Alþýðublaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 2
‘í'SíM’ 'U':i wtííai
Smmudagur 2. aprfl
•i —^
Frumsýningin á Pétri Gaut.
Pétur Gautur (Lárus Pálsson) og Sólveig (Edda Bjarnadóttir)/.
Frumsýning Leikfélags Reykjavíkur og Tónlistarfélagsins á hin-
■um heimsfræga leikriti Ibsens, Pétri Gaut, í fyrrakvöld vakti
óskipta gleði og aðdáun leikhúsgesta. Voru leikstjórinn, frú Gerd
Graeg, og leikendurnir hvað eftir annað hylltir ákaft. — Norski
sendiherrann ávarpaði frú Gerd Grieg, færði henni kveðju norsku
ríkisstj órnarinnar og blóm frá henni. — Grein um leiksýning
una kemur hér í blaðinu á þriðjudaginn kemur.
Babbift, bókin um smáborgarann,
eftir, Sinclair Lewis er komin.
Þetta er féBagsbék gVBennisigar og fræésiu-
sambands alþýSu.
EINHVER frægasta skáldsaga heimsins, Babbitt, eftir No-
belsverðlaunaskáldið ameríska, Sinclair Lewis er kom-
ið út í íslenzkri þýðingu Sigurðar Einarssonar dósents.
Þetta er félagsbók Menningar- og fræðslusambands alþýðu
(M.F.A.) og verður hún afgreidd til félagsmanna strax og skrif-
stofa sambandsins verður opnuð aftur, en nú fer fram viðgerð
á henni vegna brunans í Alþýðuhúsinu á dögunum.
Babbitt er stórfengleg og glæsi
leg skáldsaga sem oft er vitn-
að til í ræðu og riti. Fjallar
hún um fasteignasala í Ame-
ríku um 1920 og er stórskemmti
leg frá upphafi til enda.
í formála fyrir bókinni segir
meðal annars:
„Án þess að draga fjöður yfir
einn einasta af brestum Babb-
itts, heimskupör hans, ósann-
indi, hégómaskap, harðdrægni,
blekkingar, hefir skáldinu tek-
izt að gera hann svo mannlega
úr garði, gera hann svo sannan
og umkomulausan í nekt sins
innra manns, að hann hefir svar-
ið sig í ætt vor allra, og um leið
falið hann í vernd allrar r
legrar samúðar. En um leið er
einnig felldur gífurlega hi-r- ■■ -
áfellisdómur yfir viðskiptaheimi
Ameríku, þeirri veröld, sem
skóp Babbitt.
Það er torvelt fyrir útlend-
ing, og mann, sem stendur fyr-
ir utan hrunadans amerískrar
kaupsýslu að meta það, hvort
sá áfellisdómur er réttmætur.
En Babbitt er svo sannur
ekki er unnt annað en trúa hon
um og þar með lífi hans pms
og því er lýst, og lífi borgarinn-
ar, þar sem örlög hans eru ráð-
in. Lesandinn kynnist Babbitt á
öllum sviðum lífsins, rekst á
hann allstaðar þar, sem manni
ber að leysa skyldur af hendi,
í viðskiptum, atvinnurekstri
heimilislífi, hjúskap, trúmálum,
bæjarmálum, þjóðmálum, kynn
ist ástalífi hans, ástríðum og
tilfinmingum, leyndustu þrám
hans og óskum. — Lewis
gleymir engu og allstaðar er
Babbitt sjálfum sér samkvæm-
ur. Það er mjög ósennilegt að
íslenzkir lesendur komist ekki
á lag með að lesa Babbitt, njóta
bókarinnar og hrífast af henni.
Sem listaverk er hún furðulega
hrein og tær og sem skilriki
um mannlegt sálarlíf er hún
næsta girnileg til fróðleiks, og
þó er hún framar öllu lífið sjálft
í sínum hrjúfa, kátbroslega,
harmsögulega veruleik. Hún
kynnir oss fasteignasalann
Babbitt, en einnig annan, sem
býr nær oss, því að í bókarlok
erum vér ekki einungis orðin
þaulkunnug Babbitt og félög-
um hans, heldur þekkjum vér
og sjálfa oss og vini vora betur
en áður. Svo líkir eru mennirn-
ir báðum megin Atlantshafsins."
Ingveldur Sigurðardótíir,
Heggsstöðum í Kolbeinsstaða-
hreppi, verður 85 ára á morgun.
nú hér í Reykjavík.
■ ..■»— --
Hætt um innlenda skipasmíSi og hvernig
megi auka hana sem mest.
