Alþýðublaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.03.1944, Blaðsíða 8
Fðstadagtur 31. nxazz 1944, SrMRNARBlðSS Allf fór það vel (It All Caœe True) Bráðskemmtiieg amerísk mynd. Ann Sheridan Jeffry Lynn Humphrey Bogart Felix Bressart Sýnd ki 5. 7 og 9 I BRA UÐMATURINN — JÓN er madur nefndur. Hann var matgírugur og matmaður með afbrigðum. Einu sinni buðu honum nokkrir gárungar til kvöldverðar og var smurt brauð á borðum, ásamt öli og öðrum smekkbæti. Nú var setið lengi að krásun- um og lauk svo viðureign Jóns við brauðið, að sextíu brauð- sneiðar og tíu bjórar sukku í hyldýpi maga hans. Þegar rætt var um að slíta samkvæminU'Og ganga til hvílu, segir Jón allangurvær: „Andskoti er hann yndir- stöðulítill, allur þessi brauð- maður, ætli það væri ekki mun- ur, ef maður ætti nú eins og hálft hangikjötslæri til þess að sletta í sig undir svefninn.“ * * * KOSS — HEIMSFRÆGUR vísindamað ur var einu sinni að lýsa því, hvað skeði, þegar tvær persón- ur kysstust. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að það eina, sem gerðist væri, að þær neru saman efri meltingaropunum. * * * TIL LESENDANNA SENDIÐ skrítlur, skopsögur, lausavísur og spakmæli til birt- ingar hér í dálkinum. „Heyrt og séð“ þiggur allt slíkt efni með þákklæti. * * * EINS og dagurinn, sem vel er varið færir sætan svefn, þannig færir vel notuð ævi sæl- an dauða. Leonardo da Vinci. meinlaust gaman, þó að hann sneri við þessari auglýsingu. Hann haranar þetta mjög, er ekiki svo Mikael? — Jú, mjög einlæglega, sagði Mikael að baki mér. Majórinn hlustaði á þetta kurteislega og brosandi, en mér varð orðfall. En ég gerði þó nýtt áhlaup. — Hans Streit, ungi liðsfor- inginn — hann var ekki neitt við þetta riðinn. Þvert á móti. Hann ámælti syni mínum fyrir það og varaði hann við að leika það aftur. Gerði hann það ekki, Mikael? —- Vissulega, hann gerði það, sagði Mikael, og mér þótti vænt um, að hann skyldi styrkja mig í ósannindunum. — Ég veit ekki, hvað þér, herra majór, sögðuð við Hans Streit. En ég veit, að það kom honum alveg úr jafnvægi, hélt ég áfram máli mínu. — Þér hljótið að skilja, að mér og syni mínum þætti ákaflega leitt, ef saklausum áhorfenda eins og Hans yrði refsað fyrir yfirsjón, sem við gerðum. Mistök, vil ég leyfa mér að segja, sem virðast vera svo smávægileg svo sak- laus og svo afsakanleg, sérstak- lega, þegar þau eru framin af útlendingum eins og okkur------- Þá er nú svona komið, hugs- aði ég og hlustaði með óvild á mínar eigin afsakanir. Majór- inn rokkaði til höfðinu, undr- andi og óánægður. Hann tók iblóm úr vasa á borðinu og tók að velta því milli fingra sinna, hugsandi og íbygginn. Þetta var dalalilja, ræktuð í gróðurhúsi, fíngerð og veikbyggð og laut höfði. Majórinn reitti af henni blöðin. — Þetta er afleitur misskiln- ingur, sagði hann, — Mjög leið ur misskilningur. Þau afskipti sem ég og yfirmenn Streits kunna að hafa af máli hans, snertir vissulega ekki yður eða son yðar hið minnsta. Þér eruð gestur í þessu landi og hafið am erískt vegabréf. Yður er full- komlega heimilt að haga yður á þá lund, sem yðar eigin smekk ur og háttvísi