Alþýðublaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.04.1944, Blaðsíða 6
* Æmsssmig-. Sq»pnáagriir 2. apríl 1944. Tapai og fundii. Þessi unga móðir, Juanita Waits, aðeins 18 ára gömul, á heima í Columbus í Ohiofylki í Bandaríkjunum. Hún brá sér að heiman til að hitta mann sinn, 19 ára gamlan, sem er í hernum, og skildi barnið sitt, Marylin Ann, sem er að- eins sex mánaða gömul, eftir hjá vinafólki. En þegar hún kom heim, var barnið tapað. Það fannst þó von bráðar yfir- gefið í Detroitborg, og var .flutt á ungbarnaheimili, þar þekkti móðirin það aftur á fötunum og var heldur ham- ingjusöm. En það er ekki að sjá á myndinni að Marylin litla viti mikið af því hvað fyrir hana kom. Þegar fyrri heimssfyrjöldinni lauk. Frh. af 5. síð«. tillit er tekið til upplýsinga þeirra, er herforingjarnir létu þeim í té. Við vitum að sönnu nú, að Hindenburg og Luden- dorff létu þau orð falla hinn 28. september, að „styrjöldin væri töpuð“ og kröfðust þess af valdhöfunum í Berlín dag- inn eftir, að þeir semdu frið þegar í stað. Þó komst Haig að orði á þessu lund við ríkis- stjórnina hinn 19. október: — „Að mínum dómi getur þýzki herinn auðveldlega hörfað til landamæra Þýzkalands og var- lzt þar þeim liðskosti, sem við höfum nú yfir að ráða, og jafn- vel þótt hann væri eitthvað auk inn. Franski herinn virðist mjög miður sín. Her Banda- ríkjamanna er illa skipulagður, illa búinn hergögnum og illa þjálfaður. Hann skortir og mjög reynda foringja. Hann er eng- an veginn til þess hæfur að heyja nútímahernað. Það mun að minnsta kosti líða heilt ár áður en hann má sín mikils í stórorrustum. Brezki herinn hef ir barizt af mikilli hreysti og hugprýði. Hann er skipaður þrautreyndum og þjálfuðum her mönnum, sem trúa og treysta því, að sigurinn verði þeirra. En hann skortir að minnsta kosti fimmtíu þúsundir fót- gönguliðsmenn, ef vel á að vera.....Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að óvin- irnir munu geta varizt í varnar línu þeirri, sem þeir koma til með að mynda, alllanga hríð eftir að sókn bandamanna árið 1919 hefst". Lloyd George gerir þessi við- horf að umræðuefni í endur- minningum sínum og kemst að að orði á þessa lund meðal ann- ars: — „Því er sízt að neita, áð því fór alls.fjarri, að upp- lýsingar og áætlanir herstjórn- árinnar gerðu okkur bjartsýna á það, að úrslita styrjaldarinn- ar myndi skammt að bíðá. Á- ætlanir okkar og undirbúning- ur miðaðist því við þáð, að styrjöldinni myndi ekki ljúka fyrr en í fyrsta lagi árið 1919. Við höfðum engar upplýsingar fengið um mikilvæg atriði eins og viðhorfin á heimavígstöðv- unum í Þýzkalandi og hina miklu þýðingu sigranna á Tyrkjum og á Balkanskaga11. Hinn 23. og 24. október lagði Smuts hershöfðingi tvær orð- sendingar fyrir stríðsráðuneyt- ið, er vörðuðu áætlanir Haigs, segir Lloyd George ennfremur, þar sem þannig var að orði komizt „að það væri fávíslegt að ímynda sér, að Þjóðverjar féllust á vopnahlé, er þýddi uppgjöf þýzka hérsins“. Nær þrem vikum síðar dvald ist ég í Surrey um helgi. Þar frétti ég, að vopnahlé hefði ver ið samið Fagnaðarlæti fólksins voru geysileg. Það var engu líkara en endalok styrjald- arinnar hefðu komið eins og þjófur á nóttu. En nú-er spurn- ingin sú, hvort úrslit þeirrar styrjaldar, sem nú er háð, muni verða ráðin með svo óvæntum og laumulegum hætti og þá varð raun á. Gjalir til bamaspílala- sjóðs Hringsins. np IL MINNINGAR UM frú Kristínu Vídalín Jacobson hafa Barnaspítalasjóð Kringsins borizt tvær stórgjafir: Frá. Bandalagi kvenna í Reykjavík, kr. 3000.00 — þrjú þúsund krónur — og frá Húsmæðrafé- lagi Reykjavíkur, kr. 1000.00 — eitt þúsund krónur. — Færir stjóm Kvenfélagsins „Hringur- inn“ gefendum kærar þakkir. 