Alþýðublaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 3
Snuttdagar 2. apríl 19414 Jiy í II ‘| i III 1^1 flmm&mrnm i i | jl" niipiinisiiiraw** FYRIR NOKKRUM ÁRUM,; j. eða nánar tiltekið, haustið !•' 1937 var sá, er línur þessar ritar staddur í Varsjá, höf- uðborg Póllands. Það sem hér ; fer á eftir er sennilega tæp- ast í frásögur færandi, en í orsök þess, að grein þessi fjallar um Varsjá í dag er sú, að í fyrrakvöld var flutt erindi í brezka útvarpið, þar sem brugðið er upp stemm- r ingsmynd, ef svo mætti segja ; af Varsjá og lífinu þar um þessar mundir. Það vaeri því ekki mjög fjarri lagi, þótt sagt yrði svolítið frá Varsjá, eins og hún birtist íslendingi á þeim dögum, er menn töldu styrjöld og hryðjuverk ó- hugsandi fyrirbrigði, eða að aninnsta kosti lítt hugsanleg. VARSJÁ ER, EÐA VAR, með skemmtilegri borgum Ev- rópu. Þar var undarlegt sam- íbland gamals og nýs. Sums- staðar mátti sjá. fornfrægar hallir, þar sem Napoleon hafði dvalið í forðum daga, ýmsar menningarsögulegar foyggingar frá tímum Rússa- ieisara og dýrindis listasöfn. Á hinn bóginn gat að líta ný- tízku verzlunarhús í ,,funk- is“-stíl, sem báru þess glöggt merki, að Pólland var Iand á framfarabraut. Þar voru skemmtigarðar og barnahæli <ekki lakari en gerðust víða í Vestur-Evrópu, þar sem menningin þykir komin á fovað hæst stig, en líka mátti ,sjá staði, þar sem Rússastjórn til forna lét taka af lífi pólska föðurlandsvini, sem áttu erf- itt með að sætta sig við vald- fooðin frá St. Petersburg, sem þá var höfuðborg Rússlands. t ÞANN TÍÐ mátti heyra hina svonefndu „lírukassamenn“ leika án afláts ýmis lög, svo scm „An der Donau, wenn . der Wein blúht“ og þess hátt- ar þægileg þýzk þjóðlög og , síðskeggjaðir Gyðingar gengu óhræddir um göturnar, með sítt skegg og hinn sérkenni- lega höfuðbúnað, klæddir skósíðurm, svörtum kuflum. Það var skrítið að aka um Gyðingahverfið, eða Ghetto, ; og sjá þetta undarlega fólk, . sem virtist hafa sína sérstæðu siðu, sem haldizt hafa öld í fram af öld. Stundum gat manni dottið í hug, að menn þessir gætu verið „klipptir út úr Biblíunni.“ Það var eins og tíminn hefði liðið, en ekki markað nein spor með þessu fólki. EITT GLÆSILEGASTA veit- ingahúsið í Varsjá og raun- ar í allri Evrópu hét og heit ir „Adria.“ » ÞAÐ VAR geysistórt fyrir tæki með fjölmörgum sölurn og vistarverum. Það var allt fyrir sérhvern smekk. í ein- um sal var dansað og þar voru menn prúðbúnir sam- kvæmt nýjustu Parísartízku og gnótt fallegra kvenna. Þá var þar veitingasalur í eins konar „Tyrolar-stíl“, þar sem jóðlað var, leikið á har- moniku og þjónarnir gengu úm með fjaðurhatta og á grænum stuttbuxum. Á myndinni sést ný gerð Lightning-flugvélanna amerísku, sem farið hafa í margan árás- arleiðangurinn yfir Þýzkaland, jafnvel allt til Berlínar. Flugvélar þessar eru geysihrað- fleygar og þykja liprari í vöfum en flestar aðrar flugvélategundir. Ekki hefir verið greint nákvæmlega frá hraða hinna nýju flugvéla, en talið er, að hann muni vera yfir 640 km. á kl Birger Ruud látinn Voru aðeins iæoa 50 km. frá borginal I gær. ----------♦--------- RÚSSAE sækja enn fram á suðurhluta austurvígstöðv- anna og er sókn þeirra með ódæmum hörð. Nálgast þeir nú óðum Odessa við Svartahaf og voru í gæh 50 km. frá borginni. Nú þegar hafa rússneskar stórskotaliðssveit- ir byrjað að skjóta á útvirki borgarinnar af langdrægum fallbyssum. Berlínarútvarpið greinir frá því, að Þjóðverjar eigi í tvísýnum bardögum í Suður-Rússlandi, svb og við Tarnopol og olíubæinn Stanislawow í Pollandi og Pskov í Norður-Rússlandi. við Stanislawow, sem fyrr get- ur, og um járnbrautina til Lwow (Lemberg). Má vænta úrslitaátaka þar á næstunni. Ef Rússum tekst að hertaka Odessa nú á næstunni, er að- staða þýzka setuliðsins á Krím talin því nær vonlaus og bíður þess uppgjöf eða alger tortím- ing. Odessa varðist öllum árás- um Þjóðverja um þrigja mán- aða skeið, áður en borgin féll í hendur Þjóðverjum. Það eru hersveitir Malinov- skys, sem hraðast sækja fram á suðurhluta austurvígstöðv- anna, en auk þess brjótast her- menn Konevs hershöfðingja fram í áttina til Odessa frá Dniestr-fljóti og eru taldar horfur á, að borgin verði um- kringd með öllu innan skamms. í Rúmeníu geisa skæðir bai'- dagar við fljótið Pruth og sækja öflugar, rússneskar her- sveitir fram í átina