Alþýðublaðið - 06.04.1944, Page 4

Alþýðublaðið - 06.04.1944, Page 4
■LTTOU8UDIP rmmtimtgttf 6. mpeSL 134* flíþijðtiblaðib Rltstjórl: Stefá* Pétnrsson. IMmnr rltstjórnar: 4901 og 4902. Rltatjórn og aigreiðsla i Al- þýðuhúsinu viS Hverfisgötu. Otgefandl: Alþýðuflokkurinn. 3ixnar afgreiBslu: 4900 og 4908. VerS i lausasölu 40 aura. AlþýOuprentsmiCJan hA Arngrimur Kristjánsson s Páskaleyfið. ÞETTA er annað árið, sem iblöðin koma ekki út fimm daga samfleytt um páskana. Byggist það á því atriði í samn- ingi prentarafélagsins við prent smiðjueigendur, að prentarar skuli eiga frí laugardaginn fyrir páska. Njóta blaðamenn góðs af þessu og hafa fimm daga frí um páskahátíðina. Ýmsar aðrar stéttir hafa orð- ið jafn langt frí um þessa hátíð. Skrifstofur eru t. d. ekki opnar laugardaginn fyrir páska, og vinna mun yfirleitt falla niður i iðnaðinum. Verzlanir eru þó opnar til kl. 4 á laugardag, enda mun ekki annað þykja gerlegt. * 'Páskaleyfið er þannig orðið lengsta frí ársins, að sumarleyf- inu undanskildu. Jólaleyfið er aðeins svipur hjá sjón, miðað við það, auk þess sem þorri manna er orðinn svo úttaugað- ur eftir jólaannríkið, að ekki er hægt að njóta leyfisins nema tii hálfs þess vegna. ðÞað verður að teljast vel far- ið, að páskarnir séu sú af stór- ihátíðum ársins, sem fólki gefst bezt tækifæri til hvíldar og hressingar. Páskahátíðin er á þeim tíma árs, þegar mönnum igefst æskilegt tækifæri til úti- vistar. Sólarganginn er farið að lengja. Snjór er hinsvegar jafn- an á jörðu fyrir þá, sem vilja bregða sér á skíði. Samgöngur eru jafnan orðnar tiltölulega .greiðar og því auðvelt að bera sig yfir, ef menn fýsir í ferða- lög. Engum dylst, hver nauðsyn kyrrsetumönnum er á því, að leita tilbreytingar frá daglegum störfum sínum. Innivera og kyrrsetur reyna líkama manns- ins meir en margir ætla. Sá, sem ekki hefir talsverða hreyf- ingu og útivist, fer mikils á mis. Þetta er viðurkennd staðreynd nú orðið, enda þótt sú væri tíð- in, að það þótti hámark lífsgæð- anna, að geta verið undir þaki og þurfa sem minnst á líkamann að reyna. Sú alda, að nota hverja „frjálsa stund“ til útivistar, fjallgangna, skíðaferða og ann- ars þess, er þjálfar likamann, er því sprottin af ótvíræðri nauðsyn. Líkaminn krefst þjálf- unar og áreynslu, ella hrörnar hann og stirðnar eins og vél, sem liggur ónotuð. Þetta er al- gilt og óumdeilanlegt lögmál. Líffæri, sem ekki er notað og ekkert reynir á, gengur úr sér og rýrnar, þegar stundir líða fram. Skynsamleg þjálfun lík- amans er því ein þýðingarmesta heilbrigðisráðstöfun, sem unnt er að temja sér. Páskahelgin skapar gott tæki færi fyrir meginþorra Reykvík- inga til að njóta útivistar og heilnæms1 lofts í nokkra daga. Þetta tækifæri ættu sem fæstir að láta ónotað. Páskaleyfinu verður ekki á annað hátt betur varið en að leita út úr bæjar- rykinu og fylla lungun af góðu lofti. Og það er hægt að gera, þótt ekki sé efnt til langra ferða laga. Skólabörnin og Heiðmörk. OFT er á það bent, og það með nokkrum rétti, að böm og unglingar séu ærið ó- gætin í umgengni, þau riðli yfir girðingar, traðki á gróðri og brjóti jafnvel greinar af trjám. Þessar og því líkar um- gengnisvenjur vekja undrun og gremju, sem vonlegt er, og oft fá skólarnir og börnin hina ó- mildustu