um leið að sýna það á einhvern eftirminnilegan hátt í verki, að við ættum það skilið að vera sjálfstætt lýðveldi. Hvernig væri að sýna það meðal annars með því að byggja myndarlegt stórhýsi yfir þjóðminjar okkar og listaverk?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.