Alþýðublaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 6
í SMÁSAGNASAFNINU Meðal manna og dýra eftir Steindór Sigurðsson, sem út kom á síðasta ári, er sagan, sem úthlutunarnefnd Rithöfundafélagsins verðlaunaði nýskeð með kr. 1200.00. — Saga þessi sem er lengsta sagan í bókinni, heitir Laun dyggðarinnar og fjallar um áhrif hernámsins í íslenzku þjóðlífi. Dómbærir menn telja hana í röð beztu smásagna, er skrifaðar hafa verið á íslenzku nú á síðari árum. Enginn bókelskur íslendingur lætur þesssa bók vanta í skápinn sinn. Eignizt FÆST HJÁ BÓKSÖLUM Lyðafréítio i Pravda 12. janúar. i (Frh. af 5. síðu.) unarverðri hugprýði og hug- dirfð. Hefði brezku stjórninni verið umhugsað um að gefa Hitl er lausan tauminn í Austur-Ev- rópu, hefði hún aldrei þurft að fara í stríðið. Með sömu rök- um hefði hún getað samið frið við Þjóðverja, þegar Rudolf Hess flaug til Englands í maí- mánuði árið 1940, þegar horf- urnar fyrir Breta voru sem í- skyggilegastar. Það hefði orðið til þess að Bretar hefðu engin afhroð goldið að ráði í styrjöld inni og heimsveldi þeirra í engu verið hætt. Það er fjar- stæða að gera sér í hugarlund, að Bretar hyggist nú hætta stríðsþátttöku sinni, þegar her- sveitir nazista fara hvarvetna hrakfari og skammt virðist að bíða fullkomins sigurs. i Sérhvert einræðisríki bygg ist eigi hvað sízt á skipu- lagðri lýgi hvað varðar inn- anríkismál og utanríkis- stefnu. — Hver er til- gangurinn með því, að Rúss- ar hafa samið þessa staðlausu frétt og hirt hana opinber- lega einmitt nú? Enginn, sem þekkir eitthvað til hins hviklynda en slægvitra Jósefs Stalins, mun efast um, að eitthvað búi hér undir og að frétt þessi sé fyrirboði frekari tíðinda áður en langt um líður. * AÐ ER AUGLJÓST, að ætlun Rússa er sú að leggja undir sig meginhluta Póllands og fá leppstjórn völd- in í þeim héruðum landsins, sem teljast skulu sjálfstæð að nafninu til. Stuðningur Breta og Bandaríkjamanna við hina lögleguí stjórn Póllands hefir verið fálmkenndur og óraun- hæfur og minnir átakanlega á „stuðning“ þann, er Bretar og Frakkar veittu Tékkum á ráð- stefnunni í Munchen forðum daga. En jafnvel þessi fálmkenndi og óraunhæfi stuðningur og við leitnin til þess að koma sættum á milli ríkisstjórna Rússa og Pólverja, hefir gert Stalin gramt í geði. Það er jafnan sið ur einræðisherranna að fara með háreysti og margs konar hamagangi, er þeir hyggjast brjóta lönd og þjóðir undir yf- irráð sín og drottnun. Einn þátt urinn í háreysti þeirri, sem Rússar hafa vakið í sambandi við mál það, er hér ræðir um, eru ummæli þau, sem Pravda hefir eftir aðdáanda Stalins og ef til vill vinar, Wendell Willkie, svo og þessi síðasta stórlygi kommúnistablaðsins. En það er margs að gæta í sambandi við þetta mál. Móðg- unin var þannig borin fram, að henni var beint gégn Stóra- Bretlandi en ekki Bandaríkjun- um. Tilgangurinn er augljós- lega sá að vekja andúð gegn bretum meðal rússnesku þjóð- arinnar. Ef til vill er þetta fyr- irboði þess, að Rússar hyggist troða