Alþýðublaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 4
4 mtr VPU5LAPIP Stuumdagur 2. apríl 1944 fUþij&nblaðið Sitetíórl: Stefán Pétursson. fSimar ritstjórnar: 4901 og 4902. RlUtjórn og afgreiðsla í Ai- þýBuhúsinu við Hverfisgötu. OtBefandi: Alþýðuílokkurinn. stmnr afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð i lausasölu 40 aura. AlþýSuprentsmiðjan b.l BafoiepsniMio. EITT af mestu framtíðarmál- um íslendinga er virkjun fallvatnanna. Öldum saman hef ir þjóðin búið við nauman kost hvað snertir ljós og hita. Kuld- inn í híbýlum íslendinga hefir verið þjóðarböl og rökkursetan rammíslenzkt. fyrirbæri. Náttúrufari landsins er hins vegar svo farið, að auðvelt er um framleiðslu orku til að hita og lýsa híbýli landsmanna og jknýja margvíslegar aflvélar. Úrkoman og hálendið leggjast á eitt um að skapa fallvötnin og viðhalda þeim. íslendingar eiga því mikilla kosta völ í farmleiðslu raforku. * Raforkumálanefnd ríkisins hefir unnið að því að undan- förnu að afla sér gagna varð- andi orkuþörf landsmanna, gera bráðabirgðaáætlanir um fram- kvæmd og kanna þessi mál sem bezt. Innan nefndarinnar mun sú skoðun ríkjandi, að þessi mál skuli leyst með heildarfram- kvæmdum. Raforkukerfið verði miðað við landið allt, í stað þess*»að leitast við að fullnægja ■ orkuþörf einstakra héraða og einstakra kaupstaða með smá- virkjunum hingað og þangað um landið. Mun nefndin hafa kömizt að þeirri niðurstöðu, að unnt yrði að fullnægja orkuþörf landsmanna með aukningu á Sogsvirkjuninni og Laxárvirkj- uninni, að viðbættum sérvirkj- unum fyrir Vestfirði og Aust- urland. Það virðist óneitanlega skyn- samlegra að byggja í þessu efni á heildaráætlun um lausn máls- ins. Margar smáar virkjanir verða tvímælalaust kostnaðar- samar, ófullkomnar og af meiri vanefnum gerðar en heildar- virkjanir fyrir stóra hluta lands ins. Og hér er um svo mikið framtíðarmál að ræða, að allt veltur á, að framkvæmd þess fari sem allra bezt úr hendi. Það er ekki verið að tjalda til einnar nætur, heldur er verið að ráða til lykta máli, er snert- ir rnargar ókomnar kynslóðir. ❖ Verklegar framfarir hafa ver- ið stórstígar hér á Iandi á und- anfornum árum. En hinu verð- ur þó ekki neitað, að við fjöl- mörg atriði hefir verið beitt hreinum vettlingatökum, enda þarf það raunar enigan að furða. Þjóðin var langt á eftir öðrum þjóðum um verkkunnáttu og tækniþróun og auk þess fátæk og vanmáttug. Hin misstignu spor í verklegum efnum þurfa því raunverulega ekki að valda neinni furðu. En hörmulegt er það eigi að síður, hvað illa hef- ir til tekist í fjölmörgum atrið- um. Stórkostleg aukning raforku- framleiðslunnar og virkjun foss- anna er eitt stærsta úrlausnar- efnið í verklegum efnum, sem nú blasir við. Þess er því að vænta, að það verði leyst á al- gerlega hagrænum grundvelli með þarfir allrar þjóðarinnar fyrir augum., en tilfinningar, hreppapólitík og atkvæðaveiðar nái ekki að hafa á það nein áhrif. @íidur óiafssöiú húss KeykfavíkMr h<.f. s. 1» mi®vikudag| rv ÐALFUNDUR Alþýðuhúss XSL Reykjavíkur h. f. var, eins og frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, haldinn í Iðnó s. 1. miðvikudag, og gerði formaður félagsins, Oddur Ólafsson, þar ííarlega grein fyrir rekstri al- þýciuhúsanna, Alþýðuhússins við Hverfisgötu ög Iðnó, á ár- inu, sem leið. Fara hér á eftir nokkrir kafl- ar úr skýrslu hans, sem fróðlegir unna að þykja um stjórn og hag þessa fyrirtækis: „Það, sem ég tel að -reksturs- reikningur sýni