L ANDSSAMBAND iðiiaðarmanna gekkst fyrir því að
fulltrúar frá næstum öllum skipasmíðastöðum á land-
inu sitja á ráðstefnu hér í Reykjavík þessa dagana til að
gera tillögur um hvernig hægt muni að byggja sem bezt
öll fiskiskip þjóðarinnar hér á landi. Fyrsti fundur var hald-
inh síðari hluta dags í gær í baðstofu iðnaðarmanna.
Bygging
2,2 millj. kr.
Oert ú% fyrir sjúkrarúmum fyrir
50—60 konur.
í ræðum skipasmiðanna kom
margt merkilegt í ljós, og meðal
annars þetta:
1. Fyrir stríðið voru íslenzkir
bátar oft ódýrari en erlendir. Til
marks um það sagði Runólfur
Jóhannsson frá Vestmannaeyjum
frá því að 1926, þegar allir Eyja-
bátar voru keyptir erlendis frá,
fann Arni Helgason á Eyrar-
bakka upp á því að kaupa sér
allt efni í 14 tonna bát í Frede-
rikssund í Danmörku. Runólfur
smíðaði bátinn á Eyrarbakka og
þótt aukakostnaður yrði á efni og
aðstæður erfiðar, kostaði hann
ekki nema 29 þúsund kr. fullbú-
inn. Sams konar bátur frá Frede-
rikssund kostaði þá hingað kom-
inn 34 þús. kr. En auk þess hafa
dönsku bátarnir reynzt mun
veikari en þeir íslenzku, og
þekkja það bezt þeir, sem við þá
hafa gert.
2. Öryggi íslenzku bátanna er
betra. Við athugun virðist það
hafa komið í ljós, að hér á Suð-
urlandi hafa engir íslenzkir bát-
ar farizt mörg undanfarandi ár,
þar sem aftur að 5 eða 6 erlendir
bátar hafa týnzt og það vegna
þess, að því er bezt er vitað, allir
af sömu orsök: að stýrishús
þeirra hefir brotnað.
3. Dýrtíðin hér veidur
göngu verðmuninum á íslenzk-
um og sænskum bátum. Eftir
upplýsingum, sem utanríkismála-
ráðuneytið hefir aflað fyrir
Landssambandið, ler vísitalan í
Bandaríkjunum sem næst 123
stig, Bretlandi 169 og í Svíþjóð
153 stig. Hér er vísitalan 265, en
ef skapa ætti vísitölu sérstaklega
fyrir skipasmíðar, yrði hún mikið
hærri þar sem efnið er svo gífur-
lega dýrt með flutningsgjöldum
og tollum. Ef við áætlum vísi-
tölu skipasmíða hér 350 stig (sem
er of lágt), er verðgildi okkar
peninga 29fá miðað við 100%
fyrir stríð. í Svíþjóð er verðgild-
ið 66% miðað við núverandi vísi-
tölu og 100% fyrir stríð. Talað
er um að smálest skipanna frá
Svíþjóð muni kosta 4500 ísl. kr.
hingað komin, en það svarar til
2970 kr. grunnverðs með 66%
verðgildi. Hér hefir smálestin
kostað um 10 þús. kr. Grunn-
verðið er þá með 29% peninga-
Frh. á 7. síðu.
Pveldisstofnun-
arinnar.
Þegar fresfurinn var út runninn
i gær hsfðu nefndinn! borizt
25 fillögur.
í
GÆR um hádegi var útrunn
inn frestur sá, sem hátíða-
nefnd lýðveldisstofnunarinnar
gaf til að skila tillögum um há-
tíðamerkið. Þá höfðu nefndinni
borizt 25 tillögur, en ekki hafa
þessar tillögur enn verið athug-
aðar.
Á miðvikudag er útrunninn
frestur sá, sem gefinn var til að
skila tllögum um hátíðafrí-
merki.
F
YRIR bæjarráðsfundi,
sem haldinn var í fyrra
kvöld lá áætlun og teikning-
ar að hinu nýja fæðingar-
heimili, sem ráðgért er að
reisa á lóð Landsspítalans.
Sendi landlæknir hvorutveggja
ásamt bréfi, en húsameistari rík
isins próf. Guðjón Samúelsson
gerði teikningarnar. Með hon-
um hafa starfað læknarnir Guð-
mundur Thoroddsen og Matthías
Einarsson.
Samkvæmt kostnaðaráætlun-
inni er gert ráð fyrir að bygg-
ingin muni kosta 2.2 milljónir
króna og er þá kostnaður við*
innanstokksmuni ekki talinn
með.
í fæðingarheimilinu er gert
ráð fyrir 50—60 sængurkonum.