illsakir við Breta í Ev- rópu eða Asíu eða ef til vill í þeim álfum báðum að ráðnum úrslitum hildarleiks þess, sem nú er háður. Auk þessa tel ég mig geta ráðið það af upplýsingum heim ildarmanna, sem ég hygg ekki síður áreiðanlega en einhverja dularfulla Grikki og Júgóslafa í Kairo, að Stalin hafi gert sér allt far um það á ráðstefnunni í Teheran að smjaðra fyrir Roosevelt en sneypa Churchill. Ef til vill er einn tilgangur þessarar lygafréttar sá að herða þessa sókn og reka hana með áhrifaríkari bardagaaðferðum. Einnig ber að láta þess get- ið, að það hefir löngum verið siður einræðisherranna að á- saka aðra ranglega um það, sem þeir hafa sjálfir haft í hyggju. Stalin lét taka hina gömlu leiðtoga og áhrifamenn kommúnistaflokks- ins af lífi svo og foringja rauða hersins,- er hann vann að því að komast að samkomulagi við Hitler og gerði því næst hinn illræmda samning sinn við ein- valda Þýzkalands í ágústmán- uði árið 1939. Var birting lyga- fréttarinnar um leynifund Ribbentrop og „tveggja breskra áhrifamanna“ vísbending um það, að tveir rússneskir áhrifa- menn myndu reiðubúnir til þess að ræða við von Ribben- trop, ef hann æskti þéss að sitja leynifund með þeim einhvers staðar í Póllandi eða Eystra- saltslöndunum? Tíminn mun leiða í ljós, hvort sú hafi verið raunin eða ekki.. En þess er vert að minnast, að af stjórn- málamanni eins og Jósef Stalin má búast við öllu. Aldrei þessu vant hefir Pravda að þessu sinni borið sannleikanum vitni. Síðasta lygafrétt þess ætti að færa þeim mönnum í Bandarikj- unum og víðar, sem hingað til hafa látið glepjast af skefjalausum áróðri, heim sanninn um það, að Lenin hafi haft satt að mælt, er hann Iýsti Stalin sem við- sjálum og varhugaverðiun manni. Skaphöfn einvalda Rússlands verður vart betur lýst í stuttu máli, ef dæma skal eftir verkum hans heima og erlendis. brauðgerðarinnar og Iðnö Frh. af 4. síðu. í þessa skýrslu er tekinn hluti úr álitsgjörð Ragnars Ólafsson- ar, lögfræðings og ritstjóra sveitablaðs kommúnista, um mál ið og við hana síðan bætt nokkr um lögfræðilegum skýringum frá Fulltrúaráðsstjórn, sem Ragnar hefir jafnvel ekki viljað taka upp í skýrslu sína. Til að gefa álitsgjörð Ragnars og full- yrðingum Fulltrúaráðsstjórnar viðeigandi svip, sýnir Fulltrúa- ráðstjórnin af sér þá óvenjulegu háttvísi í skýrslu sinni að játa það, að hvorki hún né Ragnar hafi haft aðgang að bókum né skjölum Fulltrúaráðsins er skýrslan var samin. Með öðrum orðum, skýrslu Fulltrúaráðsins og álitsgjörð Ragnars fylgir sú hæverska játnng að hún sé ekki byggð á skjölum málsins og skil ríkjum heldur samin eftir komm únistiskum innblæstri. Ætti slík yfirlýsing ein út af fyrir sig að vera fullnægjandi til að koll- varpa með öllu þessu einstæða plaggi, en þó þykir mér rétt að víkja með nokkrum orðum að- einstökum atriðum skýrslunnar. í skýrslu sinni kemst stjórn Fulltrúaráösins að þeirri ■ niður- stöðu, að eignasalan sé ólögmæt og byggir það á eftirfarandi at- riðum: /1. Tilgangur sölunnar var að svifta verkalýðsfélögin umráð- um yfir eignunum til hagsbóta fyrir einstaka menn innan Full- trúaráðsins og Alþýðuflokkinn. 