til Yasi. Þá er einnig mikið barizt í grennd ÞAR GAT OG AÐ LÍTA eins konar „rólega deild“ fyrir hina þunglyndu. Þar var engin tónlist önnur en að úti í horni stóð maður og lék angurvær lög á fiðlu. Hann var i sjón eins og það, sem útlendingar hafa nefnt ,,maestro“, með mikið og sítt hár, snjóhvítt að lit, sem flaksaði til er hann lék. Þar inni sátu allmargir karl- menn, en fáar konur, og röktu raunir sínar við Bakk- us. Yfirleitt var veitingahús þetta rekið á mjög hagsýnan hátt, þannig, að eitthvað væri fyrir alla. Sumir vildu dansa, aðrir vildu bergja bjór og enn aðrir höfðu orð- ið fyrir einhverju mótlæti i lífinu og kusu heldur að hlýða á fiðluleik hins aldna „maestros“. ’ NÚ ER ÞETTA BREYTT. í stað hinis glaðværa og á- hyggjulausa hóps, sem fyllti sali „Adria“ árið 1937, úir og grúir þar af gráklæddum og hörkulegum fulltrúum „yfirþjóðarirmar“, sem nú vinnur að því baki brotnu að uppræta pólska þjóðar- vitund. Menn eins og Frank, yfirböðull Þjóðverja í Pól- landi, vaða þar nú um salar- kynnin, en Pólverjar sjálfir koma þar hvergi nærri. GYÐINGARNIR GANGA ekki lengúr um götumar sem óhræddir og prúðir borgar- ar þessa lands. Þeir eru hundeltir og svívirtir, ekki fyrir glæpi eða afbrot, held- ur fyrir það eitt að vera af öðrum kynflokki en lýður- inn frá Potsdam. Fjöldi pólska þegna er landflótta, meðan erlendur ofbeldisher dvelst í landinu og leitast við að ,,mennta“ þá, sem heima sitja og venja þá við nýskipan í sínu eigin landi. En bráðum er höimunga- saga Pólverja á enda, og brátt verða hinir óboðnu gestir hraktir úr la.ndinu, en þeir, sem landið eiga, munu aftur taka við arfi feðranna. Þýzkaland í gær. A MERÍSKAR flugvélar af *"*■ Liberator-gerð hafa enn gert harða hríð að ýmsum skotmörkum í Suðvestur- Þýzkalándi. Margar Thunder- bolt- og Mustang-flugvélar voru í fylgd með þeim. Var árás þessi gerð fyrir hádegi í gær. Áður höfðu hinar hrað- fleygu Mosquito-flugvélar Breta ráðizt á ýmsa staði í Vestur-Þýzkalandi. Nákvæm- HINN heimskunni skíðamað- ur, Birger Ruud, sem hing að hefir komið til íslands, var í fyrra fyrir þátt- „ólöglegu slkiíðamóti,“, var látinn laus í febrúar, að því segir í fregn til norska blaða- fulltrúans í Reykjavík. Engar breyftagar á AF Ítalíu em þær fregnir helztar, að á Mið-Ítalíu hafa bandamenn náð á sitt vald fjallstndi einum, um 1500 m. háum, sem talinn er hafa mikilvæga hernaðarþýðingu. Hann er rúma 20 km. frá Cas- sino. í borginni sjálfri hafa Ný-Sj álendingar hmndið þýzk- um árásum. Við Anzio var árásum Þjóð- verja einnig hrundið, en amer- ískir tundurspillar héldu uppi skothríð á strandvirki Þjóð- verja þar í grennd. Þá var sagt frá því í Lundúnaútvarpinu í gærkveldi, að bandamenn gerðu ýmislegar ráðstafanir til þess að fá ekki mýraköldu (malaríu), en mjög er hætt við þeim sjúkdómi. Fær sérhver hermaður sérstakar töflur við sjúkdómi þessum, og unnið er að því að uppræta klakstöðv- ar moskito-flugunnar, sem ber sýkina milli manna. Loftárás á dönsk her- skip á vaidi Þjéðrerja "O LAÐASKRIFSTOFA Dana í Stokkhólmi greinir frá því, að herskipin „Niels Juel“ og „Peder Schram“, sem Þjóð- verjar náðu á vald sitt og fluttu til Kiel, hafi orðið fyrir loftá- rásum Breta. Var „Niels Juel“ sökkt, en „Peder Schram“ lask- aðist. ar fregnir um árásirnar hafa enn ekki verið birtar. Paasikiri í Hoskva, segir Siokkhéimsfregn .........................■» .... IFREGNUM frá Stokkhólmi til norka blaðafulltrúans hér segir, að finnski stjórnmálamaðurinn Paasikivi sé nú í Moskva til viðræðna við rússneska áhrifamenn um sér- frið. Þá er og greint frá því, að í Helsinki hafi verið birtar tilkynningar, þar sem finnskir hermenn í orlofi eru kall- I aðir til stöðva sinna þegar í stað. Sumir setja fregn þessa í samband við sænska fregn um að finnska þingið eigi að koma saman á morgun til mikilvægs fundar. Er talið, að nú reki að því, að örlaga- þrungnar ákvarðanir verði teknar í Finnlandi í sambandi við styrjöldina. f finnskum fregnum er þess getið, að mann- tjón Þjóðverja á austurvígstöðvunum sé gífurlegt, og erfitt sé að trúa því, að þeir séu á skipulegu undanhaldi, held- ur sé hér um að ræða flótta. Hefir þetta vakið mikla at- hygli, bæði í Finnlandi og í hlutlausnm löndum og talið bera vott um, að Finnar hyggi nú alvarlega á frið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.