09 ■ b a Frh. af 4. síðu Það er ölvunin, sem örðugleik- um veldur í starfsgrein veitinga húsanna yfirleitt. Hún ein rask- ar góðri reglu og friði. Hjá okk ur hefir talsvert á unnizt,' að ég tel, á starfsárinu, í þá átt að vernda gesti og hús fyrir böli, sem af ofurölvuninni sprettur. Ég hefi oft látið í ljós þá skoð- un, að vel megi kenna mönn- um hér á landi, eins og t. d. hefir verið gert um öi! Ncrður- lönd, þar sem ég til þekki, að kcoma yfirleitt sómasamlega fram á mannamótum, þótt þeir bragði vín; um þdta er ég sannfærður enn í dag. Það væri mikill velgerningui’ við menn, að kenna þeim sem drekka, þessa lexíu. — Ég vil ennfremur geta þess, sem þó er sjálfsagt mörgum þeim kunnugt, sem hér eru sladd ir, að til eru þær persónur hér í bæ, sem eru mjög vandlátar í okkar garð og krefjast þess, sýknt og heilagt, að ailt sé rétt og prýðilegt hjá okkur, fari vel vel fram og sé til íyrirmyndar. Ég þarf varla að skýra frá því, með hvaða málblæ þctta hefir verið flutt, þegar það hefir kom- ið fram í blöðunum, það er svo alkunnugt. Sennilega má telja, að hér séu yfirleitt sömu mennitnir að verki, fyrr og síðar. Þótt þetta skipti ekki miklu máli, vil ég gera þá undantekningu frá því, sem ég hefir áður gert á aðal- fundum félagsins, að sýua örfá dæmi um eðli þessarar „um- hyggju“ 1 okkar garð. Strax, þegar Alþýðuhúsið var í smíðum, byrjuðu skrifin. Var aðallega leitað á mig persónu- lega. En það er kunnugra en frá þurfi aö segja. Margt var reynt til þess að hnekkja þessu fyrir- tæki’ Eitt dagblað bæjarins byrj aði um þessar múndir að flytja nýjan bálk, sem átti að fræða menn um „allt mögulegt“, líkt greinum „Hannesar á horninu". Það vakti athygli, að fyrsta greinarkornið í hinum nýja bálki blaðsins, var helgað „Ing- ólfs Café“; — þessi veitingastofa skipaði fyrsta sætið þar. Skilti hafði verið sett í gluggann í veit ingahúsinu. Á það var máluð mynd af Ingólfsstyttunni, sem er beint á móti h-úsinu, en upp- drátt að myndinni hafði hinn víðkunni dráttlistarmaður, Tryggvi Magnússon, gert. — Mynd þessi er merki veitinga- stofunnar, samkvæmt leyfi höf- undar listaverksins, Einars Jóns sonar. — I greinarkorni þessu var þeirri spurningu beint til lesenda blaðsins, hvort þeir hefðu veitt því athygli, hve lík myndin á skiltinu í Ingólfs Café væri nafngreindum manni hér í bæ, en blað þetta hafði oft gert skop að þeirri persónu. Til- gangurinn er auðsær. — Annars sýnist það nú ekki þurfa að vera mjög skoplegt, að manni af nor- rænum kynstofni gæti svipað til þess yfirbragðs, sem listamað- urinn hafði gefið styttu Ingólfs Arnarsonar. Nýlega fer sami höf undur aftur á stúfana í sama blaði, og lastar nú mjög að lisla verk séu tekin sem fyrirmynd auðkenna á gögnum og áhöld- um verzlana og veitingahúea o. fl. Höfundur álítur, skildist mér, er ég las grein hans, að sérstaklega myndi setja ógleði að mönnum, ef að svona merki væru höfð á matarílátum, eða sett á reikninga o. þ. h., sökum þess að myndin óhreinkaðist. „Ingólfs Café“ er víst eina veit- ingahúsið hér, s em notar ís- lenzkt listaverk sem fyrirmynd merkis síns. Vil ég því geta þessa: 1. Leyfi til þessarar notk unar er okkur veitt áf höfund- inum sjálfum. 