2. Samþykkis verkalýðsfélag- anna til sölunnar var ekki leitað. 3. Eignirnar’ voru seldar langt undir sannvirði. Skulu þessi atriði nokkuð at- huguð: Um 1. atriði. Frá því hefir áður verið skýrt hér í blaðinu hverjar ástæður lágu til þess, að að því ráði var horfið að færa ■ rekstur Alþýðubrauðgerðarinn- ar og Iðnó undir hlutafélaga formið. Frá því að farið var að ganga eftir því, að öll atvinnu- fyrirtæki, sem hér voru rekin, væru annað hvort eign einstakl inga, sem bæru á þeim fulla á- byrgð, eða skrásettra firma, höfðu forráðamenn Alþýðu- brauðgerðarinar og Iðnó átt í stöðugum erfiðleikum út af skráningu þessara fyrirtækja. Var þess stöðugt krafizt af skráningarstjóra, að fyrirtæki þessi yrðu skráð á firmaskrána. Voru gerðar marvar tilraunir til að skrá fyrirtækin, sem allar reyndust árangurslausar vegna þess, að hér var hvorki um að ræða hlutefélag, samvinnufélag né fyrirtæki sem nokkur «»instak ur maður hæri persónuleea á- hvrfrð á. Þess var því krafizt af , skráningarstióra að úr þessu : vrði bætt og fyrirtækjunum kom ið á einhvern þann grundvöll að hægt væri að skrá þau. Lpngi var brióskast við bessari kröfu, en eftir að nv herferð var gerð á hendur stjórnenda fyrirtækj- anna á árinu 1940 var öllum lióst. að vonlaust var að halda starfseminnni áfram neraa koma henni í form, sem fullnægði fimaskránni. Voru bá a+tmgað^ ar vmsar leiðir. Tlr h orni komm únísta hevrðist há hað hlióð. að rétt væri að selt^ þessi f-''TÍrtæki hæsthió^anda. Inn á bað vildu Alihvðnflokksmenn ekki. ganga. Töldu þeir. vonlegt var, að ekki væri sfður börf nú »n áð- ur að reka bessi fvrirtæki, bó ekkí væri n°ma ti.l b°s>5 að balda niðri brauðverðinu í bænnm og bentu á. að iafnvel eftir að verð- lagsnefnd fór a^ ákveða brauð- verðið befði Alþýðv.brauðgerð- in selt brauð moð lægra verði en verðlagsnefnd befði ákveðið og bar með fær! niður brauð- verðið Þá var rætt um sam- vinnufélagsformið, en á því var talinn sá galli meðal annars, að með bví færðist fvrirtækið inn á breiðari grundvöll en markað- ur hefði verið í upphafi og öll starfsemi þess síðan bundin við. Var því horfið að því ráði, að nota hlutafélagsformið en haga hlutafjáreign þannig, að hluta- hréfin og þar með öll umráð fyrirtækisins væru í höndum þeirra félaga, sem stóðu að Full- trúaráðinu. Að því er Iðnó varðaði var málið fljótleyst. Alþýðuhús Reykjavíkur h.f. hafði verið stofnað af Fulltrúaráðinu sjálfu með verkalýðsfélögunum sem aðalhluthöfum og alls ráðandi í félaginu. Þetta hlutafélag hafði byggt Alþýðuhúsið við Hverf- isgötu og rekið í nokkur ár með þeim hætti, sem Fulltrúaráðið óskaði. Þótti ekkert eðlilegra en einmitt þ-stta félag Fulltrúaráðs ins og verkalýðsfélaganna tæki við Iðnó á sama hátt og það hafði tekið við Hverfisgötuhús- inu. Iðnó var þvi selt þessu fé- lagi. Um Alþýðuibrauðgerðina þótti rétt að stofna sérstakt félag og skyldi