áþreifanlegast er það, að útsöluverð okkar er lágt, of lágt, miðað við tilkostn- að, eins og hann er nú orðinn, og miðað við það, að ekki heíir verið unnt að kosta því til við- halds húsunum og húsmunum, sem með hefði þurft, til þess að allt væri í eins góðu ástandi, ytra, sem innra, í árslokin, eins og í byrjun ársins. Það er léleg- ur gróði, sem er þannig tilkom- inn að eignin, sem starfrækslan byggist á, rýrnar mjög vegna þess að ekki var unnt að halda henni við. Fé í sjóði, þegar svo á stendur, er frekast sjónhverf- ing. — Hvað húseignir þær snertir og áhöld, sem hér koma við sögu, þá verð ég að vona, að takast megi, þótt síðar verði, að jafna metin um þessi atriði, áður en varanlegt tjón hlýzt af. —■ Áður en ég sný mér að efna- hagsreikningnum, og skýri hann með nokkrum orðum, vil ég leyfa mér að minnast á atriði, dálítið ítarlegar en ég þegar hef gert, sem í mesta máta snertir fyrirtæki okkar fjárhagslega og þá reksturafkomuna á starfsár- inu alveg sérstaklega. — Þetta er um verðlag á því, sem selt er í húsunum og atriði þau önn- ur, sem haft hafa áhrif á það, beinlínis og óbeinlínis. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að sett var á árinu há- marksverð á flest það, sam til sölu var á veitingastöðum. Reglugerð um þetta gekk í gildi þann 8. apríl s. 1. — Mér þykir vænt um að geta skýrt fundar- mönnum frá því, að verðlagsá- kvæði þessi snertu fáa liði starf semi okkar til lækkunar frá því verði, sem var fyrir 8. apríl, á öllu því sem/selt var að degin- um, — þ. e. a. s.: vegna nauð- synja raanna. Var sumt lægra. Kl. 9 að kvöldi hækkaði verðið hjá okkur, en eftir þann tíma er aðalsalan öl og gosdrykkir. Þessar vörur voru þá seldar sumar allt’ að helmingi hærra verði en fyrir stríðið. —- Sýnd- ist það engin ofrausn vera, þar sem tilkostnaður hafði 4—8 faldast á sama tíma; þar sem ekki heldur var um aukna sölu að ræða vegna erlendra setuliðs manna, sem ekki koma í þessi húsakynni, samkvæmt góðu sam komulagi við setuliðsstjórnim- ar. Samt fór það svo, að þessar vörur voru lækkaðar verulega á kvöldin. Ég get helzt búizt við því, að lækkun þessi á gosdrykkj um og öli, sem selt var um næt- ur eða á síðkvöldum, úr tiltölu- lega hóflegu verði, miðað við við almennt verðlag og kaup- greiðslur, hafi stafað af einhverj um misgáningi. Sannast þá hér sem oftar, að misfellur geta orð- ið á ráðstöfunum,, þótt tilgang- urinn sé næsta lofsamlegur. —• Að fenginni reynslu ætti að vera vandalaust að lagfæra þessar misfellur. Sala á þessum vöm- tegundum er ein sú tekjugrein, sem bera á uppi tilkostnaðinn við reksturinn að verulegu leyti. Leiga, sem innborgast fyrir húsnæði fer til viðhalds húsnæð isins og húsunum. — í svona húsum gengur allt gífurlega úr sér og þarf miklu til að kosta ef halda á í horfinu með útlit og endingu. Ingólfs Café var málað allt niðri á rekstursár- inu. Það, sem þetta raunveru- lega kostaði, er alveg ótrúlegt. í Iðnó er starfsemin með nokk uð sérstökum hætti. Á leiksýn- ingum er veitingartíminn einar 20 mínútur á sólarhringnum, þegar leikið er aðeins einu sinni á dag, sem lang oftast er. Þ'eg- ar leiikæfingar eru í húsinu, fer mjög lítil sala fram. Á síðast liðnu ári urðu leiksýningarnar alls 168. Hafa þær aldrei fleiri orðið á’ einu ári. Þá voru haldn- ar í húsinu lengri og skemmri leikæfingar, 216 að tölu, þar af var húsið í notkun allt kvöldið, vegna æfinganna, 90 sinnum. Leigan fyrir leiksýningarnar var, samkvæmt samningi, mest- an