2. Ég tel öðrum óheimilt að nota slík auðkenni nema með leyfi. Óleyfilegt mun líka vera að nota sama auð- kenni nema á einum stað í sömu starfsgrein. 3. Ég veit ekki betur \ en að notkun ýmsra frábærra hluta, frá hendi. náttúruhnar sjálfrar og listamanna, sé mjög tíðkuð um allan heim, hinn svo kallaða menntaða heim, eins og hér hefir verið gert; — svo eru og nöfn þeirra einnig notuð á sama hátt sem auð- kenni. — 4. Ég tel þetta smekk- legt og þjóðlegt, ef að ekki er of mikið að því gert. Hér má takmarka allt af þeim, sem vald hefir til þess. 5. Að bollar og diskar og annað þ. h. óhreink- ist, og sé því ósæmilegt að nota þessi auðkenni á þessi áhöld o.fl. er, eins og áður segir, alveg gagnstætt skoðun menningar- þjóða. — Hér með er öllu heldur um þjóðlega tilhögun að ræða, og í „Ingólfs Café“ hefir margur útlendingurinn komið, sem dáðst hefir að borðbúnaði okkar. — Þetta hefir ekki lækkað hróður Islands í augum erlendra manna. En, ef að það er svo, að ekk- ert má óhreinkast, sem gert er í mynd og formi listaverka, hvað þá með listaverkin sjálf, sem ár og daga úti standa — í ryki og regni? Af því að þetta hefir verið gert að nokkuru áróðursefni á opinberum vettvangi, vildi ég, í eitt skipti fyrir öll, gera fundar- mönnum grein fyrir heimild- um okkar og hugmyndum, að því er til þessara hluta tekur. iSami höfundur skýrir bæjar- búum nýlega frá því í pistlum síhum, að aðeins tvö nafngreind veitingarhús hér í bæ hafi það fyrirkomulag, að framreiðslu- gjald þjóna sé reiknað með í verði til gesta, „Hótel Vík“ og „Hressingarskálinn.“ — í „Ing- ólfs Café“ hefir þetta fyirkomu lag þó verið haft um alla sölu frá kl. 8 árdegis til kl. 9 síð- degis, og auglýsingar um þetta verið settar upp í veitingasöl- um, síðan húsið tók til starfa! Samt hefir reynzlan ekki sann- fært mig um, að þetta fyrir- komulag sé bezt, síður en svo. Sennilegast er það líka þessi sami frjósami höfundur, sem ritaði langloku um það, að nú- verandi aðstaða Iðnó til fjár- öflunar væri áþekk kvikmynda- húsanna!! Ég hefi hér áður skýrt nokkuð frá fjáröflunarskilyrð- um þessa húss, svo ég hefi engu við að bæta. ■— Úr því að ég samt vakti máls þessu á annað borð, vil ég leyfa mér að geta um eitt ,menning- arblóm“ frá pistlum þessa höf- undar, sem hann hefir rétt starfsfólkinu í Iðnó, sem hann segist gera eftir frásögn leik- listarvinar og kunningja síns. í pistli þessum ber hann starfs- fólkinu einkanlega á brýn margs konar ómyndarskap í hátterni sínu og framkomu í húsinu. Þessu sama fólki, sem ávallt er á ferð úm húsið, til þess að fullnægja óskum og kröfum þeirra, sem þar eru á ferð um daga og nætur. Hvernig fram- koma. sumra þessara ,,gesta“ stundum er í garð starfsfólks- ins, sem er að þjóna þeim, er ennþá óskráð saga, en um fram komu flestra þeirra er