Alþýðublaðið - 25.03.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.03.1944, Blaðsíða 3
 á vörnum fflggggg Á myndinni sést Mountbatten lávarður (í mi'ðið), ásamt þrem amerískum flugmönnum, ein- bvers staðar á flugvelli i Ind landi. Mountbatten, sem er frændi Bretakonungs, er nú yfirmaður alls herafla banda manna á Suðaustur-Ásíu. Hann er annars flotaforingi og hefir getið sér góðan orðstír í mörgum sjóorrustum. AÐ VAKTI eigi alllitla at- lygli nú fyrir skemmstu, :að hersveitir Japana' | hefðu '■ brótizt yfir landamæri Burma ) inn í Manipurhérað í Ind- landi. Það er þó enn allt of anemmt að ræða um, hversu alvarleg sókn þeirra er, því enn hefur ekki komið til á- taka við meginher Breta, sem þarna er til vamar. j BIJRMA höfðu Japanar kom- izt lengst í vestur í sókn sinni. Þeir stóðu nú við hlið hins dularfuila og auðuga Indlands, sem sumir skáld- legir menn hafa nefnt „perl- . ana í kórónu brezka heims- veldisins.“ Bretum var það Ijóst frá fyrstu tíð, að Jap- anar myndu ekki láta staðar Tiiimið í Burma. Þeir myndu ibafa sínar ákveðnu fyrirætl- i anir um Indland, enda hafa þeir hvað eftir annað sent ýmis konar flugumenn inn í landið, sem áttu að vinna að því, að sannfæra Indverja tun ágæti nýskipunar í Asíu, að sjálfsögðu undir forystu Japana. Hins vegar hefur þeim ekki orðið eins vel á- gengt og þeir höfðu búizt við. Fjölmargar ólíkar þjóðir byggja þetta risavaxna land, með ólíkum tungumálum, trúarbrögðum og hagsmun- um. Það er því erfitt að sann- faera þær um ágæti þess, að ,standa saman að einhverju ákveðnu málefni, og hinir menntaðri Indverjar, að minnsta kosti, munu líta tor- tryggnisaugum til Japana, og telja sízt betra að lúta þeim, en Bretum. ÞEGAR SÓKN ROMMELS í Afríku var í algleymingi og her hans átti skammt eftir ófarið til Suez, töldu sumir, að Þjóðverjar og Japanar myndu mætast einhvers stað- ar i Indlandi. En, eins og kunnugt er, tókst Alexander hershöfðingja Breta að koma her sínum undan frá Burma, og Rommel var hrakinn úr Afríku, svo sú hætta virðist ' ekki fyrir hendi lengur. Síð- an hafa Bretar vígbúizt af kappi, fyrst undir stjórn Wavells hershöfðingja, sem nú er varakonungur Ind- lands, og síðan undir stjórn Auchinlecks, sem um eitt skeið var fyrir Bretum í N.- Afríku. Þá hafa Bandaríkja- menn eflt varnir Indlands, — hæði að mönnum og hergögn- tim, og má vænta þess, að þær séu í góðu lagi. TEL GETUR VERIÐ, að sókn 'Jap ana inn í Indland sé ein- hyprs konar bráðabirgðasókn, sem verða mætti til þess að draga úr sókn bandamanna á Kyrrahafseyjum, að þeir hættu að flytja þangað birgð- dr og hermenn, en beindu þeim til Indlands í staðinn og veittu á þann hátt Japön- um nokkra hvíld á Kyrrahafs eyjum, þar sem þeir hafa beðið hvern ósigurinn á fæt- ur öðrum. En atburðir næstu daga munu væntanlega leiða í Ijós, hvort svo er. fkh. á 6. síðu. Sókn Rússa gengur m o>huiii u Tamopol- og Proskurov-svæðinu Járnbrautin Tarnopol-Lwow rofin. Barizt er í úthverfum Proskurov og Balti í Rúmeníu. Voznesensk við Bug féll í gær. HERSVEITIR Zhukovs sækja enn fram á Tamopol-Proskurov- svæðinu, en Þjóðverjar hörfa undan. Er nú barizt á götum Proskurov, Þá geisa einnig harðir bardagar í grennd við borgina Kamen ets Podolsk, se mer skammt þar frá, er landamæri Rúss- lands, Rúmeníu og Póllands koma saman. Láta Þjóðverjar undan síga í áttina til Dniestr. >T NORSKA ÚTVARP- INU frá London var'j! (sagt frá því í gærkveldi/ (að undanfama tvo daga »hefðu Þjóðverjar unnið að; ;því að setja lið á land á^ ) Álandseyj um. Ey j amar, / j sem eru finnskar, eru ekkii fn^ma um 50 km. irndan { íströndum Svíþjóðar. Það-f i’an má hafa gát á siglingum^ ^á Helsiingjabotni, svo og' til Stokkhólms. Fregn'í 'þessi hefir ekki verið stað) vfest opinherlega. Óbreyfl afstaða í Cassino. ENN er barizt af grimmd á götum Cassino og engin breytirig hefir þar orðið undan- genginn sólarhring. Síðustu 48 klst. hafa Nýsjálendingar vest- an til í borginni sótt lítið eitt fram í skæðum byssustingja- bardögum, en Þjóðverjar verj- ast mjög harðfengilega. Þeir Sunnar á vígstöðvunum er Voznesensk við Bug, norðvest- ur af Nikolaev á valdi Rússa. Sú borg var síðasta vam- arstöð Þjóðverja við Bug á þessum slóðum og lögðu Þjóð- verjar mikið kapp á að tefja Rússa þar til þess að koma her- sveitum sínuim undan. Rússar kreppa enn að setuliði