Alþýðublaðið - 25.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.03.1944, Blaðsíða 6
5ö-':1S44í Nýr knéfiðlusmiður í Boston í Ameríku, Enrico Fabrizio, ítalskur að ætt, er farinn að vekja á sér mikla eftirtekt. Hann hefur smíðað knéfiðlu, sem hægt er að hafa þvílíka tóna úr, að jafnvel hinn frægi knéfiðlusnillingur Gregor Piatigorsky hefur lokið lofsorði á þær. Tvö ár í Þýzkalandi. (Frh. af 5. síðu.) í þessum efnum og lagt á það nlla áherzlu að ná til allra þýzkra æskumanna, enda hafa þeir tekið útvarpið, kvikmynd- imar, fjöldafundina og flug- ritin óspart í þjónustu sína í því skyni. Að loknu dagsverki mættu æskumenn Þýzkalands á stjórnmálafundum og nám- skeiðum þar sem þeim var flutt- ur boðskapurinn um hið mikil- væga hlutverk þeirra og alið á hinu brjálæðislega drambi þeirra og þjóðarstolti. — Gnýr sprengjuflugvélanna og lúðra- þyturinn hljómaði sífellt fyrir eyrum þeirra. Þeir voru viti sínu fjær af drembilæti yfir því að vera synir hinnar sigursælu þjóðar, sem borin væri til yfir- ráða og drottnunar undir for- ustu „óskmögursins“, eins og við fangarnir nefndum Hitler í skopi. Sérhverju sinni, er nýr þýzk- ur sigur var tilkynntur, lét piltur þessi hið dólgslegasta. Hann lét öll umyrði okkar um fánýti stríðsins sem vind um eyru þjóta. Áróður nazistanna hafði haft þau áhrif á hann, að hann var sem trylltur. Við höfðum skemmtan af honum, þrátt fyrir annir og erfiðleika þá, sem við áttum við að strioa. En þegar Þjóðverjum fór að veita miður á austurvíðstöðv- unum og þeir guldu hvert af- hroðið öðru meira, tók drambið í stráksa nokkuð að lækka. Loks kom að því, að'hann var kvaddur til herþjónustu. Hann lét lítið yfir sér, er hann kvaddi okkur, og það duldist ekki, að honum bjó uggur í brjósti. Ég er sannfærður um það, að hann muni aldrei eiga afturkvæmt heim. Hann verður efalaust í tölu þeirra þýzkra hermanna, sem liggja eftir í valnum, en áróðursmenn naz- ista hafa talið honum og öðr- um æskumönnum þjóðar sinn- ar trú um það, að dýrlegra hlut skipti gæti eigi en að láta lífið í baráttunni fyrir ættlandið og foringjann. Saga þessa pilts á að méira eða minna leyti við megin- hluta þýzkra æskumánna. Þeir hafa látið glepjast af einkehnis- búningum og tignarmerkjum. Þeim hefir verið talin trú um það, að líf hermannanna væri hið eftirsóknarverðasta ævin- týri. „Þeir hafa ekki kennt æskumönnum okkar hvernig þeir eiga að lifa og starfa“, kvað þýzkur faðir að orði. „Ég óttast, að þeir verði skiphrots- menn í lífinu“. FANGAR, sem eru staðráðn- ir í að flýja, eru næsta hugvitssamir og ráðsnjallir. Dag nokkurn skýrði Þjóðverji mér frá því, sem gerzt hafði í næstu fangabúð, haldinn mikilli gremju. Varðmönnum var fyrir lagt að hafa strangar gætur á öllum, er færu út og inn um hlið girðingarinnar, sem um- lukti fangabúðina. Föngum var leyft að fara út úr fangabúð- inni, ef þeir voru í fylgd með þýzkum liðsforingjum og gátu sýnt vegabréf. Dag nokkurn komu tveir þýzkir liðsforingj- ar til fangabáðarinnar um klukkan 11.40 árdegis. Klukkan 4.40 síðdegis fóru þeir brott og tveir franskir liðsforingjar í fylgd með þeim. Varðmennirnir töldu ástæðulaust að krefjast þess, að Frakkarnir sýndu vega- bréf sín, þar eð þeir voru í fylgd með Þjóðverjunum. En um kvöldið kom í ljós, að fjórir franskir liðsforingjar voru á braut. Algengasta refsingin við flóttatilraunum er sú, að fang- arnir eru sviptir bréfum þeim og bögglum, er þeim berast næstu þrjár vikur. Föngunum er það mikils virði að fá bréf að heiman sem gefur að skilja. Mér hafa engar fréttir borizt að heiman eftir að ég fór frá Póllandi, enda hefði það komið sér illa fyrir mig að fá bréf þaðan, þar eð ég lézt vera Frakki. Hefði mér borizt bréf frá Póllandi, myndi ég hafa orðið uppvís að brellibrögðum mínum. Hins vegar bar nauðsyn til