Enn hefir ekki verið tekin
fullnaðarákvörðun um bygging-
una.
ein-
Einar Erlendsson,
Amtmannsstíg 2, er fimmtugur
á morgun. Einar hefir lerigi verið
félagi í Verkamannafélaginu
Dagsbrún og er hann öruggur liðs-
maður, þó að hann láti lítið yfir
sér.
Myndarlegl gesfamói
F.
UNGMENNAFÉLAG
REYKJAVÍKUR hélfc
fjölmennt gestamót í góðtempl-
arahúsinu í fyrakvöld. Stefán
Runólfsson, hinn nýkosni for-
maður félagsins, setti gestamót-
ið og fól Vigfúsi Guðmundssyni
stjórn þess, er hann ann^ðist
með miklum ágætum. Þeir Árni
Frh. á 7. síðu.
og Hringbrautar!
Bréf útvarpsstjóra tii bæjarráós.
IÓNAS ÞORBERGSSON
^ útvarpsstjóri hefir skrif
að bæjarráði bréf, þar sem
harm fer fram á það fyrir
hönd Ríkisútvarpsins, að því
verði ætluð lóð undir stór-
hýsi útvarpsins á horni Suð-
urgötu og Hringbrautar
sunnan kirkjugarðsins.
Bæjarráð tók ekki afstöðu til
þessarar beiðni útvarpsstjóra á
fundi sínum í fyrrakvöld, en
skipulagsnefnd hefir fyrir sitt.
leyti ætlað Ríkisútvarpinu lóð
á þessum stað.
í byggingarsjóði útvarpsins
eru nú um 500 þúsundir króna,
pn auðvitað er það aðeins lítill
hluti þeirra upphæða sem hið
mikla hús kostar, jafnvel þó
að ekki sé gert ráð fyrir því
að bygging bússins hefjist fyrr
en að styrjöldinni lokinni, þeg-
ar verðlag fer að lækka.
I útvarpshöllinni er ráðgert
að verði útvarpssalir, skrifstof-
ur, viðtækjaverzlunin og yfir-
léitt öll starfsemi Rikisútvarps-
ins og sem á skylt við það.
Fimíeikavika i Reykjavfk:
sýna fimleikð
AIBs telcss hátt á 7. hundraS nemendur pátt
b sýningum.
L,
EIKFIMIKENNARAR ‘
barnaskólanna og fram-
haldsskólanna efna til fim-
leikasýninga nemenda sinna
í næstu viku og hefjast þær
á morgun. Verða þær alla
dagana kl. 3—6 og 8,30--
10,30.
Alls taka 14 skólar með 22
flokka þátt í þessum sýningum
og er talið að um 30 nemendur
verði í hverjum flokki. Má þá
gera ráð fyrir að um 680 börn
og unglingar taki þátt í þessum
sýningum.
Hér er um kynningarsýning-
ar að ræða. Kennararnir vilja
með þeim leggja áherzlu á það
að með sýningunum fái almenn-
ingur hugmynd um þá fimleika
kennslu, sem fram fer í skól-
unum og hvernig nemenduri-
ir hafa ' getað tileinkað sér
hana.
Það er mjög gott að efnt
skuli til slíkra sýninga. Þær
vekja alhygli á mjög þýðingar-
miklu atriði í uppeldisstarfi
skólanna, þjálfun líkama hinna
ungu nemenda.
Gera má og ráð fyrir því að
almenningur vilji fylgjast með
þessu . starfi óg fjölmenni því
á sýningarnar. Þær fara allar
fram í íþróttahúsi Jóns Þor-
steinssonar.
-4 mljénir hiýddu á
Sigurgeir blskup s. I.
sunnudag.
¥ TM þrjár til fjórar milljónir
manna hlýddu á ræðu, er
biskup íslands hélt síðastliðinn
sunnudag. Biskupinn talaði úr
ræðustóli „The People’s Church
of Chicago fyrir um 1500 manns,
er voru í kirkjunni, en auk þess
skiptu útvarpshlustendur þrem
til fjórum milljónum, þar sem
ræðunni var útvarpað um fjölda
útvarpsstöðva.
Síðari hluta sunnudags hélt
hann guðsþjónustu á íslenzku.
Við þá guðsþjónustu voru saman
komnir fleiri Islendingar á einum
stað en áður hafði þekkzt í Chi-
cago. I lok guðsþjónustunnar
þakkaði Sigurður Arnason ís~
lenzku þjóðinni fyrir að hafa
sent þennan fulltrúa til Amer-
íku. Sigurður fór frá íslandi, er
hann var 19 ára gamall.
Undirbúning undir komu bisk-
upsins til þessarar næststærstu
borgar Ameríku önnuðust Árni
Helgason konsúll, Egill Ander-
Frh *á 7. siöu