Þjóð- verja í Nikolaev og skjóta af langdrægum fallbyssum á skip, sem reyna að komast út úr höfn inni. Þjóðverjar játa í herstjórn artilkynningu sinni, að þeir eigi í harðri varnarlbaráttu á Tarno- pol og Proskurov og segjast eiga í höggi við ofurefli liðs. Þá berast þær fregnir, að barizt sé í úthverfum Balti. Sagt er, að mikill uggur grípi um sig í Rúmeníu og sé straum ur flóttafólks á vegum úti. Tor- veldar þetta herflutninga til vígstöðvanna. í sumum fregn- um segir, að þýzkt herlið hafi tekið sér stöðu í Karpataf jöllum. hafast enn við í Contineníal- gistihúsinu og verjast þar öllum áhlaupum bandamanna. Flugvélar bandamanna fóru í 800 leiðangra í gær, og var meðal annars varpað sprengj- um á stöðvar Þjóðverja skammt frá Flórens. Eldsumbrotin í Vesúvíus virðast heldur í rénun. Brezkir og amerískir hermenn hafa hjálpað fólki til þes§ að aka búslóð sinni á brott undan hraunflóðinu. Indland: Dregttr úr sókn Japana ILundúnafregnum í gær- kveldi var sagt, að mjög hefði dregið úr sókn Japana inn í Indland. Hins vegar hefir 14. herinn náð einni hækistöð Jap- ana á Arkan-stöðvunum í Burma. Nokkrir skriðdrekar Japana voru eyðilagðir. í Norð- ur-Burma verður Kínverjum nokkuð ágengt. Annars hefir NDANFARIÐ hafa norsklr lögfræðingar átt í deilum við stjórnarvöld Quislings. Lög- fræðingar hafa ekki viljað taka við embættum í ráðurieytum Quislings. Deilumar hófust röe8 því, að dómsmálaráðuneyti® sendi öllum starfandi málflutn- ingsmönnum Noregs bréf, þar sem óskað er upplýsinga um fjölda lögfræðimenntaðra manna, er ynnu á skrifstofum þeirra. Meðal lögfræðinga er á- að með þessti sé Quisling —ý fá skýrslur um unga lög- fræðinga, sem hægt væri a® nota í þjónustu hins opinbera. Lögfræðingar höfðu síðan leyni- leg samtök um að svara ekki fyrirspuminni. Nýlega sendi dómsmálaráðuneytið lögfræð- ingunum nýtt bréf, þar sem þeim er veittur þriggja daga frestur til þess að svara. Er þv£ hótað, að verði bréfinu ekki svarað, muni ráðuneytið taka til yfirvegunar að svipta þá starfs- réttindum. . Sænsk blöð telja, að meiri hluti lögfræðinganna muni láta bréfinu ósvarað og að þeir fáu lögfræðingar, sem svöruðu fyrra bréfinu, muni af frjálsum vilj láta af störfum, ef stéttarbræð- ur þeirra verði sviptir störfum. lítið verið um bardaga í stórum stíl, og er helzt um að ræða viðureignir könnunarflokka. Mörg hundruð amerískra flugvéla réð- usf á V.-Þýzkaland í björtu í gær Enn árásir á Schweinfurt og Frankfurt. STÓRHÓPAR amerískra flugvirkja réðust enn á Þýzka- land í björtu í gær í annað skipti á þrem dögum. Var lágskýjað yfir skotmörkunum, en samt segja flugmennirnir, að sprengjur hafi fallið á þau. Einkum urðu borgimar Schweinfurt og Frankfurt hart úti. Samtímis réðust fjölda- margar Liberatorflugvélar á flugvelli í Frakklandi og ollu mikl utjóni, að því er talið er. í fyrrinótt voru Mosquito- flugvélar á sveimi yfir Þýzkaiandi. 2 þeirra komu ekki aftur. Roosevelt skorar á Ev- rópuþjóðirnar að hjálpa póiitískum ROOSEVELT forseti hefir skorað á allar þjóðir Evrópu að greiða eftir föngum fyrir pólitískum flóttamönnum sem reyna að losa sig við ok nazista og flýja. Han lýsti yfir þvi, að þeir, sem að Gyðingaof- sóknunum hafa staðið, myndu fá makleg málagjöld. Hann beindi einnig máli sínu til Þjóð- verja, og bað almenning um að styðja ekki á neinn hátt naz- ista í óhæfuverkum þeirra. Cordell Hull hefir beimt þeirri áskorun til Ungverja, að þeir veiti ekki nazistum braut- argengi, enda mundu þeir ,með því móti ávinna sér á ný samúð og virðingu manna um heim allan. Amerísku flugmermimir segja, að þeir hafi ekki mætt verulegri mótspymu af hálfu þýzkra orustuflugvéla, en hins vegar var skothríð úr loftvarna- byssum allhörð. Mikill fjöldi Mustang-, Thunderbolt- og Lightning-orrustuflugvéla voru í fylgd með sprengj uflugvélun- um. Meðal annars réðust Liber- ator-flugvélamar á tvo flug- velli, annan hjá Laon, norðvest- ur af Rheims, en skömmu áður höfðu Thunderbolt-flugvélar gert harða hríð að öðrum flug- velli. Alls hafa amerískar flugvél- ar gert 19 dagárásir á Þýzka- land það sem af er þessum mán- uði og er það met. I febrúar voru famar 18 árásarferðir að degi til. Það er nú kunnugt, að í fyrradag voru skotnar niður yfir 60 flugvélar fyrir Þjóðverj- um, flestar við Múnster og Hamm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.