Alþýðublaðið - 21.03.1944, Side 3

Alþýðublaðið - 21.03.1944, Side 3
M8}tidagnr 21. marz 1944. *i,eUMZ®IAfii» Anerískif ódrengir. EINS og kunnugt er hafa aU- inargir menn og konur frá i| löndum bandamanna látið i!hafa sig .til iþess að ganga í þjónustu öxulríkjanna með ýmsum hætti. Flest af þessu fólki hefir gert það á þann, v ihátt, að það hefir tekið þátt' í ýmislegri útvarpsstarfsemi Sá, sem kunnastur er fyrir þess háttár starfsemi er Bret- inn William Joyce, sem nefn- ist Haw-Haw lávarður í þýzka útvarpinu. En ýmsir Banda- ríkjamenn og konur 'hafa einriig tekið þátt í slíkri iðju, þótt þeir hafi ekki getið sér jafn mikillar frægðar og téð- 'Ur Haw-Haw. 'í' VTÐLEiSNU amerísku tíma- riti var nýlega grein um þessi má'l, sem ætla má, að íslenzk ir lesendur hafi áhuga fyrir að kynnast nokkru nánar, og það, sem hér fer á eftir, er samkvæmt heimildum þessa tímarits. Það, sem fyrir Þjóð verjum vakir með því að nota ÍBreta og Bandaríkjamenn í útvarpi sínu til áróðurs er að- allega fólgið í eftirfarandi: Að , útbreiða vantrú á sigur banda . manna og vonleysi um hag þeirra. Að reyna að skapa ó- einingu og sundrung milli hinna sameinuðu þjóða, sér í lagi Bretlands og Bandaríkj- anna. Að reyna að útbreiða misskilning milli Bandaríkja þjóðarinnar og stjórnarinn- ár. Að efla einangrunarstefn una innan Bandaríkjanna og loks að gera sem mest úr v riynþáttadeilum, verkföllum • Og öðru slíku í Bandaríkjun- um. DÓMSM ÁLA RÁÐH ERHA BANDARÍKJANNA, Francis Biddle, hefir látið undirbúa landráðamál á hendur 8 Bandaríkj amönnum, þar af tveim konum, sem starfað hafa á þennan hátt í þágu Þýzkalands og Ítalíu. Þetta fólk mun verða leitt fyrir lög og dóm að styrjöldinni lok- inni, að því er segir í hinu ameríska tímariti. Sá, sem kunnastur er þessara hand- benda möndulveldanna er vafalust skáldið Ezra Loomis Pound. Hann hafði aflað sér nokkurra vinsælda bæði í Bretlandi og Bandaríkjun- um, en leit jafnan á Banda- ríkin sem „ómenntað og ó- þroskað“ land. Hann flutt- ist til Ítalíu árið 1924 og gerðist mikill aðdáandi Mussolinis. Árið 1940 hóf hann útVarpsáróður til Banda ríkjanna frá Ítalíu. Sama dag og Mussolini hrökklaðist frá völdum, flutti Ezra Pound útvarpserindi, þar sem hann hóf fasismann til skýjanna. ANNAR MAÐUR, sem Þjóð- verjar hafa notað allmjög til áróðursverka í útvarp sitt, heitir Robert H. Best. Hann er einnig innfæddur Banda- ríkjamaður og vann um tíma fyrir fréttastofuna United Frti. á 7. siðu. Stalin tilkynnir 1 töku borganna Mogilev- Podölsk og Vinnitsa. Rússar stefsia siú Siil sínu fið borgarisinar Balfi og fara hratf yfir. STALíN marskálkur hefir enn tilkynnt í dagskipan tvo mikla sigra Rússa. Hafa þeir tékið borgina Mogilev- Podölsk á austurbakka Dniestr, en sú borg gekk úr greipum Þjóðverja í fyrradag. Þá hafa Rússar einnig tekið borgina Vinnitsa, sem mikið hofir verið barizt um að undanförnu. Hefir oft legið við borð, að Þjóðverjar misstu þá borg úr höndum sér, en það var ekki fyrr en í gær, að það gerðist. Rússar hafa nú brotizt ýfir Dniestr-fljót inn í Bessarabíu í Rúmeníu á breiðu svæði og virðist sókn þeirra óstöðvandi. Stefna