skifta megninu af hluta bréfum þess í milli einstakra félaga .innan Fulltrúaráðsins miðað við meðlimafjölda og ald- ur innan ráðsins. Var þetta félag síðan stofnað og meginhlutinn af hlutabréfum þess afhentur Fulltrúaráðinu til úthlutunar handa félögunum innan ráðs- ins. Eignar- og urnráðarétturinn yfir Alþýðubrauðgerðinni er því eftir stofnun hlutafélagsiinls í höndum Fulltrúaráðsins og fé- laganna innan þess. í hlutafé- lagið var við stofnun þess ekki hl^ypt neinum ieinlstaklingum umfram það, sem nauðsynlegt var til að fá formið skráð og hlutafjármagn þessara einstakl inga er svo lítið, að þeir geta þar engu ráðið gegn vilja þeirra félaga sem mynduðu Fulltrúa- ráðið og stoinað höfðu Alþýðu- brauðgerðina. Auk þess er svo frá hlutafjáreign einstakling- anna í félaginu gengið að þeir geta aldrei fengið arð af hluta- fjárframlagi sínu. Af því sem hér hefir verið sagt má ljóst vera að tilefni þess, að hlutafélagsformið var upptekið fyrir Alþýðubrauð- gerðina og Iðnó var það, að koma þessum fyrirtækjum í það form að hægt væri að starf rækja þau framvegis á sama grundvelli og áður og að þann- : ig var frá þessu formi gengið, að þeir aðilar sem að Fulltrúa- ráðinu stóðu og stofnað höfðu brauðgerðina héldu umráðarétt inum yfir fyrtækjunum. Við þetta bættist og það, að fram til haustsins 1940 hafði Full- trúaráðið verið sameiginleg stofnun Alþýðuhússins og verkalýðsfélaganná í Reykja- vík. Haustið 1940 var Fulltrúa- ráðinu skipt í tvær stofnanir: Fulltrúaráð Aiþýðufl. í Rvík og Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, með algjör- lega aðskilinni stjórn og rekstri. Af þessari breytingu leiddi, að nauðsynlegt var að koma nýrri skipan á málefni þeirra fyrir- tækja, sem hið gamla Fulltrúa- ráð hafði farið með. Hvorugt hinna nýju Fulltrúaráða átti rétt til þess að fara eitt með málefni fyrirtækjanna og var því engin leið til önnur, en búa til sameiginlega stofnun þar sem allir aðilar gamla Fulltrúa ráðsins héldu áfram sínum fyrra rétti til að stjórna fyrir- tæ.kjunum. Þessi nýja stofnun var sameiginlegt hlutafélag að- ila gamla Fulltrúaráðsins. Má fullyrða að ekki hefði verið hægt að leysa það mál á eðli- legri hátt, enda var þessi lausn samþykkt nær einróma á tveim fundum í FulltrúaráSinu. Um 2. atriði: Þá segir í skýrslu Fulltrúaráðsins og sam- þykkis verkalýðsfélaganna hafi ekki verið leitað til sölunnar og sé hún því ekki bindandi fyrir þau. Hér gleyma höfund- ar skýrslunnar því, að verka- lýðsfélögin áttu ekkert hvorki í brauðgerðinni né Iðnó og Föstudagur 31. mar* 1944. höfðu engin umráð yfir rekstri þessara fyrirtækja. Um Alþýðubrauðgerðina má geta þess, í þessu sambandi, að hún var stofnuð á árinu 1917 af Alþýðuflokknum í Reykja- vík, fyrir forgöngu Jóns Bald- vinssonar. Stofnendur fyrirtæk isins voru margir einstaklingar í Alþýðuflokknum, sem lögðu fram stofnfé og kusu tvo menn í stjórn fyrirtækisins, en sá þriðji var tilnefndur af Full- trúaráði. Árið 1919 er ákveð- ið með samþykki stofnfjáreig- enda