dóma vegna þessa. Það er ekki ætlun mín að skrifa þessa grein í neinum afsökun- artóni frá hálfu skólanna eða skólabarnanna. Fremur vil ég viðurkenna staðreyndir og leitast við að draga fram orsakir þess, að ekki skuli takast betur til um fágun umgengnismátans og fegrun framkomunnar en raun ber vitni. Þó get ég ekki með öllu látið hjá líða að benda í þessu sam- bandi á eftirgreind atriði: í fyrsta lagi er það svo,. að skólarnir og skólabörnin í heild fá oft og einatt orð í eyra vegna fárra einstaklinga, sem eru verri en almennt gerist um allt, er lýtur að prúðum fram- gangsmáta og hóflegri um- gengni. Það er alkunnugt orða- tiltækið, „að ekki þurfi nema einn gikk í hverri veiðistöð“, og á það hér sannarlega við. > í annan stað geri ég mér hug- myndir um, að börn, sem nú eru að alast upp, séu yfirleitt ekki verr á vegi stödd um prúðmannlegt dagfar og al- menna kurteisi en börn á þeirra reki fyrir um 20 árum síðan, að minnsta kosti ekki þegar tillit er tekið til hins mikla fjölda, landrýmis miðað við fólksfjölda og annarra uppeldis aðstæðna. En þótt þetta sé rétt, þá get- um vér verið sammála um, að hér þurfi mikilla umbóta við. n -■ Mér er það ljóst að hér er mikið verk að vinna, og á þessu máli verður að taka af varúð og með skilningi. Um eitt munu þó allir verða sammála, en það er, að bættar uppeldisaðstæður áukið iþolgæði og ræktarsemi við þenna þátt uppeldis muni vera einasta léiðin til þess að ná auknum jákvæðum árangri. Það var upprunalega tilætl- un mín með því að rita þenna greinarstúf að vekja hér at- hygli á máli, er gæti orðið gifturíkur þáttur í skóla- og uppeldisstarfi, ef við það yrði lögð rækt, en það er, að veru- legum hluta eldri barna (12— 14 ára) væri gefinn kostur á að kynnast meir en verið hef- ur gróðri og ræktun, og læra í verki frumatriði, er að ræktun lúta. Ef vér á ný athugum mál þetta með tilliti til hinna rétt- mætu umkvartana, þar sem REIN sú, sem fer hér á eftir, birtist í nýút- komnu Foreldrablaði, marz- hefti yfirstandandi árgangs. Hefir Alþýðublaðið tekið hana upp með leyfi höfund- arins. unglingamir eru ákærðir fyrir að henda sér yfir girðingar, brjóta runna og traðka út blómabeð, getum vér í þessu efni varla búizt við nægilegri varfærni í umgengnisháttum barna og unglinga, nema þau sjálf hafi kynnzt* því af eigin raun, að trén, runnarnir og blómin séu lífi gæddar verur, rétt eins og þau, og að allur gróður þurfi friðland og sæmi- leg vaxtarskilyrði til þess að hann dafni og nái að þrosk- ast eðlilegu lífi. Nú er það svo, að enginn skyldi ætla að þessi hugsun um ræktunarnám skólabarna sé hér reifuð sem eitthvert ný- mæli. Að vísu hefur þessum þætfö fræðslu og uppeldis lítill gaum ur verið gefinn hér á landi til þessa, en meðal. nágrannaþjóða vorra hafa eldri börn notið ræktunarnáms í skólagörðum um langt skeið, og hefur sá þáttur í skólastarfinu áunnið sér æ meiri viðurkenningu, þar sem hér er um að ræða verklegt nám, er hefur tví- mælalaust mjög mikilvægt uppeldisgildi, en er auk þess hagnýtt nám, er í flestum til- fellum verður notadrjúgt fyrir nemendurna. III. Ég hafði nú gefið þessari grein heitið: Skólabörnin og Heiðmörk, og skal nú vikið að því, hvers vegna ég valdi greininni þetta heiti. Heiðmörk er allstórt land- svæði, er