hluta ársins kr. 125—140.00. Af þessari tölu leiksýninga — 168 — voru um 20 leiksýningar fyrir börn, en fyrir þær var greiðslan mikið lægri. Sam- kvæmt samningi var greitt auk húsaleigu, ákveðið gjald pr. leik sýningu fyrir hitun, ljós og hirð- ingu. — Engin leigá var sérstak- lega greidd fyrir leikæfingarn- ar, né heldur þitunarkostnaður eða annar reksturkostnaður, svo sem fyrir hitun, hirðingu o. þ. h. — Eg minnist ekki þess, að ég hafi fyrr gert grein fyrir þessu sérstaklega á aðalfundi félags- ins, og er þetta þó tíundi fundur í félaginu frá stofnfundi, sem haldinn var hér á þessum stað þann 17. júlí 1934. Annars eru í Iðnó haldnar ýms ar aðrar skemmtanir en leiksýn ingar. Dansskemmtanir eru haldnar þar 9—10 mánuði árs- ins, oftast einu sinni í viku. Þá stendur veitingastarfsemin yf- ir í húsinu 4—5 klst. oftastnær. Þessar skemmtanir urðu alls á reikningsárinu 39, en skemmt- anir með „prógrammi og dansi“ urðu á árinu í Iðnó alls 19. Fund ir voru haldnir þar niðri, síð- degis og á kvöldum 22. Söng- skemmtanir og hljóðfæraleikur var þar 3var sinnurn. Smá skemmtanir í salnum uppi voru 10, en fundir 37. Eins og fleiri ár, síðan hluta- félagið tók til starfa, hafa marg- víslegar sveiflur, sumar nokk- uð óvæntar, flestar til truflana og örðugleika, látið til sín finna á síðastliðnu rekstursári. Sumt hefi ég þegar minnst á í skýrslu minni, en mjög mörgu verð ég að sleppa. — Það gerist svo margt árlangt, á þessum sáðustu ! tímum, jafnvei. í lítilli starfs- grein eins og þeirri, sem ég hefi haft umsjón með, að engin tök eru á því, að það sé allt rakið, lið fyrir lið. Samt eru ennþá fá- ein atriði, sem ég vildi leyfa mér að minnast lítillega á, áður en ég skilst við þessa greinar- gerð. í fyrsta lagi vildi ég geta þess, að engir erlendir hermenn sækja skemmtanir í húsunum, frekar en áður, né heldur koma þar á kaffikvöldum, þegar hljóm sveit leikur. Að deginum koma þar yfirleitt fáir setuliðsmenn. Smám saman hefir tekizt að leiða rás viðburðanna, hvað sam skiptin við setuliðið snertir, í þennan farveg; — allt með góðu samkomulagi við setuliðið og Rennilásar fyrirliggjandi. Lífsfykkjabúðin h.f. Hafnarstræti 11. — Sími 4473. Þrálf ffrir kauphækkanir, aukna dýrtíð og hækkandi vísitölu, fæst Alþýðublað- ið enn fyrir hið lága verð, 6 krónur á mánuði í Reykjavík og nágrenni, Gerist .áskrifendur. Sím3 4986 og 4900. stjórn þess, sem r einu og öllu hefir sýnt prýðilegan skilning á viðhorfum okkar í þessum mál um og góðviljaða framkomu hins sterka og frelsisunnandi manns. Ég er, persónulega, mjög ínægður með úrlausn vandamál anna, sem sköpuðust í okkar húsum við komu tugþúsunda, erlendra manna, til landsins; — stórlega ánægður og þakklát- ur. — Húsin eru til orðin fyrir íslendinga, og á friðartímum myndi hinn erlendi gestur eiga þar vísar góðar viðtökur, eigi síður en hinn innfæddi maður, það er svo sem alveg sjálfsagt. Stjórn setuliðsins hefir verið VÍSIR hefir undanfarnar vikur verið að narta svo- litið í kommúnista, og er það tiltölulega nýtt fyrirbrigði í blöðum íhaldsins. Tíminn gerir þetta að umtalsefni í aðalrit- stjórnargrein sinni í gær og segir meðal annars: ,,í heildsalablaðinu Vísi er nú um fátt annað meira skrifað en hættu þá, sem landi og lýð stafi af kommúnistum. Hér skal síður en svo dregið úr þessari hættu. Hins vegar þykir rétt hð benda Vísi á, hvernig þessi hætta hefir skapazt og hver muni heppilegasta leiðin til að bægja henni á bug. Það er alllangt síðan, að