Alþýðublaðið - 25.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.03.1944, Blaðsíða 5
ILaugardagwr 2S. mara 1844. Skiptapi við Alaska. Á mynd þessari sést eitt hinna svonefndu Libertyskipa, John P. Caines, sem liðaðist sund- ur úti fyrir ströndum Alaska hinn 25. nóvember s. 1. Skipið liðaðist í tvennt, er afturhluti þess hélzt á floti. Skipshöfhin hafðist þar við í tvo daga, unz henni var bjargað. Liberty- skipin eru byggð á mjög skömmum tíma, eins og alkunna er, og er þeim það hlutverk ætl- að að fylla upp þau skörð, sem höggvin eru í kaupskipaílota bandamanna. Skíðastökkmót Norðmannanna að Kolviðarhóli — Brennivínstankskip og leiðslur að hverju rúmi. — Verkamannabústaðimir, bamaleikvöllur og umbætur á götum. Tvö ár í Þýzkalandi. Tffj JÓÐVERJAR tóku mig til ** fanga í júnímánuði árið 1940, er ég gegndi fréttaritara- starfa meðal fyrsta pólska stór- fylkisins, sem barðist í Lorraine. Vopnahléð var samið, og við áttum ekki annarra kosta völ en gefast upp. Um þessar mund ir efndi pólskur liðsforingi til mikillar breytingar á sjálfum sér. Hann tók sér franskt nafn, klæddist einkennisbúningi fransks hermanns og tókst að afla sér nauðsynlegra skilríkja sem slíkur. — Þetta tekur að- eins örskamman tíma, sögðu hinir frönsku vinir mínir, er þeir földu mig meðal sín. —1 Eftir nokkrar vikur verðum við afvopnaðir og sendir heim. En af mér er þá sögu að segja, að hálft þriðja ár leið áður en ég endurheimti frelsi mitt. Ég ól aldur minn í vinnu- flokki sem Frakki meðal Frakka. En þar eð ég talaði þýzku og gegndi iðulega túlkstarfa, kynntist ég Þýzkalandi stríðs- ins betur en margir aðrir. Við fangarnir fylgdumst með styrj- öldinni, kynntum okkur hana og skeggræddum um hana af stakri kostgæfni. Við gerðum okkur allt far um að hrjá og hrella Þjóðverjana, sem voru þó nægilega skapæstir fyrir. Spurningar þær, er varðmennirn ir, sem gættu okkar, svo og j þýzku liðþjálfarnir, lögðu fyrir okkur voru jafnaðarlega eitt- hvað á þessa lund: — Hvert er álit ykkar á styrjöldinni? Hvað haldið þið, að styrjöldin muni taka langan tíma?' Svar okkar var ávallt á sömu bókina lært: — Ég hygg, að síðustu sjö árin muni reynast erfiðust. Það duldist ekki, að Þjóðverjum þótti meira en lítið fyrir því að verða slíkrar bölsýni varir meðal þeirra manna, sem ástæða var til þess að ætla að þráðu sem skjótustu endalok ófriðar- iiffi flestum öðripn fremur. En við lögðum alla áherzlu á það að láta þessara skoðana okkar gæta sem mest. Þegar fréttin um flótta Girauds hershöfðingja barst, létum við til dæmis orð falla við varðmenn okkar eitthvað á þessa lund: — Ekki getið þið ímyndað ykkur, að hershöfðingi geti flúið með sama hætti og óbreyttur hermaður. Hann fer ekki huldu höfði í skógum úti né gerist leynifarþegi í járn- brautarlest. Það gefur að skilja, að Giraud hlýtur að hafa notið aðstoðar manna, sem mega sín GREIN ÞESSI er eftir Aleksander Janta, pólskan liðsforingja, sem var tekinn til fanga, þegar Frakk land gafst upp. Hann lézt vera franskur og var fluttur til Þýzkalands, þar sem hann dvaldist í fangabúð í hálft þriðja ár. Greinin var upp- haflega hirt í málgagni stríð- andi Frakka í Lundúnum, en er hér þýdd nokkuð stytt úr tímaritinu World Digest. mikils. Ég hefi meira að segja heyrt því fleygt, að Giraud hafi komizt yfir svissnesku landa- mærin í þýzkum liðsforingja- vagni og tveir þýzkir hershöfð- ingjar verið í fylgd með hon- um. Varðmennirnir lögðu við hlustirnar, er hér var komið. — Hvað ertu að segja? Tveir þýzkir hershöfðingjar? — Þetta liggur í augum uppi. Hvernig haldið þið, að dólgi eins og Giraud hefði tekizt að flýja, ef ekki hefðu einhver slík brögð verið höfð í frammi? Lygasaga