að brauðgerðin endur- greiði þeim stofnféð og Fulltrúa ráðið hljóti alla stjórnendur Alþýðubrauðgerðin því verið sjálieignarfyrirtæki undir stjóm Fulltrúaráðsins, án þess að verkalýðsfélögin ættu nokkuð í fyrirtækinu eða réðu nokkru um málefni þess. Frá byrjun hefir verið ákvæði í reglum Fulltrúaráðsins sem heimiluðu því að selja og afsala brauð- gerðinni hverjum, sem var í- hlutunar- og afskiftalaust af öðrum. Sama máli gegnir um Iðnó. Húsið var keypt af Fulltrúa- ráðinu með ábyrgð einstakra. Alþýðuflokksmanna, án þess verkalýðsfélögin hefðu nokkuð með þau kaup að gera, enda hafa félögin ekkert lagt til hússins og ekkert haft með rekstur þess' að’ gera. - Um 3. atriðið. Þá segir í skýrsl unni að salan fái ekki staðizt vegna þess að eigurnar séu seld ar undir sannvirði, en einnig þetta er alrangt. Um Alþýðubrauðgerðina seg- ir í skýrslunni, að hún hafa ver- ið seld fyrir 312,195,95 kr. ent að verkalýðsfélögin hafi aðeins fengið rúmar 20 þús. krónur upp í þetta andvirði og það í hlutabréfum. Sannleikurinn f þessu er sá, að löggiltur endur- skoðandi gerði upp reikninga brauðgerðarinnar áður en hún var seld og samkvæmt því upp- gjöri fór salan fram. Félög þau, sem að Fulltrúariáðinu stóðu. fengu ekki aðeins 20 þúsund krónur í hlutabréfum í sam- bandi við söluna, heldur greiðslu sem svaraði til 82 þúsund króna peningagreiðslu og auk þess hart nær % hluta hlutabréf- anna í hinu nýja hlutafélagi. Við söluna á brauðgerðinni ger ist því það eitt, að til Fulltrúa- ráðsins og þeirra sem að því- stóðu gengur greiðsla upp í 82,000,00 kr., án þess að þessir aðilar hafi nokkurn tíma lagt. brauðgerðinni nokkuð, en að- ilar Fulltrúaráðsins halda eftir sem áður óskertum umróðaréttL sínum yfir brauðgerðinni Um söluna í Iðnó gegnir al- veg sama máli. Reikningar fyr- irtækisins eru gerðir upp og á grundvelli þeim, er húsfélagi því, sem Fulltrúaráðið hafði stofnað, og það og verka- lýðsfélögin áttu, afhent Iðnó. Hafi einhver hagnast á sölu þessara eigna þá eru það félög- in innan Fulltrúaráðsins, sem fengu hlutabréfin í hinum nýju félögum auk fjárgreiðslna, án þess að hafa lagt nokkuð fram. Hér að framan hefi ég sýnt fram á það, hvernig öll skrif og allt umtal kommúnistanna er af þeirra hálfu ekkert annað en einn vefur ósanninda og blekkingaí framborinn í þeim tilgangi að reyna að leiða at- hygli almennings frá svikum j og blekkingum þeirfa sjálfra og til þess að skapa tortryggni í garð Alþýðuflokksins og ein- sta'kra Alþýðuflokksmanna. Ekkert er þeim herrum í komm únistaherbúðunum jafn illa við og þurfa að leggjá sinn málstað undir dómstólana. Þeir muna niðurstöðurnar í máli Héðins Valdimarssonar. Þess vegna sátu kommúnistarnir auðum höndum í tæp tvö ár með meiri hluta í Fulltrúaráðinu og þess vegna létu þeir stinga undir stól tillögu Jóns Axels Péturs- sonar og þess vegna þarf nú sameigínlegt átak verkalýðsfé- laganna til að skipa þeim að sanna mál sitt fyrir dómstól- unum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.