þess, að mér bærust bréf frá Frakklandi, ef ekki átti að falla grunur á mig. En til allrar ham- ingju átti ég góða menn að á Frakklandi. Eg skrifaði þeim og MT IKILL meirihluti af þegn- um þjöðfélagsins eru i menn, sem lítið láta á sér ber;a. ■ Vinna sín skyldustörf með miklum þegnsskap og afreka þýðingarmikil störf í lífinu, með þeim ágætuin, að allir, sen til hekkjii og þá fyrst og freinst þeir. sem ávaxtanna njóta. virða þá og meta að verð leilmir Hjörtur Guðbrandsson, bif- reiðastjóri er einn þessara manna. Hann hefir nú ekið bif- reið nær því 25 ár og mestan þann tíma verið í föstum ferð- um milli Rangárvaíla og Reykja víkur og lengst af á leiðinni OÞykkvabær — Reykjavík með fólk og flutning allan þann tíma ársins, sem bílfært er. í þessum ferðum, sem hann hef- ir stundað af árvekni og dugn- aði, hefir hann aflað sér trausts og vináttu þeirra Rangæing- anna, sem raun ber vitni; því ógjarnan vilja þeir skipta um ökumann svö lengi, sem hans nýtur við. Á unglingsárum byrjaði hann sjósókn á þilskipum og síðar á togurum, og var það hans aðal- lífsstarf fram til áxisins 1919, að hann hóf ökustarfið með eigin bifreið. Á sjónum var harm talinn, einn með hinum beztu starfs- mönnum; fór hvorutveggja samán, þrek og kapp til allra starfa. Á þeim árum þekkti hann þau óblíðu kjör, sem sjó- mannastéttinni voru búin og hið mikla öryggisleysi í einu og öllu, sem laut að aðbúnaði, slysa- og líftryggingum, svo og hinum takmarkalausa vinnu- tíma og þrælkun á fiskveiðim- um, sem gerði margan hraust- an ungan mann að útslitnum mánni um aldur fram. Fyrir mörgum ungum manni fór eins og fyrir Hirti, að þeir yfirgáfu þenna atvinnuveg, sem áttu nokkurs úrkosta um önnur betri lífskjör. Hjörtur var einn meðal þeirra fyrstu, sem skipuðu sér í raðir sjómannasamtakanna, er Sjómannafélag Reykjavíkur var stofnað 1915 (er þá hét Háseta- félag Reykjavíkur). Hann var stofnfélagi og ávallt áhugasam- ur félagsmaður rneðan hann stundaði sjóinn. Tryggð hans og vinsemd til félagsins má bezt marka af því,að hann hefir á- vallt verið áhugasamur félags- maður fram á þenna dag, þótt störfin hafi verið á annan veg en sjómennska. Hann er nú heiðursfélagi; var einn meðál þeirra, er félagið sýndi þann þakklætis- og virðingarvott, á 25 ára afmæli síniu 1940 fyrir órofna félagsþátttöku og starf öll þessi ár. Hjörtur hefir ávallt látið fé- lagsmálin og stjórnmálin fylgj- ast að. Alþýðuflokknum hefir hann fylgt að málum frá fyrstu Hjörtur Guðbrandisson. tíð og mun sennilega gera, svo lengi, sem hann lifir. Ekkert er honum fjær skapi, en að hringla frá einini stefnu til ann- arrar; og niðurrifs og sundr- ungaröflin innan verkalýðshreyf ingarínnar, hefir hann sem aðr- ir sannir verklýðssinnar, for- dæmt með öllu. Hjörtur er karlmenni í sjón og raun, og hinn gjörfulegasti, trýggur og traustur vinum og málefnum. Hjörtur er Rang- vellingur að ætt og uppruna, fæddur að Tjörfastöðum 24. marz 1884. Hann hefir búið hér í bæ öll sín manndómsár, og lifað farsælu hjúshaparlífi með konu sinni, Ólaf* Þorvalds- dóttur. Heimili þeirra er á Ás- vallagötu 63. I mínu nafni og félaga minna, flyt ég Hirti innileg- ustu ámaðaróskir á þessum merku tímamótum í æfi hans, og vonum við, að honum megi auðnast að lifa og starfa að framgangi góðra mála með gömlum og nýjum samherjum, með sömu skapfestunni og ein- kennt hefir hann alla tíð. S. Á. Ö. Reykvískir skíðamenn á landsmotið á Siglufirði. ENN er ekki að fullu ákveð- ið, hve margir reykvískir skíðamenn fara á skíðalands- mótið, sem háð verður á Siglu- firði um páskana og hefst á skírdag. Þó mun K. R. hafa á- kveðið að senda þangað 8 kepp- endur, pilta og stúlkur, og Ár- mann 6. En hverjir það eru, sem sendir verða til þess að keppa við Norðlendingana, er enn ekki vitað til fullnustu. Skíðafólkið