Alþýðublaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 7
FöstudagTir 31. man 1944- œrinn í Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstoíunni, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. Næturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. ÚTVARPIÐ: 12.10i—p 3.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19.25 Illjómplötur: Harmónikulög. 20.00 Fréttir. 20.25 Útvarpssagan: ,,Bör Börs- son“ eftir Johan Falkberget, XIII (Helgi Hjörvar). 21.00 ! ítrokkvartett útvarpsins: Strokkvartett nr. 29 í F-dúr eftir Haydn. 21.15 Fræðsluerindi Stórstúkunn- ar: Ofdrykkja og meðferð ofdrykkjumanna (Alfreð Gíslason læknir). 21.35 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfús- son). •21.55 í'réttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Píanókonsert eftir Ravel. b) Symfónia nr. 2 í e-moll eftir Rachmaninoff. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrerinis hef- ir beðið blaðið að geta þess að að- alfundur sparisjóðsins sé í kvöld (föstudag 31. marz) kl. 8.30 e. h. í Félagsheimili verzlunarmanna Dansleik heldur Kvennadeild Slysa- vamafélags íslands í Hafnarfirði að Hótel Björninn annað kvöld kl. 10 e. h. Aðeins gömlu dansamir verða dansaðir. Gjafir. Til Barnaspítalasj óðs Hringsins. kr. 200.00 — tvö hundruð — frá velviljaðri utanfélagskonu. Frá frkn. Steinunni Thorstein- son og Sigríði Zoéga, kr. 1000.00 — eitt þúsund krónur. >— Kærar þakkir til gefenda, frá trtjóm Kvenfélagsins Hringruinn. i setB- ræðir við ^isðaiaeart. AiHýðnbús RejkJa- víknr h.í. Frh. af 2. síðú. urkosin í einu hljóði, en hana skipa: Oddur Ólafsson formað- ur, Jón Axel Pétursson og Ingi- mar Jónsson. Varamaður í stjórn var kosinn Ágúst Jós- efsson. Endurskoðendur voru- endurkosnir Hallbjörn Háll- dórsson ogl Jón Leós og vara- endurskoðandi Pétur Halldórs- son. Hagur félagsins, en það rek- ur Alþýðuhús Reykjavíkur h.f., Ingólfs Café og Iðnó er sæmi- iegur og kom berlega í ljós á fundinum ánægja félagsmanna yfir rekstrinum. Verður síðar nánar getið ýmissa atriða úr skýrslu formannsins. hvað segja hin blöðin Frh. af 4. síðu urinn af starfi hinna tíu þingmanna flokksins er ennþá, sem komið er öllu minni. Kommúnistamir í flokknum ráða enn öllu, sem þeir vilja. Hinir lýðræðissinnuðu rót- tæku menn, sem flokknum hafa fylgt, munu reka sig á það, að þeg- ar þeirra er ekki lengur þörf, verð ur þeim skákað til hliðar, ýtt út í myrkrið, þótt vonandi verði með öðrum hætti, en lærifeður íslenzku kommúnistanna viðhöfðu, er þeir losuðu sig við pólitíska jábræður þeirra.“ Já. Það er engan vegimn víst, að þeir yrðu allir of haldnir af Ijósi kommúnismanns, sem í grandaleysi gáfu honum at- kvæði sín við síðustu kosning- an. Frh. af 2. siftu. og komið fyrir að bifreiðastjór ar hafa kært hermenn og kær- ur þeirra verið ástæðulausar. Vitanlega eru sakir hermanna þp oft réttar. Verst er þegar bifreiðastj órar selja hermönnum áfengi og útvega þeim kven- fólk, svo verður allt drukkið og allt lendir í kærum og vand- ræðum. Dæmi eru lil um þetta. Það eru líka til dæmi um það, að bifreiðastjórar heimta meira af hermönnum en þeim ber. Eins og til dæmis bifreiðastjór inn, sem krafði hermanninn um 150 kr. fyrir að aka hon- um upp að Helgafelli. Eins selja bifreiðastjórar hermönnum vín við okurverði. Verðið er fá 175 og upp í 