komm- únistar hófu moldvörpustarfsemi sína innan verkalýðsfélaganna. Al- þýðuflokkurinn var þá langsamlega öflugastur þar og beitti áhrifum sínum til að koma fram margvís- legum hagsmuna- og umbótamál- um launþega. Kommúnistum gekk því erfiðlega að vinna sér fylgi þar og myndi hreyfing þeirra hafa runnið út í1 sandinn innan lítils tíma, ef eigi hefði þeim borizt ó- væntur liðsauki. Þessi liðsauki kom frá Sjálfstæðisflokknum. Hann byrjaði að „skipuleggja“ fylgismenn sína innan verkalýðs- félaganna og lét þá jafnan styðja kommúnista í átökum þeirra við Alþýðufiokksmenn. Hafnarfj arðar- deilan 1939 var einna áþreifanleg- asta dæmið um þetta. í öllum blöðum Sjálfstæðismanna var þá haldið uppi ósvífnum áróðri og á- lygi’im á hendur Alþýðuflokks- mönnum í verkalýðsfélögunum og gekk Vísir einna lengt í þeim efnum. Hins vegar vöruðu þessi blöð verkamenn lítt við kommún- istum. Með þessum mikla tilstyrk Sjáifstæðismanna tókst kommún- istum smámsaman að ryðja sér til rúms í verkalýðsfélögunum. . . . Sjálfstæðismenn hafa þannig unn ið markvisst og beint að fylgis- aukningu kommúnista. Þeir hafa gert það I þeim tilgangi að skaða og eyðileggja umbótaflokka lands- svo hyggin og sanngjörn að setja á stofn skemmtista'ði handa liðs sveitum sínum, og verður það tæplega metið sem skyldi af okkur. Þá vil ég leyfa mér að skýra frá því, að fyrirkomulag það, sem reynt hefir verið síðast lið- ið ár, um eftirlit í húsunum og aðra tilhögun, vegna skemmt- -ana þar, hefir reynzt vel. Erfið- leikar, vegna framkomu manna eru helzt á laugardögum, en þelr hafa jafnvel frekar verið vegna manna úti á götunni, kringum eða við húsin, en inni í húsun- um, oft og mörgum sinnum. — Frh. á 7. síðu. ins. í öðru lagi er svo það, sem Sjálfstæðismenn hafa unnið óbeint að eflingu kommúnismans. Það er segin saga, að kommúnisminn get- ur ekki fest verulega rætur, nema þrcngsýnt og yfirgangssamt auð- vald sé fyrir hendi. Slíkt auðvald hefir stöðugt magnazt hér sein- ustu árin. Mikil fjárráð og yfirráð atvinnutækja hafa hraðfara safn- azt í hendur fárra manna. Alþýðu- landsins og æskufólki stendur- stuggur af þessari þróun. Slík þjóð félagsskilyrði eru hinn ákjósanleg- asti jarðvegur kommúnismans.“ Eftir að Tíminn hefir þannig lýst þeim þætti, bæði þeim sjálf ráða og ósjálfráða, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefir átt í því„ að magna meinsemd kommún- ismans hér, segir hann: „Hér er þá komið að kjarna málsins, sem er sá, hvernig eigi að afstýra kommúnistahættunni. Það verður bezt gert með því að hafa það hugfast, að kommúnisminn er fyrst og fremst sjúkdómseinkennf spillts auðkonungaþjóðfélags. Ráð- in til að lækna þennan sjúkdóm eru almennar umbætur og hófleg jöfnun lífskjaranna. Því marki er unnt að ná með frjálsri samvinnu og opinberri samhjálp í stað sam- keppninnar. Þegar fólkið finnur, að unnið er fyrir það, en ekki fáa auðkonunga, verðúr það ónæmt fyrir sýklum kommúnismans. Þess vegna er það öruggasta úr- ræðið til að afstýra kommúnista- hættunni að uppræta auðkónga- skipulagið, láta félagslegt réttlætí og framfarir leysa það af hólmi. Um þetta þurfa allir umbótamenn landsins að sameinast.“ Þetta er vel mælt og vitur- lega, og væri betur, að Tíminn og þeir, sem að honum standa, hefðu alltaf gert sér þetta jafn- ljóst og þeir virðast gera sér það í dag. En á það hefir, því mið- ur, meira en lítið vantað. Fram- Frh. á 7. síðu /?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.