gott eitt að segja. Greinargóður maður sagði mér, að varla myndi vera til hér í bæ nema einn maður, sem gæti talið sig vera þetta tvennt: Leiklistarvinur og kunningi höfundar níðklaus- únnar um starfsfólkið í Iðnó. — Hvort svo er eða ekki, skal ég engan dóm á leggja, að svo stöddu, en tíminn leiðir margt í ljós. •Hér 1 þetta hús kemur margt ur maðurinn. Vandi er að gera svo öllum líki, en sanngirnin og góðvildin segir alltaf til sín. Frá síðastliðnu starfsári eigum við hér í Iðnó, að ég tel, marg- ar góðar minningar um góðvilj- aða framkomu gesta og við- skiptavina, um sanngirni og heil brigt mat á viðfangsefnum okkar og aðstöðu til að full- nægja óskum og þörfum manna.“ '/ ■ ■ «í BÓK: 09 Útgefandi: Bókfellsútgáfan h.f. Nú er komin á markaðinn bók, sem hefir vakið mikla at- hygli í Englandi. Bókin „Vís- indin og andinn“, eftif T. E. Jessop í þýðingu Guðmundar Finnbogasonar, á erindi til allra hugsandi manna. Höfundur bókarinnar er pró- fessor í sálarfræði og rökfræði og forseti heimspekideildar há- skólans í Hull. 1 upphafi bókarinnar segir höfundurinn: ,,.... Vér erum nú komnir svo langt, að vér getum hugs- að rökvíslega um allt, nema sjálfa oss, og stjórnað nálega öllu, nema sjálfum oss. Vér höfum rakað saman gnótt vís- 5 indalegrar þekkingar, en höf- um háskalega lítinn skilning á því, hvað vér eigum að gera með hana. Með þessari þekk- ingu getum vér stjórnað nátt- úruöflunum, en vér erum ekki vissir um það, til hvers vér eigum að stjórna þeim. Vér höfum fullar hendur tækja og leikni til að beita þeim, en það er ekki ljóst, hvað vér eigum að gera með þeim. Vér erum fullorðnir að þekkingu á tækj- um, en börn að þekkingu á markmiðum. Vér virðumst vera að missa hæfileikann til að ’ koma orðum að hinum æðstu markmiðum og rann- saka þau.“ í framhaldi af þessum nið- urstöðum reynir próf. Jessop að kryfja til mergjar ýmis vanda- mál mannlegs lífs. Þær spurn- ingar, sem hann m. a. varpar fram og reynir að svara, eru: — Hvað er einkenni mann- eðlis? — Er sannleiki til? — Hvernig ætti ég að hlýða samvizkunni? — Hvað er hugsjón? — Er til fegurð, sem allir ættu að viðurkenna? — Hvað er ást? Þýðandinn, Guðm. Finnboga- son, segir svo í formála: „. .. . Mér virðist meðferð hans (höfundar) á efninu svo skarpleg, djúpúðug og nýstár- leg, að ,ég var ekþi í rónni fyrr en ég hafði snúið ritinu á ís- lenzku, með því að ég þóttist sjá, að boðskapur þess ætti erindi til allra hugsandi manna U Bókin er vönduð að frá- gangi og kostar aðeins kr. 12,50 Þar sem upplagið er mjög takmarkað, er mönnum ráð- lagt að tryggja sér hana sem fyrst. Adv. Tilviðbótar fréttum frá fund- inum, sem Alþýðublaðið flutti s. 1. föstudag, má geta þess að á fundinum mættu fulltrúar og eigendur fyrri 3988 atkvæði, en atkvæðatala er alls, vegna inn- borgaðs hlutafjár, 4679. — Fél- agar eru alls 165, flest einstakl- ingar. Húsin komust í samband við hitaveitukerfi bæjarins upp úr áramótunum. Hvernig upphitun in reynist, er varla fengin reynsla fyrir, svo byggjandi sé á, en menn vona það bezta. — Tengingargjald við hitaveitu- kerfið, — svo kallað „heimæða- gjald,“ — á að verða samkvæmt reikningi, fyrir báeði húsin, kr. 20.225.00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.