þessi hafði hin á- kjósanlegustu áhrif. Hún barst okkur brátt aftur viðunanlega ýkt og vel það. Að þessu sinni voru vagnarnir orðnir þrír að tölu og hlaðnir liðsforingjum, er áttu að hafa flúið ásamt Giraud og leitað skjóls í hlut- lausu landi. Mér er það ríkt í minni, er ég hlustaði einhverju sinni á útvarp í þýzkum bóndabæ. For- inginn var að halda ræðu. Þetta mun hafa verið árið 1941 áður en Þjóðverjar réðust á Rúss- land. Hitler ræddi um friðinn, sem í vændum væri. Hann óð elginn að vanda og spáði því, að þá myndi þýzka þjóðin sýna og sanna gervöllum heiminum hvernig ætti að vinna, því að mörg og merk verkefni myndu þá bíða hennar. Kona bóndans, sem var fátæk og farin að kröftum, gerðist meira en lítið undrandi. — Hvað heyri ég? varð henni að orði. Maðurinn getur ekki verið með réttu ráði. Hann ætlast til þess, að við leggjum enn harðara að okkirr eftir stríðið en nokkru sinni fyrr. Hvað höfum við þá svo sem grætt á stríðinu? EÐAN ég dvaldist í Þýzka- landi, varð ég þess brátt var, að herstjórnartilkynningar Þjóðverja voru mikilvægur þáttur í áróðursstarfsemi þeirra Sömu sögu var að segja um lúðraþytinn, er fylgdi þeim jafnan. Frá því að Frakkar gáf- ust upp og allt þar til á árinu 1942 hlýddu allar stéttir lands- ins á herstjórnartilkynningarn- ar af stakri athygli og vermd- ust þökk og gleði yfir boðskap þeirra. Við, sem fylgdumst með þessu, urðum greinilega varið við hið gerbreytta viðhorf, sem skapazt hafði í þessum efnum árið 1943. Herstjórnartilkynn- ingarnar voru þá hættar að vekja almennan fögðnuð og at- hygli eins og var á dögum hinna miklu sigra. Þegar vant var orðið sögulegra sigra frá víg- stöðvunum, tók herstjórnin að leggja mun meiri áherzlu á fréttir um skipatjón banda- manna en fyrrum var. Tölurn- ar, sem þar voru gefnar upp, vöktu mjög athygli okkar fang- anna og urðu meira að segja til- efni getgáta og veðmála_____Á laugardaginn kemur mun verða tilkynnt, að sextán skipum, samtals 114,000 smálestum, hafi verið sökkt. Þegar herstjórnar- tilkynningin kom svo á tilsett- um degi og greindi frá því, að sextán skipum, samtals 105.000 smálestum, hefði verið sökkt, mikluðumst við yfir því, hversu tilgáta okkar hafði farið nærri sanni. Um þessar mundir gáfu Þjóðverjar að minnsta kósti tvær herstjórnartilkynningar út í hverri viku til þess að freista þess að varna því, að almenningur missti móðinn. En mér er næst að ætla, að þeim reynist það næsta örðugt eins og nú er málum komið. * G G ÁTTI þess kost að kynn- ast því, hvaða áhrif áróð- ur nazista hafði á sextán ára gamlan pilt. Það var skömmu eftir fall Frakklands, þegar allt lék í lyndi fyrir Þjóðverjum. — Hernaðargengi hefir alla- jafna orkað mjög á hugi æsku- manna. — Ég minnist kafla í Mein Kamp, þar sem Hitler lýsir því, hvaða áhrif það hafi haft á hann, er hann las í æsku bók, sem fjallaði um styrjöldina 1870. En að þéssu sinni hefir mun meira verið að því gert að efla og treysta þessi áhrif en nokkru sinni fyrr. Nazistarnir hafa rekið markvissan áróður Frh. á 6. sí&u. SKÍÐASTÖKKSMÓTIÐ, sem Norðmenn boða til að Kol- viðarhóli á morgun mun draga að sér margt ungra manna og kvenna, ef veður verður gott og reykvísk- ir skíðamenn munu fagna því að fá að keppa við frændur sína Norðmennina. í þessari. íþrótt. Norðmenn hafa stundum haft hér margt ágætra skíðamanna. Ég las það eitt sinn í erlendu blaði, að norskir skíðagarpar hefðu verið látnir. kenna. bandarískum. og brezkum hermönnum skíðaíþrótt- ina hér á íslandsfjöllum. NÚ ERU margir þessara Norð- manna farnir héðan og aðrir komnir í staðinn, hvort, sem þeir sem komið hafa, hafa staðið hin- um jafnfætis á skíðum. En hvað sem um það er, má fullyrða, að