400 krónur flaskan. Við höfum birgðir af flöskum, seni við höfurn tekið af her- mönnum okkar. Þær, sem ekki hafa verið teknar upp, fara til sjúkrahúsa okkar, en innihaldi hinna er helt niður undir sér- stöku eftirliti. Það hefur líka komið fyrir að hermennimir hafa verið beinlinis sviknir í vírikaupum. Eitt sinn seldi ís- lendinigur hermanni flösku, sem vatn reyndist vera á. Her- maðurinn seldi flöskuna aftur íslendingi og íslendingurinn kom svo til okkar og kærði. í annað skipti keypti hermaður flösku af ediki á 225 krónur.“ Stundum reyna hermenn, sem hafa tekið bifreiðar á leigu að svíkja bifreiðastjórana um greiðslur. Til þess að koma í veg fyrir þetta hefur bifreiða- stöðvunum verið tilkynnt, að þær eigi að taka númer og niafn af hermönnum, sem fá bifreiðar. Þetta á að geta kom ið í veg fyrir það að svik séu höfð í frammi. En þrátt fyrir þetta virðast sumir bifreiða- stjórar ekki gæta þessarar reglu.“ „Ég vil taka það skýrt fram, að þó að ég sé að tala um þetta, þá er hér að sjálfsögðu um undantekningar að ræðá. Við skráum nöfn allra her- manna og íslendinga, er lenda á einhvern hátt í kasti við lög og regiur og get ég skýrt frá því, hvað íslendinga snertir, að hér er mjög um sama fólk að ræða. Það eru aða’llega 8 stúlkur, sem við höfum sifellt milli handanna og 15 karl- menn. Þetta er ekki stór hóp- ur, þegar alls er gætt.“ „Hermenn missa oft fé sitt, og fer það á ýmsan hátt, stundum týna þeir því eða eyða því.' Núna nýlega fór her- maður að skemmta sér með stúlku. Hann fór með 2700 kr. og kom blankur aftur. Við vit- um hvar hann eyddi fénu og að mestu hver fékk það, en hann kærir ekki, vill það ekki. Það er líka hans einkamál.“ „Ég hef aðeins átt þetta samtal við ykkur blaðamenn- ina til þess að gefa ykkur hug mynd um starf okkar. Þið haf- ið birt fregnir af árekstrum. Oft hafa þessar fregnir verið réttar, en stundum ekki. Tvær hliðar eru á hverju máli. Ég fullyrði það að óvíða, þar sem her dvelur, ber jafn lítið á á- rekstrum og hér hefur orðið raunin á. Það er heiður fyrir þjóðina sem byggir þetta land og fyrir hermennina, sem verða að dvelja hér um stund- arsakir." Þannig mæltist majór Glaze. Það var fyrir fram vitað að til er fólk, sem reynir með öll- um brögðum að hagnast á ó- leyfilegan hátt á setuliðsmönn- um. Það er sjálfsagt að skýra frá |)ví eins og þegar skýrt er frá afbrotum hermannanna. FlmiiTifugur yerkainaSur. BræSrabargarslíg 49 17 IMMTUGUR er í dag Jónas * Fr. Guðmundsson Bræðra- borgarstig 49. Jónas er dugnaðarmaður, ó- sérhlífinn og léttur í lund. Þetta vitum við bezt, sem með honum höfum starfað og stritað undanfarin 20 ár. Alþýðumað- ur heitur er hann, það þekkjum við ibezt sjálfir, • sem þurftum. á kröftum hans að halda í hinni hörðu baráttu okkar á þeini árunum, sem okkur var mest nisboðið og sem allir eldri menn gleyma ekki svo fljótt. Þá stóð Jónas Guðmundsson oft fremst ur, stór og sterkur með fánann okkar. Ég man eitt sinn er hann sagði við mig: „Það er hlegið að verkalýðrium í dag, það verð ur ekki gert þegar við höfum sigrað“. Við óskum Jónasi Guðmunds- syni til heilla og við hugsum hlýtt til hans í dag. Við þökk- um honum fyrir samstarfið á liðnum árum og vonum að fá að njóta krafta hans sem lengst. Jónas er giftur ágætis konu, Ólafíu Þ. Kristjánsdóttur, sem alltaf hefir verið boðin og