þeir meginliði sínú til borgarinnar Balti, eftir að hafa tekið bæinn Soroca, vestan við Dniestr. Þá halda þeir áfram sókninni í Póllandi og sækja að borginni Brody, suður af Dubno, sem nú er á valdi þeirra. Ifalías Enn er barizi um Cassino. ENN hefir bandamönnum ekki tekizt að hrekja Þjóðverja að fullu úr rústum Cassino-borgar og geisa enn harðir bardagar í einum hluta hennar. Mikið hefir verið bar- izt um Continental-gistihúsið í borginni, en þar nutu Þjóðverj- ar stuðnings tveggja skrið- dreka. Járnbrautarstöðin skammt frá borginni er enn á valdi bandamanna, þrátt fyrir heiftarleg áhlaup Þjóðverja. Sumir fregnrita-rar segja, að bardagar séu skæðari nú en nokkru sinni síðan barizt var við E1 Alamein. Við Anzio eru einnig háðir skæðir bardagar og eiga þar kanadiskar hersveitir í höggi við Þjóðverja. Af vígstöðvum 8. hersins er lítið í fréttum og hefir allmörgum áhlaupum Þjóðverja verið hrundið. Flugvélar, sem höfðu bæki- stöðvar á Ítalíu, hafa gert á- rásir á borgirnar Klagenfurt og Graz í Austiirríki. Voru það stórar amerískar flugvélar, sem árásirnar gerðu. Til mikilla loftbardaga kom og misstu Þjóðverjar 30 flugvélar við það tækifæri. Þá var og ráðizt á borgina Monfalcone, sem er mikilvæg kafbátastöð í grennd við Trieste fyrir botni Adría- hafs. LÖGREGLUSTJÓRI quisl- inga, Askivig að nafni var nýlega fluttur í sjúkrahús í Osló vegna taugaáfalls. Hann var yfir kominn af hræðslu og taugaó- stýrk. Frá Oslo berast þær fregnir, að hann muni ekki get að tekið við stöðu sinni aftur. Er hann sagður gersamlega bil- aður omaður og lifi í eilífri ang- ist um, að einhverjir muni hafa sig á brott frá heimili sínu. Hann var þrekinn maður, sem vóg yfir 100 kg., en nú er hann sagður vega aðeins 70 kg. Hin hraða sókn Rússa 'hefir vakið feykilega athygli í lönd- um bandamanna, en Þjóðverj- um heima fyrir er tæpast ljóst, Ihversu alvarlegt ástandið er. Borgin Mogilev-Podolsk er mjög mikilvæg samgöngumið- stöð og féll hún í hendur Rúss- um eftir skæðar árásir 2. ukra- inska 'hersins. Má vænta þess, að hersveitir Rússa eigi erfitt um undankomu úr þessu. Mik- ið hefir verið barizt um borg- ina Vinnitsa og var hún loks tekin eftir heiftarlegar árásir rússnéskra urvalshersveita. Enn sækja Rússar fram í Póllandi, en þeim hefir enn ekki tekizt að brjóta á bak aftur mót- spyrnu Þjóðverja í Tarnopol, og geisa þar enn harðir bar- dagar á götunum. Hafa Þ|o@ver|ar her- tiymsð Ungverjaland? Samkvæmt fregnum frá An- kara, sem enn eru óstaðfestar, hafa Þjóðverjar nú hertekið Ungverjaland. Er sagt, að Horthy ríkisstjóri Ungverja og ráðherrar úr stjórn hans séu staddir í aðalbækistöð Hitlers. Hins vegar þykir það styrkja gruninn um, að fregn þessi sé sönn, að útvarpið í Budapest hefir einkum flutt þýzkar til- kynningar, þar á meðal her- stjórnartilkynningu Þjóðverja í heilu lagi. Þá var og sleppt dagskrárlið, sem fjalla átti um Kossuth, frelsishetju Ungverja. Ribben- trop hefir verið spurður að því, hvort Þjóðverjar mundu ekki auka vigbúnað sinn á næst unni og kvað Ribbentrop svo myndi vera. Eru ummæli þessi talin stinga mjög í stúf við •hínar síðustu