ef veður hamlar ekki, þá muni verða skemmtilegt að Kolviðar- hóli á morgun. Mótið á að hefj- ast klukkan 12, en þátttakendur verða kallaðir upp klukkan 11%. RAUÐHÓLA RUNKI SKRIFAR þetta bréf: Það er nýjasta „hug- (Jettan“ hans: „Vitsmunaverur hafa hvað eftir annað bent oss á nauðsynlegar umbætur á tilhög- uninni með hyggilega dreifingu vínsölunnar. Eigi er þó vitað, að neinn maður hafi tekið mark á þessu, svo góðgirnislegt og hag- fellt sem það þó er. Nú þykist ég hafa fundið enn betra og hag- felldara rág í þessu efni: Bæjar- og ríkissjóður kaupi stóran skips- skrokk — hann má vera mastra- laus— leggi honum hér á Rauða- vatn við öflugar festar og barma- fylli hann af Svartadauða. Þetta yrði þá Svartadauðabarkskip (,,Tank“) bæjarbúa og birgðastöð landsins. Út frá tanki þessum ætti svo að liggja Svartadauða- leiðsla ein, nægilega víð hér nið- ur í miðbik bæjarins og þaðan mjórri leiðsla inn á hvert einasta heimili í bænum, inn að rúmi hvers einasta manns og vöggu barnsins, svo að eigi þurfi ann- að en rétta fram hönd sína til þess að opna rennslið, hvort held- ur er á nóttu eða degi til þess að fá sér „bragð“ hvenær sem er, m. ö.. o. Svartadauðalögg til að dreipa í á milli dúranna.“ „SVARTADAUÐAMÆLIR ætti að v.era við hvern krana og ætti svo að „lesa af“ þeim í mánuði hverjum og' sjá hver eyðslan yrði, alveg eins og nú er með hitann og vatnið. S var tadauðagj aldið ætti ag mega innheimta með „lög- taki á kostnað gjaldenda", eins og skatta alla og útsvör, safnaðar- gjöld, kirkjugjöld, sjúkrasamlagw- iðgjöld og legkaup.“ „ÞÓTT LÍTIÐ SÉ um krana hér í bænum, heffr kujnningi mina lofað mér því ef mikið liggi vi3 — og hér liggur mikið við — að lána mér stærsta kranann, sera til þess þarf, irteð þremur álmum í allar áttir, sem hann segir að séð hafi (þ. e. krani þessi) fyrir lífi og velferð þúsunda manna á iiðnum öldum. Væri þetta miklu hagfeldara en stafrófskerfið, sem var verið að benda á í haust, því það gæti náð til bamanna, sem vitanlega ættu að ganga imdir fullnaðarpróf í notkun þessarar dýrindisvöru." „VILTU NÚ EKKI, Hannes minn, benda á verðleika minn til þesss að fá „Svartadauðabikar“ fyrir þessa snjöllu „hugdettu" mína og helzt nýtt ísl. met, sem aldrei yrði af mér tekið, meðan nokkur Svartadauðadropi væri til í landinu. Mér finnst, að ég eigi það skilið, en það þarf að benda á það.“ EKKI BÝST ÉG við að þessi ágæta tillaga Rauðhóla-Runka nái fram að ganga. Menn eru svo hörmulega seinir að átta sig á nýjungum! Ég gat þó eklti hent bréfinu í bréfakörfuna, því að það drepur á málefni, sem allmikið hefur verið rætt undanfarið, þó að höfundurinn tali um þáfe í alveg sérstakri tóntegund. SJÖ ÁR eru liðin síðan íbúarn- ir fluttu inn í yngstu verkamana- bústaðina vestur í bæ. Allan þenn an tíma hafa þeir, þegar rigning hefur verið orðið að vaða mold og aur í ökla í og úr húsunum og hafa stafað hin mestu vandræði af þessu fyrir heimilin, sérstak- lega þó þau barnmörgu. Nú er langt komið að fullgera einn feg- ursta og myndarlegasta barnaleik- völl bæjarins þarna og bætir hann mjög úr brýnni þörf. í GÆR var svo byrjað að vinna að því að laga götuspottana við leikvöllinn, sem liggja með fram og heim að húsunum. Ég minnist ekki á þetta hér til þess að skammast út úr því, hversu lengi íbúarnir hafa orðið að búa við sóðaskapinn, heldur til þess að þakka fyrir það, að nú er hafizt handa um umbæturnar. íbúarnir voru með gleðisvip í gluggunum sínum í gær, er. verkamennirnir hófu störf sín í gærmorgun. Hannes á horninu. vantar okkur frá næstu mánaðamótum til að bera blaðið um Grettisgötu og Þingholtin. HÁTT KAUP Sími 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.