liggur suður af Elliða vatni. Að tilhlutun stjórnar Skógræktarfélags Islands hef- ur þegar verið ákveðið að friða þetta land, það er Hólmshraun, er liggur að Elliðavatni, Hjall- ar og Löngubrekkur. Haustið 1938 sendi stjórn Skógræktarfélagsins bæjarráði Reykjavíkur ýtarlegt erindi um friðun þessa lands, jafn framt því sem þar er > bent á hagnýta ræktun þess. Þar segir m. a. svo: „Þegar bæir vaxa að víðáttu og fólksfjölda, er það oftast eitt af vandamálum þeim, sem úr þarf að ráða, að sjá íbúunum fyrir olnbogarými, þar sem þeir geta notið lofts og sólar umfram það, sem íbúðar- og athafnahverfi borganna hafa að bjóða og geta í té látið. Það Frá ÁlþýSubrauðgerðinni m \ Á föstudaginn langa og páskadag verða búðir okkar lokaðar allan daginn. Þetta eru viðskiptavinir okkar beðnir að athuga.... Alþýðubrauðgerðin h.f. þarf að opna bæjarbúum leiðir að sæ og sól, grasi og gróðri, skógum og fjöílum, eftir því sem við á og skilyrði eru til í nágrenni bæjarsna, án þess að traðkað sé á eingnarrétti þeirra einstaklinga, sem eiga þar lönd og lendur. — Góðir leikvellir og skemmtigarðar innanbæjar eru mikils virði, en ekki ein- hlítir, og því leggja vaxandi bæir víðast hið mesta kapp á að eignast hentug svæði í hæfilegri fjarlægð frá bæjun- um og útbúa þau svo, að all- ur almenningur geti notið þar skemmtunar og hressingar á góðviðrisdögum með léttkleif- um kostnaði og sem minnstri fyrirhöfn.“ Málaleitun Skógræktarfélags ins var í alla staði vel tekið, 'og munu bæjarbúar almennt hafa gefið henni nokkurn gaum. Enn er þó ekki hafizt handa um framkvæmdir, og má segja hér um eins og oft vill verða, að góð mál eiga sér nokkurn oðdraganda. Allar horfur eru nú á því, að ekki muni líða á löngu þar til Heiðmörk verður friðað land- svæði og hafnar verða þar framkvæmdir, er miða að því að prýða landið og auka nota- gildi þess í samræmi við tillög- ur Skógræktarfélagsins. Nú er það svo, að hér er um all stórt land að ræða (ca. 25 ferkm.). Hér liggur því fyrir INNRAMMANIR Getum aftur tekið að okkur mynda- og mái- verkainnrammanir. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. HéðEnshöfði h.f. Aðalstræti 6B. Sími 4958. mikið verkefni, að ég ekki segi nærfellt óþrjótandi verkefni. En einmitt í þessu eru fólgnir hinir mikilsverðustu bostir, því friðun, prýði og verndun þessa lands á fyrst og fremst að vera unnin af ungmennam höfuð- staðarins á komandi árum. Afhenda mætti hverjum barna og unglingaskóla nokkurt land- svæði og eignaðist þá hver skóli þar sinn skólagarð, þar sem fram færi hagnýtt, verklegt nám, en jafnframt verndun og fegrun skemmtisvæðisins. Ég hef átt þess kost að ræða mál þetta frá, þessu sjónarmiði við stjóm Skógræktarfélagsins og skógræktarstjóra, og hef ég sannfærzt um, að milli hinna þriggja aðila, bæjaryfirvald- anna, Skógræktarfélagsins og skólanna, muni ríkja velvild og einhugur, og því er vonandi, að framkvæmdir hefjist innan skamms, svo Heiðmörk, friðland Reykvíkinga, verði innan stund- ar uppeldisreitur, þar sem hvort tveggja fer saman, ræktun lýðs og lands. MORGUNBLAÐIÐ OG TÍMINN deila nú um það, á hvern hátt skipastóllinn skuli endurnýjaður. Telur Morgun- blaðið það ekki koma til.mála á neinn annan hátt en að stór- útgerðarfélögunum einum sé trúað fyrir