búin til að starfa fyrir Alþýðuflokk- inn. Þökk sé henni. Nú sendum við þér kæra kveðju, vinur minn. Kunnugur. Unpr maður fersf af 0k af ofsakraSa á sfeinvegg. GÆRMORGUN varð banaslys hér í Reykja- vík. Ungur maður, Ólafur Haraldsson, sonur Harald^ stýrim. á Eiríksgötu 11 ók af ofsahraða á vegg á bifhjóli með þeim afleiðingum að hann lézt nokkru síðar t sjúkrahúsi. Þessi atburður var með eftir- farandi hætti, að því er sjónar- vottar hafa skýrt frá: Slysið vildi til mjög skyndi- lega, svo að erfitt var að átta sig á atburðinum, eða hverjar orsaíkir hans voru. Ólafur kom á bifhjólinu austan Eiríks- götu og renndi af mjög mikl- um hraða á steinvegg á Njarð- argötunni, við hús það er verzl- unin „Víðir“ er í. Kastaðist hann á húsvegginn og rotaðist. Kristján Sveinsson lkænir var staddur á Njarðargötunni er slys ið bar að og varð hann áhorf- andi að því. Er talið að höfuð- kúpan hafi brotnað. Læknirinn gerði lögreglunni aðvart og kom hún strax á vettvang. Var Ól- afur fluttur meðvitundarlaus í Landspítalann og þár lést 'hann kl. 12, eða tveimur tímum eft- ir að slysið varð. Haraldur heitinn var fæddur 12. nóvember 1922 og var hann iðnnemi. eftir Olaf Jóhann Sigurðsson Ólafur Jóh. Sigurðsson er ungur rithöfundur, sem menn hafa gert sér miklar vonir um, frá því hann birti fyrstu bók sína, aðeins 17 ára gamall. Eftir hann eru áður komnar út, auk barnabóka, tvær skáldsögur og eitt smá- sagnasafn. FJALLID OG DRAUMURINN hlýtur að vekja athygli vegna þess, hve bókin er óvenjulega vel skrifuð af jafn ungu skáldi. Sagan lýsir æskuárum íslenzkrar sveitastúlku, fram til þess hún giftist og fer að búa sjálf. Er sennilegt, að höf- undur hugsi sér framhald af verkinu, og ætli sér með því að rita sögu íslenzku sveitakonunnar. Fjallið og draumurinn er safarík bók, ljóðræn í stíl, fögur að máli. Þessum unga rithÖfundi ættu íslendingar að fylgjast vel með. Fjallið og draumurinn vekur á skáldinu nýtt traust. Bókin er í stóru broti, 432 þéttletraðar blaðsíð- ur, vönduð að prentun og öllum frágangi. Verð 50 kr. heft, 62 kr. innbundin. Kápumynd eftir Þorvald Skúlason. Fjallið og draumurinn fæst í öllum bóka- verzlunum, en Bókabúð Máls og menningar hefir bókina í umboðsssölu. TILKYK Frá og með 1. apríl n. k. þar til öðruvísi verður ákveðið, verður leigugjald fyrir vörubíla í innanbæjarakstri sem hér segir: Dagvinna kr. 14.23 með vélsturtum kr. 18.57 Eftirvinna kr. 17.54 með vélsturtum kr. 21.88 Nætur- og helgid.vinna kr. 20.86 með vélsturtum kr. 25.20 VörubílasföSin Þréttur. AÖGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU UNGLINGA vantar okkur frá næstu mánaðamótum til að bera blaðði um Framnesveg, Sólvelli og Þingholtin. HÁTT KAUP Alþýðublaðið. — Sími 4900. Baröstrendingafélag stofnað hér í hænum. ÞANN 15. þ. m. var stofnað Barðstrendingafélag hér í bænum, til þess að vinna að kynningu og samheldni meðal Barðstrendinga fjær og nær. í stjórn voru kosnir; Helgi Hermann Eiríksson formaður, Guðm. Jóhannesson varaform. Jón úr Vör ritari, séra Böðvar Bjarnason vararitari, Eyjólfur Jóhannsson gjaldkeri, Jón Há- konarson og Finnhogi Rútur Þorvaldsson meðstjórnendur. Félagið mun vinna að því að ná góðri samvinnu við önnur héraðafélög svo sem Vestfirð- ingafélagið, Breiðfirðingafélag- ið o, fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.