Alþýðublaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 5
Fðstadigw 31. 1»44 « Grammófónn og hótelhald — Hótel Borg og hljóðfæra- leikarar — Hvað á þetta að ganga lengi — Bréf um raf- magnstaxtana. UM MAKGKA mánaða skeið hafa gestir, sem sótt hafa Hótel 'Borg, orðið að sætta sig við það, að þar væri engin öpnur músík en grammófónmúsík. Þetta er helzta hótel landsins, og þar vilja allir helzt halda samkvæmi sín, enda húsnæðisástandið þannig, að hvergi annars staðar er hægt að halda stór samkvæmi. Veit ég. að ýmis samkvæmi hafa orðið að farast fyrir af þessari ástæðn. VITANLEGA er þetta ástaind al- veg óþolandi, og þessu verðirr nú að kippa í lag. Ástæðan fyrir þessu er deila, sem reis fyrir löngu milli eiganda hótelsins og Félags íslenzkra hljóðfæraleikara. Legg ég engan dóm á þessa deilu, en þygg þó, að ástæðan fyrir því að samningar hafa ekki tekizt, sé xniklu fremur skapbrestastífni en hitt, að ekki hafi veríð til sam- komulagsgrundvöllur. Verður nú að snúast í því að þetta verði lagað, og sé ég ekki annað en að ríkisstjórnin og bæjarstjórnin verði að grípa inn í málið. ÞÓ AÐ HÓTEL BORG sé ef til vill einkaeign, þá er hér um opin- bera stofnun að ræða, enda byggð að nokkru leyti fyrir atbeiná og með stuðningi hins opinbera. Bendir það til þess að hið opinbera hafi talið nauðsynlegt að slíkt hótel risi upp, og ekki hefur hús- næðisástandið á þessu sviði baitn- að neitt síðan að Hótel Borg var byggt. BM ÞETTA MÁL fékk ég bréf I gær, og þó að það sé ekki í alla staði rétt allt sem í því stendur, til dæmis það, að bærinn sé eig- andi Borgarinnar, þá birti ég bréfið hér á eftir. Bréfritarinn segir: „MIG LANGAR TIL að skrifa þér nokkrar línur um skemmtana- lífið í þessari borg. Ég er ungur maður og hef gaman af að skemmta mér við og við. Svo er nú mál með vexti, að ef maður fer á ball hér, þá er svo þröngt, að maður eiginlega þarf ekki að fara út á dansgólfið með dömu, maðm' getur staðið þar og yppt ðxlum, því að ómögulegt er að gnúa sér við eða komast áfram. Músíkin er svona sæmileg. En að- allega langar mig til að minnast á Hótel Borg. Þetta er stærsta og bezta hótelið í bænum, en með grammófónmúsiík. Af hvetju er það svona? Er hér aðeins um þráa I einum manni að ræoa?l‘ „MÉR FINNST að ríkisstjómin gæti gert eitthvað í þessu, að minnsta kosti er bærinn víst að nokkru eigandi að hótelinu og gæti því látið samninga takast milli eigamda hótelsins og hljóðfæra- JLeikaranna." „ÞAÐ VAR TEKIÐ fram hér í einu blaði bæjarins, að Reykvík- ingar hefðu ekki kvartað neitt yfir þessari músík á Borgirmi. Það ecr nú annað en svo, það hefur nú engu verið bölvað eins mikið og þessu ófremdarástandi.“ „HELDCR ÞÚ nú ekki, Hannes minn, að það mætti ekki bæta úr þessu, svo að maður geti farið á Borgina og fengið sér snúning við og við. Ég hef komið í bæ, sem hafði ekki nema um þrjátíu þús- und íbúa (Reykjavík er nú með víst um 40—50 þúsund) og þar voru um 300 samkomu- og bíó-hús með nýtízku fyrirkomulagi. Hér eru um 4 samkomuhús og þrjú bíó, og þau öll frekar smá.“ UM RAFMAGNSVERÐIÐ fæ ég allmörg bréf. Venjulega eru þau reiðilestur yfir rafmagnsverðinu. Um daginn leit svo út, sem bæjar- stjórnin mundi samþykkja, að lækka taxtann, en öðruvísi fór, þó að undarlegt megi virðast. ,Um rafmagnsverðið er margt hægt að segja, en að þessu sinmi verður eftirfarandi bréf látið nægja. FHILIP SEGIR í bréfi sínu: „Margt hefur verið ritað um raf- magnið og rafmagnsmál okkar Reykvíkinga um þessar mundir. Þó er eitt atriði, sem ég man ekki eftir að hafa séð minnzt á, í sam- bandi við gjaldskrá rafveitunnar. Það er (sparnaðarhækkunin!) sem er með þeim hætti, að hverjum notamda er veitt ákveðinin kw.tala fyrir hvern mánuð, sem greiðist með 9 aurum fyrir hvert kw., upp að hinu ákveðna marki, en það, sem þar er fram yfir, greiðist með 12 aurum fyrir kw.