hrakfarir Þjóð- verja bæði á austurvígstöðvun- um og í loftbardögum SAMKVÆMT fregnum frá Algier var Pucheu, fyrr- verandi innanríkisráðherra Vi- chy-stjórnarinnar, skotinn í gær. í Lundúnafregnum var sagt, að hann hefði brugðizt mjög karlmannlega við dauða sínum og beðið um að fá sjálf- ur að gefa hermönunum skip- un um að skjóta. Var það veitt. Myndin sýnir austurvígstöðvarnar, sunnan til. Kortið er allgamalt,. en gefur þó nokkra hugmynd um staði þá, sem mest hefir verið barizt um’að undanförnu. Neðarlega til hægri er borgin Nikolaev, sem nú er umkringd af Rússum. Á miðju kortinu er Dniestr-fljót, sem skilur Rússland og Bessarabíu. 'Þá má og sjá bæinn Vinnitsa sem Rússar hafa tekið. Bandamenn ráðast á V.-Þýzkaland Samtímis var ráðizt á stöðvar Þjóðverja í N.-Frakklandi og víðar i hertekny löndunum STÓRAR amerískar flugvélar hafa enn ráðizt á ýmsar stöðvar í vestanverðu Þýzkalandi. í tilkynningu amerísku yfirvald- anna í Bretlandi var sagt, að álitlegur hópur flugvirkja og Liber- ator-flugvéla hefðu verið að verki. Veður var óhagstætt, en þó féllu margar sprengjur á hin fyrirhuguðu skotmörk. í gær fórn svo Thunderboltvélar, sem höfðu sprengjur meðferðis til árása á ýmsa staði í herteknu löndunum handan Ermarsunds. I árásunum á Þýzkaland voru mjög óhagstæð skilyrði til loft árása og lágskýjað mjög. Þó tókst flugmönnum Bandaríkja- manna að hæfa skotmörkin með hinum fullkomnu miðunartækj um. í árásum Thunderbolt-flug vélanna voru fjölmargar brezk- ar flugvélar til verndar, svo og hollenzkar, pólskar og belgískar orrustuflugvélar. Áður höfðu amerískar Mar- auder-flugvélar gert harða hríð að Calais-svæðinu í Norður- Frakklandi. Var einkum ráðizt á járnbrautarskýli og örinur járnbrautarmannvirki. Mót- spyrna af hálfu þýzkra orrustu flugvéla var mjög óveruleg. Þýzkar flugvélar réðust á ýmsa staði í Austur- og Norð- austur-Englandi og ollu nokkru tjóni. 7 árásarflugvélanna voru skotnar niður, þar af 1 yfir flug velli í Hollandi. Frá Noregi. FRÁ Noregi berast þær fregn ir, að s. 1. föstudag hafi Þjóðverjar fangelsað allmarga Norðmenn í Oslo. Var hafizt handa snemma morguns og hald ið áfram langt fram á dag. Voru vegabréf manna og skilríki at- huguð mjög kyrfilega. Er talið, Samningar Finna og Rissa halda mtíl- aniega áfram segir Cordell Hull. AMKVÆMT norska útvarp inu frá London 1 gær hefir Cordell IIull, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst yfir því, að horfur séu á, að samningaum- leitunum Finna og Rússa verði haldið áfram. Rússar munu nú hafa svar Finna til athugunar, en það hefir enn ekki verið gert opinibert. í fregn frá Moskva er mót- mælt þeirri fregn frá Berlin, að Rússar hafi enn gert loftárás á Helsinki og er sagt, að enginn fótur sé fyrir þeirri fregn. að þýzka lögregan hafi verið að leita að Norðmönnum, sem þátt taka í leynistarfseminni. Áður hafði lögreglan þýzka gert húsrannsóknir í bæjunum Sandef jord, Tönsberg og Horten. Allmargir menn voru teknir höndum og símasamband var rofið. Hinir þýzku lögreglumenn voru þarna að leita að vopnum og' útvarpsviðtækjum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.