ákveður. Við er- um gestrisin þjóð, eins og allur heimurinn veit. Ef syni yðar finnst það skemmtilegt og fynd ið að henda gaman að þeim regl um, sem settar eru í því landi, þar sem hann er gestur og veit- ir honum kost á fullkomnustu fræðslu, sem völ er á, þá verða engar hömlur á það lagðar og honum ekki einu sinni gefin á- minning. Við viðurkennum, að ykkur Ameríkumönnum er öðru vísi farið----- —• Herra majór — — ég reyndi að grípa fram í fyrir honum, en hann stöðvaði mig með handhreyfingu, líkt eins og þegar hljómsveitarstjóri þaggar niður í hljómsveitinni. — Aðeins augnablik, sagði hann. — Ykkur Ameríkumönn- um er mikið í mun að dansa negradansa eftir negrahljómlist. Þið látið ykkur einu gilda, 'þó að þið fetið ykkur aftur á bak niður til negranna. Sleppum þvi. Hnignun siðmenningarinnar ger ir ávallt boð á undan sér með samskonar hávaða. Ég minni yð ur á fall Rómaveldis. Á ólifnað inn, sem var undanfari frösku byltingarinnar. En Ameríka er sjálfráð gerða sinna í þessu efni. Þið getið haft ykkar jass. Við erum ánægð með að vera land Beethovens, Bachs, Wagners. Við búum að óþrotlegri auðlegð þjóðkvæða og þjóðdansa. Við óskum ekki eftir, að þeirri upp- sprettu sé spillt. — Herra majór, sagði ég. — Er raunverulega nauðsynlegt að leggja þunga á alla lífsskoðun nazismans vegna svona Iítil- fjörlegar yfirsjónir? Þetta var afmælisgildi. Unglingarnir voru kátir og hamingjusamir — þetta eru aðeins börn, sjáið þér það ekki? Ef til vill hafa þau drukk- ið heldur mikið af kampavín- inu — meira en hollt var fyrir háttvísi þeirra — en ég fullyrði: Hans Streit aðhafðist ekki neitt, er geti bakað honum refsingu. — Það er yfirmanna hans að kveða á um það, sagði majór- inn og ég kenndi skipunarhreim Prússanna, þar sem ávallt var ætlazt til sama svarsins: ,Til þjónustu reiðubúinn.“ —■ Á þess ari stundu tölum við ekki um Streit. Við spjöllum vinsamlega um hugmyndafræði ykkar Am- eríkumanna, sem andstæðu okk ar eigin lífsskoðana. Þið eruð Ameríkumenn--------sagði hann og sneri allt í einu höfðinu og leit framhjá mér og á Mikael, sem stöðugt hélt um stólinn minn. — Eðfe eruð þið það ekki? Er ekki nafn yðar Tillmann? Jú Ég hélt það. Það er gott og gilt þýzkt nafn, ef mér skjátlast ekki. Þér talið líka mál okkar undra vel. Ég minnist þess að hafa heyrt orðróm um, að þér séuð fæddar í Þýzkalandi, enda þótt þér kallið yður ameríska. Þér yfirgáfuð þetta land á skuggalegustu stundum þess, þér og synir yðar. Og nú komið þér aftur með fulla vasa fjár til að kaupa fyrir ofurlítið af sannri menningu og til þess að henda gaman að okkur og gróð- ursetja hugmyndir stjórnleysis- ins 1 ihugum æskumanna okkar. En yður mun ekki heppnast það. Þetta vissi ég alltaf, að þeir myndu hafa grafið upp öll okk ar leyndarmál, hugsaði ég. Ég þori að veðja, að þeir vita, hvað er í ferðatöskunni minni, hvað ég les, og ef ég tek inn hægða- lyf. . . . — Yður mun ekki heppnast það, sagði hann og sleit síðasta blaðið af dalaliíjunni og kast- aði henni því næst á gólfið. — G3S NTJA BIO 9 „Gög og Gokke" og galdrakarlinn (,,A Hunting we will Go“ Fjörug mynd og spennandi Stan