“ „NÚ GETUM VIÐ sett dæmið þannig upp, að fyrir 30 daga nemi notkunin um það bil því magni, sem miðað er við 9 aura verð. Segjum að þetta hafi verið janúar. Svo kemur febrúar, hinn stutti mánuður. Honum er falið að ná yfir 38 daga. Afleiðingin af þessu verður sú, að þó tekizt hafi að s halda notkuninni við 9 aura markið fyrir 30 daga, kemur hér 8 daga notkun, sem skal greiðast með 12 aura verðinu.“ „Á HVERN HÁTT réttlætir raf- veitan þetta?“ Ég álít að þetta hljóti að vera misskilningur minn, að þetta geti haft þau áhrif á heildargjaldið, sem ég hef bent á hér að íraman. Þ. e., að möguleiki sé fyrir hendi, að hafa annað af- lestrartímabilið t. d. 50 daga en hitt 10 daga, með þeim afleiðing- um sem að framan getur. Því ég trúi ekki að þetta atriði hafi hitt á gat á verðlagseftirlitinu í landi voru.“ ÉG VÆNTI ÞESS að þeir, sem þekkja vel krókabrögð rafmagns- taxtanna svari þessu bréfi og leiði okkur í allan sannleika um þetta efni. Ilaames á horninu. Þráft ffíir kayphækkanir, auicna dýrtíð og hækkandi vísitölu, fæst Alþýðublað- ið enn fyrir hið lága verð, 6 krónur á mánuði í Reykjavík og nagrenni. Gerssf áskrifendur. Sími 4906 og 4900. AUGLÝSID í ALÞÝÐUBLAÐINU Stríðið árið 1943. i BRITISH #jliif‘0í(kwEIS l ____ Kortið sýnir, hvernig yfirráðasvæði Hitlers gekk saman árið, sem leið. Þau landflæmi, sem hersveitir hans urðu að hörfa úr eru svartlituð. Rússar tóku aftur mestan hluta þess lands, sem hann hafði lagt undir sig í Rússlandi, Bretar og Bandaríkjamenn Libyu og Tunis í Norð ur-Afríku og Sikiley, Sardiníu, Korsíku og Suður-Ítalíú í Evrópu. Hvítu örvamar sýna sókn bandamanna vestur á bóginn í Rússlandi, norður yfir Miðjarðarhaf til Ítalíu og hina vænt- anlegu innrás þeirra frá Englandi yfir á meginland Evrópu rð vestan. Lygafréttln f Pravda 1 HIÐ OPINBERA málgagn rússnesku stjórnarinnar ber heitið ísvestía (Fréttir). Má með sanni segja, að nafn það sé hjákátlega valið, þegar þess er gætt, að hér er um að ræða blað undir hinni ströngustu rit- skoðun og eftirliti stjórnarvald- anna. Þó er nafngift hins opin- bera málgagns rússneska komm únistaflokksins enn furðulegri, þar að því hefir verið valið heit- ið Pravda (Sannleikurinn). Ein- hver elzta skrítlan, sem til var ;ftir ao kommúnistar höfðu setzt að völdum í Rússlandi, var sú, að það væri enginn sannleikur í Fréttunum og engar fréttir í Sannleikanum. Það mætti bæta því við með góðri samvizku, að Pravda myndi eiga miklar sig- urvonir í samkeppni við mál- gögn einræðisríkjanna um það, hvert þeirra gæti borið flestar lygar fram fyrir lesendur sína. í þessum efnum má komast þann ig að orði, að viðhorfin séu mjög áþekk, þar sem lýðræðið er lak- ast og einræðis skást. Þau blö'o Bretlands og Ameríku, sem þykja óáreiðanlegust, öfgafylist og verst úr garði gerð frá sjónarmiði blaða- memiskunnar, eru mun sann- sögulli en þau blöð einræðis- ríkjanna, sem þyka einna áreið- anlegust og vönduðust að mál- flutningi. Flestar lygar Pravda hafa lítil eða engin áhrif utan Rússlands. i Þær eru lesnar af Rússum ein- um, sem hefir verið kennt að taka hvert orð þess sem heilag- an sannleika að hætti trú- gjarnra og óupplýstra barna. En síðasta lygi Pravda hefir heyrzt um gervallan heim eins og skotin í