henni og þeim veitt- ar nýjar stórkostlegar ívilnanir um skattgreiðslur í því skyni. En Tíminn heldur því fram, að endurnýjun skipastólsins eigi að fara fram á vegum hins op- inhera, sveitar- og bæjarfélaga og jafnvel ríkisins, með það fyr- ir augum, að þau verði síðan rekin af félagsskap sjómanna sjálfra. Fyrir þetta hefir Morgun- blaðið brugðið Tímanum um svik við „einkaframtakið“ og sakað hann um að hafa tekið upp þjóðnýtingarstefnu. Því svarar Tíminn í ritstjórnargrein í fyrradag á eftirfarandi hátt: „Þá er komið að þeirri „voða- legu“ ásökun, að ritstj. Tímans hafi gerzt hamrammur þjóðnýtingar- maður, þar sem hann hafi talað um, að auk þess, er sjómenn væru styrktir til skipakaupa, ætti að veita bæjar- og sveitarfélögum aðstoð til að eignast skip og leigja þau hlutaskiptafélögum sjómanna. Áður en lengra er haldið, er vert að athuga nánara núverandi rekstr arfyrirkomulag stórútgerðarinnar. Raunar er það ekki annað en versta tegund þjóðnýtingar, eins og áhætrtusamur stórrekstur einstakl- inga yfirleitt er. Gróðabrallsmenn fara í bankana, fá þar lán til að hefja reksturinn, draga gróðann í sinn vasa, þegar vel gemgur, en láta töpin lenda á bönkunum, þeg- ar vel árar. Bankarnir eru búnir að tapa tugum millj. kr. á þessu fyrirkomulagi og hefðu tapað fleiri tugum millj. kr. til viðbótar, ef styrjöldin hefði ekki komið til sög- unnar. Slíkt fyrirkomulag vekur ekki neina þá ábyrgðartilfinningu hjá eigendum fyrirtækjanna, sem fylgir smærri einkarekstri t. d. smá útgerð, því að þeir geta alltaf séð sínum hag borgið, hvernig, sem allt veltist. Hins vegar hafa bank- arnir eða það opinbera ekkert að- hald eða eftirlit með fyrirtækjun- um, sem tryggi það, að þau séu rekin hagsýnilega og með almanna hag fyrir augum. Þess eru því fleiri en eitt dæmi, að á sama tíma og slík fyrirtæki söfnuðu skuldum í bönkimum, hafi eigendur þeirra dregið stórfé úr rekstrinum til ó- hófseyðslu og luxusframkvæmda (t. d. Kveldúlfur). Hér er því raun verulega um hina verstu tegund þjóðnýtingar að ræða, þar sem þjóð félagið (bankamir) ber áhættuna og töpin, en gróðinn lendir hjá fá- um fjárbrallsmönnum, þegar vel gengUT. . jM .y.. .'.tí: ;,j A ......' '”T '1,1 '' 1 Það er ekki sízt vegna þess, að Framsóknarmenn eru mótfallnir þessum þjóðnýtingarrekstri stórút- gerðarinnar, að þeir berjast fyrir breytingum á rekstrarfyrirkomu- lagi hermar. Þeir vilja koma henni á grundvöll, sem er hagsýnni og heppilegri fyrir þjóðfélagið og þá, sem við þennan atvinnuveg vinna. Félagsreksturinn er tvímælalaust heppilegasta fyrirkomulagið í þess- um efnum. En vafasamt er, að hon- um verði almennt komið fram á þeim grundvelli, að sjómennimir eigi sjálfir skipin, þótt stefna beri í þá átt. Þess vegna er vart um annað að gera ep að hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarfélög eða jafn- vel ríkið eignist stærri veiðiskip eftir þörfum og leigi þau hluta- skiptafélögum sjómanna. Þannig yrði útgerðin áhættuminnst fyrir þjóðfélagið og öruggust fyrir sjó- mennina. Hér væri ekki frekar um opinberan rekstur að ræða en í þeim tilfellum, þegar ríkið eða hreppsfélag á jörð og leigir hana naeð ákveðnum leigumála. Þvert á móti virtist eðlilegra að rfkið eigi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.