Laorel, Oliver Hardy og töframaðurum Dante Sýnd kl. 5, 7 og 9. Af því að það eru tveir heimar, sem aldrei verða sættir. Heimur ykkar Ameríkumanna og pening anna, öfganna, linkunnar og um burðarlyndisins. Og við, vígð í baráttunni fyrir tilveru okkar, hert af aga, ung, sterk þjóð-- — Hárrétt, herra majór, sagði ég. Ég fann sprenginguna nálg- ast og vonaði til guðs, að ég þrifi ekki kampavínsflöskuna og hellti úr henni yfir höfuð hans. Löngunin var svo sterk, að mér var nálega um megn að standa SS 6AMLA Blð E3 Þait hilfusf í Bombay (They Met in Bombay) Clark Gable Rosoíind Russell Sýnd kl. 7 Qg 9 Börn fá ekki aðgang. Sirokafangamir (Seven Miles from Alcatroz) Sýnd kl. 5. Börn fá ekki aðgang. , .CTBatswgggigagssgiii awwwBRwaBgaBaaBBSM gegn henni. — Hárrétt, sagðl ég. — Hans Streit er gott dæml um hinn nýja, þýzka æskulýð. Hann er stæltur og vanur aga. Hann dansaði engin bönnuð spor. Og hann kvaðst mundi lú- berja son minn, ef hann dans- aði nokkru sinni framar foxtrot við systur hans. — Hann stóð hjá og hló, þegar herra Tillmann svívirti Ríkið með því að henda gam- an að einni af þeim reglum. sem við höfum sett okkur.. MEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Átti hann'að vekja félaga sína? Honum varð litið á Bob, er lá við fætur honum, og hon- um virtist hundurinn hafa róazt aftur. Hann varð því að gera sér allt far um að sigrast á óróa sjálfs sín. Hann bætir skíðum á eldinn og gengur fram og aftur stundarkorn. — Ó, Kaliano, Kaliano — örlög okkar eru tmdir þér komin. En — hvað var þetta? Fyrst Bob var hinn rólegasti, gat engin hætta verið á ferðum. Hugur Páls var í uppnámi, það er eftirvæntingin, sem hefir altekið hann og gert hann sálsjúkan. Loks bjarmar fyrir degi í austri. Með sólaruppkomunni víkur óróinn úr hug Páls að vanda. Nú ætlar hann að vekja félaga sína. En honum vinnst ekki tími til þess að láta af því verða. Allt í einu þýtur Bob á fætur, hvessir augum á vissan stað í skógarj aðrinum og rekur upp hátt gelt. Þegar Páll aðgætir þetta nánar sér hann þar hóp af blökkumönnum. Áður en Páll hefir almennilega áttað sig á því, hvað um var að vera, stóð hann fyrir utan kofadyrnar ásamt félögum sínum. Þeir voru vopnaðir öllum þeim vopnum, sem þeir höfðu yfir að ráða, og ráðstafanir í því að selja líf sitt sem dýrast. Hvað skyldu blökkumennirnir vilja, ef þeir væru ekki í vígamóð? iP Peatutcs WE’RE OVER REFERENCE ^ FOINT 9/ ONE MORE T’IMG/ WE WANT TWO-POUND GTEAKS WIT’ 0N10NS / NO FIELP -^2- RATIONS / I IT’5 THEM, ALL RIGHT/ THAT’S SAAAMV... X MEAN, SGT. GOLDBERG.SIR/ LISTEN/ DUROCHER TO SPITBALL. FOUR- OH-FOUR- FOUR/ r COMEIN, SPrrBALL/ ® SAMAAY/ WE’RE ON THE HOME-STRETCH / BETTER START BUZZIN’ THE BASE.1 FLUGSTJÓRINN: „Sammy! Nú erum við á leiðirmi heim. Það er bezt að þú farir að reyna að ná sambandi við bækistöð- ma. SAMMY: „Halló! Halló — Spit- ball, Halló — Spitball, svar- aðn! — Ágætt! Hér er Sammy, ' ■ ■ •. •■■M'? vli ég á við Goldberg sergent. Hlustið! Við erum staddir á 9. leið. Bíðið! Við biðjum um kíIó af steik. Það má alls ekki draga af skamtinum okkar.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.