Lexington. Hún var þannig fram borin, að augljóst | var, að ætlun drottnenda Rúss- I lands var sú, að hún vekti at- hygli um víða veröld. Auk þess, sem lygi þessi var birt í hinu áhrifaríka málgagni, kommún- istaflokksins var hún send um heim allan á öldum ljósvakans af Tassfréttastofunni, sem er hin opinbera fréttastofa rússnesku ríkisstjórnarinnar. Henni virðist hafa verið það GREIN ÞESSI er eftir ameríska blaðamanninn William H. Chamberlin og fjallar um lygafrétt þá, er Pravda, málgagn rússneska kommúnistaflokksins, flutti tólfta janúar, þar sem sagt var að Bretar væru að leita hófanna um sérfrið við Þjóð- verja og hefðu setið á ráð- stefmi með Ribentrop í því skyni. Hrekm- Chamberlin þessa staðleysu og lýsir því, hverjar muni vera helztu or- sakir hennar og tilgangur. — Greinin er þýdd úr „The New Leader“. hlutverk ætlað að vekja upp við vondan draum fólk það, er sofið hafði á þeim bing andvara- leysisins að telja sér trú um iþað, að um hefði verið að ræoa einingu andans á bandi frið- arins á ráðstefnunni í Teheran og ekkert þyrfti annað en trúa og treysta Jósef Stálin og byggja upp nýjan og betri heim í sam vinnu við hann. Kairo, tólfta janúar. — Samkvæmt upplýsingum á- áreiðanlegra grískra og júgó slafneskra heimilda hafa tveir brezkir áhrifamenn set ið leynifund með von Ribb- entrop í hafnarborg á Pýren- easkaga. Tilgangur fundarins var sá að leita hófanna um skilmála að sérfriði milli Breta og Þjóðverja. Því er j haldið fram, að fundurinn ; hafi ekki reynzt árangurs- laus. * ETTA eru aðeins þrjár máls- greinar. En sérhver máls- greinin er hnitmiðuð. Séð frá sjónarmiði bandamanna er það meira en lítið furðulegt, að i frétt þessi, sem er í senn ótrú- leg og klaufsk, skuli hafa ver- ið birt í blaði og útvarpi rúss- nesku stjórnarinnar að því er virtist í þeim tilgangi einum að auka á mikilvægi hennar án þess að nokkuð sé til þess gert að slá varnagla við henni. Sér- hver virðingarverður og sam- vizkusamur amerískur ritstjóri myndi hafa fleygt slíku plaggi í bréfakörfuna og sent frétta- ritara þeim, sem hefði verið svo heimskur og hvatvís að láta hana frá sér fara, harðort sím- skeyti, þar sem hann hefði með viðeigandi hætti ávítað slík vinnubrögð. Hvernig í ósköp- unum ættu nafnlausir Grikkir og Júgóslafar í Kairo að geta verið áreiðanlegir heimildar- menn að upplýsingum um leyni fund, sem átt hefði sér stað einhvers staðar á Spáni? Auk þessa myndi fréttaskeyti þetta aldrei hafa komizt gegn- um hina ströngu ritskoðun Breta í Kairo. Ég tel mikla á- sæðu til þess að ætla, að skeyti þetta hafi aldrei verið sent frá Kairo heldur samið í Moskva og sent frá heimildarmönnum, er máttu sín svo mikils, að birt- ing þess var engan veginn dreg inn á langinn. Þetta veldur því, að birting fréttarinnar verður enn athygl isverðari en ella væri. Enginn maður, sem kunnur er málum öllum, trúir því, að hér hafi ver ið um að ræða yfirsjón af hálfu ritstjóra Pravda, er hafi til kom ið vegna heimsku og hvatvísi fréttaritara hans í Kairo. Dauðarefsing er lögð við smá- vægilegum yfirsjónum í Rúss- landi. Nei, þessi síðasta Iýgi Pravda var móðgun samin og birt af ásettu ráði. Þess er ekki aðeins skylt að geta, að Bretar hafi borið á móti þessari flugufrétt Pravda. Hér er margs fleira að minnast og að gæta. Samkomulags umleitanir Breta um sérfrið við Þjóðverja væru brot á yfir- lýstri stefnu Breta, meðan á styrjöldinni stendur, og ger- ræði gagnvart brezku þjóðinni, sem heyir styrjöldina af aðdá- Frli. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.