mun fara héðan á laugardaginn kemur, 1. apríl. spurðist fyrir um konu mína og börn, sem ég kvaðst ekkert Jhafa af frétt. Ég ritaði dul- nefni mitt undir bréfið, en vin- ir mínir þekktu rithönd mína og skildu, hvað fyrir mér vakti. Þeim var vel um það kunnugt, að ég átti hvorki konu né börn. En þeir sendu mér þegar um hæl bréf „frá konu minni“. Um tveggja ára skeið héldu svo þessi séstæðu bréfaskipti áfram. Bréf mín lýstu slíku ástríki um hyggjusemi, að Þjóðverjana grunaði ekki hið minnsta, að hér væru brögð í tafli FERNS KONAR hættur ægja nú Þjóðverjum — hættan af sókn R,ússa, hættan af sókn flughers bandamanna, hættan af hefnd hinna kúguðu þjóða og loks hættan af Himler og málaliði hans. Meðan óttanum við hin utan að komandi ógna- ' öfl tekst að sigrast á óttanum við ógnaöflin innan lands, eiga Þjóðverjar engrar undankomu auðið. Áður fyrr var talið, að jafnvægi stórveldanna myndi tryggja friðinn í Evrópu. Nú er það þetta jafnvægi óttans, sem heldur uppi viðnámi Þjóð- verja. Þessu til sönnunar ætla ég að segja hér skrítlu, sem gekk manna milli í Þýzkalandi og ég heyrði skömmu áður en ég hvarf þaðan brott og lýsir þessu glögglega. Þýzk kona spurði Göring þess, hvenær styrjöldinni myndi ljúka. — Þegar Englendingar hafa rétt upp báðar hendur, svaraði hann. — Guð minn góður, svaraði þá konan, skelfd í bragði. —- Og það hefir tekið tíu ár að kenna okkur Þjóðverúim að rétta upp aðra höndina! HVÁ® SBGsIA HIH BLÖÐm 'VA. tát 1 ritfa I en núlifandi kynslóðir og þcer, aem :á eftir henni feta, eiga að yél}» landi sínu hið bezta og annað ekki. J»að eitt sæmir sannri menningu." Hér er réttilega tæpt á þvf, sem okkur vantar, ef við eigum nokkum tíma að geta vænzt þess, að draumurinn tmi ísland sem ferðamannaland rætist. Ekkert land hefir orðið ferða- mannaland af völdum náttúr- unnar einnar. Það eru ekki lítil mannvirki, sem Norðmenn og Svisslendingar hafa ráðizt í til að laða ferðamenn frá útlönd- um að löndum sínum. ■■ * .■ y-'M ■■'■, . : " Eftirfarandi klausu gat aö lesa í tilkynningadálki um „flokksstarfið“ í Þjóðviljanum í gær: „Þeir, sem hafa pantað brjóst- líkneski af Stalin eru beðnir að vitja þeirra í skrifstofu félagsins næstu daga.“ Sagt er að þessi tilkynning standi í sambandi við undir- búning kommúnista undir fyr- irhugaða stofnun lýðveldisins 17. júnl Ný sókn Japana. BURMA ER auðugt land af ýmsu því, sem hemaðarþjóð má í hag koma, og Japnair hafa vafalaust ekki legið á liði sínu við að hagnýta sér gæði þess. Það er yfir 600 þúsimd ferkm. að stærð, og í- búar þess munu vera um 16 milljónir að tölu. Aðalútflutn ingsvörur landsins eru hrís- grjón og teakviður. Þar ér mikil olía í jörð, svo og hinn mikilyægi wolframmálmur. Mikil gúmmírækt er og í land- inu. Aðalborg landsins er Rangoon við Bengalflóa, en hún var ein þýðingarmesta hafnarborg þar eystra, enda í þjóðbraut skipa, sem komu um Suezskurðinn á austur- : leið. Hún hefur orðið fyrir miklum loftárásum í styrjöld- inni, fyrst af hálfu Japana ; og síðan Breta, og/^3|m líklegt, að mikil spjöll hafi; orðið á hafnarmannvirkjum þar. HVORT SEM JAPÖNUM tekst að ná verulegum árangri í Indlandi eða ekki, má öruggt télja, að þeir freisti þess að halda Burma þegar þar að kemur, bæði vegna náttúru- gæða landsins og svtbiyegna hins, að um landið liggur Burmabrautin til Kfnq,; !; ep um hana voru flutþiógrynniv hergagna og birgða 4® hiniia- aðþrengdu hersveitá ,:íCMárftg 1 Kai Sheks. . nifl'*a ^ " "' ■' i ýeamsjjþe.: » .. ... _ .... tú?.a aM Leikfelag Reykjavikur sýnir leikritið „Ég hef komið hér áður“, ahnað kvöld, í síðasta sinn. — Aðgöngumiðasala hefst kl. 4 í dag. Kaupum tuskur hæsta verði. Baldursgofu 30. Hafnarfjarðarkirkja. Messa á morgun kl. Z, «éra Garðar Þorsteinsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.